Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 42
50 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Afmæli Margaret Scheving Thorsteinsson Margaret Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræöingur, Efstaleiti 12, Reykjavík, verður sjötug á mánu- daginn. Starfsferill Margaret fæddist í Williamsport í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Montgomery, Clinton High School 1948-52, lauk hjúkrunamámi við Pennsylvania Hospital School of Nursing 1945 og stundaði fram- haldsnám í svæíingum við Graduate School, University of Pennsylvania - School of anesthesia 1946. Margaret var hjúkrunarkona við St. Christopher’s Children Hospital 1946, Philadelphia Maternity Hos- pital 1946-47, við skurðstofur Land- spítalans 1948 og síðan þar í afleys- ingum að meira eða minna leyti næstu árin. Þá stundaöi hún sam- hliða húsmóðurstörfum afleysingar við Landakotsspítala allt til 1985. Margaret hefur setið í kirkjunefnd kvenna við Dómkirkjuna og starfar í stúku Rebekkusystra í Oddfellow- reglunni. Fjölskylda Margaret giftist 23.6.1946 Bent Hillman Sveini Scheving Thor- steinsson, f. 12.1.1922, fyrrv. fjár- málastjóra Rafmagnsveitna ríkis- ins. Hann er sonur Þorsteins Sch. Thorsteinsson, lyfsala í Reykjavík, og Guðrúnar Sveinsdóttur húsmóð- ur. Börn Margaretar og Bents eru Gunnar Bent Sch. Th„ f. 13.4.1947, stýrimaður í Reykjavík, og á hann þrjú börn; Susan Auður Sch. Th„ f. 1.9.1950, félagsfræðingur í Odense í Danmörku, og á hún tvö börn; Ca- role Ann Sch. Th„ f. 22.3.1952, fóstra í Kópavogi, og á hún einn fósturson; Guðrún Margrét Sch. Th„ f. 28.3. 1958, kennari í Reykjavík, en sam- býlismaður hennar er Símon Ólafs- son verkfræðingur; Ósk Sólveig Sch. Th„ f. 20.7.1960, húsmóðir í Ytri-Njarðvík, gift Þórði Gíslasyni stýrimanni og eiga þau þrjú börn; Þorsteinn Sch. Th„ f. 28.7.1961, stýrimaður, búsettur í Reykjavík og á hann tvo syni; Ástríður Þóra Sch. Th„ f. 16.8.1970, lögfræðinemi við HÍ. Bróðir Margaretar er Daniel Wolfe, f. 1926, lengst af bifreiðasölu- maður í Wilhamsport. Hálfbróðir Margaretar er Willian Faust, f. 1940, vöruflutningabílstjóri, búsettur í Spencer í Iowa í Banda- ríkjunum. Margaret Scheving Thorsteinsson. Foreldrar Margaretar voru Char- les D. Wolfe, f. 1904, kaupmaður í Williamsport og víðar, og Caroline Ritter Faust, f. 11.1.1906, einkaritari. Ætt Foreldrar Charles voru Margaret Rose og Charles D. Wolf, borgar- stjóri í Williamsport. Foreldar Caroline voru Maud B. og Daniel W. Ritter póstafgreiðslu- maður. Margaret og Bent taka á móti gest- um í Ásbyrgi á Hótel íslandi milli kl. 16.00 og 18.00 sunnudaginn 17.7. Til hamingju með afmælið 17. júlí Heigi J. Jónsson, Kópavoípbraut 1A, Kópavogi. Halldóra Gröndal, Ægisiðu 60, Reykjavík. 17.7., milli kl. 15.00 og 18.00. Marta G. Jóhannsdóttir, : Árskógtun 6, Reykjavík. Xngunn Ingvudóttir, Þórsmörk, Garðabæ' Eirikur Guðmundsson, Árvegi 2, Selfossi. Marinó Tryggvnson, Ægisgötu 22, Akureyri, Pálína Ásgeirsdóttir, Blómsturvöllum 16, Neskaupstað. Íngvi Samúels- son vélvirki, Alíheimum -12. Reykjavík. Eíginkona hans er Anna Kristín Fríðbjarnardótt- ir. Þau veröa aö heiman á afmæl- isdaginn. ingi Sigurður B. Sigmarsson, Maríubakka 10, Reykjavík. Ægir B. Friðleifsson, Stjömusteinum 2:1, Stokkseyrt. Marta Sigríður Hermannsdóttir, Hraunbæ 85, Reykjavík. Friðrikka Sigurðardóttir, Frostafold 12, Reykjavik. Hörður Jónsson, Ásbuö 63, Garðabæ. Björn Laxdal, Sólborg, Akureyri. Ilreinn Ölafson, Helgadal, Moslellsbæ. ; Jón Sturla Ásmttndsson, Starrahólum 10, Reykjavík. Friðrik Georgsson, Háaleiti 29, Keflavík. Þórhildur Sigurjónsdóttir, Vestursíðu 5B, Akureyrí. Lísa Thomsen, Búrfelli HI, Grímsneshreppi. Lísa tekur á móti ættingjum og vinum Jóhanna Mar- grét Árnadóttir 1 OddfeUow-husinu, VaUholti 19, Sel- fossi, á morgun kl. 17.00-19.00. húsfreyja, áður að Brávallagötu 40 ára sambýlinu að Blesugróf 29, Reykjavík, sem Kolbrún Sigurðardóttir, Furugrund 42, Kópavogi. Fáll Eyvindsson, er rekiö af styrktarfélagi li:'i Hratmbæ 40, Reykjavík. Þorvaldur H. Þórðarson, vangeflnna. Hún tekur á móti gestum í Bjarkarásí við Stjörnugróf á morgun, Þíngási 55, Reykjavík. Skák Tartakower var snjall David Bronstein hafði að orði að sá af gömlu meisturunum sem hefði haft mest áhrif á hann, væri Tartakower, sem hann kvað hafa verið stórlega „Skákin er ævintýri 1001 afleikjar" sagði skákmeistarinn frægi Savielly Tartakower, sem þekktur var fyrir hnyttin tilsvör, sem mörg hafa lifað eftir hans dag. Tartakower var um árabil einn fremsti skákmeistari heims, þótt aldrei kæmist hann ná- lægt því að tefla um heimsmeistara- titilinn. Þegar David Bronstein var staddur hér á landi fyrr á árinu var hann spurður að því hver af gömlu meist- urunum hefði haft mest áhrif á hann. Hann nefndi nafn Tartakowers, sem hann kvað hafa verið stórlega van- metinn. Víst er það svo að margar af hug- myndum og orðum Bronsteins ber aö taka með fyrirvara en engu að síður varð þetta til þess að ég fór að velta þessum Tartakower fyrir mér. Margt má raunar sjá líkt með þeim skákbræðrum Bronstein og Tar- takower. Frumleiki í hugsun og list- rænar leikfléttur einkenna þá báða sem hafa kosið að fara sínar eigin leiðir, fremur en að herma eftir öðr- um. Tartakower lætur t.a.m. eftir sig fjölmörg afbrigði í skákbyrjunum, sem enn eru í fullu gildi, eins og í franskri vöm og drottningarbragði. Stundum átti hann þó til að fara út fyrir „velsæmismörk” eins og á stór- mótinu í New York 1924 er hann hóf tvær skákir með 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Be2!? sem vitanlega hefur æ síðan verið við hann kennt. Tartakower var pólskur gyðingur, fæddur 1887, sótti lögfræðimenntun til Sviss og Austurríkis og settist síð- an að í París. Bestu sigrum sínum náði hann um og eftir 1920 og urðu þeir allmargir áður en yfir lauk. Tar- takower lést í París 1956. Tartakower var margt til lista lagt. Hann orti kvæði á þýsku, rússnesku og frönsku, skrifaði bækur um skák og fjölda tímaritsgreina. Þá var hann þekktur fyrir áhugasemi um íjár- hættuspil - einhverju sinni sást til hans laumast í rúllettuhjólið milli leikja á skákmóti. Skákstíllinn var glæfralegur sem kannski var ástæða þess að hann Skák Jón L. Árnason komst ekki upp á blátindinn. En margar skáka hans em hreint augnayndi. Skákina við Réti í Hast- ings um áramótin 1926/27 telur hann sjálfur meðal sinna allra bestu. Æv- intýramennska Tartakowers í skák- inni er raunar með minna móti en þó er skemmtilegt að fylgjast með því hvemig hann kryddar stöðubarátt- una með lævísum brellum hér og þar. Hvítt: Richard Réti Svart: Saviely Tartakower Drottningarbragð 1. Rf3 R£6 2. d4 d5 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 Þetta afbrigöi drottningarbragðs- ins (raunar er 5. - 0-0 6. e3 h6 vin- sælh leikjaröö) er einmitt kennt við Tartakower og hefur notið mikilla vinsælda eftir hans dag, sbr. ótal skákir í heimsmeistaraeinvígjum. Algengast er að teílist nú 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 o.s.frv. en síðasti leikurinn er raunverulegur upphafsleikur af- brigðisins. 6. BxfB Bxffi 7. e3 0-0 8. Db3 dxc4 Traustara þykir 8. - c6 og áfram t.d. 9. Hdl Rd7 10. Bd3 b6 11. cxd5 cxd5 12. e4 dxe4 13. Bxe4 Hb8 14. 0-0 b5 15. Hfel Db6 16. Bbl Bb7 og tafliö er að heita má í jafnvægi, Kasparov - Karpov, 3. einvígisskák í Moskvu 1985. 9. Bxc4 Betra er 9. Dxc4! eins og Kortsnoj sýndi fram á í skák við Aaron á milli- svæðamótinu í Stokkhólmi 1962. Eft- ir 9. - b6 10. 0-0-0! Ba6 11. Da4 Bxfl 12. Hhxfl De7 13. Re4 hefur hvítur undirtökin. 9. - c5! Svartur nær nú að losa um sig og á gott tafl. 10. dxc5 Rd7 11. Re4 Rxcð! 12. Rxf6+ Dxf6 13. Dc2 b6 14. 0-0 Bb7 15. Rd4 Hac8 16. De2 e5 17. Rb3? vanmetinn. Hvítur leitar eftir uppskiptum og vonast til þess að geta stýrt taflinu í jafnteflishöfn. Næsti leikur Tar- takowers er dæmigeröur fyrir slótt- ugan stílinn. 17. - b5!! Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hugmyndin er sú, að eftir 18. Bxb5 er c-línan opin svörtum hrók og með 18. - Rxb3 19. axb3 Dg6 20. e4 (20. f3 Hc2 vinnur) Bxe4 21. f3 Hc2 22. fxe4 (eða 22. Dxe4 Dxg2 mát) Hxe2 23. Bxe2 Dxe4 vinnur svartur létt. 18. Rxc5 Hxc5 19. Bb3 a5! 20. e4 Reynir að loka hornalínunni hættulegu. Hér var möguleiki að falla í gildruna 20. Hacl? Dc6! og vinnur hrók vegna máthótunarinn- ar. 20. - Hfc8! Betra en 20. - a4 21. Bc2 Hfc8 22. Bd3 og nú er biskupinn kominn á betri stað. 21. Hadl a4 22. Bd5 Ba6! 23. De3 b4 24. Hcl Tartcikower gefur upp laglega leið eftir 24. Hfel Hc2 25. Hbl, sem við fyrstu sýn virðist halda í horfinu. Eftir 25. - a3! 26. bxa3 H8c3 27. Da7 Hc5! 28. £3 Hxg2+! 29. Kxg2 Hc2+ 30. Kgl Dg5 + blasir við mát í næsta leik. 24. - Hc2! 25. Hxc2 Hxc2 26. Hbl He2 27. Df3 Bd3! Mun betra er 28. gxf3 Bd3 29. Hcl og hvítur á jafnteflisvon. Auðvitað gengur ekki 27. Dxd3? vegna 27. - Dxf2+ og mátar. 28. Hcl Hxb2 29. Dxí6 gxf6 30. Hc8+ Kg7 31. h3 Bbl 32. Hb8 a3 33. g4 33. - b3! Vinningsleikurinn. Lakara er hins vegar 33. - Bxa2 34. Bxa2 Hxb2 35. Hxb4 meö góðum jafnteílismöguleik- um í hróksendataflinu. 34. Hxb3 Ef 34. Bxb3 Bxa2 og vinnur mann, eða 34. axb3 a2 35. Ha8 Bxe4! 36. Bxe4 Hbl+ 37. Kg2 al = D 38. Hxal Hxal og svartur vinnur með tið og tíma. 34. - Hxb3 35. Bxb3 Bxe4 Biskupaendataflið er unnið á svart, þótt enn þurfi að gæta nákvæmni. 36. Kh2 f5! 37. gxf5 Bxí5 38. Kg3 f6 39. Kh4 Bg6 40. Kg4 Í5+ 41. Kh4 KÍ6 42. Bc2 f4 43. Bb3 Bf7 44. Bxf7 Kxf7 45. Kg4 Kg6 - Og hvítur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.