Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Page 24
24 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 Ásgeir Logi Ásgeirsson, íslenskur fiskverkandi í Andanesi í Norður-Noregi: íslendingar geta aldrei sigrað í Smugudeilunni „ Jæja, ég er búinn að sitja á flökun- arvélinni í allan dag, senda tvo bíl- farma af fiski til Grikklands og kaupa hlut í útgerð. Ætli það dugi ekki til að fá útgerðarstússið svona beint í æð?“ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Andanesi í Norður-Noregi. Klukkan er orðin tíu að kveldi og miðnætursólin skín lárétt inn um eldhúsgluggann á húsi Ásgeirs á Bleik, litlu sjávarplássi, steinsnar frá Andanesi. Þar hafði sólin þá veriö á lofti í rúma tvo mánuði. Vinnudagur- inn er langur en Ásgeir hefur það eftir ömmu sinni að „alltaf verði nægur tími til að sofa í haust.“ Fræg fyrir dugnað Ásgeir hefur undanfarin þrjú ár búið á Andeyju í Vesturálnum ásamt konu sinni, Kristínu Davíðsdóttur, og gerst umsvifamikill í útgerð á staðnum. Hróður þeirra hjóna hefur borist víða um Noreg norðanverðan. Þar er litið á þau sem kraftaverka- fólk sem leggi nótt við dag við upp- byggingu á stað sem undanfarin ár hefur legið í dái. Ásgeir er einn margra íslendinga sem stundað hafa nám í sjávarút- vegsfræðum í Tromsö og þar réðust mál svo að hann ákvað að reyna fyr- ir sér sem framkvæmdastjóri í Anda- nesi. „Það var hrein og bein tilviljun að við ílentumst hér á Andeyju. Ég sat yfir bjórglasi með skólafélaga mín- um, upprunnum hér á eyjunni. Hann sagöi aö það vantaði mann til að blása lífi í fyrirtæki sem komið var á fallanda fót. Ég ákvað að slá til stuttan tíma en nú lítur svo út sem við verðum hér eitthvað áfram þótt hugurinn standi til að flytja heim,“ segir Ásgeir. Asgeir keypti sig inn í fyrirtækið og eftir að hann kom til skjalanna hafa þrjú önnur fiskvinnslufyrirtæki verið keypt og nú er samsteypan rek- in undir nafninu ARSE A. Öll áhersla er lögð á að verka saltfisk sem var að mestu gleymt í þessum fornfræga útgerðarstað. „Auðvitað höfðu heimamenn mikl- ar efasemdir um að þessi stráklingur frá íslandi væri til nokkurs nýtur. Ég vildi líka breyta öllu í fyrirtækinu og hef nú umvent öllu nema að skrif- stofan er enn á sama stað,“ segir Ásgeir. Ólíkurhugs- Asgeir við fiskvinnsluna á hafnarbakkanum í Andanesi. Þarna eru aðstæður mjög góðar en nálægðin við herstöð NATO hefur valdið því að allur máttur hefur horfið úr útgerðinni á síðustu árum. Nú er verið að byggja upp að nyju og þar gegnir Asgeir lykilhlutverki. Á bryggjunni í Andanesi. „Hér er gott að búa,“ segir Ásgeir. Við saltfiskverkunina hafa heimamenn orðið að læra ný handtök og taka upp vinnubrögð lík því sem gerist á íslandi. Asgeir á tali við „kallana". „Hér er skap manna likt og veðráttan. Þeir rjúka upp einn daginn og svo dettur lognið á þann næsta," segir Ásgeir. unarháttur „Ég rak mig líka fljótt á.að hér er hugsunarháttur mjög ólíkur því sem gerist á íslandi. Fólk er tregt til að breyta. Allt á að vera eins og það var og hér hugsa menn ekkert um gæðin, aðeins raagnið. Þessu vildi ég breyta pg það hefur tekist að nokkru.leyti. Og nú verð ég ekki var við efasemdir um að ég hafi eitthvað til málanna að leggja enda hefur mér tekist að fá hærra verð fyrirfrámleiðsluna," seg- ir Ásgeir. «„Fólk hér er ákaflega hreint og beint. Hér þekkist ekki baknag eins og flestir kannast við heima. Skap manna hér ep eins og veðráttan. Andeyingar rjúka upp með látum þegar þeim mislíkar en svo dettur lognið á. Einn daginn viija þeir helst rífa úr manni augun en eru svo ekk- ert nema góðmennskan daginn eftir. Ég kynntist þessu vel þegar ég ákvað að hætta meö fiskvinnslu hér á Bleik og flytja allt í Andanes. Meingallað kvótakerfi Kvótakerfi Norðmanna ásamt að- ferðum þeirra við fisksölu veldúr mestu um að fiskvinnsla hefur staðn- að og lítill áhugi er á breytingum. Verð á fiski er fast og því stendur mönnum á sama um hvort fiskurinn er góður eða slæmur. „Þótt íslenska kvótakerfið sé ekki fullkomið þá er þaö þó hálfu betra en það norska. Hér er útgerðin alger- lega slitin úr tengslum við markað- inn. Þetta er eins og sovésk skrif- finnska," segir Ásgeir. Fólk á Andeyju er einnig gefiö fyr- ir að taka lífinu með ró og þar hefur ekki áður þekkst aö framkvæmda- stjóri gangi í öll störf og að vinnan miðist við það sem þarf að gera en ekki fyrirfram ákveðinn vinnutíma. „Hann er ekki héma þessi íslenski uppgripahugsunarháttur og að fólk verði alltaf að keppast við að bjarga verðmætum. Hér hugsa menn mest um frítímann og flestir meta lengra frí meira en hærri laun,“ segir Ás- geir. í skugga herstöðvar- innar Útgerð í Andanesi hefur einnig goldið þess síðustu áratugina að þar er stór herstöð og því meira freist- andi fyrir unga menn að fá fasta vinnu hjá hemum en aö vasast í út- gerð. „Ástandið héma er að mörgu leyti svipað og í Keflavík og Njarðvík. Herinn hefur smátt og smátt eyðilagt sjávarútveginn en nú er mikfil sam- dráttur í herstöðinni eftir að óvinur- inn í austri brást. Þvi er mikil áhersla lögð á að koma fótum aftur undir útgerðina. Starfsmenn í herstöðinni fá styrk frá hemum til að hætta og ráðast í atvinnurekstur og bæjarfélagið legg- ur einnig fram fé. Því era líkur á að útgerð aukist hér að nýju. Við vorum einmitt að kaupa hlut í útgerð á móti hermanni sem hættir með styrk frá hernum,“ segir Ásgeir. Skapið eins og veðráttan Ásgeir er frá Ólafsfirði og hefur tekið þátt í útgerö þar með fjölskyldu sinni. Hann hafði einnig hóp Ólafs- firðinga og fleiri íslendinga í vinnu síðasta vetur. Nú eru þau hjón ásamt dóttur sinni eftir af íslendingunum á staðnum. „Það er ákaflega gott að búa héma þótt veðráttan sé íslensk og hér blási oft vel. Við erum fyrir opnu íshafinu og hér eru veturnir langir, dimmir og kaldir. Það kemur þó ekki að sök þegar nóg er að gera. Hávertíðin er 33 í desember og janúar og þá lifnar verulega yfir staðnum, fjöldi að- komubáta leggur hér upp og mikið er að gera við sölu á ferskfiski suður í land um jólin,“ segir Ásgeir. Álitshnekkir vegna Smug- unnar íslendingar hafa unnið sig í álit þarna á staðnum þrátt fyrir að veiðar í Smugunni og við Svalbarða varpi skugga á. Andenes er aðeins steinsn- ar frá Smugunni frægu og heima- menn eru reiðir og sárir íslendingum fyrir að moka þar upp fiski. „Ég verð aldrei var við andúð vegna Smuguveiðanna. Menn svona gantast með þetta en við höfum ekki verið látin gjalda þess sem landar okkar gera,“ sagir Asgeir. „Samt hef- ur fólki hér sárnað ákaflega að ís- lendingar skuli ekki taka tillit til vilja Norðmanna. Hér var litið á íslendinga sem harð- duglegt, heiðarlegt og réttlátt fólk. Við höfum því fallið i áhti sem þjóð í Noregi. Áður stafaði nokkrum ljóma af íslendingum en nú skilja menn ekki hvað þeir eru að fara. Fyrst þóttu Smuguveiðarnar þó fyrirgefanlegar vegna þess að með fylgdu skýringar um að íslensk út- gerð ætti í verulegum erfiðleikum og að útgerðarmennirnir væru að bjarga sér frá gjaldþroti. Það var ekki fyrr en aö íslensku útgerðirnar fór að kaupa togara í kippum í Kanada og senda þá í Smuguna að fólk hér hætti alveg að botna í þess- um frændum sínum.“ Skilja ekki íslendinga „Staðreyndin er að það er ótrúleg- ur munur á hugsunarhætti hér og heima. Á íslandi þykir sjálfsagt að grípa gæsina þegar hún gefst og hugsa svo ekki um afleiðingarnar. Hér vilja menn fara að öllu með gát. En þessi íslenski hugsunarháttur breytir auðvitað engu um að við get- um aldrei sigrað í Smugudeilunni. Þessar veiðar eru ákaflega óskyn- samlegar og stríða gegn hagsmunum íslendinga þegar kemur að stjórn veiða á Reykjaneshryggnum og í Síldarsmugunni. íslendingar leika núna tveimur skjöldum í hafréttar- málum og það á eftir að koma okkur í koll. Ég legg til að deilan verði leyst með því að við semjum við Norðmenn um veiðiheimildir við Noreg meðan viö hvílum miöin heima. Þegar þorsk- stofninn þar hefur rétt við getum við launað Norðmönnum með veiði- heimildum við ísland. Ég á samt eftir að sjá svona samninga takast en þetta er aö mínu mati raunhæf lausn.“ Jón Baldvin illa uppalinn „Fyrsta skrefið til að leysa deiluna er samt að fá nýja menn til að fjalla um máhð. Þeir sem nú hafa foryst- una hafa sagt svo mikið og vanhugs- að að það verður að fá aðra til að taka viö. Jón Baldvin Hannibalsson hefur til dæmis hagað sér eins og hla uppalinn fermingarstrákur. Yfirlýsingar hans og framkoma er furðuleg. Það bein- hnis lýsir af honum galgopaháttur- inn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist ahtaf hugsa sem ís- lendingur en samt geti hann ekki annað en fallist á sjónarmiö Norð- manna í Smugumáhnu. í saltfisksölunni er Ásgeir af eðh- legmn ástæðum keppinautur landa sinna. Norðmenn og Islendingar bít- ast um markaðina og Ásgeir heldur því fram að Norðmenn muni á næstu árum sækja á með sinn saltfisk. En enginn er annars bróðir í saltfiskvið- skigtum fremur en öðmm. „Ég er ekkert hræddur við þessa samkeppni. Vandamáhð er aö hér vantar meiri kvóta og betri aðstöðu fyrir aðkomubáta sem vilja leggja upp. Aðstæður til útgerðar eru að öðm leyti mjög hagstæðar og ég sé ekki betur en aö við verðum hér næstu árin þótt ísland togi ahtaf í,“ segir Ásgeir. Kristín Davíðsdóttir viö athafnasvæði sttf á Bleik á Andeyju. Sandfjaran er spennandi fyrir ieröamenn og á sjávarbakkanum hetur Kristín komiö upp stæðum fyrir húsbiia og hjólhýsí. í baksýn er fjallið Kleif sem skilur jimmí ? *iiPlll>^ 'i/jsL 1 fli >' '\ / 1 \ i; %■'/$'' á ,Aí,, 1 V I Wf \ að Bieik og Andanes. „Hugsunarhátturinn hjá fólki hér er þannig að allir bíða eftir að ríkið komi og geri eitthvað í staö þess að aðhafast sjálft. Þess vegna er eins og þessi bær sé sofandi þótt möguleikarnir séu mikhr,“ segir Kristín Davisdóttir, ung íslensk at- hafnakona á Bleik á Andeyju í Norður-Noregi. Hún hefur búiö á Bleik undanfarin tvö ár og tekið þar til hendinni líkt og eiginmaöur- inn Ásgeir Logi Ásgeirsson. Kristín kom á staðinn skömmu eftir að Ásgeir réðst til ARSEA. Hún byrjaði á því að kenna i skól- um í nágrannabænum á Andanesi en fór síðan í saltfiskinn með manni sínum. „Það er rneira upp úr fiskvinnslunni að hafa þótt kennslan sé einnig spennandi," segir Kristín. Hún lærði raungrein- ar við háskólann í Tromsö á sama tíma og Ásgeir var þar í sjávarút- vegsfræðunum. Dundað með húsverkunum í vor þegar hægðist um í fiskinum þótti Kristínu sem hún þyrfti aö „dunda" eittlivaö meö húsverkun- um og ákvaö þá aö efna til hlutafé- lags sem hefði það hlutverk að þjóna ferðamönnum sem sæktu þennan fellega stað heim. Fram- takið þótti þarft og lögðu flestar fjölskyldur á Bleik fram stofnfé og síðan var ráðist í framkvæmdir við fyrirtækið sem hlaut nafnið Rorbu-Camping. „Við stofnuðum félagiö i lok júní og þann 11. júlí tókum við á móti fyrstu gestunum," segir Krístín sem veitir félaginu forstöðu „Þaö er þó mikið ógert enn. Við ætlum meðal annars að koma upp aðstöðu fyrir smábáta og emm rétt byrjuö á aö gera garða hér fram í sjóinn i þeim tilgangi. Þetta veröur bara aö vinnast eftir því sem peningar eru ta.“ Félagsheimih staðarins stóö ónotað fyrir utan fáeina dansleiki á ári. Það var því fekið í þjónustu feröafólksins og þar er núkafhhús og öh almenn þjónusta. Á siávar- bökkunum eru stæði fyrir húsbíla og hjólhýsi og einnig tjaldstæöi. Fyrir neöan er svo „bleik“ sand- Verkefnin eru óþrjótandi. I þessum skúrum er ætlunin að koma upp sjávarminjasafni og í öðrum húsum fyrrum útgerðar á staðnum er að- staða fyrir ferðamenn. fjaran sem staðurinn dregur nafn sitt af. „Hér stoppaði aldrei nokkur maður áður. Ferðamenn, sem komu til eyjarinnar, óku í gegn en það var ekkert fyrir þá gert. Hug- myndin var að næla í eitthvað af þessu fólki og auka um leið atvinnu í bænum. Tekjumar eru þó litlar enn sem komið er og laun engin en það kemur,“ segir Kristín, bjart- sýn á framtíðina. Þá er búiö að gera upp gamalt skrifstofuhúsnæðL sem útgerðin á staðnum nýtti áður, og breyta því í hótel auk þess sem þau Kristín og Ásgeir hafa þar íbúð sírta. Fleiri hús frá fiskvinnslunni verða tekin í þjónustu feröamannanna. Þar á meöal verbúðir, sem hér kallast „rorbu“ og af þvi hlýtur fyrirtækiö nafn sitL „Það er mikh vinna eftir við aö koma þessum húsura i stand. Ég er búin að vera að pússa og mála í aht sumar og mikið er ógert enn. Þetta er spennandi vinna og á ör- ugglega eftir að gefa eitthvað af sér,“ segir Kristín. Hvalirnirlaðaað Ferðaþjónusta var raunar óþekkt á Andeyju þar tíl hvalaskoðunar- ferðir hófúst frá Andanesi fyrir fjórum árum. Áður voru ferða- merrn sjaldséðir. í fyrra komu tíu þúsund manns að sjá hvalina og i ár hefur forvitnum hvalavinum fjölgað að mun. „Við njótum þess hve margir koraa að sjá hvahna. Annars væri enginn grundvöhur fyrir þessu. Fólk vhl sjá meira af eyjunni þegar það er á annað borð komið hingaö og þá verður að vera einhver að- staöa til að taka á móti því,“ segir Kristfn. Vinnan við fyrirtækið virðist endalaus. Þótt komið sé fram á kvöld þarf enn að taka á móti fólki sem vhl gista og enn aðrir hafa pantað stæði fyrir húsbíla. Alhr þurfa sína þjónustu þannig aö það kemur sér vel aö sólarhringurinn er langur á Andeyju. Sól sest þar ekki í rúma tvo mánuði á sumri. Eyjarskeggjar hafa raunar látið í ljós áhyggjur af því að íslenska at- hafnakonan sofi aldrei. Heimferð á dagskrá „Mér Mður mjög vel hér og þaö er nóg að gera. Samt er heimferð alltaf á dagskrá. Það er bara ekki svo létt að shta sig frá svona stað þar sem spennandi verkefni bíða," segir Kristín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.