Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 Fréttir Landskjörnir ' þingmenn Kjördæmakjörnir þingmenn Fjöldi kjósenda voriö 1991 Kjördæmaskiptingin og vægi atkvæða W-' - ■ » \ - 1 flakkari M 5 | 6.576 '>" Vestfirðír \ T" [ I V Misvægi atkvæöa í kosningunum 1991 og leiöir til úrbóta samkvæmt hugmyndum nefndar á vegum forsætisráðherra á|Jl m 5 19-889 Vesturfand' 44.387 Norðurl. v. Atkvæöavægi miöaö viö Vestf. (Vestfiröir án flakkara = 100%) 7.160 Austurland Reykjavík Reykjanes Suðurland Hugmynd A: Jafna má atkvæöavægi landsmanna án þess aö breyta núverandi kjördæmaskipan, til dæmis meö því aö fækka þingmönnum um einn í hverju kjördæmi úr 63 í 54 og útrýma "flakkaranum". Reyk- víkingur Vest- Hugmynd B: Jafna má atkvæöavægi landsmanna meö því aö fjölga kjördæmum í 11 og fækka þingmönnum úr 63 í 53. Reykjavík yröi þá skipt í 3 kjörd. og Reykjanes í 2. Úr hverju kjörd. kæmu 3 þingm. og aö auki yröu 20 þingm. landskjörnir 13.968 Reyk- nesingur Vest- Atkvæöavægi Vestfiröings: 3,1 Atkvæöavægi Reykvíkings: 1 Núverandi misvægi atkvæða Hugmynd C: Nánast fullkomna jöfnun atkvæöavægis má ná meö því aö gera landiö aö einu kjörd. Vmsar leiöir eru færar til aö tryggja valfrelsi kjósenda milli einstakra frambjóöenda á listum. Kjósendum væri í sjálfsvald sett hvort þeir kjósa lista í heild eöa einstaka frambjóöendur. Fækkun þingmanna er ekki nauösynleg. Aörir landsmenn Vest- firðingur DV í dag mælir Dagfari Kraftaverkamaðurinn Það var sannarlega kominn tími til að íslendingar fengju kraftaverka- mann í heimsókn. Benny Hinn, sérlegur sendimaöur Guðs, var mikill aufúsugestur hér á landi. Þar er vanur og reyndur krafta- verkamaður á ferð og er í beinu sambandi við himnaríki og þótt tengingin sé þráðlaus að ofan er hún svo sterk að ein snerting af hálfu Benny dugar fyrir venjulega veikt fólk. FOadelfíusöfnuöimn stóð fyrir þessari heimsókn. Þeir í Fíladelfíu eru mikhr áhugamenn um krafta- verk en hafa ekki haft erindi sem erindi á vakningarsamkundum sínum og ákváðu þess vegna aö bjóða hinum bandaríska predikara tU landsins til að hafa sýnikennslu í kraftaverkum. Það tókst vonum framar. Þúsundir manna sóttu samkomuna og mikill fjöldi þurfti frá að hverfa. Þama vom aðallega mættir heittrúaðir og sannkristnir en þeir sem ekki vora sannfærðir í trú sinni við komuna höíðu allir kristnast við brottförina. Hvers vegna? Jú, Benny Hinn gerði það sem þjóðkirkjunni hefur ekki tekist í öUu sinu bæna- og messuhaldi, hann talaði sig inn í hjörtu viðstaddra og flutti boðskap Krists af slíkri innlifun að fólk var gagntekið. Og svo kom rúsínan í pylsuendanum. Kraftaverkin! Maður var sárlasinn í hnjánum og hafði pantað uppskurð. Hann mætti og Benni snart og maðurinn gekk alheill út. Bingó! Kona mætti og studdist við hækjur. Benny Hinn bað fyrir henni og það var eins óg við manninn mælt: Konan gekk ein og óstudd út í kvöldskinið. Ekkert mál. Algóður Guð ásamt með Jesú Kristi og Benny Hinn sáu til þess að sjúkir og þjáðir gengju heU- brigðir út og í rauninni var það eina vandamáUð á þessari vakn- ingarsamkomu aö færri komust að en vildu. Manni er sagt að mikil örtröð hafi skapast við senuna þar sem sendiboöi Guðs var tU staðar og hafi þurft að bægja fólki frá kraftaverkunum til að komast hjá algjöru öngþveiti. Annars hefðu allir læknast og það er synd að ekki skyldu fleiri í þjóðfélaginu átta sig á þýðingu þessa fundar. Til dæmis ráöamenn- imir og ráðherramir sem eru með krónisk vandamál á herðunum og ef Benny Hinn getur læknað minni háttar holdleg veikindi, yrði hon- um sjálfsagt ekki skotaskuld úr því að leysa veraldleg vandamál á borð viö fjárlagahalla og atvinnuleysi. Hann gæti snortið atvinnuleysingj- ann og sagt hókus, pókus, og at- vinnan væri í höfn. Eða þá fjár- málaráðherra. Ef Friðrik Sophus- son hefði mætt á vakningarsam- komunni með fjárlögin undir hend- inni heföi kraftaverkamaðurinn eflaust gert honum þann greiða að breyta hallanum í gróða. Svo ekki sé talað um ef hann hefði fengið prósentur fyrir. Kraftaverkamenn á borð við Benny Hinn eru nefni- lega á prósentum sem eölilegt er því aö menn framkvæma ekki kraftaverk ókeypis. Hafnfirðingar vom heppnir að kraftaverkasamkoman skyldi hafa farið fram í Kaplakrikanum. Áhrifa af komu Benny Hinn mun gæta um langa framtíð og FH-ingar munu njóta góðs af því í sínu íþróttahúsi og andstæðingar þeirra verða ekki sæhr af því hlutskipti aö kljást bæði við heimamenn og kraftaverkaandann sem hlýtur að svífa þar yfir vötnunum löngu eftir að Hinn er farinn heim. Þannig munu kraftaverkin skipta sköpum fyrir trúarlífið í landinu, íþróttalífiö, stjórnmálin og ekki síst heilbrigðiskerfið sem hlýtur að spara ómældar upphæðir á því að kraftaverkamenn leysa læknavís- indin af hólmi. Guði sé lof og dýrð fyrir slíka handleiðslu. Biskupinn yfir íslandi á ekki að vera agnúast út í þessa billegu þjónustu frá Hinn, hvað þá landlæknir eða aðrir talsmenn ver- aldlegra vísinda. Þessir menn eiga að þakka fyrir sérlega sendiboða af himnum ofan og allar þær snert- ingar og fyrirbænir slíkra milli- göngumanna sem lækna örkuml og líkamskvilla á svipstundu. • Hér höfum við verið að beijast við mannleg vandamál og höfum her manns í því að leysa þau þegar það eitt dugar að fá hingað krafta- verkamann til að biðjast fyrir! Af hverju kom hann ekki fyrr? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.