Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Rétt viðbrögð Ríkisstjómin hefur undir forystu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra brugðist hart við aðgerðum norskra stjómvalda vegna deilunnar um veiðar við Svalbarða. Ráðherramir vom seinir til taks þegar fréttir bámst af átökum Hágangsmanna og norsku strandgæslunnar. Létu það nánast afskiptalaust. En ríkisstjómin hefur átt- að sig á því að hér em engar einkaerjur á ferð. Hér er tekist á um þjóðarrétt og hagsmuni íslenskra ríkisborg- ara og viðbrögð Davíðs Oddssonar við ófyrirleitinni reglugerðarbreytingu Norðmanna vom sterk og skyn- samleg. Forsætisráðherra skaut föstum skotum að norsk- um stjómvöldum og þeir gera sér vonandi grein fyrir því að íslendingar verða ekki kúgaðir til neinnar hlýðni við sjálftöku Norðmanna. Forsætisráðherra segir að ekkert gagn og enginn áhugi sé að því að setjast að samningaborði meðan norsk stjóm- völd leiki stríðshetjur í Barentshafi. Þar er hann að svara Gro Harlem Brundtland sem sendir okkur tóninn af htl- um smekk. íslensk stjómvöld skilja og meta þá viðleitni Norð- manna að vemda fiskistofnana á þessum miðum. En ís- lendingar sætta sig að sjálfsögðu ekki við að vera einir útilokaðir frá eðlilegum og leyfilegum veiðum og íslenska þjóðin er einhuga um að hvorki Norðmenn né aðrir kom- ist upp með óbilgirni í okkar garð. Hvorki íslensk stjómvöld né heldur íslenskir sjómenn vilja stríðsástand á miðum úti. íslendingar hafa ekki áhuga á iUdeilum við frændþjóð sína Norðmenn. Engin bönd em sterkari né nánari heldur en milli Norðmanna og íslendinga, að minnsta kosti að því er íslendinga varð- ar. Þar af leiðandi væri það bæði fáránlegt og fjarstæðu- kennt að sú deila sem nú er risin um veiðiréttindi í Bar- entshafinu leiði til varanlegrar óvildar og magnist meir en orðið er. Það hlýtur því að vera sameiginlegur vilji beggja þjóð- anna að menn forðist átök og vopnaskak, láti öldur lægja og nái síðan lendingu með samningum eða dómum. Til að það geti orðið þurfa íslensk skip að láta af ögrunum og norsk stjómvöld að sitja á strák sínum, hvað svo sem einhliða reglugerðum og norskum lögum líður. Mannslíf geta verið í hættu ef Hágangsmálið endurtekur sig og þá verður ekki aftur snúið. Þá geta menn misst atburða- rásina úr höndum sér. íslendingar vilja engir sjóræningjar vera. Það mega og eiga Norðmenn að vita. Farsælasta lausnin er auðvit- að sú að Norðmenn falhst á einhvem veiðikvóta til ís- lenskra skipa á umræddu svæði og sameiginlega leiði deiluaðilar mál sín til lykta hjá alþjóðlegum dómstólum að öðm leyti. Það er sú stefha sem íslenska ríkisstjómin hyggst taka og hún er sú eina rétta. Fiskveiðar em okkur aht. Það lærðu Bretar í fyrri þorskastríðum og vemdarstefna íslendinga hefur áunnið sér rétt og viðurkenningu. Norðmönnum ætti og að vera það ljóst, jafnvel enn betur en öðrum þjóðum. Þess vegna væri það óskiljanleg afstaða af þeirra hálfu ef þeir skeha skoheyrum við sjósókn íslendinga á norðlægum og nær- tækum miðum og virða hagsmuni okkar og lífsafkomu einskis. Hér em það ekki einasta lagaleg og þjóðréttarleg rök sem hta ber til heldur sömuleiðis og ekki síður sið- ferðileg og tilfinningaleg. Það hljóta Norðmenn að skilja og viðurkenna í ljósi þeirrar stöðu sem norski sjávarút- vegurinn er í gagnvart Evrópusambandinu. Skhaboðin em þessi: Látum ekki tilfinningar hlaupa með okkur í gönur. Aht kann sá sem bíða kann. Ehert B. Schram MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 „Hugsum okkur lækni sem vanrækir eigin simenntun," segir Jón m.a. í grein sinni. Símenntun er óumflýjanleg í ágætri kjallaragrein gerði Guð- mundur G. Þórarinsson þvi nýver- ið skóna aö kominn væri tími til aö gera formlegar kröfur um skyldubundna sírirka símenntun. Að menntastofnanir ættu að fara aö hugleiða að ábyrgjast „afurðir" sínar fyrir lífstíð rétt eins og gert er með sumar vörur. Hér eru á ferðinni hugmyndir sem að mínu viti ber að styðja og kynda undir. Og símenntun á ört vaxandi fylgi að fagna um allt þjóðfélagið svo að byrinn ætti að vera góður. Eykur sveigjanleika vinnuafls Núverandi kerfi þjóðfélagsins, sem flytur þekkingu frá einni kyn- slóð til annarrar, þ.e. menntakerf- ið, byggist aö mestu á því að kenna fólki á ungum aldri og í eitt skipti fyrir öU það sem þaö þarf að kunna til að lifa og starfa. Upphafleg út- færsla þessa kerfis er fyrir löngu orðin of takmörkuð og úrelt. Þetta sannar m.a. öll sú starfsemi sem hafin hefur verið líkt og til að „lappa upp á“ upprunalega kerfið, þ.e. hvers kyns endur- og símennt- un. Hraðar breytingar á tækni, vöxt- ur þekkingar og síharönandi og óvægin samkeppni eru þættir í umhverfi okkar sem gera atvinnu- tengda símenntun algerlega óhjá- kvæmilega. Breytingar á vixrnu- markaði valda því aö hver og einn getur átt von á því að þurfa að skipta um störf oft á æviferii sín- um. Undir þetta þarf fólk aö vera búiö. Ein meginlausnin er sú að hver og einn búi yfir þekkingu, viðhorf- um og vinnusiöum sem gerir hon- um auðvelt að breyta dl. Veigamik- ill hluti þessarar þekkingar er þess eðhs að hann hefur almennt nota- KjáUarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans gildi, þ.e. kemur að gagni í fjöl- mörgum störfum. Eykur þannig sveigjanleika vinnuaflsins án þess að tekin sé áhætta af þröngri sér- hæfmgu sem óvíst er að komi að gagni þegar til kastanna kemur. ðflun shkrar þekkingar er því fremur trygg fjárfesting sem ekki fylgir nein teljandi áhætta. Hér er því á feröinni eitt kjörið meginvið- fangsefni símenntunar. Vandi sérfræðinga í dag er iðulega tekið aht of seint á þekkingaröflun. Dæmi um þetta er t.d. þegar reynt er að endurhæfa atvinnulaust fólk til nýrra starfa. Viðleitni af þessu tagi er góð og gild. Betra væri þó aö búið væri að afla nýrrar þekkingar í tæka tíð og áður en til atvinnuleysis kemur. Veigamikil rök í þessu sambandi er að nám og þjálfun er tímafrekt verk. Annars konar vandi sem leysa þarf er vandi hvers kyns sérfræð- inga sem fylgjast misvel með á fag- sviðum sínum meðan þekking vex hröðum skrefum. Hugsun okkur lækni sem vanrækir eigin símennt- un svo að sjúklingar hans fara á mis viö nýjar og árangursríkar lækningar árum ef ekki áratugum saman. Ehegar tæknimann sem notar gamaldags, lélegar eða dýrar lausnir og veldur þeim sem hann vinnur fyrir óþörfum kostnaði. Hver ber ábyrgð á því í dag ef „fuh- menntað" fólk fylgist iha með í greinum sínum? Er það yfirleitt nokkur? Allar vangaveltur af þessu tagi leiða að einni niðurstöðu og hún er sú að tryggja þarf með einhverj- um öruggum hætti aö hver og einn sinni atvinnutengdri símenntun og þjálfun án afláts allt lífið. Jón Erlendsson „Breytingar á vinnumarkaði valda því að hver og einn getur átt von á því að þurfa að skipta um störf oft á æviferli sínum. Undir þetta þarf fólk að vera búið.“ Skoðanir armarra Kominn tími á Kvennalistann? „Nú hefur það gerst, sem hinar eldri forystukon- ur óttuðust, að í kjölfar sigurs Reykjavíkurhstans magnast nú kröfur um sameinað framboð til lands- stjórnarinnar einnig... Kvennahstinn er því í mikl- um vanda staddur. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt, að ekki verði af sameiginlegu framboði nema Kvennahstinn verði með. En hverfi Kvennalistinn inn í sameiginlegt framboð bæði í borginni og á landsvísu er jafnljóst, að hann hættir að vera th sem Stjórnmálaafl." Úr forystugrein Alþbi. 12. ágúst. Engin einhliða lausn Norðmanna „Sú krafa Norðmanna að fara með yfirráðarétt á Svalbarðasvæðinu byggist á túlkun þeirra sjálfra á Svalbarðasamkomulagjnu (sem íslendingar eiga nú aðhd að) og eigin yfirlýsingu um fiskvemdar- svæöi þar... Því ber að útkljá það mál annaðhvort með samningum eða fyrir dómstólum. Það er engin lausn að Norðmenn reyni einhhða að breyta reglum um veiðar á Svalbarðasvæöinu þannig aö þær úti- loki eitt aðhdarrikja Svalbarðasamkomulagsins." Úr forystugrein Mbl. 11. ágúst. Sameiningartilraun? „Það hefur ahtaf tekist vel í upphafi að fara á svig við flokkakerfið og boða „eitthvað nýtt“... Áherslur eru vissulega mismunandi, og fremur er þörf á að ná saman um deiluefni en að skerpa hnurn- ar, eins og sumir stjórnmálamenn virðast vhja. Eftir stendur eiginlega þaö eitt, að með sameiginlegu framboði eigi að klekkja á Sjálfstæðisflokknum eða kannski einkum Davíð Oddssyni, og þótt einhverjum þyki það fahega hugsað, þá er margt mikhvægara í íslenskum stjómmálum en að einangra Sjálfstæðis- flokkinn." Úr forystugrein Tímans 12. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.