Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 13 Mesta happaskot seinni tíma Haglabyssuskotíð á Hágangi II. hef- ur fært íslendingum upplýsingar um álit Norðmanna á eigin réttar- stöðu við Svalbarða. Þeir viður- kenna með því að kæra ekki fyrir ólöglegar veiðar rétt íslendinga á flskverndarsvæðinu við Svalbarða. - Þar er einfaldlega ekki um ólög- legar veiðar að ræða. Kosningabrella norskra krata Norðmenn ætluðu með hótunum og yfirgangi að hræða íslendinga frá réttí sínum. Þeir einu sem hafa orðið hræddir er ríkisstjórnin. Mikill munur er samt á því hve hræddir hinir einstöku ráðherrar hafa orðið. Það er ekkert brot á alþjóðasamn- ingum þó íslenskur sjómaður skjótí af haglabyssu. Það blasir við í dag að skotíð var mikið happaskot. Norðmenn gleymdu sér í hita leiks- ins. Þeir hófu skothríð á togarann og færðu hann síðan tíl hafnar. Þetta tvennt var það sem þeir ætl- uðu aldrei að láta gerast. Með því að færa togara til hafnar varð að taka ákvörðun af saksóknaravaldi Noregs um það fyrir hvað væri hægt að kæra íslendinga. íbúum Norður-Noregs er í dag ijóst að norska ríkisstjórnin hefur logið að þeim. Kosningabrella norskra krata er sprungin. Fyrir eitt megum við þó vera þakklátir Norðmönnum. Með því að neita að semja við okkur hafa þeir komið í veg fyrir að ríkisstjórn íslands semdi af okkur rétt í þessu máli. Það er þakkarvert. Skipstjórinn á Hágangi II. ætti að fá fálkaorðuna fyrir að hafa sýnt festu, vit og ró á hættustundu. Skipverjinn sem skaut úr hagla- byssunni ætti einnig að fá fálkaorð- una fyrir að hafa orðið til þess að upplýsa hver réttarstaða Norð- manna er og algert lágmark að ís- lenska ríkið greiði allan kostnað sem hlaust af árás Norðmanna, hvort heldur það eru fésektir, við- gerðir á skipinu eða aflatjón vegna tafa frá veiðum. Nnrqk hprskip hafa sannað hapfni KjaUaiinn Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður sína á friðartímum. Þau eru fær um að skjóta á íslenskan togara og færa hann til hafnar. Þakkir ítrekaðar í utandagskrárumræðu á Alþingi 6. desember í vetur um veiðar í Smugunni og við Svalbarða færði ég þeim útgerðarmönnum og sjó- mönnum sem þær hófu þakkir mínar. Eg ítreka þær hér með. Við höfum fullan rétt til að stunda fisk- veiðar viö Svalbarða. Hve lengi gengur ríkisstjórn íslands í farar- broddi þeirra sem vilja að við látum Norðmenn hræða okkur frá því að nýta okkur þann rétt? Samkomulag um að Svalbarði sé ekki notaður í hernaðarskyni sviptir íslendinga ekki rétti til að stunda þar veiðar. Rússar viður- kenna ekki rétt Norðmanna til að meina þeim veiðar. Væri um það að ræða að réttur Norðmanna til að banna öðrum veiðar við Sval- barða byggðist á alþjóðalögum gætu Norðmenn haflð töku rúss- neskra skipa og óskað eftir her- styrk Atlantshafsbandalagsins til að verja sig gripu Rússar til vopna. Dettur mönnum virkilega í hug að halda að Norðmenn létu Rússa veiða innan norskrar landhelgi án þess að taka þá? Myndu Norðmenn leyfa Rússum afnot af norsku landi? Auðvitað ekki. íslendingar hafa lengi sofið í Svalbarðamáhnu en þeir hafa ekki samþykkt yfirráð Norðmanna. Það hafa Finnar einir gert. Það var brýnt að fá úr því skorið hvort rík- isstjórn Noregs þyrði að reka fyrir norskum dómstóli stefnu á íslend- inga fyrir að stunda veiðar við Svalbarða. Geri Norðmenn árásir á íslensk skip eru þeir í reynd að brjóta það samkomulag sem þeir geröu viö aðrar þjóðir um að Sval- barðasvæðið verði ekki notað í hernaðarlegu tillití. Ólafur Þ. Þórðarson „íslendingar hafa lengi sofið í Svalbarðamálinu en þeir hafa ekki samþykkt yfirráð Norðmanna," segir m.a. í grein Ólafs. „Við höfum fullan rétt til að stunda fiskveiðar við Svalbarða. Hve lengi gengur ríkisstjórn íslands 1 fararbroddi þeirra sem vilja að við látum Norð- menn hræða okkur frá því að nýta okkur þann rétt?“ Orðsending til bfleigenda Til að taka af allan vafa vil ég geta þess að guð skapaði ekki bílinn í sinni mynd. Hins vegar skapaði hann bíl- stjórana. Og má deOa um hvort það var skynsamlegt af honum. En það er upphaf þessa máls að nokkrum öldum eftir að hjólið var fundið upp fóru íslendingar að gera land sitt kerruklárafært. Hingað hafði flust hestakerra. Um svipað leyti var farið að smíða bfla í útlöndum á færibandi. Og stóðst það á endum að þegar okkur hafði tekist með dugnaði og elju að gera landið kerruklárafært var fyrsti bíllinn íluttur tíl landsins. Sá bíll skapaði fleiri vandamál en hann leystí eins og þingmennirnir okkar segja þegar þeir ætía ekki að fella gengið og gera það samt. Bíllinn komst nefnflega ekki upp brekkur þótt honum gengi furðuvel niður þær. En á íslandi fyrirfannst engin brekka sem lá eingöngu nið- ur í móti. Einnig spólaði bíllinn talsvert í íslensku vegagerðinni og sáu menn að við svo búið mátti ekki standa. Eitthvað varð að gera í málinu. Og var gripiö til þess ráðs sem beinast lá við. Keyptir kraftmeiri bílar. Nútíminn Og nú eru allir bílar orðnir svo KjaUarinn Benedikt Axelsson kennari kraftmiklir og fullkomnir að ef bensínið er stigið í botn er hægt að drepa sig á þremur sekúndum sléttmn. Fyrsti bíllinn sem fluttur var til landsins komst hins vegar upp í 15 km hraöa á klukkustund. Var lagt til að bannað yrði að aka á þessum ógnarhraða því að hann gæti orðið tfl þess að hræða líftór- una úr skepnum landsins, kúm og hestum. Minn fyrsti bíll hét Moskvits 55. Hann var 10 hestöfl og komst ekki upp brekkur. Til að auka kraftínn í honum var heflaö af heddinu á honum eins og það var kallað og sett í hann jeppavifta. Þá bræddi hann úr sér. Eftir þaö var ekki ekið hratt á þeirri bifreið. En nú er öldin sem sagt önnur. í nútímabílum er svo mikið af kúpít- um og knastásum og tvöfóldum flækjum og steríógræjum og þjófa- vörnum og vindskeiðum og króm- felgum og fjórhjóladrifum að það er nánast óskiljanlegt. Svo er víst líka hægt að læsa öll- um bílhurðum nú tfl dags með einu handtaki. í Moskvitsinum var ekki hægt að læsa neinni hurð, hvemig sem maður reyndi. Allt er þetta harla gott. Ef þið akið á okkur... Tækniundur nútímans eru auð- vitað ekkert slæm í sjálfu sér. Ég hef til dæmis ekkert á mótí því að menn bindi við sig bíl fullan af knastásum og kúpítum ef það er ekki gert í öðrum tílgangi en að koma sér í vinnuna eða skoða land- ið innan vega. Ef menn ætla sér hins vegar að drepa okkur hjólríð- endur með blik í auga og bros á vör gegnir öðru máli. Eg vfl því í lokin, af fenginni reynslu, benda bíleigendum á mik- ilvægt atriði á máh sem þeir hljóta að skilja. Ef þið keyrið á okkur sem hjólum er hætt viö að þiö skemmiö bílana ykkar. Benedikt Axelsson „Eg hef til dæmis ekkert á móti því að menn bindi við sig bíl fullan af knastás- um og kúpítum ef það er ekki gert 1 öðrum tilgangi en að koma sér 1 vinn- una eða skoða landið innan vega.“ Skipun i Rannsóknarráð FulHrúa at- vinnulífsvantar „Við teljum að þaö vantí menn úr at- vinnulífinu inn í Rann- sóknarráð. Rannsóknar- ráð mótar stefnuna á Sveinn Hannesson, sviði vísinda, framkvæmdastjóri tækni og ný- Samtaka iðnaðar- sköpunar og in$. er auk þess stefnumótandi varð- andi styrkveitingar úr þeim sjóð- um sem eru í vörslu ráðsins. Þess vegna þarf rödd atvinnulífsins að heyrast inni í ráðinu til að auka lflut fyrirtækja í rannsóknar- og þróunarstarfl sem allir hér á landi eru sammála um að þörf sé á. Þess vegna gerðum við athuga- semdir í umsögn um frumvarpiö um Rannsóknarráð þegar það var tíl afgreiðslu í þinginu í vor - um að atvinnulífið fengi að tilnefna fufltrúa til jaflts við menn úr há- skóla og rannsóknarstofnanir. Niöurstaðan varð sú að mennta- málanefnd Alþingis tók inn í lögin ákvæði um að við skipun í ráðið skuli ráðherra gæta þess að jafn- vægi skuli vera á mifli vísinda og tækni og að sjónarmið atvinnu- lifsins komi fram í ráðinu. Að mínu matí hefur gjörsamlega mis- tekist að halda þessu jafnvægi þegar hann tílnefhir fimm pró- fessora og þrjá menn úr rann- sóknarstofnunum í níu manna ráð. Þess vegna er það mín skoðun að það verði að breyta lögunum við fyrsta uekifæri." Skipaekkifor- ystumenn at- vinnulífs „Rannsókn- arráðið er skipað sam- kvæmt ákveðnum reglum sem lögin segja til. um. Háskól- inn tilnefnir sex, einn til- neínir há- menntamálaráö- skólinn á Ak- herra. ureyri, einn er tíinefndur af stofnunum á sviði þjóðlegra fræða og einn af vísindafélagi ís- lendinga. Úr þessum hópi vel ég þrjá. Síðan tilnefna rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna líka níu. Úr þeim hópi vel ég líka þrjá. Síðan legg ég fram tillögu um þrjá án tilnefningar fyrir ríkis- stjómina. Um jafnvægi milli vís- inda og tækni tel ég að þess hafi verið gælt. Mér sýnist misskiln- ingur ,.atvinnulífsins“ vera fólg- inn í því að þeir hafi talið að við ættum beinlínis að skipa ein- hveija i ráðið sem beinlínis væru í forystu fyrir atvinnuiífið í iand- inu. Það er ekki min túlkun á lögunum. Við erum að skipa hér í Rannsóknarráð sem fer með vís- indasjóö, tæknisjóð og bygginga- og tækjasjóð. Hinu nýja Rarm- sóknarráði er gert að tilnefha í hin svokölluðu fagráð. Þau verða býsna mörg. Þar verður leitaö til rnaima utan Rannsóknarráösins. Þá hef ég einnig ákveðið að með reglugerðarákvæði verði tryggö virk þátttaka varamanna í stjórn Rannsóknarráðs. Auk þess á eflir að tilnefha úthlutunarnefndir fyrir hina ýmsu íýóði. Þar mun ; m.a. verða leitað tfl aðila í at- vinnulíflnu. Það er því verið aö tryggja þessi sjónarmiö með miklu ákveðnari liætti en áður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.