Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 12
__»_o A-d. i^. y : a* raytí j. \ DiauK piQLt; / 12 - DAGUR - Laugardagur Er útiljósið bilao? Er raflögnin í ólagi? Ert þú að byggja eða breyta og þarft bæði rafmagnsteikningu og láta leggja rafmagnið? Hafðu samband og fáðu tilboð í einstaka þætti eða heildarverk, þér að kostnaðarlausu. fnni TOI IFASOIU LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 461 1090 Innimálning á ótrúlegu verði Gljá- stig 10 Verð frá kr 569 lítri KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 Kvikmyndaklúbbur Akureyrar sýnir í Borgarbíói sunnudaginn 3. desember kl. 17 mónudaginn 4. desember kl. 18.30 Jarðarber og súkkulaði Kúbversk mynd sem tilnefnd var til Oskarsverðlauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin. Allir velkomnir. Miðaverð kr. 550,- Skólafólk kr. 450,- 2. desember 1995 Jónas Viðar Sveinsson teiknar skopmyndir fyrir Dag: „Skiptir öllu máli að vera húmorískur“ Dagur mun birta á laug- ardögum frá og með þessu helgarblaði skop- mynd, þar sem hvers- dagsumræðan verður skoðuð í gegnum skop- gleraugu Jónasar Viðars Sveinssonar, myndlistar- rnanns á Akureyri. Þeir sem hafa fylgst með rit- deilu tveggja valin- kunnra íþróttafrömuða á Akureyri á síðum Dags að undanförnu, vegna m.a. hugntynda unt byggingu íþróttahúss fyrir íþróttafélagið Þór, ættu ekki að vera í vafa um viðfangsefni teiknarans á fyrstu skopmyndinni. „Þetta er skemmtilegt form sem ég hef feng- ist svolítið við,“ sagði Jónas Viðar í samtali við Dag. „Eg hef teiknað þónokkuð af myndum í bækur útskriftarnema í Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum, Carmínu og Mínervu. Þetta form liggur fyrir sumum, en það skiptir auðvitað öllu máli að vera húmorískur. í gegn- um tíðina hef ég gert rissmyndir fyrir sjálfan mig og í gamla daga fylgdist ég vel með Sig- mund í Mogganum.“ Jónas Viðar Sveinsson er Akureyringur, fæddur 1962. Hann lagði stund á nám í Mynd- listaskólanum á Akureyri á árunum 1983-1987 og hélt árið 1990 til náms við Accademia di Belle Arti di Carrara á Ítalíu og lauk því á sl. ári. Jónas Viðar hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga á Akureyri, Ítalíu og í Reykjavík. Einka- sýningar hefur hann haldið í Gamla Lundi á Ak- ureyri, Alþýðubankanum á Akureyri, Safnahús- inu á Sauðárkróki, Listhúsinu Þingi á Akureyri, Deiglunni á Akureyri og Galleríi Sólon Islandus í Reykjavík. Vinnustofa Jónasar Viðars er í Listagilinu á Akureyri og hyggst hann opna þar gallerí með vorinu. Hann hvetur fólk til að líta inn og segist vera tilbúinn að teikna skopmyndir af fólki eftir ljósmyndum. Eftir áramót verður boðið upp á námskeið í málun og módeli. Þess má síðan geta að þessa dagana eru til sýnis verk eftir Jónas Viðar Sveinsson á annars vegar veitingastaðnum Greifanum á Akureyri og hins vegar Café Karólínu, efri hæð, í Listagilinu. óþh Mjólkurtankar R-1B4a Af sérstökum ástæöum eru til sölu á mjög hagstæðu verði 3 nýir og ónotaðir mjólkurtankar fyrir framtíðar- kæliefnið R-134a. 2. stk. 1000 lítra 1. fasa 220 volt. 1. stk. 1000 lítra 3. fasa 380 volt. Upplýsingar gefur Kristján Gunnarsson, Mjólkureftirliti Ms. K.E.A. Símar: 852 0397 eða 463 0401. jj - jj LEIÐALYSING St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkjugarðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í símum 462 1093 og 462 2625 fram til föstudagsins 8. desember. Verð á krossi er kr. 1.200,- Þeir sem vilja hætta, tilkynni það í sömu sím- um. Þeir sem eiga ógreidda gíróseðla, vinsamlega greiðið þá sem allra fyrst. 13_____________________________________'d FM 98.7 VERTU MEÐ 0KKUR ALLAN SÓLARHRINGINN: Tónlist - leikir - góð tónlist - viðtöl frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin Sími 462 7333, fax 462 7636. f@| Framhalds- ,<r Mtf'' skólakennarar! Vegna forfalla vantar kennara í raungreinum á vor- önn 1996. Ennfremur er endurauglýst staða kennara í dönsku á vorönn 1996. Umsóknarfrestur ertil 10. desember nk. Umsóknir sendist undirrituðum. Akureyri, 28. nóvember 1995. Skólameistari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.