Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Fréttir Leigutaki segir leigu hafa verið algjört okur fyrir ófullnægjandi húsnæði: Leiga fyrir Hressó er hálf milljón á mánuði - fráfarandi leigutaki skuldar hátt í sex milljóna króna „blóðpeninga“ „Þið selduð ykkur alkóhólinu en nú eruö þið með yfirklór. Ég hafði ekki meiri blóðpeninga til að greiða ykkur fyrir leiguna. Húsaleigan var slíkt okur fyrir hús sem ekki er í betra ástandi," sagði Sigurður Óla- son, fráfarandi leigutaki Hressingar- skálans, við Helga Elíasson, rekstr- arstjóra KFUM, og blaðamann DV fyrir utan Hressó í Austurstræti í gær. Hressó er í eigu KFUM. Helgi upp- lýsti DV um að mánaðarleigan fyrir húsið heföi á þessu ári veriö 500 þús- und krónur. Upphæðin hefði verið 600 þúsund krónur á síðasta ári en hún hefði veriö lækkuð að teknu til- liti til þess að ástand hússins hefði ekki verið fullnægjandi. Húsnæðið er um 500 fermetrar, að sögn Helga. Leigusamningi við Sigurð hefur verið sagt upp. Þegar Helgi hlustaði á yfirlýsingar Sigurðar sagði hann að leigutakinn væri tapsár, það væri skiljanlegt. Helgi sagði að liið rétta í máhnu væri að samningnum hefði verið sagt upp á þeim forsendum að leigutakinn hefði ekki staðið í skil- um. Hann skuldaði KFUM nú á sjöttu milljón króna aö vöxtum meðtöldum. Með þessu vísaöi Helgi á bug athuga- semdum Sigurðar um að samningn- um hefði eingöngu verið sagt upp vegna þess að vínveitingar hefðu verið í rekstri Hressó - vanskilin hefðu einnig verið ástæðan. Aðspurður hvort búið væri að fá nýja leigjendur sagði Helgi aö allt væri óákveðið í þeim efnum en ljóst væri að engar áfengisveitingar yrðu í þeim rekstri eins og verið hefði. „Ég hef ekki meiri blóðpeninga til að borga ykkur með,“ sagöi Sigurður Ólason, t. h., fráfarandi leigutaki Hressó, við Helga Elíasson, rekstrarstjóra KFUM, fyrir framan Hressó í gær. Mennirnir deildu hart fyrir utan veitingahús- ið. Leigutakanum hefur verið sagt upp og veitingahúsinu lokað. Helgi sagði Sigurð vera tapsáran og það væri alveg Ijóst að vínveitingar yrðu ekki i framtíðinni á Hressó. DV-mynd BG Hann sagöi jafnframt aö leigutakinn að reka kaffihús án þess að hafa vín- En ef staðurinn veröur ekki rekinn ætti eftir að flytja út úr húsnæðinu. veitingaleyfi. „Þú rekur ekki staðinn áfram mun miðbærinn verða tóm- Sigurður sagði að engin leið væri á kaffisölu einni. Það er alveg klárt. ur,“ sagði Sigurður. Andstæðingar dómhússins ráða ráðum sínum næstu daga: Tilbúin að skoða málið ef ráðuneytið vill það - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri íbúð lögð i rúst íbúð 86 ára gamallar konu á Siglufiröi var bókstaflega lögð í rúst af 9 og 10 ára drengjum á meðan konan var í sinni fyrstu utanlandsferð. Skemmdarverkin uppgötvuð- ust þegar konan kom heim i vik- unni. Máliö var kært til lögregl- unnar sem komst fijótt að þvi hverjir voru að verki. Drengimir sem búa í nágrenni við konuna voru yflrheyrðir af lögreglunni i gær og telst málið aö fullu upp- lýst. Nánast allt gólfefni í íbúöinni er ónýtt. Búið var að sletta máln- ingu út um allt og saur var á víö og dreif um íbúðina. Persónulegir munir voru eyðilagðir, svo sem gamalt orgel. Þá voru heimilis- tæki, elns og sjónvarp og útvarp, eyðilögö. Andstæðingar byggingar nýs dóm- húss Hæstaréttar á bfiastæöinu bak viö Safnahúsið viö Hverfisgötu ætla að hittast einhvern næstu daga tíl að ræða hvernig brugðist verði við byggingarframkvæmdum á lóðinni en fyrsta skóflustungan var tekin í gærmorgun. Skúli Norðdahl arkitekt segir að rætt verði hvernig hægt verði að fá ráðuneytið til að skoða aðrar lóðir undir dómhúsið. „Það er yfirmáta ruddaskapur af hálfu ráðuneytisins í garð borgar- stjóra og aUra þeirra sem hafa mót- mælt staðarvalinu að hefja fram- kvæmdir án þess að svara bréfi borg- arstjóra um þaö hvort önnur stað- setning komi til greina. Vinnubrögð ráöuneytisins eru siðlaus og alveg óverjandi. Við drögum þá ályktun að ráðuneytismenn viti upp á sig skömmina og reyni að drífa máhð áfram,“ segir SkúO. „Við erum búin að gefa út leyfi fyr- ir byggingu þessa hús en við erum auövitað tílbúin að skoða málið ef dómsmálaráðuneytið vUl skoða það,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri eftir fund með andstæðingum dómhússins í gær. Sérstæð deila 1 gangi milli hópa innan Reykjavikurlistans Skagaflörður: Dauðan hrútmeð áverka á höfði rakíLundey ÞóriiaHur Asmundssson, DV, Sauðárkr. Menn á veiðum í Lundey innst í Skagafiröi sáu nýlega að dauðan hrút rak með flóðinu upp að eynni. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hrúturinn hafði áverka á höfði, var bólginn mjög og annað augað sokkið. Reyndist þar vera kominn einn þriggja hrúta Sigurðar Sigurðs- sonar yngri á Sleitustöðum sem hann keypti frá Reykhólahreppi á Barðaströnd í fyrrahaust. Rek hrútsins á þessum slóðum þykir nokkuð einkennilegt vegna strauma ffá ósi Kolkuár. „Þegar ég frétti að hrúturinn hefði fundist í Lundey kom fyrst í hugann að hann hefði álpast út á Kolkubrúna, hvekkst við bOa- umferö og stokkið í ána sem var í miklum vexti. Menn sem vit hafa á straumum ff á ósum Kolku segja úfilokað aö hrútinn hafi rekið á svo skömmum tima í Lundey,“ segir Sigurður á Sleitu- stöðum sem mjög hafði leitaö að hrútnum. Menn sem spáð hafa í hvarf hrútsins grunar að ekið hafi verið á hann og getgátur eru uppi um aö honum hafi verið komið í sjó lengra frá Sleitustöðum eða á þeím slóðum sem straumar liggja tO Lundeyjar. Stuttar fréttir Gjaidþrotá ísafirði Skigasmíöastöðvar MarseOíus- ar á ísafirði og Þorgeirs og EO- erts á Akranesi voru lýstar gjald- þrota i gær. Rjórar aðrar skipa- smíðastöövar eru i vandræðum. Sumarhátíð á vellimntt VamarOðsmenn halda árlega fjölskylduhátíö sína í dag og eru aOir velkomnir. Sjóðurinnfalsaður Bjami S. Einarsson fornleifa- fr æðingur segir allt benda tO þess að sOfursjóðurinn frá Miðhúsum sé falsaöur. Bylgjan greindi frá. Uppgræðsiakynnt Áform um uppgræöslu Hóla- sands noröan Mývatns voru kynnt í gær. Umhverfisráðherra hefur óskað eftir umhverfismati á henni. Hann segist ekki hafa verið beöinn um að skera úr um hvort ffamkvæmdin stangist á við lög. RÚV greindi frá. Þriggja tima lokun Vömbfll með malarvagn valt á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í gær og lokaði veginum í þrjá tima. MikO um- ferðarteppa myndaðist. Deilt um greiðslur fyrir símhringingar - erfiölega hefur gengið að fá laun borguð Agreiningsmál er komið upp með- al þeirra sem stóðu að Reykjavíkur- Ostanum um greiðslur vegna sím- hringinga til kynningar á Ostanum í borgarstjómarkosningunum í vor. Þeir sem defla eru annars vegar kosningastjómin og hins vegar Helgi Hjörvar og Hrannar B. Amarsson en þeir sáu um að skipuleggja símhring- ingar tO kynningar á Ostanum fyrir borgarsfjómarkosningamar í vor. í Velvakanda Morgunblaðsins sl. þriðjudag kvartar Heiðrún Júfius- dóttir yfir vangoldnum launum fyrir símhringingar tfl kynningar, á Reykjavíkurlistanum fyrir borgar- stjórnarkosningar. Valdimar K. Jónsson, fyrir hönd kosningastjórn- ar ReykjavíkurUstans, svarar tveim- ur dögum síðar og bendir á að þetta verkefni hafi að öOu leyti verið í höndum þeirra Hrannars B. Arnars- sonar og Helga Hjörvar. Samið hafi verið um að þeir tækju það að sér sem verktakar, greiddu þeim laun sem þeir réðu til verka og bæm ann- an tilfallandi kostnaö. Reykjavíkur- listinn hafi greitt þeim Hrannari og Helga fyrir verktökuna og lagt til húsnæði og síma. Verkið hafi því ekki verið unnið á vegum kosninga- skrifstofu ReykjavíkurUstans og ef ekki hafi verið staðið við umsamdar greiðslur til starfsmanna sé einungis við þá Helga og Hrannar að sakast. Samkvæmt heimfldum DV voru það rúmlega 50 manns sem unnu við símhringingarnar. Flestir vom í sjálfboðavinnu. Þeir Hrannar og Helgi telja sig ekki hafa fengið neinar greiöslur frá Reykjavíkurlistanum vegna þessa. Þeir séu hins vegar sjálfir búnir að leggja út tvö til þrjú hundruð þúsund krónur í kostnað vegna hringinganna. Helgi og Hrannar munu hafa fengið 500 happ- drættismiða frá ReykjavíkurUstan- um tO að selja upp í kostnað en ann- aö telja þeir sig ekki hafa fengiö greitt. „Allir sem hafa óskað eftir launa- greiðslu hafa fengið greitt eins og um var samið en flestir unnu þetta í sjálf- boðavinnu. Það dróst, fyrir einhver mistök, að borga stúlkunni. Henni var vísað manna á mUli á skrifstofu R-listans en nú hefur henni verið greitt ríflega. Það gerðist strax sama dag og athugasemd hennar birtist í Velvakanda," segir Hrannar B. Arn- arsson við DV. Hann vfldi annars ekki tjá sig frekar um máUð að svo stöddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.