Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 21
LAUGARDAGUR 16. JÚLl 1994 21 Mörg verðlaun verða afhent á Islandsmótinu í hestaíþróttum sem haldið verður í Kópavogi dagana 21. til 24. júlí. DV-mynd EJ Keppt á nýjum velli - á íslandsmótinu í Kópavogi Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Glaðheima, keppnissvæði Gusts í Kópavogi, undanfarnar vik- ur. íslandsmótið verður haldið þar dagana 21. til 24. júlí. Vígður verður nýr 250 metra hring- völlur en fyrir eru 200 og 300 metra vellir. Svæðið hefur allt verið tekið í gegn og fegrað og endurbætt. Þá verður nýja Reiðhöllin notuð fyrir veitingar og skipulag móts- stjómar en auk þess eru bílastæði við Reiðhöllina. „Við sjáum fram á verulega þátt- töku,“ segir Kristmundur Halldórs- son í framkvæmdastjóm íslands- mótsins. „Mörg frægu hrossanna frá landsmótinu koma og flestalhr sterk- ustu knapar landsins. Það verður einnig metþátttaka frá Gusti. Svæðið hefur tekið stakkaskiptum. Einn Gustsfélaga sagði við mig nýlega: „Svæðið er orðið svo flott að maður þorir varla að ríða út lengur." Keppni hefst fimmtudaginn 21. júlí klukkan 16.00 með hlýðnikeppni og klukkan 19.30 hefst keppni í fjórgangi fullorðinna. Daginn eftir hefst keppni klukkan 8.00. A föstudeginum verður hindrunar- stökk inni í Kópavogi á Vallargerðis- velh og á laugardeginum undan- keppni í tölti. Úrslit eru flest á sunnu- deginum. Okeypis verður inn á mótið fyrstu dagana en á laugardeginum kostar ihn 500 krónur fyrir fullorðna og 200 fyrir unglinga en frítt er fyrir börn. -E.J. Áttatíu og eins árs í verð- launasæti á Nesodda Jón Hallsson, áttatíu og eins árs, er enn að keppa á Nesodda. Með honum á myndinni er Marteinn Valdimarsson, sveitarstjóri í Búðardal. Þeir voru báðir í verðlaunasætum. DV-mynd E.J. Dalamenn glöddust á Nesodda um síðustu helgi er þeir vígðu nýjan hringvöll. Keppt hefur verið á Nes- odda frá árinu 1922 en einungis var keppt í kappreiðum fyrstu árin. Jón Hahsson í Búðardal, áttatíu og eins árs, lætur ekki á sér bhbug finna. Hann kom í A-flokkinn með Gosa sinn og varð í öðru sæti með 8,02. Þar sigraði Hrafnfaxi Skjaldar Stef- ánssonar með 8,31 og var knapi Einar Ö. Magnússon. í þriðja sæti varð Sproti, sem íris H. Grettisdóttir og Vignir Jónasson eiga, en Vignir sat og fékk Sproti 7,95 í einkunn. Landsmótshryssan efst í B-flokki í B-flokki sigraði hryssan Dags- brún með 8,60. Eigandi er Alvhda Þ. Ehsdóttir en knapi var Vignir Jónas- son. Dagsbrún var í níunda sæti í B-flokki á nýhðnu landsmóti. Draumur, sem Marteinn Valdi- marsson á og sat, varð annar með 8,49 en í þriðja sæti varð Demon írisar H. Grettisdóttur, sem Grettir B. Guðmundsson sýndi, með 8,33 í einkunn. Sveitarstjórinn sigraöi í brokkinu Marteinn Valdimarsson, sveitar- stjóri í Búðardal, hefur löngum stað- ið framarlega með hesta sína á Nes- odda og tekur oft þátt í brokkkeppn- inni. Hann sigraði nú í 300 metra brokki á Draumi sínum á 41,3 sekúndum. í 250 metra unghrossahlaupi sigr- aði Sokki Ólafs Pálmasonar á 20,5 sekúndum en knapi var Monika Backman. í 300 metra stökki sigraði Glófaxi, Kristjáns Jónassonar á 25,3 sekúnd- um. Knapi var Jens P. Högnason. í 150 metra skeiði sigraði Shvia Svandísar Sigvaldadóttur á 17,2 sek- úndum. Knapi var Guðmundur Ól- afsson. í 250 metra skeiði sigraði Tópas Jóns Geirmundssonar á 24,9 sekúnd- um. Knapi var Jóhann Þorsteinsson, sem kom úr Skagafirðinum að skeið- leggja með Dalamönnum. -E.J. Kvöldverdartilboö vikuna 15/7 - 22/7 Eldsteikt humarkjöt í estragonrjómasósu * Glóðað lambafillet m/villtum jurtum og piparsoðsósu Isdúett m/hnetum og ávöxtum Kr. 1.950 Boröapantanir í síma 88 99 67 Má bjóáa rauðan bistro? Sumar í Grillinu Þríréttaður kvöldverður á 2.200 krónur I sumar bjóðum viðþrenns konarþríréttaðan kvöldverð, hvttan, bláan og rauðan bistro, til viðbótar við hefðbundinn matseðil. Bistro er létt ogsumarleg máltíð og vitaskuldgerum við sömu gœðakröfur til bistrorétta og annarra rétta í Grillinu. Sumarkvöld í Grillinu á Hótel Sögu er gott kvöld. Þar njótiðþið máltíðarinnar, útsýnis til allra átta, þjónustunnar,— lífiins. Borðapantanir í síma 91-25033. í unglingaflokki stóð efst Ólöf I. Guðjónsdóttir á Surti með 8,49, íris H. Grettisdóttir varð önnur á Viðari Hafþóri með 8,24 og Kristín E. Jóns- dóttir varð þriðja á Þjóni með 8,39. í barnaflokki stóð efstur Ath Andr- ésson á Náttfara með 8,28, Auður Guðbjörnsdóttir varð önnur á Draumi með 8,18 og Birna Þórðar- dóttir varð þriöja á Djákna meö 8,07. í töltkeppninni sigraði Hrönn Jóns- dóttir á Freyju Baldursdóttur, íris H. Grettisdóttir varð önnur á Demon og Svavar Jensson þriðji á Garra. Verður þú sá heppni? Combi Camp tjaldvagn að verðmæti kr. 380.000 dreginn út fyrir verslunarmannahelgina! Áskriftarsíminn er 63*27*00 Island Sækjum þaö heim!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.