Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 10
10 Spumingin Hverjir vinna mjólkurbikarinn? Sveinn Aðalbergsson: KR. Estrit Þorvaldsdóttir: Stjarnan. Guðjón Ólafsson: Grindavík. Róbert Gíslason: Grindavík. Angantýr Agnarsson: KR. Aðalheiður Birgisdóttir og Didda: KR. MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 Lesendur x>v Fríverslun til austurs eða vesturs: Fáum aldrei nema annað hvort I samningum við Bandaríkin um fríverslun skiptir afstaða forsetans megin- máli. Valdimar skrifar: Á miðvikudagskvöldið í sl. viku var sýndur í Sjónvarpinu þáttur er nefndist ísland á krossgötum. Þarna var velt upp spurningum um hvort aðild íslands að NAFTA og fríversl- unarsamningur viö Bandaríkin væru raunhæfir möguleikar. - Þátt- ur þessi var í umsjón Ólafs Arnar- sonar og tókst all vel að mínu mati. Þar voru fengnir aöilar úr öllum stjómmálaflokkunum til að segja sína skoðun á málinu og svör þeirra sumra komu á óvart, svo sem þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og Önnu Ólafsdóttur Björnsson en bæði töldu að alltof lítil áhersla hefði verið af okkar hálfu að láta reyna á samn- ingsstöðu okkar við Bandaríkin í þessum efnum. Á óvart komu hins vegar viðbrögð framkvæmdastjóra Útflutningsráðs íslands að hann skyldi ekki leggja meiri áherslu en hann gerði á að flýta viðræðum við Bandaríkin um frí- verslunarsamning íslands viö þau. En það kom fram hjá fleiri en hon- um í þessum þætti að telja mikla möguleika á að ísland geti orðið nær eina landiö í heiminum sem hefði fríverslun í báðar áttir, til Evrópu og Ameríku. Þetta er náttúrlega hrein fjarstæða og sýnir enn eina ferðina hve íslenskir ráðamenn sem fjalla um verslun og viðskipti, svo og stjórnmál, hafa litla yfirsýn yfir mál sem þeir fjalla um. - Þaö er stað- reynd, sem enginn getur haggað, að annaöhvort verðum viö íslendingar Björgvin Mýrdal Þóroddsson skrifar: Ég vil beina orðum mínum til Darú- els Þorsteinssonar, og benda honum á nokkra punkta vegna bréfs hans í DV 5. ágúst sl. - Daníel byrjar á að tala um „taumlausa gróðahyggju" með því að halda „villtar útihátíðir". - Ég efast um að Daníel viti hve mik- il vinna liggur að baki þessu og oft er gróðinn lítill eða enginn. Sumir hafa einnig staðiö uppi skuldum vafnir eftir útihátiðahöld. Hann talar um að unglingar fari með áfengi í farteskinu, og fleira í þessum dúr. Því er til að svara að ekki fara allir unglingar með áfengi á útihátíðir og í ööru lagi komast unghngar ekki inn Ingibjörg Ólafsdóttir skrifar: I einu vikublaðanna í sl. viku má lesa enn eina greinina um harmleik- inn í tveimur prestaköllum höfuð- borgarsvæðisins þar sem fjallað er um ástarsamband tveggja presta og afleiðingar þess í sóknum þeirra. - Auðvitað er það harmleikur þegar tveir guðsþjónar, vígðir til embætta sinna, láta það henda sig að fara í mikilvægum atriðum út af spori sið- ferðisins án þess að gera viðeigandi ráðstafanir samhliða og víkja af starfsvettvangi. Það þarf engan að undra þótt safn- aðarfólk æthst til þess að árvekni yfirmanns presta sé með þeim hætti að hann þurfi ekki að leita eftir „bót- um“ fyrir brot sinna þjóna með því að við þeim verði tekið sem iðrandi syndurum af fyrrverandi söfnuðum. Siðanefnd Prestafélags íslands DV áskilur sér rétt til að stytta aósend lesendabréf. að sækja um beina aðild að ESB með þeim kostum og göllum sem henni fylgja eða knýja á um samninga viö Bandaríkin með það í huga að þau kaupi af okkur allar afurðir og við kaupum þaöan allt það sem við í verslanir ÁTVR þannig að áfengið hlýtur að koma frá fullorðnu fólki eða landasölumönnum sem eru yfir- leitt eldri menn. - Og hvers vegna ættu foreldrar að „skammast sín fyr- ir það sem ekki gerist“? Eða voruð þið, fuhorðna fólkið, svona stillt á ykkar yngri árum? Eða fæddust þið í kringum þrítugsaldurinn? Daníel staðhæfir að flestar útihá- tíðir, þar sem áfengi er haft um hönd, séu einar allsherjar kynlífs- og drykkjusamkomur. - Ekki veit ég hvaða óhreinu hugsanir rúmast inn- an höfuðskeljar Daníels en það er líklegast hægt að fá hjálp við því eins og flestu öðru. hlýtur aö óska eftir að fjalla um mál presta þeirra sem hér um ræðir, án þess að hún hafi þó úrskurðarvald um hvemig á máhnu verður tekið endanlega. Þar hefur æðsti yfirmað- ur kirkjunnar á íslandi lokaorðið. Þetta er þegar orðið erfitt og þrúg- andi mál fyrir prestana sem í ástar- sambandinu stóðu en ekki síður fyrir safnaðarbörnin sem verða að taka afstöðu til þessara fyrrverandi sálu- þörfnumst, frá hinu smæsta til hins stærsta. Svona einfalt er máhð. - Við verðum að velja á mihi þess að gera samning um breytt stjórnlagakerfi eða gera samning um hreina og klára fríverslun við Bandaríkin. Daníel talar um að mörg stúlkan tapi meydómi sínum og piltar svein- dómi sínum. - Ég sé ekkert athuga- vert við þetta atriði. Ef bæði eru sam- þykk og bæði tilbúin til þess er það bara fahegt. Það á ekki aö vera slæm reynsla. Danni minn, tímar frjáls- lyndis í kynferðismálum voru fyrir 10-15 árum en tímar frjálslyndis í umræðunni um kynferðismál eru núna. - Ég tel betra að ræða þessi mál heldur en að loka þau inni í sér um aldur og ævi. Það getur verið aö einhverjir fari særðir á sál og líkama en ég held að fleiri fari með ljúfar minningar frá útihátíðum. sorgara. Ég get hins vegar ekki varist því að undrast aö nokkur prestur skuh láta sér til hugar koma að æskja eft- ir endurkomu á svið þessa sjónar- spils á meðan minnsti vafi leikur á um heilindi milh hans og sóknar- barnanna. Skilnaðarmál presta, að ekki sé talað um langvinnt, leynilegt framhjáhald, verður ekki að engu eins og hendi sé veifað. qarlægjumsl Norðmenn Árni Sigurðsson hringdi: Ég sé ekki betur en að með deil- unni við Norðmenn um fiskveið- ar á verndarsvæðinu við Sval- barða séum við að fjarlægjast Norðmenn og reyndar Evrópu aha hröðum skrefum. Ekki er hægt að sjá önnur merki í þessari deilu en að okkur yröi ekki vært í nánari samvinnu viö Evrópu- þjóðimar, t.d. meö aðild að ESB. Við skulum því láta EES-samn- inginn nægja að sinni. Það er frumskilyrði að sjá hverju fram vindur í deilu okkar viö Norð- menn og biða svo úrshta at- kvæðagreiðslunnar í Noregi um aöild aö ESB. - En framvindan virðist samt nokkuð ljós. Gottaðskipta umflagg! Friðrik skrifar: Fiskiskipið Hágangur II. er á leið heim þegar þetta er skrifað. - Við höfum ætlað að færa skipin undir íslenskan fána, er haft eftir framkvæmdastjóra útgerðar skipanna. En skyldi það ekki hafa hert á ákvörðun útgerðarinnar að koma skipunum undir íslensk- an fána aö deilan við Norðmenn brann einna mest á ööru skipi útgerðarinnar? En fiflaháttur is- lenskra stjómvalda er þó enn óútskýrður að meina útgérðum aö skrá skip, sem keypt voru er- lendis á sínum tima, hér á landi. Kaupverð skipanna var lágt og stjórnvöld áttu aldrei að banna skrásetningu hér. Þeirsemstyðja Jakobsegijá Lárus listamaður hringdi: Ég er víst orðinn of seinn að skrifa nafn mitt á listann sem birtist um eindregna ánægju meö störf Jakobs Frímanns menning- arfulltrúa í London. Mér var heldur ekki sýndur listinn. Skh þó ekkert í því vegna þess að ég hef ekki farið út úr húsi í nokkr- ar vikur. Alltaf bundinn heima við listina. En m.a.o; Er allt þetta fólk sem styður Jakob svona svakalega að ráögera ferð til Lon- don, eöa hvað? Bara öh menning- armafían? Ég var einmitt að ráð- gera að skreppa th London í haust. Ég vona að þá haíi hópur- inn lokið sér af og ég y nni s vo sem eina nótt, einn dinner og romm- flösku meö. BoðieiððrReykjavík- urborgartilMadras? Einar Sigurðsson skrifar: Ég las bréf í DV sl. þriðjudag frá Stefáni Jóni Hafstein, nýráðnum borgarstarfsmanni til að kanna réttar boðleiðir innan kerfis Reykjavikurborgar. Bréfið var ákall um fjármuni og rétta boð- leiö þeirra til skóla Þóru Einars- dóttur sem starfar I Madras á Indlandi! Skyldi hér vera um að ræða prufuverkefni hins nýja verkefnisstjóra? Eða er borgar- stjórn að kanna hvort rétt boðleið th Madras geti legið um Reykja- víkurborg? Kratarhlaupa ásig Hjálmar skrifar: Alþýðuflokkurinn tekur veru- lega skakkan pól í hæðina þegar þeir hælast um vegna þess að „sumarbólan“ um haustkosning- ar hafi sprungið. Viía kratar ekki að eru að hlaupa á sig meö þess- um yfirlýsingum? Heldurforysta Aiþýðuflokks aö hún fangi hug landsmanna með þessum yfirlýs- ingum? Það mun koma í Ijós í næstu kosingum að kratar mega þakka fyrir ef flokkur þeirra fær þá nokkum þingmann kjörinn. Útihátíðir og „gróðahyggja“ Harmleikurinn í söf nuðunum Bréfritari undrast ef siðanefnd presta hefur ekki úrskurðað um það sem hann nefnir „harmleikinn i söfnuðunum".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.