Dagur - 02.12.1995, Side 16

Dagur - 02.12.1995, Side 16
16 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995 Nokkur fiskagrey synda hálfringluð í tjörninni bak viö Rábhús Reykjavíkur, og eiga uggum sín- um fjör aö launa, þegar ungviði borgarinnar gerir sér aö leik að henda steinum í þau. Hinu megin viö götuna hafa öllu meiri stórfiskar samastaö/ sem þó eiga það sameiginlegt meö hinum fyrrnefndu áb veröa oft og einatt fyrir aö- kasti. Þrátt fyrir þaö viröist húsiö vió Austurvöll hafa ómótstæöilegt aödráttarafl fyrir marga, og þangað er feröinni einmitt heitiö. Svanfríður Inga Jónasdóttir og Hjálmar Jónsson eru nýliðar á þingi, annað í stjómarandstöðu en hitt stjómarliði. f>au segjast hvorugt hafa stefnt markvisst að þing- mennsku, hún hafí komið meira af sjálfri sér, í framhaldi af störfum þeirra og áhuga á stjórnmálum. „Eg gerði mér lengi vel far um að taka ekki flokkspólitíska afstöðu sem sóknarprestur, þjónandi öllum, og ég tók mjög alvarlega að bregð- ast engum í því,“ segir Hjálmar. „Svo kemur að því að maður áttar sig á því að ekki verður komist hjá að taka afstöðu, og þá fer maður eftir því sem manni finnst falla best að lífsviðhorfum manns. Kristinn maður getur verið í hvaða flokki sem er, og hann er jafngóður, hvar svo sem hann er. Mér finnst ein- staklingshyggjan mikilvæg, að hver maður beri ábyrgð á lífi sínu og þurfi að hafa ákveðið frumkvæði, geti ekki bara beðið eftir að allt komi upp í hendumar á honum. Menn þurfa að bera sig eftir hlut- unum og sækja á, annars förum við bara í að þiggja það sem að okkur er rétt.“ Lífsviðhorf Hjálmars rímuðu best við sjálfstæðisstefnuna, en Svanfríður er talsvert vinstra megin við miðju, og telur að Jjað eigi hún afa sínum að þakka. „Eg ólst mikið til upp hjá afa mínum og ömmu á Dalvík, og afí minn var frekar pól- itískur.“ Smá þögn. „Sósíalískur,“ segir hún svo. „Hann hafði samt ekki bein afskipti af stjómmálum, en það var mikil þjóðmálaumræða á heimilinu og menn tóku afstöðu með verkalýðshreyfingunni og hin- um vinnandi stéttum." Öfugt við Hjálmar ákvað Svan- fríður snemma að ganga til liðs við stjórnmálaflokk, og varð Alþýðu- bandalagið fyrir valinu. „Eg bjó í eitt og hálft ár í útlöndum eftir að ég lauk Kennaraskólanum. Þegar ég kom heim aftur og réð mig í kennslu fannst mér fullkomlega rökrétt að ganga líka í stjórnmála- flokk. Lífsskoðun mín er að maður eigi að taka skipulega þátt í að hafa áhrif á umhverfi sitt. Það rak mig inn í bæjarpólitíkina og þaðan í landsmálin.“ Pínulítill hippi Svanfríður og Hjálmar eru af hinni svokölluðu ’68 kynslóð. Bæði segj- ast þau hafa hrifist af hugmyndun- urn sem hún setti fram, og Svan- fríður segist sannfærð um að ’68 kynslóðin ásamt fólkinu sem hún ólst upp hjá hafí átt stóran þátt í að móta viðhorf hennar til stjórnmála. Gæti verið að Svanfríður hafi verið hippi? „Ég var og er alltaf pínulítill hippi,” segir Svanfríður. „Ég þarf að stilla mig þegar ég kaupi mér föt, aga mig til að kaupa eitthvað í stífari kantinum." Hjálmar segist líka sækja í afslappaðan klæðnað og láti helst aldrei sjá sig í öðru en gallabuxum heima við. Þótt Hjálmar gefí lítið út á að hafa verið hippi er Svanfríður á öðru máli. „Ég er viss um að ég er nteð sítt hár og Hjálmar er með skegg, af því að það er pínuiítill hippi í okkur báðurn.” Þau virða hvort annað fyrir sér, skella upp úr, og líta út fyrir að vera nokkuð sátt við þessa niðurstöðu Svanfríðar. Menn glönnuöust! „Svanfríður tók afstöðu með hinum vinnandi stéttum, en þær voru reyndar ekki fjarri mér,“ segir Hjálmar. „Ég var uppalinn í sveit fyrstu árin og síðan við sjávarsíð- una og ég var töluvert á sjó, á tog- urum á menntaskólaárunum og síð- an í síld fyrir austan. Pabbi átti fiskbúð á Akureyri og ég vann hjá honum á vetuma meðan ég var í MA. Þannig kynntist maður at- vinnulífinu jafnóðum." „Þetta gerði ég líka og okkar kynslóð,” segir Svanfríður. „Hún var svo heppin að eiga þess kost að læra að vinna og taka þátt í lífsbar- áttunni með fullorðnu fólki. Maður skipti um vettvang, sumar eftir sumar, færði sig til á landinu..." „...gerði sér einmitt far um að fara sem víðast og vinna,“ skýtur Hjálmar inn í. „Þetta var alveg stór- kostlegt, maður sér það best núna þegar maður er sjálfur að ala upp unglinga, þeirra kostir eru mun þrengri,” heldur Svanfríður áfram. „Við vorum svo heppin að alast upp á þessum bjartsýnu hagvaxtar- tímum, eftir 1960. Þrátt fyrir sfld- ina og ýmis áföll voru þetta samt bjartsýnir tímar og fólk hélt að hvergi væru endimörk á hagvextin- um. I dag er sjóndeildarhringurinn orðinn býsna nálægt í mörgum málum." „Nema þetta sé að gerast akkúr- at núna, eins og maður vonar, að framundan séu hagvaxtartímar,” segir Hjálmar og ljómar við til- hugsunina. Svanfríður hugsar mál- ið en segir síðan: „Já, kannski, en við erum búin að átta okkur á tak- mörkunum sem fólk virtist ekki vera meðvitað um á þessum tíma. Menn glönnuðust!" „Þetta var svo sársaukafullt ein- mitt vegna þess að fólk viður- kenndi of seint staðreyndir," segir Hjálmar. „Þetta hefur verið svona á öllum sviðum hjá okkur. Landbún- aðurinn er rakið dæmi. Bændur voru stöðugt hvattir til að byggja, stækka og framleiða meira, þangað til fyrir 12-14 árum að menn allt í einu áttuðu sig, en þá var komið í óefni.“ „Ég held að það sem marki ástandið hjá okkur í dag sé hversu seint þéttbýlismyndun hófst á ís- landi, miðað við þær þjóðir sem við berum okkur venjulega saman við,“ segir Svanfríður. „Við erum enn að reyna að sætta aðstæður milli dreif- býlis og þéttbýlis, og erurn í raun enn með „samviskubit” yfir að hafa flutt úr sveitinni. Það er eins og menn séu alltaf að reyna að bæta fyrir það með ýmis konar byggða- áætlunum; umbun til þeirra sem þó urðu eftir, eitthvað sem í mörgum tilfellum hefur verið dæmt til að mistakast. Mér finnst of mikil for- sjárhyggja vera hjá okkur í land- búnaðarmálunum. Ég er alveg til- búin að samþykkja að það sé tekið tillit til landbúnaðarins enn um sinn, vegna þess að það skiptir máli í byggðaþróuninni. Við megum bara ekki gleyma okkur við það, því að í framtíðinni verður að líta á landbúnað sem alvöru atvinnu- „Ég er viss um að ég er með sítt hár og Hjálmar er með skegg, af því aö það er pínulítill hippi í okkur báðum." grein, en ekki tæki til að viðhalda byggð í landinu." „Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta,” segir Hjálmar, stein- hissa. „Mér fannst líka alveg sér- staklega skemmtilegt að heyra þetta með forsjárhyggjuna, að hún megi ekki vera þama.“ Nú hlær hann. „Ég held að nýi búvörusamn- ingurinn sé tímamótasamningur," segir hann síðan. „Hann gerir ekki ráð fyrir að sauðfjárræktin eigi að standa undir dreifðri byggð í land- inu. Það er náttúrulega fáránlegt að byggð á ákveðnum landssvæðum byggist á að framleiða of mikið af lambakjöti. Ég held líka að við sé- um á réttri leið til að láta landbún- aðinn bjarga sér sjálfur og taka tillit til markaðarins. Þetta er alveg rétt hjá þér Svanfríður, allt of mikil for- sjárhyggja hefur ráðið í forystu landbúnaðarins." „Hjá bændabændunum, eins og Starri í Garði hefur sagt, þeim sem búa með bændur," segir Svanfríð- „Ég hef bara einu sinni skotið rjúpu. Ég komst svo nærri henni að ég skaut næstum af henni hausinn og ég skamm- aðist mín svo mikið fyrir að drepa þetta litía grey, að ég ákvað að gera þetta aldrei aftur..." ur. „Þeir eru héma í Bændahöllinni í Reykjavík." Bannað að hafa samviskubit Svanfríður og Hjálmar eru þvott- ekta landsbyggðarþingmenn, eiga ekki svokallað skúffulögheimili og þurfa því að halda tvö heimili. Það gefur því auga leið að starfi þeirra fylgir meira eða minna, aðskilnað- ur við fjölskylduna meðan þing sit- ur. „Maður má ekki láta það trufla sig of mikið. Það kann vel að vera að fjölskyldan sitji á hakanum því um margt er að hugsa þegar maður kemur nýr á þing. Ég get alveg við- urkennt að ég sinni fjölskyldumál- unum minna þessa mánuðina, en það á vonandi eftir að breytast. Mér skilst hins vegar á félögum mínum í fjárlaganefndinni, sem þar hafa setið áður, að þangað til búið er að samþykkja fjárlögin, taki þau allan manns tíma, bæði nótt og dag. En auðvitað er erfitt að halda tvö heimili..." segir Hjálmar. „Við vorum einnntt að bera okkur saman áðan...“ segir Svan- fríður, „...það var mjög svipað." Hjálmar botnar fyrir Svanfríði og hún skellihlær. „Við vorum að bera okkur saman um hvemig við fær- um að þessu. Við höfum bæði þurft að skipta búslóðinni, sumt er hér og annað fyrir norðan. Við erum að ferðast með hluti á milli, meðan við erum að átta okkur á hvemig best er að hafa þetta og líklega verður það bara eitthvað sem við munum búa við, Hjálmar og ég, að vera alltaf á ferðinni með búslóðina.” „Ferðast með straujámið og brauðristina. Ég er nú reyndar að átta mig á að það þýðir ekkert, maður verður að eiga tvennt af öllu,“ segir Hjálmar. „Svo ég taki nú smá kvenna- vinkil á þetta, þá held ég að það sé fjarlægara konum úti á landi að fara af stað í landspólitíkina heldur en konum á höfuðborgarsvæðinu. Það er býsna mikið átak, bara það að vera þingmaður fyrir lands- byggðarkjördæmi, að ég tali nú ekki um konur sem eru að reyna að halda utan um heimili sitt, jafnvel með ung böm,“ segir Svanfríður. Svanfríður hefur áður þurft að dvelja langdvölum í Reykjavík, því hún var aðstoðarmaður Olafs Ragnars Grímssonar í þrjú ár, með- an hann var fjármálaráðherra, svo hún veit hvað hún er að tala um. „Ég er viss urn að ég er búin að fá alls konar gagnrýni í gegnum tíðina," segir Svanfríður og vísar til þess að fólki finnist ekki eins sjálf- sagt að konur yfirgefi fjölskylduna eins og karlar, til að sinna starfi sínu. „Ég hef hins vegar ekki heyrt hana í mörg ár, kannski vegna þess að ég hef ekki hlustað eftir henni. Það þýðir ekkert. Mér finnst stund- um að ég hafi þurft að vera of mik- ið í burtu frá strákunum mínum, og kannski of oft vikið fjölskyldu- hagsmunum til hliðar fyrir pólitík- ina. Ég er í mörg ár búin að banna sjálfri mér að hafa þetta fræga sam- viskubit sem talað er um að konur hafi verið að burðast með og ég hef verið svo heppin að bæði maðurinn minn og strákamir mínir þrír hafa allir hebbað á mig, bara áfram mamma, enga linku.“ „Mín böm fjögur og konan em vön því að ég sé meira og minna upptekinn allar helgar og aðra frí- og hátíðisdaga. Þá er ég að messa, skíra, gifta eða jarðsetja. Þannig hefur þetta gengið svo lengi sem þau muna eftir, það er frekar núna að ég eigi einstaka sinnum frí um helgar. Hins vegar, þetta sem Svan- fríður var að segja um samviskubit- ið. Ég var aðallega spurður hvort ég ætlaði virkilega að fara að yfir- gefa söfnuðinn, ekki fjölskylduna." „Já, ég fékk svona á tilfinning- una í gegnum blaðalestur að það væri verið að reyna að byggja upp samviskubit hjá þér út af söfnuðin- um, hann væri þín fjölskylda,” seg- ir Svanfríður. „Ég er nú ekki alfarinn. Það er auðvitað hið besta mál að ekki eru allir fegnir að maður fari til annarra starfa, en þeir sem sérstaklega kvörtuðu undan þessu vom þeir sem vom pólitískir, en ekki sam- flokka mér, svo ég hætti að hafa Á ferð og flugi með straujárnið og brauðristina - landsbyggðarþingmennirnir Hjálmar Jónsson og Svanfríður Inga Jónasdóttir i i i i t t i t

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.