Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994
Uflönd
Stoltenberg lík-
legureftirmaður
Wörners
Torvald Stoltenberg, fyrrum
utanríkisráöherra Noregs og nú
sáttasemíari í Bosníudeilunni, er
helst nefndur sem iíklegur arf-
taki Manfreds Wömers sem
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins.
Wörner iést á
laugardaginn
úr krabba-
raeini,59áraað
aldri. Hann
hafði barist við
sjúkdórainn í
tvö ár. Leiötog-
ar vestrænna
ríkja hafa minnst Wörners sem
mikils stjórnanda og fréttaskýr-
endur eru sammála um að fráfall
hans veiki NATO, sem þegar á í
alvarlegri tilvistarkreppu.
Fjölmargir hafa lýst áhuga á að
taka við af Wömer auk Stolten-
bergs. Þar á meðal era Hollend-
ingarnir Ruud Lubbers og Hans
van der Broek, Douglas Hurd,
utanríkisráðherraBreta, ogGiuI-
iano Amato, fyrrum forsætisráö-
herra Ítalíu.
Átta börn brunnu
inni nteðan móð-
irin drakk
Átta börn brunnu inra í smá-
bænum Carbondale í Bandarikj-
unum meðan móðir þriggja
þeirra sat að drykkju á nærliggj-
andi bar. Börnin voru í fasta-
svefni þegar eldur braust út á
heimili þeirra aöfaranótt sunnu-
dagsins.
Camila Foulks haföi tekið aö
sér að gæta bamanna ásamt sín-
um eigin börnum. Hún skildi þau
hins vegar ein eftir heima og sett-
ist að drykkju. Yngsta barnið sem
lést var sjö mánaða gamalt en það
elsta sjö ára. Alls voru niu börn
i húsinu en eitt þeirra slapp út
heilt á húfi.
Lögreglan á staðnum segir að
enn hafi ekki verið tekin ákvörð-
un um ákæru á hendur móður-
inni en saksóknari á svæðinu
hefur málið til athugunar.
Reuter
Bjöm Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, tekur orð sín til baka:
Eg hef aldrei kallað
íslendingana þjófa
- norski dómsmálaráðherrann ræðir stefnu Noregs við Þorstein Pálsson í dag
„Ég hef aldrei kallað íslendingana
þjófa,“ sagði Björn Tore Godal, utan-
ríkisráðherra Noregs, í viðtali við
norska sjónvarpið um helgina. Hann
var kraflnn skýringa á þeim orðum
að ekki kæmi til greina að semja við
innbrotsþjófa sem brytust inn í hús
manna og rændu þar og rupluðu.
í sjónvarpsviðtalinu vildi Godal
sem minnst gera úr þessum orðum
og neitaði að hafa átt við íslendinga
sem þjóð þegar hann viðhafði hin
umdeildu orð. Áður hafði Jón Bald-
vin Hannibalsson, utanríkisráðherra
íslands, lýst ummælum Gordals sem
fáheyrðum í norrænu samstarfi.
Síðustu yfirlýsingar Godals þykja
benda til að Norðmenn vilji nú leita
sátta í Svalbarðadeilunni. Grete Far-
emo, dómsmálaráðherra Noregs,
kemur í dag til íslands á árlegan fund
norrænu dómsmálaráðherranna.
Aðstoöarmaður hennar sagði í gær
við NTB-fréttastofuna að hún hefði
meðferðis skýrslu um stefnu Norð-
manna í fiskveiðimálum á verndar-
svæðinu við Svalbarða. Málið yrði
tekið upp við Þorstein Pálsson,
dómsmála- og sjávarútvegsráðherra.
Enginn íslenskur togari er nú á
verndarsvæðinu við Svalbarða.
Norska strandgæslan segir að ekki
færri en 30 togarar séu hins vegar í
Smugunni og afli vel eða allt að átta-
tíu tonn á sólarhring þegar best læt-
ur.
Fjögur norsk varðskip eru við
gæslu í Smugunni og við Svalbarða.
Þau hafa ekkert aðhafst síðustu sól-
arhringana.
Eins og á öllum virðulegum útihátíðum vörðu gestir á endurvakinni Woodstock-hátíð drjúgum tíma í tjöldum sín-
um. Þessi skötuhjú voru meðal þeirra sem leituðu skjóls undan rigningunni og aurnum meðan aðrir veltu sér í
foraðinu. Hátíðinni lauk í nótt. Símamynd Reuter
Woodstock-
hátíðin end-
aði í svaðinu
Fyrir aldarfjórðungi söng fólk um
frið á jörðu á Woodstock-hátíðinni í
Bandaríkjunum. Nú minntust af-
komendur friðarboðanna frægustu
tónlistarhátíðar sögunnar með því
að velta sér upp úr drullunni.
Afmælishátíðinni lauk í nótt. Talið
er að á endanum haíl ríflega 300 þús-
und manns komið en lengi vel var
aðsókn dræm um helgina og margir
fóru heim í fússi, óánægðir með að-
stöðuna.
Mikið vatnsveður var alla helgina
og breyttist hátíðarsvæðið því fljótt í
svað. Mesta skemmtunin var því að
velta sér og renna í aumum. Sumir
létu sér vel líka að sitja á kafl á miðju
hátíðarsvæðinu meðan aðrir þreyttu
keppni í ýmsum leðjulistum, svo sem
að renna sér á baki eða maga.
Frægar hljómsveitir spiluðu en það
sætti ekki tíðindum og ekki heldur
boðskapur um frið og bræðralag
manna. Reuter
SKOMARKADURRR
Skemmuvegi 32 L, Kópavogi, s. 75777
EURO SKO