Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 24
36 MANUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 Skúrir annað slagið Ólafur Skúlason biskup. Kirkjan er meira en presturinn „Ég vil vekja athygli á því að kirkjan er meira en bara prest- arnir og söfnuðurinn er meira en ákveðinn hópur, jafnvel þótt hluti hans sé í sóknarnefnd. Ef menn ekki una við sóknarprestinn sinn geta þeir leitað til hvaða prests sem er og sótt kirkju hvar sem er,“ segir Ólafur Skúlason biskup í DV. Óneitanlega skrítin staða „Ég hef ekki ákveðið hvað gerist komi Solveig til starfa nú í sept- ember. Ég neita því hvorki né játa aö ég muni segja af mér en staðan, sem upp kæmi, yrði óneit- Ummæli anlega skrýtin," segir Haukur Björnsson, formaður sóknar- nefndar Seltjamarneskirkju, í DV. Með Biblíuna undir hend- inni „Við erum með Biblíuna undir hendinni og viljum hafa það þannig að þetta sé gert í krafti Krists og af kærleika til fólksins. Allar þessar hægri og vinstri kreddur eru bara ekki með í okk- ar dæmi. Fólk er alltof fast í þess- um pólitísku kreddum sem að mínu mati hafa engin gildi," segir Árni Björn Guðjónsson, sem boð- ar stofnun kristilegs stjórnmála- flokks, í Pressunni. Verðum að standa saman „Menn verða í ljósi nýjustu tíð- inda að mynda samstöðu til að standa fjárhagslega með þeirri útgerð sem hugsanlega lendir í þeirri stöðu að skip hennar verði fært til hafnar í Noregi á grund- velli þessarar nýju tilskipunar Norðmanna," segir Friðrik Guð- mundsson útgerðarmaður í DV. Stjórnvöld hafa verið of lin „Menn eru óhressir með það hversu lin íslensk stjórnvöld hafa verið í þessum málum. Þaö er greinilegt að Norðmennirnir eru að spila inn á þennan veikleika. Mér virðist sem Norðmennirnir hafi íslensk stjórnvöld í vasan- um,“ segir Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri á Hágangi II., í DV. Nýi foringinn „Hvílík var ekki undrun manna þegar Bjöm Bjamason lýsti því yfir um daginn að íslendinga skorti rök til að ganga í fyrir- heitna Evrópusamfélagið. For- mannsefnið nýja stillti sér þannig upp með helstu mótmælendum Sjálfstæðisflokksins í Evrópu af djörfung og gerði þá Guðmund H. og Eykon aö leiðtogum lífs síns ásamt Hjörleifi að sjálfsögðu," skrifar Ásgeir Hannes Eiríksson í Tímanum. Heyrsthefur: Þeir þekkja hvorn annan. Rétt væri: Þeir þekkja hvor Gætum tungunnar annan. Oft færi best: Þeir þekkj- ast, Bendum hörnum á þetta. Suðlæg átt, gola eða kaldi verður í dag. Dálítil rigning víða um land fram eftir morgni en styttir svo upp Veðrið í dag og léttir heldur til um norðanvert landið en sunnan til verður súld eða dálitlar skúrir annað slagið. Hiti 10-20 stig, hlýjast í innsveitum norð- austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan gola og súld eða dálitlar skúrir með köflum. Hiti 10-15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.45 Sólarupprás á morgun: 4.16 Síðdegisflóð í Reykjavík 1.16 Árdegisflóð á morgun: 1.16 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri úrkoma í grennd 10 Akurnes rigning og • súld 11 Bolungarvík rigning 10 Bergstaðir skýjað 11 Egilsstaðir léttskýjað 12 Keíla víkurílugvöllur hálfskýjað 9 Kirkjubæjarklaustur þokaí grennd 10 Raufarhöfn rigning 9 Reykjavik skúr 10 Stórhöfði þokumóða 10 Bergen léttskýjað 11 Helsinki skýjað 15 Stokkhólmur skýjað 15 Barcelona skýjað 20 Berlin rigning 13 Feneyjar hálfskýjað 19 Frankfurt léttskýjað 11 Glasgow skýjað 9 Hamborg skúrásíð. klst. 13 London skýjað 11 Lúxemborg léttskýjað 11 Nice léttskýjað 22 Róm heiðskírt 25 Vín léttskýjað 16 Washington alskýjað 22 Winnipeg heiðskirt 12 Þrándheimur skýjað 11 Heimild: Almanak Háskólans „Ég er búinn að vera á sjónum síðan 1978 og nánast alla mína tið veriö hér á Dalvík. Það var svo í apríl síðastliðnum sem ég réð mig sem stýrimann á Hágangi n. en hef ekki farið nema tvo túra með bátn- um,“ segir Anton Ingvason, stýri- maður á Hágangi n., en hann hefur Maður dagsins mikið verið í fréttum, bæöi hér heima og i Noregi, sem maðurinn sem skaut að strandgæsluskipi Norégs, eihs ög Norðménn vilja túlka það. Sjálfur segist hann hafa skotið púðurskoti upp í loflið. Þannig hófst mikil orrahríð milli islenskra og norskra stjórnvalda sem ekki er séð fyrir endann á. Aðspurður sagði Anton að hann hefði farið síðastliðið haust á þetta svæði en þá var hann á Blika frá Dalvík. „Ég er búinn aö fara þama oftar en einu sinni og það er eftir Anton Ingvason. miklum afla að slægjast og ég tel það sjálfsagðan hlut fyrir okkur Islendinga að nýta okkúr þetta svæði. Veiðin þarna getur bjargað útgerðinni og meðan ekki er á hreinu með yfirráö Norðmanna á aö halda þessu áfram. Við verðum að reyna að bjarga okkur og gerum það best með því að sækja afla á þessi miö.“ Anton byrjaði á sjó sautján ára gamall og hefur stýrimannspróf. „Ég hóf nám 1981, fyrst hér á Ðal- vík en síðar i Stýrimannaskólanum i Reykjavík." Anton sagðist vera að fara austur á Vopnaflörð fljót- lega. „Við leggjum úr höfn á mánu- dagskvöld og ég verð væntanlega á sjónum þar til ég fer til Noregs en þangaö verð ég að vera kominn fyrir 1. nóvember. Ég reikna með að réttarhöldin taki ekki langan tíma og að ég komi því fljótlega heim. En ég get alveg hugsaö mér að fara í skoðunarferð um Noreg í leiðinni.“ Anton er ólofaður og hans helsta áhugamál þessa dagana er að byggja upp sumarbústað sem hann á í grennd við bæinn. Svo sagðist hann fylgjast vel meö íþróttum. Myndgátan Eltir skinn Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. stúlkur mætast Nú er lokið Evrópumótinu í frjálsum iþróttum og rólegt á þeim vígstöðvum á næstunni og eins og oftast er lítið um að vera í íþróttum hér á landi á mánudög- íþróttir um. Margir knattspyrnuleikir eru að vísu í yngri flokkunum, eins og alla daga vikunnar, og einn leikur er í 1. deild kvenna en keppnin er að komast á loka- stig þar eins og í öðrum flokkum. Á Akranesi leikur ÍA við KR. Breiðabliksstúlkur eru nú í efsta sæti deiladinnar en KR fylgir fast á eftir. ÍA er einnig í efri hluta deildarinnar og þaö má því búast; við spennandi viðureign. Þá er einn leikur í 2. deild kvenna; Tindatóll leikur gegn ÍBA. Skák Anand fór illa að ráöi sínu í áskorenda- einvíginu við Kamsky - hafði tveimur betur eftir fimm skákir en tapaði að lok- um eftir bráðabana. Seinni skák bráðabanans var aðeins 17 leikir. Kamsky hafði hvítt: 1. d4 Rf6 2. RÍ3 c5 3. c3 g6 4. Bg5 Db6 5. Db3 Re4 6. Bf4 Rc6 7. d5 Rd8 8. Rbd2 Rf6 9. e4 d6 10. Bb5+ Bd7 11. a4 Dc7 12. 0-0 Bg7 13. e5 Rh5 14. exd6 exd6 og nú gerði Kamsky skjótt út um taflið: 8 7 6 5 4 3 2 1 15. Hfel + Kf8 16. Bxd7 Hótar máti á e8. 16. - Dxd7 17. Db5! og Anand gafst upp. Drottningin má ekki víkja vegna mátsins á e8 og ef 17. - Dxb5 leikur hvítur fyrst 18. Bxd6+ áður en hann endurheimtir drottninguna og svarta taflið hrynur. Jón L. Árnason X ig A iti íii A A i A A 4l ■■ & A A A ABCDEFGH Bridge Norski unglingalandsliðsmaðurinn Jorn Asehd lenti í þremur gröndum í suður í þessu spili á síðasta Evrópumóti yngri spilara í bridge sem fram fór í sumar í HoUandi. Samningurinn er vægast sagt ekki gæfulegur því fimm tíglar er mun betri úttekt á spilin. Fljótt á Utið ávörnin 5 slagi, ftóra á hjarta og spaðaás. ÚtspiUð gegn þremur gröndum var þó hagstætt í upphafi fyrir sagnhafa. Vestur spUaði út spaðatíu, þar sem í ljós haföi komið í sögnum aö austur átti spaðalengd. Aust- ur hleypti spaðatíu vesturs yfír tU sagn- hafa: ♦ -- ¥ 8 ♦ ÁD85432 * KDG107 * ÁG9654 ¥ K96 * 109 * 86 V IU/ ¥ ÁDG3 ♦ KG6 -L. QC/io * KD832 ¥ 107542 ♦ 7 Á3 Sagnhafi henti tígU í blindum í spaðann og drap slaginn á drottningu. Næst var tíguldrottningunni svínað og þegar það heppnaðist voru 8 slagir mættir en sá níundi virtist ekki sjáanlegur. En ÁseUd leist ekki á að reyna að fría tígulinn því það hefði eflaust einfaldað vörnina mjög fyrir andstæðingana. í tilfeUum sem þessum er oft sterkur leikm- að spUa Utn- um þar sem veikleikinn er, þvi í mörgum tilfeUum ruglar það andstöðuna í ríminu. Harm ákvað því að reyna að afvegaleiða vömina með því að spUa næst hjartaáttu úr blindum. Austur setti niuna og sagn- hafi tíuna. Vestur drap á drottningu, spU- aði spaðasjöunni, austur drap á ás, spU- aði meiri spaða og aUt í einu voru 9 slag- ir mættir. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.