Dagur - 02.12.1995, Síða 14

Dagur - 02.12.1995, Síða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995 NYJAR BÆ KU R HYRNA HR BYGGINGAVERKTAKI • TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Srníðrn íataskápa, baðinnréttingar, eláósinnréttingar og innihorðir Teiknum og gerum föst verðtiiboð, þér að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Þann 26. ágúst sl. voru gefin satnan í hjónaband í Skjern kirke í Danmörku Karen Helgadóttir og Lars Hindo, Rosenvej 40, 6900 Skjern. Gamla myndin: Hverjir þekktust? Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri hafa borist upplýs- ingar víðsvegar að um þær myndir sem birst hafa í Degi á tímabilinu 26. ágúst til 18. nóv- ember 1995. Að jafnaði fást upplýsingar um 75% af þeim einstaklingum sem birt er mynd af og vilja starfs- menn Minjasafnsins koma á fram- færi kæru þakklæti til lesenda Dags fyrir aðstoðina. 26. ágúst M3-1961 Hjón með fimm böm: Allir óþekktir 2. september M3 1950 Hjón með fimm böm: 1. Hinrik Pétursson, concelí 2. Ingólfur Hinriksson, frystihússtjóri hjá KEA 3. Jón Hinriksson, vélstjóri 4. Stefanía Stefánsdóttir, kona Hinriks 5. Vilheim Hinriksson 6. Stefán Hinriksson 7. Lárus Hinriksson 9. september M3-1944 Fimm karlmenn: Ailir óþekktir 16. september M3-1943 Þrjár systur: 1. Anna Rósa Halldórsdóttir 2. Þóra Halldórsdóttir 3. Kristjana Halldórsdóttir 23. september M3-1941 Fimm konur: 1. Margrét Guðlaugsdóttir 2. Laufey Guðlaugsdóttir (?) 3. Jóninna Sigurðardóttir, Draflastöðum 4. óþekkt 5. Asdís Guðlaugsdóttir Rafnar 30. september M3-1943 (Vegna mistaka var sama númerið notað tvisvar, sjá 16. september) Fjórar konur: Allar óþekktur 7. október M3-1939 Hópmynd af sex: 1. Sigríður Traustadóttir 2. Hallgrímur Traustason 3. Friðbjöm Traustason 4. Karitas Traustadóttir 5. Geirfmnur Trausti Friðfinnsson 6. Kristjana Hallgrímsdóttir, kona Geir- ftnns 14. október M3-1935 Fjölskyldan á Æsistöðum: 1. Ólöf Jónasdóttir 2. Jónína Níelsdóttir 3. Níels Sigurðsson, bóndi 4. Helga Níelsdóttir, ljósmóðir í Reykja- vík 5. Sigurlína Sigtryggsdóttir 21. október M3-1932 Unglingaskólinn á Grenivík 1918-1919: 1. Friðbjöm Guðnason 2. Asmundur Steingrímsson 3. Hermann Stefánsson 4. Jóhannes Jónsson 5. Sigurður Benediktsson 6. Margrét Bjarnadóttir 7. Pétur Einarsson, kennari 8. Jóhanna Guðmundsdóttir 9. Guðrún Jónsdóttir 10. Guðbjörg Guðmundsdóttir 11. Jakobína Vilhj álmsdóttir 28. október M3-1931 Fjórir karlmenn og hundur: Allir óþekktir 4. nóvember M3-1928 Leikendur í leikritinu „Ég vil ekki giftast" frá árinu 1911: 1. Stefán Stefánsson, verslunarmaður 2. Þorsteinn Þorsteinsson 3. Guðrún Jóhannesdóttir 4. Theódóra Pálsdóttir (Myndin birtist í sögu Leikfélags Akureyr- ar bls. 49) 11. nóvember M3-1925 Hópmynd af fimm: 1. Hulda Stefánsdóttir 2. Stefán Sigurðsson frá Vigri 3. Haraldur Björnsson 4. Guðrún Bjömsdóttir 5. Sigurlaug Bjömsdóttir 18. nóvember M3-1918 Fjórar konur: Allar óþekktar Hvernig á að búa tilfalleg vina- bönd? Skjaldborg hf. hefur gefíð út fönd- urbókina „Hvemig á að búa til fal- leg vinabönd?" Ef þið eruð byrjendur þá mun það koma ykkur á óvart hversu fljót þið eruð að komast upp á lag með að búa til ótrúlega falleg vinabönd, sem munu gleðja vini ykkar. Ef þið eruð vön, reynið þá ein- hver af nýju vinaböndunum, sem voru hönnuð sérstaklega fyrir þessa bók (efni til að búa til vinabönd fylgir). Myndir í nótt og morgni - eftir Þorstein frá Hamri Hjá bókaútgáfunni Iðunni er komið út úrval úr ljóðum skáldsins Þor- steins frá Hamri og nefnist það Myndir í nótt og morgni. Þar er leit- að fanga í öllum ljóðabókum skáldsins, sem nú eru orðnar þrettán talsins. Þorsteinn frá Hamri er í hópi merkustu skálda Islendinga og ljóð hans, gömul og ný, eru ljóða- unnendum hjartfólgin. Hann fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi 1992. { þessu ljóðaúrvali er að finna mörg snjöllustu verk Þorsteins frá Hamri. Það spannar allan skáldferil Þorsteins frá Hamri og er hið elsta ort árið 1956 en yngstu ljóðin eru úr Sæfaranum sofandi, sem kom út 1992. Páll Valsson valdi ljóðin og segir m.a. í aðfaraorðum: „Þorsteinn er alinn upp í hinni gömlu íslensku ljóðhefð og hún hefur alla tíð átt sterkar rætur í hon- um. Þegar nýjabrum og frelsi hins óbundna forms leitaði á hann, varð innra með honum frjósöm glíma sem skilaði sér í sérstæðri blöndu gamals og nýs sem allar götur síðan hefur einkennt hans ljóðagerð." Bókin Myndir í nótt og morgni er 106 bls., prentuð í Prentbæ hf. Verðkr. 1980. Fríða framhleypna og Fróði Skjaldborg hf. hefur sent frá sér bókina Fríða framhleypna og Fróði eftir Lykke Nielsen í þýðingu Jóns Daníelssonar. „Gulur grísaskítur og græn skrímsli. Vonlausu vesalingar og vitlausu vitfirringar! Ætlist þið til að ég éti þetta hálfsoðna óæti?“ Þetta er það fyrsta sem Fríða heyrir þegar hún kemur inn í her- bergi Ulfs gamla. Samt verða þau perluvinir og leysa í sameiningu sérstætt sakamál, þar sem eplalykt reynist hafa úrslitaþýðingu. Þetta er áttunda bókin í bóka- flokknum um Fríðu framhleypnu, sem notið hefur óhemju vinsælda. An bréfberans - eftir Kristján Kristjánsson Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Kristján Krist- jánsson rithöfund og nefnist hún Ar bréfberans. Þetta er fjórða skáld- saga Kristjáns, sem einnig hefur sent frá sér Ijóðabækur og samið leikrit. Bækur Kristjáns hafa hlotið góða dóma, einkum þó síðasta bók hans, skáldsagan Fjórða hæðin, sem kom út árið 1993. Urn hana sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins m.a. að hún setti Kristján Kristjánsson í flokk með okkar bestu sagnahöf- undum í dag. Ár bréfberans er mögnuð og áleitin saga, vel skrifuð og sterk, sem sýnir að höfundurinn hefur frábært vald á viðfangsefni sínu og lesandanum um leið. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Ungur maður á sér takmark sem hann stefnir einbeittur að. Ekkert fær hindrað hann í að komast á leið- arenda, áformin eru skýr og sigur- vissan rík. Dauðinn er honum hug- leikinn eftir alvarlegt slys og brún hengiflugsins er ávallt nærri en í dagbók sína skráir hann með yfir- vegun atburði úr fortíð og nútíð meðan hann bíður þess sem koma skal.“ Ár bréfberans er 111 bls. og kostar kr. 3480. Bókmenntakenn- ingar síðari aida - eftir dr. Arna Sigurjónsson Mál og menning hefur gefið út bók- ina Bókmenntakenningar síðari alda eftir dr. Áma Sigurjónsson. Þetta er framhald bókar hans Bókmennta- kenningar fyrri alda (útg. 1991) og er í nýju bókinni fjallað ítarlega um vestrænar bókmenntakenningar á tímabilinu 1500-1900. Þetta em fyrstu bækur sinnar tegundar á ís- lensku. f Bókmenntakenninguni síðari alda koma við sögu mikilvæg menningarskeið kennd við barokk, upplýsingu, rómantík og raunsæi. Vandlega er fjallað um helstu höf- unda, svo sem Boileau, Dryden, Samuel, Johnson, Schiller, Goethe, Schlegelbræður, Coleridge, Zola, Brandes og marga fleiri. Einnig er fjallað um skrif ís- lenskra höfunda á þessu sviði og þau skoðuð í ljósi alþjóðlegra strauma. Má þar nefna Guðbrand Þorláksson, Jón Ólafsson, Magnús Stephensen, Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Gest Pálsson og Benedikt Gröndal. Bókmenntakenningar síðari alda er 462 bls. unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði kápuna. Verð kr. 4480. GAMLA MYNDIN M3-1915 Ljósmynd: Hallgríniur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akurcyri Hverkannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvem á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 462 4162 eða 461 2562 (símsvari).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.