Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Qupperneq 28
56 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 DV fylgist með orrustunni á Stiklastöðum í stærsta útileikhúsi Norðurlanda: Kolbrúnarskáldið sem allir vilja sjá - átta hundruð þúsund manns hafa séð leikritið um Ólaf helga og kappa hans Norski leikarinn Stále Björnhaug fór með hlutverk íslendingsins Þormóðar Kolbrúnarskálds. Hlutverkið lék hann fyrst 17 ára fyrir 30 árum og hefur æ siðan laðað að fjölda fólks þvi hann fer á kostum i hlutverki garpsins, skáldsins og flagarans. Stále, sem hefur mikið uppáhald á Þormóði, íslenskri útgáfu. Árlega koma þúsundir manna aö sjá leikinn um Ólaf helga á Stiklastöðum. Heimamenn eru að sjálfsögðu fjölmennir en erlendir ferðamenn koma einnig i hópum. Útileikhúsið tekur 6000 manns í sæti og annað eins i stæði og komast jafnan færri að en vilja. „Auðvitað er þetta ekki réttlátt en hlutverk Þormóðs Kolbrúnar- skálds er bara miklu betra en önn- ur hlutverk í leikritinu. Þess vegna stelur hann alltaf senunni," segir Stále Björnhaug, einn fremsti leik- ari Norðmanna, í viðtali við DV. Nú á Ólafsvökunni geröist hann senuþjófur eina ferðina enn í ár- legri uppfærslu á orrustunni við Stiklastaði árið 1030. í íjörutíu ár hefur það verið venja að setja endalokin á valdabrölti Ólafs konungs helga á svið á Stikla- stöðum þar sem bændur höfðu konung sinn undir og tóku hann síðan í tölu helgra manna. Þarna er íslendingurinn Þormóð- ur Kolbrúnarskáld aðalmaðurinn og þykir Stále Björnhaug túlka hann öllum öðrum betur. Stále hef- ur farið með þetta hlutverk öðru hvoru í 30 ár og nú segist hann ekki taka á sig gervi Kolbrúnar- skáldsins nema einu sinni enn. Uppáhalds- hlutverkið „Ég held meira upp á Kolbrúnar- skáldið en nokkurt annað hlutverk sem ég hef leikið," segir Stále. „Ég hef líka breytt því eftir eigin höíöi og bætt við túlkunina þeim Þor- móði sem Halldór Laxness skrifar um í Gerplu. Það gefur óendanlega möguleika. Kolbrúnarskáldið er eiginlega eini maðurinn af holdi og blóði í leikritinu. Ólafur konungur á að vera aðal- maðurinn en hann er einlitur og óspennandi. Kolbrúnarskáldið er hins vegar allt í senn; hjartahrein hetja og illmenni, rómantískur elskhugi og kvennaflagari, kristinn á yfirborðinu en hundheiðinn und- ir niðri, trúfastur konungsmaður þegar hann er ekki tækifærissinni. Auðvitað stelur svona maður sen- unni,“ segir Stále og glottir. Norsk blöð gerðu mikiö úr þeirri frétt að Stále ætlaði að leika Kol- brúnarskáldið enn einu sinni á þessu ári. Stále var 17 ára gamall þegar hann fór fyrst með þetta hlutverk áriö 1964 og sló þá strax í gegn. Bæti skáldi Laxness við „Ég var alltof ungur þegar ég lék Kolbrúnarskáldið fyrst. Sautján ára unglingur ræður ekki við þetta hlutverk þótt það hafi gengið ágæt- lega. Síðan hef ég lesið mikið, bæði af íslenskum fomsögum og einnig allar bækur Laxness. Þetta hefur hjálpað mér mikið við aö fylla inn í myndina af skáldinu og ég hika ekki við aö víkja frá upphaflegu rullunni og bæta Kolbrúnarskáldi Laxness við. Ég hef mikiö dálæti á Laxness. Hann hefur skapað ógleymanlegar persónur eins og t.d. Ólaf Kárason eöa þá Jón Hreggviðsson og auðvit- að Þormóð Kolbrúnarskáld. Þetta eru ólíkir menn en hver öðrum betri,“ segir Stále. Stolt allra Norðmanna Talið er að allt að 800 þúsund manns hafl séð slaginn mikla á Stiklastöðum frá því hann var fyrst hampar hér Fóstbræðrasögu i fornri Fjölmenni tekur þátt í sýningunni og er oft vopnaskak mikið og heitt í kolunum. færður upp fyrir 40 árum á sama stað og bændur börðust við Ólaf helga fyrir 964 árum og höfðu sig- ur. Ólafur, þjóðardýrlingur Norð- manna, féll þar með miklu liði og þar á mgðal hirðskáldi sínu, Þor- móði Kolbrúnarskáldi. Nú þykir enginn maöur með mönnum í Noregi nema hann hafi verið á Stiklastöðum á Ólafsvök- unni og séð helstu leikara landsins, ásamt áhugaleikurum, úr Þrænda- lögum spreyta sig á þjóðhetjunum úr liði beggja. Á Stiklastöðum er stærsta úti- leikhús á Norðurlöndum. Þaö tek- ur 6000 manns í sæti, auk þess sem dæmi eru um að aðrar sex þúsund- ir hafí staðið og horft á. Leikritið sjálft er heldur þunnt og raunar útblásiö af norskum þjóðrembingi. Því kemur sér vel að hafa Þormóð Kolbrúnarskáld á sviðinu nær allan tímann og kæta áhorfendur með skringilegum til- burðum og meitluðum tilsvörum. Um 300 leikarar og tónlistarmenn taka þátt í sýningunni sem sett er upp fjögur kvöld í röð. íslendingar hafa oft verið fjölmennir á Stikla- stöðum um Ólafsvökuna og svo var einnig nú. M.a. var Jón Böðvarsson cand. mag. með hóp af nemendum sínum frá íslendingasagnanám- skeiði í vetur. íslendingar í pílagrímsför „Mér fannst sýningin góð og merkilegt að sjá hana. Þá spillti ekki fyrir að veður var mjög hag- stætt til að leika úti undir beru lofti. Leikurinn er að mestu skáld- skapur en höfundurinn byggir á nokkrum frásögnum úr Heims- kringlu Snorra Sturlusonar og spinnur í kringum þær. Þormóður Kolbrúnarskáld er þama í aöalhlutverkinu og túlkun Stále Bjömhaug á honum er mjög góð. Hins vegar var Arnljótur gell- ini heldur daufur og þaö hefði mátt gera meira úr því hlutverki," sagði Jón. Erindi Jóns og nemenda hans var að fara á íslendingaslóðir í Þrændalögum. Þær liggja víða fyrir utan Stiklastaði. Þetta er því eins konar pílagrímsfór á slóðir ís- lenskra garpa í útlöndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.