Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994
Fréttir
Útgerðarmenn vilja fá utanríkisráðherra á fund sinn á Akureyri:
Undrumst afstöðuleysi
íslenskra stjórnvalda
- segir útgerðarmaður frystitogarans Blika
„Menn undrast afstööuleysi ís-
lenskra stjórnvalda í þessum málum.
Þaö vita það aliir að þaö veröur ekki
til baka snúið frá þessum veiðum úr
því sem komiö er. Það er meining
okkar útgerðarmanna að koma sam-
an á Akureyri um miðja vikuna til
ráðagerða og ég teldi eðlilegt að sjá
utanríkisráðherra þar,“ segir Ottó
Jakobsson, útgerðarmaður frystitog-
arans Blika frá Dalvík.
Ottó sagði samtali við DV að það
væri ljóst að unnist hefði stórsigur
með því að fá Norðmenn til að viður-
kenna rétt íslendinga til veiða í
Smugunni.
„Norðmenn reyndu í fyrrasumar
að flæma okkur burt úr Smugunni í
krafti stærðarmunar, þeim tókst þaö
ekki. Framkoma Norðmanna hefur
síðan breyst því að við höfum unniö
þann sigur að þeir viðurkenna rétt
okkar til Smuguveiða. Ég á von á því
að þeir muni koma aö samninga-
borðinu þegar þeir átta sig á því að
við veiðum á þessum slóðum tugþús-
undir tonna af þorski á ári,“ segir
Ottó.
Hann segir nauðsynlegt að láta
reyna á rétt íslendinga til veiöa á
Svalbarðasvæðinu. Útgerð hans hef-
ur þegar ákveðið að stefna Norð-
mönnum vegna yfirgangs norsku
strandgæslunnar á Svalbarðamiðum
fyrr í sumar.
„Undirbúningur vegna málshöfð-
unar á hendur Norðmönnum vegna
atburðanna í sumar er kominn á
góðan rekspöl. Það er langt komið
að þýða sjóprófin og síðan munu þau
mál fara fyrir norska dómstóla. Þaö
er nauðsynlegt að koma þessari deilu
til Alþjóðadómstólsins. í því sam-
hengi veröa lyktir í okkar máh
áhugaverðar," sagði Ottó Jakobsson
útgerðarmaður.
Friðrik Guðmundsson, útgerðar-
maður Hágangs I. og Hágangs H„
staðfesti að fundurinn á Akureyri
yrði í vikunni.
„Það hefur komið til tals að fórna
einu skipi sem Norðmenn færðu þá
til hafnar. Þaö verður örugglega rætt
á þessum fundi. Að öðru leyti er ver-
ið að safna upplýsingum og við telj-
um æskilegt að fá að vita hvað fram
kemur í skýrslu breska þjóðréttar-
fræðingsins varðandi réttarstöðu ís-
lendinga á Svalbarðasvæðinu. Ég á
von á aö það verði boöaðir til þessa
fundar allir sem aö þessum málum
koma, þar með talin þau stjómvöld
sem málið snertir. Það er alveg ljóst
að stjórnvöld eiga næsta leik í stöð-
unni,“ segir Friðrik.
Stuttar fréttir
Skemmdar gönguleidir
Hópur hestamanna meö laus
hross hefur unniö skemmdir á
merktum gönguleiðum í þjóð-
garðinum í Jökulsárgljúfrum.
RÚV greindi frá.
Mismunandi útsæði
Á þriðja tug afbrigða af kart-
öfluútsæði kom til landsins til
ræktunar i vor. Skv. RÚV er mik-
ill munur á gæðum og merkingar
eru ófullnægjandi í búðum.
Fleiri skráðir
Skráningar í HÍ sýna að nem-
endur verða fleiri í upphafi næsta
skólaárs en í fyrra. Samkvæmt
Mbl. hafa alls 5.236 hafa skráð sig.
Engin útsala
Ekki eru líkur á kindakjötsút-
sölu í haust. Formaður Lands-
sambands sauðfjárbænda segir í
Mbl. að salan sé meiri en í fyrra.
Rækja fyrir milljarða
Búið er aö veiða rækju fyrir um
fjóra mílljaröa króna það sem af
er þessu ári eða um 36 þúsund
tonn. Tíminn greindi frá.
Margirskemmst
Margir bílar hafa skemmst á
hálendinu undanfariö vegna
ógætilegs vatnaaksturs aö sögn
Sjónvarpsins.
Loðnuveiði leyf ð
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðiö aö leyfa loðnuskipunum
að leita aö loönu í lokaða hólfinu
norður af Vestfjörðum. Engin
loðnuveiði hefur veriö síðustu
daga viö landið. Mbl. greindi frá.
Fræðstum
heita vatnið
Fjöldi viðskiptavina Hitaveitu
Reykjavíkur heimsótti bækistöðvar
fyrirtækisins að Nesjavöllum í gær.
Á stóru myndinni má sjá Gunnar
Þorvaldsson leiðsögumann upp-
fræða gesti um starfsemi hitaveit-
unnar en á litlu myndinni eru Guð-
laug Björgvinsdóttir og Björgvin
Jónsson ásamt dætrum sínum Agn-
esi og Guðlaugu en þau sóttu Nesja-
velli heim í gær.
DV-myndir Sveinn
Yfirmaður af rússnesku rannsóknarskipi 1 sálarkreppu:
Lettaði ásjár í SeKosskirkju
Yfirmaður á rússnesku rannsókn-
arskipi, sem lá í Reykjavíkurhöfn
seinnipart liðinnar viku, tók sig fyr-
irvaralítið til á fimmtudag og fékk
sér far með rútu austur á Selfoss.
Þegar þangað var komið um kvöldið
leitaði hann ásjár í kirkjunni. Mátti
í fyrstu túlka þessa tilburði manns-
ins á þann veg að hann væri líklegur
til að hoppa af. Var þá haft samband
við Útlendingaeftirhtið. Maöurinn
gisti hjá Kristni Ágústi Friðfinnsyni,
settum sóknarpresti á Selfossi, um
nóttina. Á fóstudagskvöldið kom
skipstjórinn af skipinu austur ásamt
fulltrúum úr rússneska sendiráðinu.
Eftir langar samræður í viðurvist
Eyvindar Erlendssonar, sem er rúss-
neskumælandi og búsettur á Sel-
fossi, og Kristins varð úr að maður-
inn færi aftur um borð en gisti hjá
presti um nóttina. Ekki varð mann-
inum svefnsamt en um hádegisbil á
laugardag fylgdu Eyvindur og Krist-
inn honum til skips. Þar var stuttur
fundur með manninum og yfirmönn-
um hans áöur en skipið lét úr höfn
um tvöleytið á laugardag.
Eftir því sem DV kemst næst átti
maðurinn, sem er lun fertugt, í ein-
hvers konar sálar- eða tilvistar-
kreppu. Vhdi hann næði til að gera
upp líf sitt fram tíl þessa og ákveöa
hvert framhaldið yrði. Eftir samræð-
ur við prest og síðar yfirmenn sína
féllst hann á að fara aftur th skips
en spumingin um að „hoppa af ‘ mun
ekki hafa verið ofarlega á baugi.
„Maðurinn virtist vera kominn að
tímamótum í lífi sínu sem einnig má
skoða í ljósi atburða í Rússlandi nú
síðustu ár. Hann virtist vera aö gera
upp viö sig hvernig lífi hann ætlaði
að lifa. Við Kristinn komum að mál-
inu sem sálusorgarar. Við lögðum
áherslu á að láta manninn hafa frið
svo hann gæti sjálfur ákveðiö hvað
hann gerði í sínum málum. Ahar
samræöur áttu sér stað í trúnaðar-
trausti og bræðralagi og alhr form-
legir aðilar, sem að málinu komu,
héldu að sér höndum á meðan. Eftir
viðbrögðum yfirmanna mannsins á
skipinu að dæma virtust þeir hafa
fullan skilning á máhnu," sagði Ey-
vindur Erlendsson við DV.
Hver er „staðgengiU borgarstjóra“?
Var bara staðgengill I opinberri heimsókn
- segir Sigrún Magnúsdóttir, forseti borgarstjómar
„Borgarritari er staðgenghl borg-
arstjóra, það er að segja hann er
æðsti embættismaöur borgarinnar
þegar borgarstjóri er ekki við. Skipu-
rit borgarinnar kveður á um þetta.
Ég veit ekki hvaðan þetta orð „stað-
gengill borgarstjóra" er komið. Máhð
er að ég stýri borgarráði í fjarveru
Ingibjargar Sólrúnar og hún bað mig
einnig um að sitja morgunverðar-
fundi embættismanna sem ég held
að póhtískir fulltrúar fyrri borgar-
stjóra hafi einnig gert,“ segir Sigrún
Magnúsdóttir, forseti borgarstjóm-
ar.
í Tímanum á fóstudag er frétt um
stjóm borgarinnar þar sem sagt er
að það veki athýgh að Sigrún Magn-
úsdóttir, póhtískur oddviti Reykja-
víkurlistans, hafi verið staðgenghl
borgarstjóra en ekki Jón G. Tómas-
son borgarritari sem verið hefur
staðgengill borgarstjóra fram aö
þessu. Tekið er fram að hann sé í
fríi og einnig Ingibjörg Sólrún borg-
arstjóri.
Sigurún getur sér th að staðgeng-
hsumræðan sé sennhega th komin
af því að bréf var sent til Bonn í th-
efni af komu borgarstjórans þar
hingað th lands. í bréfinu kom fram
að Sigrún yrði staðgenghl Ingibjarg-
ar Sólrúnar við móttöku þýska borg-
arstjórans. Einnig telur Sigrún víst
að starfsfólk í ráðhúsinu hafi th-
kynnt fjölmiðlum sem leituöu viötals
við Ingibjörgu Sólrúnu vegna hand-
boltahallarmálsins að hún væri stað-
gengill borgarstjóra.
Von er á borgarritara th starfa í
dag og segir Sigrún að hún hafi
hvorki fengið greitt fyrir störf sín
sem „staðgenghl borgarstjóra“ né
haft afnot af skrifstofu borgarstjóra.