Dagur - 02.12.1995, Page 21

Dagur - 02.12.1995, Page 21
Laugardagur 2. desember 1995 - DAGUR - 21 POPP MAdNUS GEIR ÚUÐMUNDSSON grípandi laglínur er að ræða og að gítarinn réði þar nokkru um. Það verður þó í fyllstu einlægni að segjast að lagasmíðamar boða hins vegar enga byltingu í poppinu, þannig að í þeim efn- um standa þeir ekki undir nafni. En það er eins og áður sagði samt vel staðið að plötunni, þar sem Kristján Edelstein í Hljóð- list á enn eina ferðina, þegar upptökur eru annars vegar, stóran hlut að máli auk þess sem Karl Olgeirsson leggur þeim líka lið. Ekta ber líka að manni finnst vott um að ánægjan er látin ráða ferðinni og er það gott mál út af fyrir sig. Dæmi um lög sem spjara sig ágætlega eru, Algjörir englar, Egó og titillagið. ÚR FLÓÐINU Nýjar íslenskar plötur hellast nú yfir sem aldrei fyrr og sér vart fyrir endann á flóðinu. Margra góðra grasa kennir þar eins og fólk hefur mátt lesa um hér á síð- unni áður og bætist þar enn ýmislegt athyglisvert við. um safnaðarins Krossgata, plat- an Kom heim, sem innihélt m.a. hið vinsæla lag Gullvagninn í Guðmundur og Sigfús Fáir hafa mótað íslenska dægur- lagahefð meira og betur en Sig- fús Halldórsson, sem einmitt hefur nýfagnað 75 ára afmæli sínu. Þeir eru líka fáir sem betur hafa sungið hinar einstöku perl- ur Sigfúsar, en Guðmundur Guðjónsson. Er nú komið út safn með 17 lögum, þar sem Guðmundur syngur við undir- leik tónskáldsins Sigfúsar. Með- al laganna eru, í grænum mó, Til Hönnu og Tondeleyo. Trúarpopp Fyrir síðustu jól kom út á veg- flutningi Björgvins Halldórsson- ar. í kjölfar hennar kemur nú út önnur slík plata sem ber heitið Hærra til þín og syngja á henni hin ýmsu trúarljóð, Björgvin, Bjami Arason og Guðrún Gunn- arsdóttir. Nikkuniður Unnendur harmonikutónlistar fá líkt og flestir aðrir fyrir kom- andi jól, a.m.k. eina plötu við sitt hæfi. Þar er á ferðinni plata Björgvin Halldórsson hefur um- sjón með plötunni Hærra til þín. með 19 lögum Guðjóns Matthí- assonar, en hann hefur ásamt mönnum á borð við Gretti Björnsson, Örvar Kristjánsson og Reyni Jónasson haldið nafni nikkunnar vel á lofti svo áratug- um skiptir. Nefnist platan, Kveðja til átthaganna. Tvær af djassmeiði Ýmislegt sem alla jafna rekur ekki á fjörur Poppsíðunnar gerir BYLTINCU Bylting. Eyfirskir ánægjupopparar. hlut, er ekki alveg svo einfalt að lýsa þeim tíu tónsmíðum sem eru á Ekta, en einfaldast væri bara að segja að um popp væri að ræða. Punktur!! Þó er allt í lagi að bæta því við að um nokk á kostum í lögum sem hún sem- ur m.a. að hluta til sjálf. Hins vegar er svo um að ræða Stór- sveit Reykjavíkur undir stjórn Sæbjörns Jónssonar, en hún flyt- ur marga fræga „standarda" á nýrri plötu. Þar syngja þau Ellý Vilhjálms, sem nú er nýlátin, og Ragnar Bjarnason með sveitinni af sinni alkunnu snilld. Til þín, frá André André Bachmann hefur í um tvo áratugi sungið á öldurhúsum og víðar og borið titilinn „kokteil- tónlistarmaður" með réttu. Hef- ur hann ýmist starfrækt sveitir undir eigin nafni eða með öðr- um auk þess (ef undirrituðum skjátlast ekki) að starfa undir nafninu Konráð B. um tíma. André hefur nú sent frá sér plötu sem hann nefnir Til þín, sem geymir ýmis þekkt erlend lög með íslenskum textum, en líka ein tvö eftir píanóleikarann Carl Möller. það nú í flóðinu og er ekki ástæða til annars en að leyfa því að fljóta með. Þar má t.d. nefna tvær djassplötur, með sitt hvor- um svipnum þó, sem nú eru ný- komnar út. Annars vegar er það platan hennar Ólafíu Hrannar leikonu, Koss, sem hún gerir með þeim kunna kontrabassa- leikara Tómasi R. Einarssyni o.fl. Fer hún þar sem endranær Ólafía Hrönn djassar af lífi og sál á plötunni sinni Koss. BYLTING í Þessar síðustu vikur og daga hefur ritari Poppsíðu spurt sig oftar en einu sinni, hvort annar eins fjöldi af plötum tengdum Norðurlandi og þá aðallega Ak- ureyri, hafi komið út á einu ári eins og á þessu sem nú er senn á enda, 1995. Staðreyndin er nefnilega sú að plötum sem tengsl eiga við þetta svæði, gerðar af tónlistar- mönnum héðan eða að meira og minna unnar hér, hefur hrein- lega rignt niður, þannig að mað- ur hefur vart vitað hvaðan á sig stendur veðrið. Hefur það næst- um þótt stórtíðindi í seinni tíð ef „norðeystlenskar" nótur hafa náð á plast, en nú hefur sumsé orðið breyting á. Og orðið sem líkast til er best til að lýsa þeirri breytingu er... BYLTING. Svo skemmtilega vill til að ein þeirra sveita sem þama á hlut að máli er einmitt nefnd þessu táknræna heiti, Bylting, en eins og fram hefur komið sendu þeir félag- arnir fimm frá sér sína fyrstu plötu, Ekta, í síðasta mánuði. Þeir Tómas, Þorvaldur, Bjarni, Frímann og Valur hafa verið saman í Byltingu í um ár og hafa notað tímann vel til að koma sér á framfæri með spili um Norðurland og víðar. Hefur reynslan af því greinilega skilað árangri þegar í hljóðver var komið, því þegar hlustað er á Ekta verður ekki af drengjunum skafið að þeir kunna að fara með „tólin" sín og hljóma vel samstilltir. Popp Eins og endranær þegar slíkt á í Stóruvellir í Bárðardal: Hamsar og tólg Vonarglætur í framtíð íslenskra í rösklega tvö ár hafa Garðar valdsdóttir, eiginkona hans, rek- sveita er víða að finna og á Jónsson, bóndi á Stóruvöllum í ið matvælavinnslu á bæ sínum; næsta sérkennilegum vettvangi. Bárðardal, og Jóhanna Rögn- en þar eru framleiddir hamsar og tólg úr mör. Framleiðsla þessi hefur farið stórum vax- andi síðustu ár og nýtur fram- leiðslan vaxandi vinsælda. Mör- inn er keyptur í sláturhúsum á Húsavík, Kópaskeri og Vopna- firði, en unnið úr honum heima á Stóruvöllum. Garðar Jónsson með hamsa einsog þeir eru seldir, í 250 gramma neytenda- umbúðum. Hann segir að um 85% framieiðslunnar sé seld á Reykjavíkur- markaði. Myndir. Sigurður Bogi. „Ég hygg að í þessari starfsemi liggi um það bil eitt og hálft árs- verk. Mest er að gera í þessu frá því sláturtíð sleppir á haustin og fram til jóla. Mest vinn ég sjálfur við þetta og tvær konur í sveitinni vinna hjá mér einsog þarf, við að brytja mör. Síðan er sölumaður í Reykjavík sem selur framleiðsl- una fyrir mig og dreifir henni til versiana. Um 85% framleiðlu okkar fer til verslana á Reykjavík- ursvæðinu og þar um kring. Það gengur vel að koma þessu í versl- anir fyrir sunnan, en verr annars- staðar. Mörinn er fyrir sunnan seldur í 250 gramma neytendaum- búðum. Aðstaða til þessarar fram- leiðslu er í mjólkurhúsinu við gamla fjósið hér. Nú kölluðum við þetta hamsahús,“ sagði Garðar, þegar blaðamaður ræddi við hann i massavis Tólgarkerti eru lengur að brenna út en heföbundin vaxkcrti og þykir það heisti kostur þeirra. Hér heldur Jóhanna Rögnvaldsdóttir á nokkr- um slíkum kertum. og skoðaði framleiðslu hans ný- lega. Garðar keypti um 18 tonn af mör, en þessari sauðfjárafurð hef- ur til þessa verið í stómm stfl hent eða hún sett í refafóður. Fyrst er mörinn fluttur heim að Stómvöll- um og síðan unnið úr honum eins og þarf og markaðurinn kallar á. Hamsamir þykja góður bragðbætir nteð hvers konar fiskmeti. Tólgin er góð til steikinga og þykir raun- ar nauðsynleg sem slík, til dærnis við kleinu- og laufabrauðsbakstur. Þá hafa Garðar og Jóhanna að undanfömu verið að fikra sig af stað með að steypa kerti úr tólg- inni. Nokkur tilraunakerti hafa verið gerð og lofar fyrsta fram- leiðsla góðu. Kostir tólgarkerta, fram yfir önnur, þ.e. vaxkerti, er hve þau eru lengi að brenna út - og endast því mun betur. Mark- aðssetning þessara kerta er þó enn óskrifað blað. Fleira segir Garðar að hægt sé að framleiða úr tólg, svo sem margskonar sápur. Garðar segir það vissan ókost vera fyrir starfsemi þeirra hjóna hve langt úr alfaraleið hún er, því alls eru 24 km frá Fosshóli og fram að Stóruvöllum. Þetta geri flutningskostnað til dæmis veru- lega háan. Þó ber Garðar engan kvíðboga gangvart þessu atriði, því hann býst við að innan fárra ára verði hálendisvegur um Sprengisand; allt frá Sigölduvirkj- un og í Bárðardal kominn. Það sé aðeins tímaspursmál. -sbs.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.