Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 35 ; ■ r .. „Glímumenn munu sýna listir sínar ásamt fjölbragðamönnum, kvæðamönnum, járninga- og beitningamönn um og nokkrum karlakórum." Nökkvi læknir fer á samnorræna karlaráðstefnu Nökkvi læknir býr sig nú til farar á samnorrænt karlaþing (Nordisk solidaritet) sem haldið verður á dönsku borginni Næstved í lok júlí. Slík þing eru haldin reglulega svo að norrænir karlar geti hist í friði og rætt um reynsluheim sinn, þrár og vonir. íslendingar eru hlutfalls- lega íjölmennastir Norður- landabúa á þessu þingi eins og venjulega þegar eitthvað skemmti- legteraðgerast. Fjölbreytt dagskrá Menn hafa vandað mjög til sér- stakrar karladagskrár til að sýna grannþjóðunum íslenska karl- manninn í leik og starfi í 1100 ár. Glímumenn munu sýna listir sínar ásamt fjölbragðamönnum, kvæða- mönnum, jáminga- og beitninga- mönnum og nokkrum karlakórum. Sýning verður á klæðnaði karla frá ýmsum tímabilum (100 karlar), gömlum norðlenskum karladöns- um (89 karlar) auk vísnasöngs karla frá Reyðarfirði (30 karlar) og litgreiningar með tilliti til þarfa karla (1 karl). Tölvufyrirtæki úr Reykjavík kynnir sérstakan gagna- banka fyrir karlmenn og hand- verksmenn frá Hafnarfirði sýna snyrtilega punghlíf úr steinbíts- roði. Karlmenn af Suðurlandi munu ganga um í fornmannabún- ingum við alvæpni eina dagstund. „Þetta er vönduð dagskrá,“ sagði Nökkvi læknir eitt kvöld við Berg- dísi konu sína, „enda er vel til hennar vandað. Hér leggjast á eina sveif bestu synir þjóðarinnar til aö gera veg íslands sem mestan meðal norrænna þjóða.“ „Sjáðu,“ bætti hann við, „hér býður leikhópurinn Rimmugýgur upp á sýningu sem heitir-Njálsbrenna. Borinn verður eldur að sérhönnuöu pappahúsi með strábrúðum. Þannig ætlum við að minnast Skarphéðins og Njáls og fleiri karla sem lífið létu í deilum sem stöfuðu af konum. Karlar frá Djúpavogi munu auk þess sýna hjólbarðaviðgerðir. Nokkrir hárskerar af Vestfjörðum munu sýna hárgreiðslu íslenskra kalla í 1100 ár.“ En Bergdís lét sér Á laáknavaktinni Óttar Guðmundsson læknir fátt um finnast eins og venjulega. „Er þetta ekki bara enn ein fyllirí- isferðin sem þú ferð í, Nökkvi minn, undir nýju yfirskini." Nei, og aftur nei Nökkvi stundi þungan enda leiddist honum mjög þessi um- ræða. „Nei,“ sagði hann, „við erum ekki að fara til að skemmta okkur. Við ætlum að efla samhug norr- ænna karlmanna og kynna okkur reynsluheim þeirra og skoðanir svo að við getum sameinaðir gengiö mót nýrri öld.“ Þetta síðasta hafði hann úr ræðu sem mikill karlrétt- indapóhtíkus hafði haldið á bar- áttudegi karla, 20. apríl. En Bergdís var ekki af baki dottin. „Þetta er nú meiri bölvuð vitleysan. Hverj- um dettur eiginlega í hug að flytja út 1400 kallpunga til að þinga í Danmörku?" Nökkvi svaraöi ró- lega: „Þetta er engin vitleysa,“ sagði hann. „Það er nauðsynlegt fyrir íslenska karlmenn að koma saman og ræða málin. Þama verða t.d. nokkrir menn frá Raufarhöfn og Dalvík. Ég hef aldrei hitt menn frá þessum stöðum. Hugsa þeir eins og ég? Er reynsluheimur þeirra eins og minn? Þessu verð ég að fá svarað.“ „En þarftu að fara tU Dan- merkur til þess?“ sagði Bergdís og glotti illyrmislega. „Já,“ sagöi Nökkvi. „Auk þess hitti ég þama menn frá Happaranda í Svíþjóð og Álaborg í Danmörku; menn sem hafa sína reynslu, sínar vonir, sín- ar þrár. Hvemig gengur þeim að láta óskirnar rætast? Þetta getum við rætt á þinginu í rólegheitum í friði fyrir ósanngjörnum kröfum kvenþjóðarinnar um meiri tekjur og viðveru." Nausynlegtþing Nökkvi læknir er tekinn að þreyt- ast á þessu naggi Bergdísar. Hún skilur greinilega ekki hversu nauð- synlegt það er fyrir norræna karl- menn að hittast reglulega, drekka saman bjór og snaps, tala saman og dást hver að öðrum. „Svona skemmtiferðir með vísindalegum blæ gefa lífinu gildi enda er nauð- synlegt að efla samstöðu norrænna karla í vaxandi kvenveldi." segir Nökkvi. Hann hélt áfram að pakka niður í ferðatöskur tvennum jakkafótum, fommannabúningi, nokkrum skyrtum, gaUabuxum og frjálslegum íþróttabolum. Síðast pakkaði hann niður stórum atgeir sem hann átti að bera á skrautsýn- ingu síðasta daginn. „Bara að hel- vítis atgeirinn verði ekki gerður upptækur í vopnaleitinni," tautaði hann fyrir munni sér og glotti vandræðalega. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í störf í neðan- greinda leikskóla: Hálsaborg v/Hálasel, s. 78360 Sólborg v/Vesturhlíð, s. 15380 Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Námskeið í flugumferðarstjórn verður haldið næsta vetur. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og stendur grunnnámskeiðið frá því í október 1994 fram í maí 1995. Umsóknarfrestur er til 1. sept. nk. en stöðupróf í ís- lensku, ensku, stærðfræði og eðlisfræði verða haldin í september. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, hafa lokið stúdentsprófi, tala skýrt mál, hafa gott vald á enskri tungu og standast tilskildar heilbrigðiskröfur. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmálastjórn á annarri hæð flugturnsbyggingarinnar á Reykjavík- urflugvelli og á skrifstofu flugvallarstjóra, Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli, einnig á umdæmisskrifstofum Flugmálastjórnar á Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum og í flugturninum í Vestmannaeyjum. Umsóknum ber að skila fyrir 1. september 1994 ásamt staðfestu af- riti af stúdentsprófi og sakavottorði. Kynningarfundur fyrir umsækjendur verður haldinn i skóla Flugmálastjórnar þriðjudaginn 26. júli kl. 20.00. Trygging hf. óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða seldar í því ástandi sem þær eru og kaupendur skulu kynna sér á staðnum. Toyota Corolla GLi 1993 Nissan Sunny Wagon 1992 Nissan Primera 1991 Subaru LegacyGL4WD 1990 Daihatsu Applause 1990 Seat Ibiza 1988 Ford Escort 1988 MMC Lancer 1988 MMC Lancerst. 1988 Lada Lux 1500 1988 Peugeot 309 1988 Fiat Uno 1987 Mazda 626 1987 Volvo 240 1986 Mazda 323 1986 Nissan Sunny 1984 BMW315 1983 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 18. júlí 1994 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 8-16. Tilboðum ósk- ast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf„ Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 621110.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.