Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 19
LAUGARDAGUR 16. JÚLl 1994 19 Akafar umræður eru uppi um hvort mála eigi Pósthúsið rautt. 90 ár síðan höfundur pósthússins hóf störf Undanfarna daga hefur farið fram umræða um lit pósthússins í Reykja- '/ík og hefur ungur arkitekt réttilega bent á að húsið hafi upphaflega verið rautt. Þessi umræða er bæði þörf og skemmtileg, ekki síst vegna þess að einmitt nú eru liðin 90 ár síðan höf- undur pósthússins, Rögnvaldur Á. Ólafsson, hóf störf sem „ráðunautur landsstjórnarinnar um opinberar húsbvggingar", en hann hefur stund- um verið kallaður fyrsti íslenski arkitektinn. Ráöning Rögnvaldar er enn eitt dæmið um framsýni og sókn- arhug manna við upphaf heima- stjórnar 1904 og starf hans var und- anfari embættis húsameistara ríkis- ins. Fyrsta verk Rögnvaldar var afar snotur krosskirkja í Hjarðarholti í Dölum, sú fyrsta af þremur slíkum sem hann teiknaði, og var hún vígð fyrsta sunnudag í jólaföstu 1904. Hjarðarholtskirkja er fyrsta kirkjan sem teiknuð er af íslenskum arkitekt. Berklaveiki Rögnvaldur Ágúst Ólafsson fædd- ist að Ytri-Húsum við Dýraíjörð 5. desember árið 1874. Hann hóf skóla- göngu nokkuð seint, las undir skóla á ísafirði og ólst þar upp frá átta ára aldri. Hann settist í Latínuskólann í Reykjavík 1894 og lauk stúdentsprófi aldamótaárið og svo heimspekiprófi frá Prestaskólanum 1901, hvoru tveggja með ágætiseinkunn. Hann las guðfræði í eitt ár og var alla tíð trúaður maður. Rögnvaldur varð snemma berklaveikur og það háði honum mjög í námi og starfi. Rögnvaldur hlaut styrk af landsfé til náms í húsagerð við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og kom þangað 1901 en gat ekki stundað námið af því kappi sem hann hefði kosið vegna vanheilsu. Þar að auki varð hann að vinna með náminu og teiknaði um hríð hjá prófessor Fen- ger, frægum húsameistara í Kaup- mannahöfn. Veturinn 1903-04 fór hann á heilsu- hæli í Boserup og svo fór að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir berkl- unum, hverfa frá námi vorið 1904 og koma heim án þess að ljúka prófum. Ráðunautur um húsagerð Rögnvaldur varð ráðunautur landsstjórnarinnar um húsagerð ár- ið 1904 og gegndi því á meðan hann lifði. Hann varð þannig fyrstur manna til að gegna því starfi sem síðar varð embætti húsameistara ríkisins. Hann sat í byggingarnefnd Reykjavíkur um langt árabil, samdi byggingareglugerðir fyrir mörg kauptún landsins og að öllum líkind- um lög um byggingareglugerðir 1905. Hann var kennari við Iðnskólann 1905-16 og sat í skólanefnd þann tíma og hann var einn af stofnendum Verkfræðingafélags íslands og sat í stjórn þess sem ritari til dauðadags. Auk kirkjunnar í Hjarðarholti teiknaði Rögnvaldur tvær aðrar krosskirkjur, á Breiðabólsstað í Fljótshhð og Húsavíkurkirkju, sem er þeirra stærst og eflaust hans fræg- asta verk. Hann teiknaði einnig nokkrar stór- ar skólabyggingar svo sem á Hvann- eyri, Eiðum, Hólum í Hjaltadal og Siglufirði og tugi smærri skóla um land allt. Þá teiknaði Rögnvaldur nokkur íbúðarhús í Reykjavík, Kleppsspítalann og íbúðarhús Þórð- ar Sveinssonar, yfirlæknis á Kleppi (Prófessorshúsið), turninn á hús Guðmundar landlæknis í Bernhöfts- torfu og stækkun Fríkirkjunnar, svo eitthvað sé nefnt. Aðalverk hans og áhugamál síð- ustu árin var hins vegar berklahælið á Vífilsstöðum, vígt 1910. Hann gerði alla uppdrætti að húsinu, var sjálfur byggingameistari þess og sá um alla efnisútvegun í bygginguna. Svo fór að síðustu árin dvaldi hann sjálfur á Vífilsstöðum og lést þar aðeins 43 ára að aldri 14. febrúar 1917 úr berkla- veiki. Þótt starfsævi Rögnvaldar Ólafs- sonar yrði stutt, aðeins 13 ár, og heilsuleysi hrjáði hann kom hann ótrúlega miklu í verk og eftir hann liggja fjölmargar opinberar bygging- ar af öllum stærðum. Sum verka hans eru meðal þess fegursta sem til er hér á landi á sviði húsagerðarlist- ar og áhrif hans á íslenska húsagerð eru ómæld. TexthBjörn G. Björnsson Söluturninn á Lækjartorgi, reistur fyrir konungskomuna 1907. Vonarstræti 12, hús Skúla Thorodd- sen alþingismanns. Hafnarfjarðarkirkja, byggð 1914. ÍM 3 SO jS ■O s '3 æ 'r i*» tö u 3 :0 I u P 2 ■o & t/i Vannahlíð - Siglufjördur Akureyri - Mývatn COMBhCAMP TJALDAÐ Á 15 SEKÚNDUM Combi Camp Family Modena frá kr. 319.516,- stgr. Combi Camp tjaldvagnar fyrir þá sem njóta vilja útiveru og ferðalaga. Þá sem vilja komast í náinn kynni við náttúruna og geta á skömmum tíma slegið upp náttstað að eigin vali með alvöru þægindum I ,l£| AÁMTI LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 Laugardalur - Þingvellir - Laugarvatn - Þjórsárdalur Gel'v ð ve yðS* Við bjóðum hag- stætt verð á gagnvörðu timbri í sóipalla, skjólveggi, girðingar, grindurog glugga. Eigum einnig vatnsklæðningu fyrir timburhús M METRO Lynghálsi 10 Reykjavík Furuvöllum 1 Akureyri Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Evrópa - Haliormsstaður - Djúpivogur - Höfn - Skaftafell

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.