Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 28
36
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ1994
Iþróttir
Markahrókurinn Þórður Guðjónsson tekst nýkvæntur á við slaginn 1 þýsku Bundesligunni:
Ekki meira en svo að ég
geti stigið í fætuma
Þórður og Anna Lilja skera brúðartertuna brosandi á svip.
Sigurður Sverrisscm, DV, Akranesi:
„Ég var að koma af fyrstu æfing-
unni minni eftir sumarleyfið og það
eru engar ýkjur að það er ekki
meira en svo að ég geti stigið í fæt-
uma,“ sagði Skagamaðurinn Þórð-
ur Guðjónsson er DV ræddi við
hann i Bochum í vikunni. Hann var
þá nýkominn heim frá Bandaríkj-
unum þar sem hann var í brúð-
kaupsferð ásamt eiginkonu sinnu,
Önnu Lilju Valsdóttur, en þau
gengu í það heilaga þann 25. júní
sl. Anna Lilja er kunn knatt-
spyrnukona, lék með meistara-
flokksliði ÍA til margra ára. „Brúð-
kaupsdagurinn var meiri háttar,
stærsti dagur lífs míns,“ sagði
Þórður.
Sumarleyfi atvinnumanna í
þýsku Bundesligunni er ekki langt,
aðeins 4 vikur, og þann tíma notaði
Þórður til að taka lífinu með ró,
ekki síst til að jafna sig á meiðslum
sem hafa hrjáð hann ítrekað frá því
í byrjun apríl. Fram aö þeim tíma
hafði hann sloppið algerlega við
meiðsl á ferlinum ef undan eru
skildir smápústrar.
Reif liðfestingu
„Þetta byijaði með því að ég reif
liðfestingu í ökkla. Ég var búinn
að fá mig góðan af því þegar ég fékk
spark aftan í löppina strax í fyrsta
leik á eftir. Ég lék þó áfram næstu
tvo leiki en í þeim síöari var ég
mikið deyfður. Afleiðingin varð sú
að ég missteig mig illa og tognaði
á ökklanum. Ég hef verið aö ná
mér hægt og bítandi en er þó enn
ekki orðinn fullgóður, það fann ég
vel á æfingunni í dag. Annars hefði
maður þurft að hreyfa sig meira í
fríinu en ég gerði. Það er nauðsyn-
legt að skokka þrisvar til fjórum
sinnum í viku til þess að halda sér
í formi eins og ég gerði t.d. í jólafrí-
inu.“
Það kom ekki mörgum á óvart
þegar Þórður hélt utan í atvinnu-
mennsku sl. haust eftir að hafa
orðið markakóngur 1. deildar og
jafnað markamet þeirra Péturs
Péturssonar og Guðmundar Torfa-
sonar, 19 mörk. VFL Bochum varð
fyrir valinu og Þórður gerði þriggja
ára samning við félagið. Fram-
kvæmdastjóri þess er Klaus Hilpert
sem einmitt þjálfaði Skagamenn
sumarið 1979.
Þórður var fljótur að aðlagast og
festi sig í sessi í liðinu aðeins
nokkrum vikum eftir að hann hélt
utan. Hann lék síðan alla leiki liðs-
ins á keppnistímabilinu ef undan
eru skildir þeir sem hann missti
af vegna meiðslanna. Hann skoraði
þrívegis fyrir liðið í deildakeppn-
inni.
Meira andlegt álag
„Munurinn á áhuga- og atvinnu-
mennsku er enn meiri en ég hafði
gert mér í hugarlund. Og sérstak-
lega er það andlegt álag sem er
margfalt meira. Hér er þetta spurn-
ing um peninga og árangur og það
er ekkert gefið eftir til þess að ná
megi sem bestum árangri. Það að
ég skoraði ekki nema þrjú mörk í
vetur tel ég mega rekja til þess að
ég hef einfaldlega ekki verið að
leika næstum því eins vel og ég get
best. Þama spilar margt inn í, ekki
síst sú staðreynd að það tekur
dijúgan tíma að laga sig að breytt-
um aðstæðum. Ég tók þá stefnu að
leggja áherslu á að ná tökum á
þýskunni og fékk til mín einka-
kennara þrisvar í viku. Fyrir vikið
hef ég náð málinu vel.“
- Hefurðu þá ekki saknað þess að
leika ekki lengur hér heima?
„Ég neita því ekki að ég fékk
mikinn fiðring í fæturnar þegar ég
fylgdist með fyrrum félögum mín-
um í Skagaliðinu í leik fyrir stuttu.
En þaö þýöir ekkert að velta sér
upp úr slíku. Ég tók þá ákvörðun
að freista gæfunnar í atvinnu-
mennsku og ætla að leggja allan
minn metnað í að gera eins vel og
ég get.“
- Nú er Hilpert við stjórnvölinn hjá
félaginu, telurðu að það hafi e.t.v.
hjálpaö þér eitthvað?
„Hann var mér innan handar
fyrst eftir að ég kom og það hefur
eflaust hjálpað upp á sakirnar en
hann getur starfs síns vegna ekki
leyft sér neina miskunn í garð ein-
stakra leikmanna. Hans hlutverk
er að ná sem bestum árangri og þá
skiptir ekki máli hver þú ert eða
hvaðan þegar valið er í lið.“
- Hvernig komið þið til með að
haga undirbúningnum fyrir
keppnistímabilið?
„Við erum rétt að fara í gang en
máhn eru tekin föstum tökum. Við
æfum 2-3 sinnum á dag og leikum
mikið af æfmgaleikjum við málið.
í næstu viku eru t.d. sex æfinga-
leikir á prógramminu þannig aö
það er ekki slegið slöku við.“
Þrír nýir leikmenn
- Hafa orðið einhverjar breytingar
á mannskap frá því í vor?
„Félagið er búið að kaupa þrjá
leikmenn, Eric Wynalda og svo þá
Frontzek og Schneider frá Stutt-
gart. Þrír leikmenn hafa hætt
vegna meiðsla og tveir fóru til fé-
laga í lægri deildunum. Að öðru
leyti er mannskapurinn óbreytt-
ur.“
- Hversu margir útlendingar eru
hjá félaginu auk þín?
„Við erum fjórir. Þar á meðal eru
tveir sem léku í úrslitakeppni HM
í Bandaríkjunum, Wynalda og einn
leikmaðurfrá Suður-Kóreu." Boch-
um hefur um langt árabil átt sæti
í þýsku Bundesligunni en af og til
fallið niður í 1. deildina. Félagið
hefur aldrei unnið til stórverð-
launa en forráðamenn þess hafa
hug á að breyta því. Að sögn Þórð-
ar hefur verið ráðinn nýr „scout“,
njósnari, til félagsins, gamalreynd-
ur landsliðsfyrirliði Þjóðverja, og
honum er ætlað að laða til félagsins
unga og efnilega leikmenn með það
að markmiöi að byggja upp fram-
tíðarlið Bochum. Þá verður allt
unglingastarf félagsins tekið til
gagngerrar endurskoðunar.
Eldskírn gegn Bayern
- Hvaða væntingar gera menn sér
hjá Bochum um komandi keppnis-
tímabil?
„Það verður auðvitað megin-
markmið hjá félaginu að halda
sæti sínu í deildinni. Við getum
reyndar ekki fengið erfiðari byrjun
því við mætum Bayern Munchen á
ólympíuleikvanginum í fyrsta
leiknum í deildinni þann 20. ágúst.
Bikarkeppnin hefst viku fyrr og
þar mætum við Rot Weiss Essen.“
Þórður á ekki slæmar minningar
frá viðureign við Bayem því hann
skoraði annað tveggja marka Boch-
um í æfingaleik gegn félaginu íljót-
lega eftir að hann kom út í fyrra-
haust. „Þjóðverjar eru ákaflega
hjátrúarfullir og ég veit fyrir víst
að það að ég skoraði gegn Bayem
í fyrra kemur til með að auka lík-
urnar frekar en hitt á því að ég
verði í byrjunarliðinu.“
Martin Dahlin vill ekkert af föður sín-
um vita.
Nat Akins fær líklega aldrei tækifæri
til að tala við son sinn framar.
Ekki skrifa mér aftur
- sænska knattspyrnuhetjan Martin Dahlin hafnar föður sínum
Martin Dahlin, hinn skæði sóknar-
leikmaður sænska landsliðsins í
knattspyrnu, hefur ekki hitt föður
sinn i 22 ár og samband feðganna er
ekki upp á marga fiska. Dahlin er
mjög óhress út í föður sinn og hefur
í raun gefið honum rauða spjaldið.
Faðir Dahlins heitir Nat Akins og
er fæddur í Nígeríu. Hann er 59 ára,
hefur í 40 ár búið í London og slæm
liðagigt hefur gert hann óvinnufær-
an. Akins lék á bongótrommur í
þekktri danshljómsveit frá Nígeríu á
hljómleikum í Svíþjóð. Ástir tókust
með honum og sænsku stúlkunni
Lisbeth Dahlin. Hún varð ófrísk og
Martin Dahlin kom í heiminn. Þau
Akins og Lisbeth vom saman næstu
þrjú árin. Mikil ferðalög vegna
starfsins í hljómsveitinni áttu öðru
fremur þátt í að þau slitu samvistum.
Þegar Akins kom heim úr einni
hljómleikaferðinni var Lisbeth horf-
in með son sinn og Akins fann þau
hvergi.
Ekki er langur tími liðinn síðan
Nat Akins uppgötvaði aö sonur hans
væri knattspymustjama. „Ég var
mjög stoltur þegar ég komst að þessu
og það er æðsti draumur minn að við
náum sem fyrst saman. Ég mun allt-
af elska Martin en ég fæ mig ekki til
þess lengur að fara á völlinn og horfa
á hann leika. Það veldur mér alltof
miklum sársauka," segir Akins og
bætir við: „Þegar ég tala um þessa
.hluti get ég ekki varist gráti. Innst
inni ert ég ótrúlega stoltur af syni
mínum en hann vill bara ekki sjá
mig framar.“
Akins sagðist ekki hafa áhuga á að
hitta son sinn vegna peninga hans.
„Mig langar bara til að hitta hann
en hann vill ekki gefa mér tækifæri
til þess.“
Martin Dahlin segir að hann hafi
átt annan pabba í áraraðir og litið á
hann sem sinn eina foður í lífinu: „Ég
finn alls ekki til sársauka eða haturs
í garö Nat Akins. Ég ber engar til-
finningar til hans og við eigum aldr-
ei eftir að hittast," segir Dahlin.
Þeir Dahhn og Akins hafa skrifast
á en nú sér fyrir endann á samskipt-
um þeirra. Síðasta bréfið sem Akins
fékk frá syni sínum var stutt og
skýrt: „Ekki skrifa mér aftur."