Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Page 17
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994
17
Útlenskar stúlkur gagnrýna íslandsdeild Alþjóðlegra ungmennaskipta eftir ársdvöl:
Sjálfar í að útvega okkur dvalarstað
Evelyn Bryner og Eudora Fay borguðu nær hálfa milljón til skiptinemasam-
taka í heimalöndum sínum fyrir ársdvöl á íslandi. Þegar Eudora kom til
landsins kom enginn til að taka á móti henni. Evelyn hefur verið atvinnulaus
í nokkra mánuði. Þær eru harðorðar í garð fulltrúa skiptinemasamtakanna
hérálandi. DV-mynd Brynjar Gauti
Þegar Eudora Fay, 18 ára bandarísk
stúlka, kom til Islands sem skipti-
nemi kom enginn til að taka á móti
henni á vegum skiptinemasamtak-
anna Alþjóðlegu ungmennaskipt-
anna eins og henni hafði verið lofað.
Þegar hún hringdi á skrifstofuna
svaraöi enginn. Þegar hún var loks-
ins sótt átta klukkustundum eftir
komuna var henni ekið á Hjálpræðis-
herinn.
„Það var búið að breyta símanúm-
erinu sem ég hafði undir höndum.
Ég hringdi kollekt heim til pabba
míns í Bandaríkjunum og honum
tókst einhvern veginn aö ná sam-
bandi við skrifstofuna þannig að ég
var sótt. En það var ekki fyrr en eft-
ir átta klukkustundir,“ segir Eudora.
Þetta gerðist í fyrrasumar. Nú er
Eudora á förum, vonsvikin yfir frek-
ari kynnum sínum af meintu skipu-
lagsleysi hér.
NærhálfmiIIjón
fyrir íslandsdvölina
Vinkona Eudoru, Evelyn Bryner
frá Sviss, segir það í raun algjört
ábyrgðarleysi af hálfu samtakanna
hvemig komið hafi verið fram við
Eudoru. „Ég er orðin 26 ára og get
ráðið fram úr svona sjálf þó það sé
ekki það sem maður hefur greitt fyr-
ir nær hálfa milljón. En það er ekki
hægt að koma svona fram við 18 ára
ungling."
Þegar Eudora hafði verið sótt til
Keflavíkur var henni komið fyrir á
Hjálpræðishernum. Daginn eftir var
henni fjáö að hún ætti að fara á
bóndabæ norður í land.
„Mér hafði verið sagt að á bónda-
bæjum ynnum við sveitastörf. En ég
var látin passa börn. Húsbóndinn á
bænum talaði ekki við mig þá tvo
mánuði sem ég var þarna. Konan,
sem var þýsk, talaði ensku við mig
en ég var meðal annars komin til að
læra íslensku. Sjálfboöaliði á vegum
skiptinemasamtakanna, sem átti að
vera stuðningsaðili minn, hafði aldr-
ei samband. Sjálf mátti ég ekki
hringja langlínusamtöl. Eftir nokkr-
ar vikur fór ég til Reykjavíkur á
tungumálanámskeið fyrir skipti-
nema og þar kynntist ég Evelyn.
Skiptinemarnir voru hvattir til að tjá
sig en þegar þeir greindu frá högum
sínum hafði enginn áhuga á að
hlusta. Fólk var næstum grátandi en
fékk þau svör aö þetta væru bara
venjulegar aðstæður á íslandi. Eve-
lyn talaði við sinn stuðningsaðila
fyrir mig og bað hann að hafa sam-
band við skrifstofuna en ekkert gerð-
ist. Það var svo fólk á nágrannabæ
sem bauö mér að koma til sín en það
hafði í raun ekki efni á því svo að
ég var þar bara í tvær vikur.“
Fékk starf með aðstoð
annars skiptinema
Eudora bendir á að í reglunum um
starfsemi skiptinemasamtakanna
standi að þau eigi að útvega húsnæöi
og starf. Næsta starf hafi hún hins
vegar fengið fyrir tilstilii annars
skiptinema. Það starf var á bóndabæ
á Suðurlandi. Eftir vikudvöl þar
skildu hjónin sem Eudora var komin
til að starfa hjá. „Þegar ég hafði sam-
band við skiptinemaskrifstofuna var
mér sagt að fara norður til hjónanna
sem höföu ekki efni á að hafa mig.
Þau voru í fríi þannig að ég fór ekki
strax. Eftir viku á þeim bæ gat ég
fengið að koma í staðinn fyrir annan
skiptinema á nálægum bæ.“
Þangaö fékk Eudora sendan lista
frá skrifstofu skiptinemasamtak-
anna með nöfnum um 15 stofnana
og fyrirtækja. Skiptinemar áttu að
merkja við þá vinnustaði sem þeir
höfðu mestan áhuga á. Eftir um það
bil hálfs árs sveitastörf áttu annars
konar störf að taka við og málin
skyldu rædd á ráðstefnu í janúar, að
því er Eudora og Evelyn greina frá.
Mikilvonbrigði
„Á ráðstefnunni fengum við hins
vegar þær fréttir að mörg þessara
fyrirtækja og stofnana höfðu engin
störf að bjóða, þetta væri ekki hent-
ugur tími og svo framvegis. Við urð-
um náttúrlega fyrir miklum von-
brigðum. Ég gat fengiö að fara til
Torfastaða í Biskupstungum en vissi
í raun ekkert um starfsemina þar,“
segir Eudora.
„Þegar ég kom þangað héldu hús-
ráðendur að ég væri bara að koma í
viðtal. Ég brotnaði niður og hringdi
í Evelyn og bað hana að sækja mig.
Ég fékk að dvelja hjá henni í nokkra
daga í Sólheimum í Grímsnesi þar
sem hún vann. í gegnum skiptinema-
skrifstofuna fékk ég svo vinnu í Arn-
arholti. Þar var gott að vera en það
var þó erfitt að starfa í marga mán-
uði innan um geðveikt fólk svo að
ein starfsstúlkan þar útvegaði mér
barnapíustörf hjá systur sinni á Suð-
urnesjum. Það er alveg ágætt að vera
þar. Eg lét skrifstofuna ekki vita að
ég skipti um vinnustað en þá varð
fólk æst yfir því. Stuðningsaðili minn
haföi samt ekki hringt í mig nema
einu sinni frá áramótum."
Eudora borgaöi um 350 þúsund
krónur til skiptinemasamtakanna í
Bandaríkjunum fyrir íslandsdvöl-
ina. Innifalið er flugfargjald og trygg-
ingar. Afgangurinn er notaöur til
starfsemi samtakanna í Bandaríkj-
unum.
Atvinnulaus
í marga mánuði
Evelyn, sem er kennslukona frá
Sviss, greiddi 400 þúsund krónur til
að komast til íslands. í umsókn sinni
lagði Evelyn áherslu á að hún vildi
læra íslensku.
„Ég var send austur á land þar sem
húsmóðirin er portúgölsk. Fólkið þar
haföi beðið um einhvern sem talaði
portúgölsku og spænsku og ég tala
spænsku. Þetta var ekki það sem ég
haföi beðið um og því fór ég þaðan
eftir mánuð. Ég fékk vinnu á Sól-
heimum í Grímsnesi fyrir tilstilli
skrifstofu skiptinemasamtakanna og
var þar þangað til í janúar. Mér hk-
aöi mjög vel þar, vann við gróður-
setningu, tók upp kartöflur og vann
í vefstofu. í janúar varö ég atvinnu-
laus og þá tók stuðningsaðili minn
mig heim til sín. Skrifstofan á að
útvega mér vinnu en ég þurfti sjálf
að leita og það gekk ekki vel. Ég tal-
aði við yfirhjúkrunarkonuna í Arn-
arholti þar sem Eudora vann þá. Ég
fékk að koma þangað í mánuð og
hélt að ég heföi verið að ráða mig í
vinnu og fengi greitt fyrir. Það var
ekki svo og var þetta bara misskiln-
ingur milli mín og yfirhjúkrunar-
konunnar. Það er ekki við neinn að
sakast. Ég fékk fæði og húsnæði,"
segir Evelyn sem hefur búið hjá
stuðningsaðila sínum síðan hún varð
atvinnulaus.
„Þrátt fyrir allt vorum við ákveðn-
ar í aö þrauka út ráðgerðan dvalar-
tíma sem rennur út í júlílok," segja
þær stöllur.
Vísa gagnrýninni á bug
- ekki hægt að tryggja vinnu fyrir alla
„Það voru mistök að stúlkan var bandi við fólkið þar. Það sér hins Alþjóðleg ungmennaskipti hafa
ekki sótt strax út á flugvöil. Að vegar enginn hiónaskilnað fyrir.“ verið starfrækt frá þvi snemma á
öðru leyti vísa ég gagnrýni þeirra Um ásakanir Evelyn um að hún sjöunda áratugnum. Venjulega
á bug,“ segir Sigurlaug Gunnlaugs- hafiekkifengiðaðstoðviðatvinnu- koma 12 til 15 ungmenni erlendis
dóttir hjá skrifstofú samtakanna leit segir Sigurlaug það rangt. frááhverjuáriogeruþauáaldrin-
Alþjóðleg ungmennaskipti. „Vegna atvinnuástandsins í um 18 til 27 ára. Þau eru kölluð
Hún segir að á nágrannabænum, Reykjavík hefur því miður ekki skiptinemar þó að þau komi til
sem bauöst til að taka Eudoru til verið hægt að útvega öllum vinnu. starfa en ekki náros. Ungrnennin
sín, hafi verið aðili sem hafi tengsl Það heföi verið hægt aö útvega teljast ekki vinnuafl og fá í raun-
við skrifstofuna. „Þegar við frétt- Evelyn vinnu úti á landi en hún inni aðeins vasapeninga í flestum
um að hún nyti ekki alúðar á fyrsta vildi vera i Reykjavík." tilvikum auk húsnæðis og feeðis.
dvalarstaðnum og að þessi bær Aðspurð segir Sigurlaug ekki Það er þó breytflegt. Héðan fara
gæti veitt henni aöstoð buðum viö hægt aö tryggja ungmennunum jafnmargir utan og koma hingað
hennistraxflutningþangaðenhún vinnu út dvalarárið áður en þau en íslensk ungmenni á aldrinum
vildi bíða aðeins. Varðandi koma. Stofnunum sem koma til 18 til 19 ára fara í skóla erlendis
bóndabæinn á Suöurlandi var það greina sé óvænt lokað og einnig yfir veturinn. Þau greiða um 330
reyndar skiptinemi sem benti á þá fyrirtækjum og það hafi tfi dæmis þúsund krónur til samtakanna, aö
vist en við höföum verið í sam- gerst í vetur. því er Sigurlaug greinir fró.
Fljúgið
akið
skoðið
• s • -y-
sjaio
og
upplifið
meira
FLUG OG BÍLL^"
Vinsælasti ferðamátinn á ári fjölskyldunnar
► Amsterdam
flug og bíll
Verð frá 29.200 kr.
á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki í eina
viku, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja -11 ára.
Frá 39.585 kr. á manninn m.v. 2 í
bíl í A-flokki í eina viku.*
► Lúxemborg
flug og bíll
Verðfrá 27.465 kr.
á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki í eina
viku, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja -11 ára.
Frá 36.150 kr. á manninn m.v. 2 í bíl í
A-flokki í eina viku.*
Úrvals bílaleigubílar frá (iVíV^
£® d) 0 Al%ASi»
*Bókunarfyrirvari er 14 dagar.
Allt verð er með flugvallarsköttum.
► Kaupmannahöfn
flug og bíll
Verðfrá 30.565 kr.
á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki í eina
viku, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja -11
ára. Frá 41.750 kr. á manninn m.v. 2 í
bíl í A-flokki í eina viku.*
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar,
umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða
í síma 690300 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -
19 og á laugard. frá kl. 8 - 16.)
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi