Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 Fréttir „Ofurvindumar“ sem Norömenn tala um sem leynivopn íslendinga: Margir togarar með norskar vindur „Þetta er algjört rugl. Við notum þær hefðbundnu aöferðir við veiðarnar sem við höfum notað undanfarin ár,“ segir Þorbjörn Sigurðsson, skipstjóri á Múlabergi ÓF. Fréttir norskra fjölmiðla af ofur- vindum sem íslensku togararnir í Smugunni og á Svalbarðasvæðinu eiga að hafa komið sér upp hafa vak- ið mikla athygh. Að sögn norska Dagblaðsins er búið að setja svona búnað í íslensku togarana sem orðið hefur til þess að togararnir eru marg- falt fljótari að hífa vörpuna og ná því að forða sér áður en norska strand- gæslan kemur að þeim. Stig Morten Karlsen hjá norsku strandgæslunni er borinn fyrir þessu. Þorbjörn segir marga togara vera með norskar vindur sem þjónustaðar séu frá Noregi. „Það ættu aö vera hæg heimatökin hjá strandgæslunni að kanna þennan búnað. Við erum með á mínu skipi 20 ára gamla japanska vindu,“ segir Þorbjörn. Meðal íslenskra útgerðarmanna og sjómanna er þetta fyrirbæri óþekkt. Bent er á að ef setja á nýjan vindu- búnað í togara sé það verkefni sem taki mánuði í framkvæmd og kosti tugi milljóna. Eins og fréttin lítur út hafa togararnir skroppið að landi til að ná sér í „ofurvindu“. Mönnum þykir sú skýring líklegust að þau norsku strandgæsluskip sem klippt hafa ítrekað án þess að veiðarfæri séu til staðar telji þar vera um yfir- náttúrulegan búnað að ræða en átti sig ekki á blekkingunni sem fólgin er í því að veiðarfæri eru einfaldlega ekki í sjó. Það er alþekkt meðal tog- arasjómanna að það tekur á bilinu 10 til 15 mínútur frá því byijað er að hífa og þar tl veiðarfærið er komið Úttekt á tekjum nafnkunnra hjóna: Eimskipshjónin eru tekjuhæst - heimilistekjur forstjóra helmingi hærri en forsætisráöherra Samkvæmt álagningarskrá er ljóst að Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, og eiginkona hans, Áslaug Ottesen bókasafnsfræðingur, voru tekjuhæst samkvæmt úttekt sem DV gerði á útsvari nokkurra nafn- kunnra hjóna. Tekjur þeirra voru 1.189 þúsund á mánuði og vann Ás- laug fyrir 60. hluta þeiiTa. Sólveig Pétursdóttir alþingiskona og Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, eru litlu tekjulægri með 1.144 þúsund krónur á mánuði. í báð- um tilvikum eru það húsbændumir á heimilinu sem eru burðarstólpar heimilisteknanna. Litlu tekjulægri er Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri Spron, og Halldóra Rafnar, formaður út- varpsráðs og starfsmaður VSÍ, með rúma milljón samanlagt á mánuði. Með tekjur á bilinu 700 til rúmlega 800 þúsund á mánuði eru Ásmundur Stefánsson og Guðrún Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Þjóðleik- hússins, Ágúst Sigurðsson og Guð- rún Lárusdóttir, útgerðarmenn í Hafnarflrði, og Bolli Kristinsson og Svava Johansen kaupmenn. Sem fyrr eru karlarnir í þessum hópi nokkru tekjuhærri en eiginkonur þeirra nema í tilviki Guðrúnar og Ágústs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er einnig tekjuhærri en eiginmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjömsson, og sömu sögu er að segja af Elínu Hirst fréttastjóra og eiginmanni hennar, Friðriki Friðrikssyni. Tekjur á heimilum póhtíkusanna em þó áberandi lægstar ef undan er skilinn Ingi Björn Albertsson sem var með 543 þúsund króna tekjur á mánuði í fyrra og eiginkona hans, Magdalena Kristinsdóttir fóstra, með 96 þúsund krónur í mánaðartekjur. Úttekt þessi nær einungis til tekna en ekki launa. Um er að ræða skatt- skyldar tekjur í fyrra eins og þær voru gefnar upp til skatts eða áætlað- ar og reiknast útsvar af. inn á þilfar. Það þykir lýsa þekking- arskorti norsku strandgæslunnar á viðfangsefni sínu að skoðanir sem þessar skuh vera opinberar. Stofnarfyrirtæki áSpáni Sölusamband Sslenskra fisk- framleiðenda, SÍF hf„ og spænska fyrirtækið Copesco & Sefrisa hafa stofnað nýtt hlutafélag á Spáni til að annast dreifmgu og sölu á salt- fiski frá framleiðendum SÍF á ís- landi. Hlutaféð verður 100 millj- ónir króna sem skiptist jafnt á milli SÍF og Copesco. Fyrirtækið tekur til starfa 1. september nk. Tilgangur með stofnun fyrirtæk- isins er að auka veralega markaðs- hlutdeild framleiðenda SÍF á Spáni og um leið hækka skílaverð til þeirra til lengri tíma htið. mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1993 281 GeirG. Geirsson/Hjö 354 Geir Haarde/lnga iöna I QEiginmaður □ Eigínkona 395 Hjörleifu on/lngibjörg Sólr. Gíslad. 446 Magnús L. Sveinsson/Hanna S.;H. Karlsd. 518 Friörik Sophusson|sigríöur Dúna Kristmundsdöttir 535 Þorsteinn Pálsson/lngibjötg Raj 587 Davíð Oddsson/Ástríður Thorarensen 609 Jón Baldvin Hannibalsson/Bryndls Schram 621 Friðrik Friðriks! 839 Ingi Björn Albertsson/Magdátóna Kristinsc óttir 670 Kjartan Gunnarsson/Sigr 765 Bolli Kristinsson/Svava Johanr 777 Ágúst Sigurösson, ^ 813 Ásmundur Stefánsson/Guörún 1.015 Baldvin Tryggvason/Halldóra Rafnar 1.144 Kristinn Björnsson/Sólveig Pétursdóttir 1.189 Hörður Sigurgestsson/Áslaug Ottesen 200 400 600 800 1.000 1.200 í dag mælir Dagfari Allir í stríðsleik íslendingar eru seinþreyttir til vandræða. Meðan við fáum að vera óáreittir á miðunum og veiða þann fisk sem eftir er í sjónum erum við ljúfir sem lömb. En þegar norska strandgæslan fer að abbast upp á íslensk skip og íslenskar áhafnir og ahs kyns fuglar, stórir sem smá- ir sem eru í loftinu eða í sjónum þegar fisklríið stendur sem hæst, er það skylda hvers íslendings með sjómannsblóð í æðum að fæla shka fugla burt. Þetta gerði Anton Ingvason á Svalbarðamiðunum og var í fullum rétti. Hann tók haglabyssuna sína, hlóð hana með púðurskoti og mið- aði um það bil 70 gráður til hhðar og 60 gráður upp í loftiö og bang. Þegar fuglarnir í sjónum og í plast- báti að auki létu sér ekki segjast miðaði Anton aftur 60 gráður upp í loftið og 15 til 20 gráöur til hliðar og það dugði. Forðuðu nú ahir fugl- ar sér í burtu, bæði stórir og smá- ir, á mikilli ferð, segir Anton. Þessi haglabyssuskot Antons stýrimanns á Hágangi II. eru upp- hafið að nýju þorskastríði. Nú eru andstæðingamir ekki breska heimsveldið né heldur bévaðir Rússarnir heldur norskir frændur okkar og sannast hér hið forn- kveðna að frændur eru frændum verstir. íslendingar hófu ekki þetta stríð. Það voru Norðmenn sem trufluðu Hágang við að hífa trolhð og stofn- uðu lífi áhafnarinnar í hættu. Norðmenn handtóku Anton blá- saklausan og stungu honum í fang- elsi. Það hleypti skriðunni af stað. Anton er nú kominn heim aftur th Vopnafjarðar og fer vel á því að þeir Vopnfírðingar færi stýri- manninum nýja haglabyssu að gjöf og vilji vopnast til frekari átaka. Það er nóg af vopnum í Vopna- firöi. Landhelgisgæslan er líka að vígbúast og forstjóri hennar segir að varðskipunum sé ekkert að van- búnaði að halda á miðin strax í næstu viku. Togaraflotinn hefur sömuleiðis skipulagt sig og siglir nú grár fyrir járnum norður þar. Norðmenn rétt ráða hvort þeir leggja í okkar menn aftur. Þeir um það. Þetta mál hefur snúist um það hvort það verða íslendingar eða aðrar þjóðir sem veiöa síðasta þorskinn í Barentshafi. íslendingar hafa reynsluna umfram Norð- menn. íslendingar eru búnir aö þurrausa sín eigin fiskimið og sýna fram á hvemig veiða megi þorsk- ana með þeim árangri að enginn sleppi og hvers vegna ættu því ekki íslenskir sjómenn að fá fullan rétt th þess aö beita aðferðum sínum í Barentshafmu? Norðmenn þykjast vera að vemda fiskislóðina þar! En hver hefur leyft þeim það? Við íslend- ingar höfum aldrei samþykkt að vemda fiskimiðin fyrir okkur sjálf- um. Það eru meira aö segja sterk rök fyrir þvi að þorskurinn dafni við það að hann sé veiddur. Svo koma alls kyns fuglar og trufla þessar veiðar. Er nema von að stýrimennirir grípi th vopna sinna. Haglabyssuskotið hans Antons Ingvasonar var sjálfsvörn og ekki vissi hann að Norðmenn væru vað- andi um á plastbátum úti á rúmsjó til að fæla burtu íslenska sjómenn. Þeim væri nær að fæla burtu þorskinn úr því þeim er svona annt um aö hann veiðist ekki. Nú er stríð í uppsiglingu, þorska- stríð, þar sem við munum skjóta og skjóta jafnskjótt og við verðum varir við fugla og við munum skjóta 70 gráður upp í loft og 20 gráður til hliðar og menn skulu bara vara sig. Forsætisráðherra hefur sent Norðmönnum skilaboð og ríkisstjórnin stendur hehs hug- ar á bak viö sjómenn ef Norðmenn ætla að leika stríðshetjur á hafinu. Ef Norðmenn kaha okkur inn- brotsþjófa þá er það bara vegna þess að þeir era með slæma samn- ingsstöðu og beita okkur ofríki og eru að slá sig th riddara á okkar kostnað. Þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Ríkisstjórnin styð- ur haglabyssuskotið hjá Antoni og gefur ekki þumlung eftir. Davíð fer ekki að samningaborði meðan Norömenn leika stríðshetj- ur. Hér verður barist th síðasta manns. Davíð mun vopnabúast eins og aðrir íslendingar og hann á að fara til Vopnafjarðar og fá sér haglabyssu, sigla svo á knerri í óvígum flota landsmanna gegn frændum vorum Norðmönnum og sýna þeim hvar Davíð keypti öliö. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.