Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 Fréttir Svalbaröadeilan: Norðmenn sagðir tilbúnir til viðræðna í nóvember þegar kosningamar um inngöngu Noregs 1ESB eru afstaðnar Samkvæmt heimildum, sem DV telur áreiöanlegar, hafa norsk stjóm- völd látið það leka eftir krókaleiðum til íslenskra stjómvalda að þau séu tilbúin til viðræðna við íslendinga í nóvember, aö loknum kosningum um inngöngu Noregs í ESB. Sömu heimildir herma að einmitt vegna þessa séu ráðherrar okkar jafn stiltir og rólegir vegna deilunnar sem raun ber vitni. í dag munu þeir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra ræða við útgerðarmenn og stjóm LÍÚ norður á Akureyri. Nær öruggt er talið að þeir muni ekki leggja til ein- hverja eina leið í málinu. Þeir munu benda á þá kosti sem við eigum í málinu. Helstur kostimir sem við eigum í raun em aðeins þrír. I fyrsta lagi óbreytt ástand. Togaramir veiði í Smugunni og eitt aðstoðarskip verði hjá þeim á miðunum. Það sé í valdi útgerðarmanna hvort þeir taki þá áhættu að láta skipin veiða við Sval- barða. í öðm lagi að farið verði út í hörku og veiðar við Svalbarða og að deilunni yerði vísað til Alþjóðadóm- stólsins. í þriöja lagi, og það er sú leiS sem ríkisstjómin vill fara, að bíða fram í nóvember og hefja þá samningaviðræður við Norðmenn. Nú em um 50 íslenskir togarar að veiðum í Smugunni en þar er nú ördeyða. Áhafnir þeirra hafa sent íslenskum stjómvöldum skeyti þar sem sjómenn krefjast aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Tahð er mjög hæpið að sjómennirnir sætti sig við að bíða fram í nóvember eftir að samningaviðræður hefjist. Ekki er heldur talið vist að alhr útgerðar- menn sætti sig við þessa diplómat- ísku óskaleið ríkisstjórnarinnar. Það er því afar hæpið að ráöherramir komi með nokkra lausn inn á fund- inn í dag. - sjá einnig bls. 7 Svaríborgarráði: Óeðlilegt að borganritari hafi pólitíska forystu Á borgarráðsfundi nýlega var lagt fram svar við fyrirspurn sjálfstæðismanna um það hver sé staðgengill borgarstjóra í leyfi og hvort borgarstjóri og aðstoðar- maður hennar haíi sent inn skrif- lega tilkynningu til starfsmanna- halds borgarinnar um launalaust leyfi meðan þær voru í sumar- leyfi dagana 8.-19. ágúst. I svari við fyrirspurn um staö- gengil borgarstjóra kemur fram að samkvæmt samþykktum borgarstjómar geti borgarritari gegnt störfum borgarstjóra ífjar- vem hennar en óeðhlegt sé aö borgarritari gegni póhtiskri for- ystu í borgarstjóm Reykjavikur. Þá kemur fram að borgarstjóri eigi væntanlega sama oriofsrétt og fyrirrennarar hennar í starfi. Árið 1993 hafi verið ákveðið að greiða borgarstjóra orlofslaun miðað við að ekkert orlof hafi verið tekið þar eð borgarstjóri geti ekki tekið orlof með sama hætti og aðrir launþegar borgar- innar. Aðstoðarmaður borgar- stjóra hefur sama orlofsrétt og aðrir opinberir starfsmenn. „Aðsóknin það sem af er svarar væntingum okkar en hingað komu um helgina um 4 þúsund gestir," segir Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, alþingismaður og bóndi i Eyjafjarðarsveit. Á myndinni sjást þrír af aðstandendum sýningar- innar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Kristín Brynjarsdóttir, kona hans, og Vaka Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar. DV-mynd gk Stuttar fréttir Formaður endurkjörinn Guðmundur Lárusson var í gær endurkjörinn formaður Lands- sambands kúabænda þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar ura að hann gæfi ekki kost á sér. Haföminn gjaldþrota Hafórnin á Akranesi var í vik- unni tekinn til gjaldþrotaskipta. Mbl. segir mánaðarlegt tap í lokin hafa verið 10 milljónir. Umþóttunartimi liðinn Umþóttunartiminn sem Sam- keppnisráö gaf sér til að úrskuröa um hvort bankar og sparisjóðir hefðu haft samráð um gjaldtöku á þjónustu er liðinn. Sjónvarpið hafði þetta eftir formanni Neyt- endafélags Reykjavíkur. Ónýtttækifæri Kúabændur telja að afurða- stöðvar haft ekki nýtt sér mörg tækifæri th hagræðingar. Þetta kom fram á aðalfundi kúabænda sem lauk í gær. Skiptar skoðank í Noregi Ríflega 28% Norðmanna vilja heimila íslendingum veiðar við Svalbarða en tæplega 72 prósent eru andvígir því. Þetta er niður- staöa könnunar sem TV 2 í Nor- egi gerði í gærkvöldi. Stöðug fjárútlát 48 ára gamals manns vegna hjónabands hans og tælenskrar konu: Konan hef ur féflett mig - segir maðurinn sem ekki hefur séð konuna 1 tvö ár „Það er greinilegt að konan hefur féflett mig. Ég hef greitt umtals- verðar fjárhæðir til hennar en varla séð hana síðan við giftum okkur. Hún talaði strax um að gift- ast mér en ég vildi bíða og sjá til. Þann stutta tíma sem við vorum saman eftir að viö giftumst vildi hún vera ein, það var hreinlega eins og við værum ekki gift. Mitt ráð til þeirra sem eru að fara til Tælands eöa Filippseyja í konuleit er að vara sig á konunum, sérstak- lega þegar peningar eru annars vegar,“ sagði Hreiðar B. Hreiðars- son, 48 ára gamall bifreiðastjóri úr Reykjavík, við DV. Upp er komið sérstakt hjúskapar- mál þar sem Hreiðar segir tæ- lenska eiginkonu sína hafa reynt að hafa af sér fé og eignir og í því augnamiði gifst sér með blekking- um. Hreiðar vildi ekki segja hve mikla peninga hann hefði látið af hendi rakna en ljóst er að hann hefur látið umtalsvert fé af hendi til konunnar og þarfa hennar og fjölskyldu hennar. Hún hefur ekki sést hér á landi sl. tvö ár og ekki er vitað hvar hún er niðurkomin. Þaö er Róbert Árai Hreiðarsson hæstaréttarlögmaður sem hefur, fyrir hönd Hreiðars B. Hreiðars- sonar, höfðað mál gegn Wan Ekn- arin, eiginkonu Hreiðars. Er þess krafist að Wan verði dæmd til að þola ógildingu á 3. grein kaupmála sem þau hjón gerðu með sér 25. júní 1991. Greinin hljóðar svo: Komi til skilnaðar milli okkar skv. ósk mannsins skal htið svo á að kaupmáli þessi sé fahinn úr gildi og fer þá um skipti mhh okkar skv. lögum.“ Þetta þýðir að fari Hreiöar fram á skhnað, sem kæmi fáum á óvart eins og mál standa, fær hún helming eignanna. Vildi breyta kaupmálanum Forsaga þessa máls er að Hreiðar og Won hittust stuttlega í Tælandi sumarið 1990. Var afráðið veturinn eftir aö Wan kæmi hingað til lands og þau hæfu sambúð. Hún kom svo í júní 1991 og gerði fljótlega aö skil- yrði fyrir áframhaldandi sambúð að þau gengju í hjónaband. Féhst Hreiðar á það en taldi þá rétt og eðhlegt að þau gerðu með sér kaup- mála þar eð hann ætti þriggja her- bergja íbúð og nýlegan bíl fyrir og engin reynsla væri komin á sam- band þeirra. Féllst hún á það en daginn fyrir brúðkaupið var komið annað hljóð í strokkinn. Vísaði Wan þá til siðferðhegra skyldna Hreiðars gagnvart sér en hún væri félaus, þekkti engan hér og væri fjarri öllum ættingjum. Segir í greinargerð lögmanns að með for- tölum hafi Won tekist að véla Hreiðar til að setja fyrmefnt ákvæði inn í kaupmálann. Dýr ferðalög Strax í september sagðist Won þurfa að fara til Tælands vegna fjölskyldumála og fékk hún farseðh og farareyri frá Hreiðari. Dvaldi hún í Tælandi fram í febrúar 1992 og fékk þráfaldlega senda til sín peninga frá Hreiöari samkvæmt beiðni. í febrúar tók hún dóttur sína með sér th íslands og greiddi Hreiðar fargjaldið. Vhdi Won að dóttir hennar færi th náms í Eng- landi og fór svo að Hreiðar greiddi það sem th þurfti. Won fór með dóttur sinni. Haustið eftir að hún fór hafði hún samband og sagðist þurfa að fara th Tælands á ný vegna veikinda í fjölskyldunni. Fékk Hreiðar henni farareyri. Síð- an hefur hún ekki komið til íslands og ekki er vitað með vissu hvar hún er niðurkomin. Hreiðar segist hafa verið varaður við af tælenskri konu hér á landi en ákvað að láta reyna á samband þeirra Wan. Hann er ekki reynslu- laus af samskiptum við tælenskar konur því að fyrir nokkrum árum flutti hann hingað konu en ekkert varð úr sambúö þeirra. Sú kona býr nú hér á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.