Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 13
Skeifunni 8 - sími 81 35 00 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Margrét Eir hefur veriö á kafi í söng síðan hún sigraði í söngkeppni fram- haldsskólanema fyrir þremur árum. Margrét stefnir nú á nám í Bandaríkjun- um. DV-mynd ÞÖK Margrét Eir sem sló í gegn með titillaginu í Hárinu: „Ég er ekki hálfnuð þangað sem ég ætla mér að komast í söngnum. Ég ætla á hæsta tind sem hægt er að komast upp á.“ Margrét Eir, sem syngur titiliagið í söngleiknum Hárinu, er ekki í vafa um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig. Hún hefur sótt um nám í söng- skóla í Boston í Bandaríkjunum og vonast til að geta farið utan um ára- mótin. Það var einmitt í Bandaríkjunum sem hún uppgötvaði að söngur væri það sem hún vildi leggja fyrir sig. „Ég var skiptinemi í Vermont fyrir fjór- um árum og fékk aðalhlutverkið í sýningu á Jesus Christ Superstar sem skólinn setti upp. Þetta kveikti í mér að syngja ekki bara með kór,“ útskýrir Margrét. Hún var aðeins sex ára þegar hún byrjaði að syngja í kór í Hafnarfirði. Hún lærði einnig á píanó og fiðlu. Það var svo þegar Margrét sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir þremur árum sem hún vakti fyrst athygli hér heima. Sigurinnvarð stökkbrettið „Þetta varð stökkbrettið. Eftir það fékk ég vinnu í hljómsveitinni Svört- um pipar og var í henni í næstum tvö ár. Síðan fór ég að syngja í tríói með Margréti Pálmadóttur og Jóhönnu Þórhallsdóttur." Margrét hefur tvisvar tekið þátt í Evrópusöngvakeppninni og einnig í landslaginu á Akureyri. Hún var í klassísku söngnámi hjá Sieglinde Kahmann í Tóniistarskólanum í Reykjavík 1991 til 1993 en það nám varð að víkja sökum anna í atvinnu- söng. Núna er Margrét að stíga sín fyrstu skref í djassinum auk þess sem hún syngur í Hárinu. Hún er í djassbandi með gítarleikaranum Ara Einarssyni og þykir ákaflega gaman. „Djassinn heillar mig mikið. Tækn- in er miklu erfiðari en maður gerir sér grein fyrir. Það finnst mér ögrandi. Það eru ekki margir sem ráða viö þetta. Mér finnst það hafa hjálpað mér mikið að hafa verið í klassísku námi. Það er ekki nóg að hafa röddina." Amman var stórsöngkona Að sögn Margrétar fæddist hún með tónlistina í blóðinu. „Amma mín, Björg Guðnadóttir, var stór- söngkona í Reykjavík og stjórnaði kór. Mamma mín, Sigurveig Hanna Eiríksdóttir, er lærð söngkona úr Söngskólanum í Reykjavík. Það eru ýmsir fleiri í fjölskyldunni í tónlist." Skólinn, sem Margréti langar að stunda nám við í Bandaríkjunum, hefur fengið góðan vitnisburð fyrir kennslu fyrir þá sem vilja læra að syngja í söngleikjum. Með því að vera við nám þar ætlar Margrét að slá tvær flugur í einu höggi. „Ég hef líka verið í leikhst en ég get ekki gert nema eitt í einu. Þarna fann ég leið til að gera hvorutveggja." Eií y mm kJ er opið hjó okkur. j. ! ÞaS er ekki góð tilfinning aÖ sárvanta verkfæri eða efni í miðju verki og koma að lokuðum dyrum í öllum byggingavöruverslunum. Með breyttum opnunartíma okkar hefur jDetta breyst. Nú færðu allar byggingavörur, sem þú þarft - jaegar þú þarft og á sama lága verðinu. !iJ Verkfæri, inni- og útimálning, garðvörur, hreinlætis- og blöndunartæki, viðgerðar^ efni, lagnaefni, naglar^ skrúfur og ótal margt fleira. Opið alla daga «►9 og um helgar líka! BYGGINGAVORUR Hallarmúla 4 - sími 3 33 31 Á hagstæðu verði ■ Þá áttu erindi og góðum kjörum! n á Krókhálsinn. OPIÐ: 10-18 virka daga og 12-16 laugard. MMC Pajero st. 1990, ek. 78 þús., V6 vél, gott eintak. Kr. 1.490.000 Dodge Aries station 1987, ek. 89 þús., sjálfsk. o.fl. Kr. 570.000. Nú á tilboði kr. 490.000 BMW 316i 1990, ek. 72 þús. Kr. 1.000.000 Einnig 1988 frá kr. 690.000 Honda Accord 1991, ek. 51 þús., sjálfsk., sóllúga o.fl. Kr. 1.180.000 Renault Clio RT árg. 1991, ek. 50 þús. Kr. 700.000. Einnig RN 1991, kr. 620.000. RN 1992 kr. 730.000 Renault 19 GTS 1990, ek. 60 þús. Kr. 680.000. Einnig TXE 1991/1992 BMW 318iS 1992, ek. 19 þús. Glæsieintak. Kr. 2.200.000 Suzuki Swift GL 1987, ek. 93 þús. Kr. 290.000. Tilboð kr. 250.000 Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 Bilasalan Krokhaisi, Einnig á staðnum m.a. Arg. Slgr. Mazda323 1988 390.000-Tilboð BMWS20IA 1987 690.000 -Tilboð Subaru 1800 st. 1989 820.000 CitroenAXH 1987 270.000 Toyota Corolla st. vsk. 1991 750.000 BMW520ÍA 1984 290.000-Tilboð BMW520Í 1989 1.490.000—TilboA Daihatsu Charade 1300 1991 670.000—Tilboð FiatUno 45 1988 170.000—Tilboð Saab 900i 1987 550.000 Lada 1500 st. 1991 290.000-Tilboð Renault11 1984 190.000 Subaru 1800 st. 1985 450.000 Krókhálsi 3, Sími 676833 ’ Ég ætla á hæsta tind - hyggur á nám í söngskóla í Boston

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.