Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 11
"¦'& MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 11 Menning Kristihn G. Haröarson á Kjarvalsstöðum og hjá Sævari Karli: Heimilishald og fordómaleysi í seinni tíð hefur myndlistín hér á landi og raunar í öllum hinum vest- ræna heimi orðið ópersónulegri og staðlaðri. Hið rökræna hefur e.tv. orðið ofan á sem tilraun til að skapa heimsmynd, koma reiðu á hlutina í heimi óreiðunnar. Sú hugmynd að listin bui yfir andlegum innri veruleika hefur vikið fyrir hug- myndinni um listina sem hhita af ytri efniskenndum veruleika. Enn- fremur hefur nýsköpunarþörf módernismans siglt hugtakinu „listin Ustarinnar vegna" í strand og skilið listamenn eftir ráðvillta á listflugvellinum með fullar töskur af farangri. Við þessar aðstæður hafa sumir farið að sundurliða far- angurinn, aðrir að smíða flugvélar, flestir þó á þann hátt að minnir fremur á burðargrind en innyfli eða sál. Til eru þó þeir listamenn sem leita einnig inn á við eða í sitt nánasta umhverfi við þessar að- stæður uppgjörs við tilgang hstar- innar. Einn shkur er Kristinn G. Harðarson, sem nú sýnir verk sín á tveimur stöðum í höfuðborginni - á Kjarvalsstöðum og í GaDeríi Sævars Karls. Ljósi varpað á hið hversdagslega Verk Kristins hafa vissulega yfir- bragð sundurliðunar og greiningar líkt og flestra listamanna um þess- ar mundir, en svið hans er mun víðfeðmara en gengur og gerist. Hann lætur berast af tilfinningu um svo óhkan vettvang eins og naívisma, fjölskyldumyndir, barnakrot, teiknimyndasögur, út- saum og rusl sem til fellur á heimil- inu. Kristinn lætur ekki fallast í þá freistni að fjöldaframleiða list í ákveðnum stíl heldur lætur hann verk sín þjóna að hluta til sama tilgangi og dagbók. Hér er þó ekki um hreinar og hráar hugdettur að ræða heldur ferh sem hefur þróast hjá listamanninnum í áranna rás og beinist ekki hvað síst að því að varpa ljósi á hið hversdagslega sem jafnframt er svo smágert og htils- vert að það sæist ekki nema það væri hafið á stall listarinnar. Að upphefja efnið Þegar Kristinn saumar út myndasögur og málar Ustilega vatnslitamyndir eftir óhstrænum og í hæsta máta hversdagslegum ljósmyndum tekur hann ekki síður mið af þeim listiðnaði sem fram- leiddur hefur verið innan eldhúsa Myndlist Ólafur J. Engilbertsson og saumaklúbba en gjaldgengri hst alþýðulistamanna og listamanna af gamla skólanum. í þessu for- dómaleysi og trausti á mátt hug- myndaflugsins til að upphefja efnið hggur fyrst og fremst styrkur Kristins sem myndlistarmanns. Uppröðun hstamannsins á m.a. dauðum flugum, sígarettustubb- um, nöglum og rykhnoðrum minnir á einhvern einkennilegan hátt á heimihshald. E.t.v. kemur endurvinnsla sorps þar inn í hug- myndatengslin, en líkt og er lenska í núhstum er reglan í fyrirrúmi. Hjá Kristni eru reglan jafnt sem óreiðan víðfeðmari og nánari en gengur og gerist. Verk hstamanns- ins hafa í senn minnkað og vinnsl- an orðið smágerðari. Nokkur eftir- sjá er í hinum margbreytilega og stórskorna lágmyndastíl sem Kristinn þróaði um nokkurra ára skeið. Myndir hans nú krefjast meiri tíma en áður og handverkið gegnir mikilvægara hlutverki, þó formið sé ekki eins grípandi. Allar vangaveltur um efni ofar inntaki Karola ScWegelmilch í Portinu Áruraðir Karola Schlegelmilch er kvikmyndagerðarmaður þótt á sýningu hennar í Portinu sé ekki að fmna neinar lifandi myndir. Engu að síður má greina að hin kvikmyndalega hugsun, svo við búum okkur til það ómyndalega orðasamband, er ekki langt undan. Ljósmyndirnar sem Karola sýnir okkur hérna eru langflestar í röðum og mörgum þeirra er þannig raðað að þær vekja í áhorfandanum tilfinningu fyrir hreyfingu - ekki fyrir hreyfingu myndefnisins, enda eru myndirnar flestar af grafkyrru lands- lagi, heldur fyrir hreyfingu myndavélarinnar eða sjónarhornsins. Sjónar- hornið er að sjálfsögðu mikilvægasti þátturinn í allri sjónrænni reynslu og þar með í reynsluveröld okkar yfirleitt. Þessu hafa margir velt fyrir sér og það væri til dæmis ekki fjarri lagi að segja að sjónarhornsfræðin hafi verið megininntakið í vestrænni hugsun, að minnsta kosti frá því Myndlist Jón Proppé að Spinoza skilgreindi manneskjuna sem eitt af sjónarhornum guðs á sjálfan sig. Miðlar nútímans byggja líka á því að mögulegt sé að endur- vekja ýmis sjónarhorn og auka þannig dýpt myndarinnar sem sett er fram. Það er auðvitað í kvikmyndinni sem þessi aðferð hefur verið full- komnuð svo að nú tekur vart nokkur lengur eftir því að sjónarhornið, sem þar er sett fram, ræður nær alfarið upplifun okkar á viðfangsefninu. Eins og hetja hefur Karola sett sér það markmið að hjálpa okkur að skilja þennan leik sjönarhornanna og líklega að átta sig betur á honum sjálf. Þetta er hverjum kvikmyndagerðarmanni auðvitað hollur lærdóm- ur, en okkur hinum ekki síður. Þetta útfærir Karola í faUegum myndum af landslagi og gróðri sem hún síðan rammar inn svo að úr verða heildir eða raðir, stundum timaraðir, stundum raðir af sjónarhornum og stund- um raðir af brotum sem sem gefa áhorfandanum heildarmynd af viðfangs- efninu. Þessu fylgir svo ágæt sýningarskrá með grein eftir Jórunni Sigurð- ardóttur sem vel er kunn af menningarumfjöllun sinni hjá útvarpinu. Sýning af þessu tagi hefur ekki sést hér áður og myndir Karolu ættu all- ir að reyna að sjá áður en hún pakkar þeim niður og flytur aftur heim til Þýskalands. Hún hefur nú dvalið hér á listamiðstöðinni í Straumi um nokkurt skeið en líklega fara heimahagarnir að toga í hana nú þegar dagarnir eru aftur farnir að styttast hér norður frá. hljóta að fara í hringi þegar fjaUað er um hst Kristins G. Harðarsonar. Einfaldlega vegna þess að list hans er það samofin lífinu sjálfu. HESTAFRÉTTIR Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast íhestamennskunni? Gerist áskrifendur! Nýtt áskriftartímabil er hafið. TÍMARIT HESTAMANNA Sími 91-685316 3ja dyra 882.000 kr. 5 dyra 932.000 kr. í tilefni 40 ára afmælis B&L höfum við fengið sendingu af Hyundai Pony með ríkulegum aukabúnaði. Því er óhætt að f ullyrða að sambærilegur bíll er vandfundinn á þessu verði. Afmælisútgáfan af Pony er með: • 1,3 lítra og 74 hestafla vél • samlæsingu • styrktarbitum í hurðum • tölvustýrðu útvarpi og segulbandi með 4 hátölurum • lituðu gleri í rúðum • samlitum stuðurum Innifalið í verði: 6 ára ryðvamarábyrgð og 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt 4 dyra 985.000 kr. HYUnöPI ...tíl framríðar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.