Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 Stuttar fréttir Utlönd Endurheimta land ísraelsmenn byrjuöu í gær að afhenda Palestínumönnum land- svæði á Vesturbakkanum í sam- ræmi viö samkomulag sem náðist í síðasta mánuði. Vopnahlé væntanlegt Orðrómur er uppi um aö IRA skæruliðar muni leggja niöur vopn og semjí um vopnahlé við Bresku stjórnjna. Mannskæður fellibylur Fellibylur í Kína hefur kostaö yfír 1.000 manns lífið, 100.000 hafa misst heimili sín og 2 milljónir manna eru einangraöar vegna flóða. Fleiri fangelsi Nelson Mandela heim- sótti Polls- mour-fangelsið i S-Afriku í gær, þar sem hann var fangi í 7 ár og sagði viö það tæki- færi aö nauð- synlegt væri að byggja fleiri fang- elsi í landinu. Múslímarflýja Hjálparstarfsmenn SÞ leita leiða til aö koma 30.000 mú- slímskum flóttamönnum til hjálpar í Bosníu-Herzegovínu. Vísaðfrá Málshöíðun Argentínumanna á hendur írönum vegna sprengjuá- rásar í Buenos Aires hefur verið vísað frá vegna ónógra sannana. Gasleiðsla íran og Túrkmenistan hafa komist að samkomulagi umlagn- ingu gasleiöslu frá Túrkmenistan til Evrópu. Ólympíuleikar Brasiliska borgin Rio De Ja- neiro hefur sótt um að fá að halda ólympíuleikana árið 2004. Kjarnorkuvopn Embættismenn í Bandaríkjun- um segja að bæði Pakistanar og Indverjar geti búiö til kjarnorku- vopn á mjög skömmum tíma. OJ.Simpson Fram kom viö yílrheyrsl- ur í gær að hár af ruönings- kappanum O.J. Simpson hefði fundist á staðn- um þar sem fyrrum eigin- kona hans og unnusti hennar voru myrt. Japanír fjárfesta Japanska bifreiðafyrirtækið Mitsubishi ætlar aö opna bíla- verksmiðju í Kentuckyfylki í Bandaríkjimum. Verðstríðátölvum IBM tölvufyrirtækið tilkynnti um allt að íjóröungslækkun markaðsverös á framleiðsluvör- um sínum og búist er við miklu veröstríði á næstu vikum. Ásakanir Chrysler bifreiðafyrirtækið, sem á bílaverksmiðjur í Kína, hefur verið sakað um að notfæra sér ódýrt vinnuafl fanga í land- inu. 20 ára bið Þegnar í Tékklandi geta átt von á því að þurfa aö bíöa allt að 20 ár eftir að ía síma. Heimta breytingar Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings heimta aö gerð- ar verði breytingar á vopnasölu- frumvarpiBiUsClintons. Reuter Vöflur komnar á Norðmenn vegna hamagangsins gegn íslendingum: Sekir um rányrkju á f iskimiðum annarra - heitar umræður 1 norska sjónvarpinu um fiskveiðideiluna 1 gærkveldi Gunnar Blöndal, DV, Ósló: Heitar umræður í norska sjónvarp- inu um fiskveiðideiluna við íslend- inga hafa komið róti á hugi margra Norðmanna. í umræðunum kom berlega í ljós aö Norömenn stunda sjálflr veiðar í íjarlægum „smugum" og hirða þá ekki um verndum fiski- stofna þar. Þetta þykir í hróplegu ósamræmi við yfirlýsingar Jans Henrys T. Ols- ens sjávarútvegsráðherra og fleiri ráðamanna um veiðar íslendinga í Barentshafi síðustu vikur. Einkum vekur athygli að 15 til 20 norskir togarar eru á veiðum á Flæmska hattinum utan 200 mílna lögsögunnar við Nýfundna- land. Norsk yf- irvöld svara þessu með því að veiðar þar séu öllum heimilar þrátt fyrri hávær mótmæh heimamanna. Þá þykir famganga Norðmanna gegn Islendingum undarleg og gagn- rýndi Carl I. Hagen, leiðtogi Fram- faraflokksins, ráðherra í ríkisstjórn- inni fyrir að leika friðarboða í íjar- lægum löndum en fara svo meö yfir- gangi og vopnaskaki gegn íslending- Hagen. um, frændum sínum og nágrönnum. Meðal íslenskra þátttakenda í um- ræðunum var Þorsteinn Baldvinsson frá Samherja á Akureyri. Varði hann gerðir íslendinga og þótti standi sig vel. Rangfærslum mótmælt í gær sendi Eiður Guðnason, sendi- herra íslands í Ósló, frá sér leiðrétt- ingu á missögnum í norskum fjöl- miðlum um veiðar íslendinga. Eink- um vildi hann leiðrétta tröllasögur af smáfiskadrápi með flottrollum og benti á að Norðmenn nota þessi sömu veiðarfæri viö karfaveiðar á Reykja- neshrygg. Norsk yfirvöld hafa svarað þessu á þann veg að karfaveiöar séu ekki sambærilegar við þorskveiðar hvað flottrollin varðar. Annars hafa norskir ráðherrar haft fremur hægt um sig vegna Smuguveiðanna sið- ustu daga. Bíða þeir eftir framvindu mála nú þegar tregfiski er í Smug- unni og líkur á að togaraflotinn haldi þaðan inn á vemdarsvæðið við Sval- barða. Norska strandgæslan segir að ís- lendingar hafi nú dregið afla fyrir fimm milljarða íslenskra króna úr Smugunni og af verndarsvæðinu í ár. Þessar tölur eru byggðar á áætl- unum um aíla togaranna og hafa áður reynst ótraustar. Skartar skrautlegasta skegginu Melvut Dogan er ekki í vafa um að hann skartar skrautlegasta skegginu í heimabæ sínum, Kamramanmaras í Tyrklandi. Yfirskeggi hefur hann safnað um árabil með þeim árangri að nú mælist það 1,5 metrar enda á milli. Vöxturinn er að jafnaði fjórir sentimetrar á mánuði. Vandræði nokkur fylgja skeggvextinum og hefur Melvut gripið til þess ráös að halda stolti sínu á lofti með þar til gerðum stöngum úr höfuðfati sínu. Símamynd Reuter Tvö gróf of beldisverk kærð á dag Grænlenska heimastjórnin ætlar aö endurskoða réttarkerfi landsins eftir að Erling Olsen, dómsmála- ráðherra Dana, fór þar um á dög- unum með fríðu föruneyti danskra lögmanna. Ástæðan er sú að í grænlenskri löggöf er gert ráð fyr- ir að leikmenn dæmi í afbrotamál- um við hliöina á þeim löglærðu. Þetta stríðir gegn mannréttinda- sáttmála Sameinuöu þjóðanna. í Grænlandi eru menn ekki sáttir við að leikmenn víki úr dómum. Þar benda reyndir dómarar á að vandi Grænlendinga felist ekki í réttarkerfxnu heldur óheyrilegum fjölda afbrota. Lögreglan þarf ár hvert að fást við yfir 800 alvarleg glæpamál, eða meira en tvö afbrot á dag. Það er óheyrilegur fjöldi hjá fimmtíu þúsund manna þjóö. Fjöigun um fjórðung Glæpir eru tíðari meðai Græn- lendinga en nokkurrar annarrar þjóðar. Ástandið fer lika versnandi því afhrotum fjölgaði um 24% frá 1992 til 1993. Er sú þróun einnig einsdæmi meðal þjóða heims. Grænlenskir lögmenn segja að engu breyti í þessu efni þótt leik- menn verði ekki látnir dæma. Árið 1993 voru 10 morð framin á Grænlandi. Miðað við fólksfjölda svarar það til yfir 50 morða á i’s- landi. Sama ár voru kærð 179 mál vegna sifjaspella. Það myndi svara til um 900 mála hér á landi, sé enn miðað við fólksfjölda. Þá er ótalinn fjöldi nauðgana, morðtilrauna og annarra ofbeldisverka. Afbrotaskráin grænlenska tekur ekki til auðgunarbrota. í þeim efn- um eru Grænlendingar á líku reki og nágrannaþjóöírnar. Það er sí- vaxandi ofbeldi sem heldur vöku fyrir lögreglunni. Ofbeldi í ölæði í skýrslum lögreglunnar kemur fram aö um 90% allra glæpa séu framin í ölæði. Yfirmenn í lögregl- unni segja að helsta ráðið til úrbóta sé að draga úr áfengjsdrykkju. Drykkjuskapur er meiri á Græn- landi en þekkist víðast í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.