Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994
Spumingin
Trúir þú á kraftaverka-
lækningar?
Kári Guðmann: Nei.
Hrafnhildur Stefánsdóttir: Nei.
María Dungal: Nei.
Ragnheiður Hinriksdóttir: Nei.
Skarphéðinn Sigursteinsson: Já, það
geri ég hiklaust.
Lesendur
Strætisvagnaskýli
og ruslakassar
Jón Maríasson skrifar:
Sóðaskapurinn og viðbjóöurinn,
sem þrífst inni og við strætisvagna-
skýli og ruslastampa við þau, er fyr-
irtækinu og borginni til háborinnar
skammar. Það er furöulegt aö heil-
brigðiseftirlit borgarinnar skuli ekki
sjá sóma sinn í aö taka á þessu máli.
Það væri ástæða til að láta mæla
bakteríumagnið á þessum stöðum
þar sem hundruö manna fara um
daglega og ekki síst böm.
Þann 26. júní sl. var ég að koma frá
Gufunesi og beið leiðar 12 heim til
mín upp í Breiðholt. Er ég var þama
við skýlið, sem er innsta skýlið á
Miklubraut áður en haldið er upp í
Breiöholt, leit ég í kringum mig og
virti fyrir mér hreinlætið á staðnum.
Ruslastampurinn var fullur og búinn
að vera í marga daga. Biðskýlið var
útatað í bréfarusli og sígaretttu-
stubbum og eins fyrir utan skýlið:
bréfarusl, glerbrot og vindlingastub-
bar.
Er ég var aö virða fyrir mér herleg-
heitin sá ég mann koma gangandi
eftir grasinu í átt að biðskýlinu og
var hann sífellt að beygja sig eftir
einhverju. Ég sá brátt að hann var
að tína upp bréfarusl. Ég heilsaði
manninum og spurði hvort hann
ynni hjá borginni. Hann svaraöi neit-
andi og spurði hvers vegna ég spyrði.
Ég svaraði þvi til að ég héldi að þetta
væru kannski ný vinnubrögð hjá
borginni í atvinnuleysinu.
Maðurinn brosti og sagöi að þeim
sem byggju í húsunum þarna fyrir
ofan (eða við Sogaveg), þar sem
gluggarnir sneru að grasflötinni við
Miklubraut, fyndist óhugnanlegt að
sjá svona rusl úti um allt og því tíndi
fólkið þetta upp sjálft. - Ég held að
En svona er þetta víða i borginni og kannski finnst íbúunum þetta eiga að
vera svona, segir m.a. i bréfi Jóns.
þú komir þessu rusli nú ekki í rusla-
kassann, sagði ég við manninn - því
hann er sneisafullur. Og það reyndist
rétt. Maðurinn fór því með ruslið
heim til sín og sagöist mundu láta
það í sorptunnu þar. - Fyrir svona
þrifnáð ætti fólk að fá viðurkenn-
ingu. En svona er þetta víða í borg-
inni og mörgum íbúunum finnst
þetta líklega eiga að vera svona.
Skyldi þrifnaðurinn heima hjá fólki
vera þessu líkur? - Gerir það engan
greinarmun á hreinu og óhreinu?
Trúa þeir á önnur kraftaverk?
Gísli Guðmundsson skrifar:
Nú hefur farið fram ein stærsta
samkoma trúarlegs eðlis hér á landi.
Það var bandaríski predikarinn
Benny Hinn sem þarna var í for-
svari. Ég var búinn aö lesa í ein-
hverju blaði aö forseta íslands hefði
verið boðið á samkomuna, svo og
biskupnum yfir íslandi. Eflaust hef-
ur fleiri verið boðið að koma á sam-
komuna án þess að það hafi þótt
fréttnæmt. Mér þykir mjög miður,
og það þykir eflaust fleiri en mér, ef
þessir æðstu menn íslensks þjóðlífs
hafa ekki þegið þetta boð. Sömuleiðis
var ég afar sár og hneykslaður á að
heyra yfirlýsingar aðstoðarland-
læknis í sjónvarpi fyrir stuttu þar
sem hann svo aö segja blés á allar
lækningar aðrar en þær sem gerðar
eru af akademiskum vísindamönn-
um.
Það er ekki hægt að segja annað
en allflestir íslenskir ráðamenn séu
enn við sama heygaröshomið og
fyrrum, dreissugir og drýldnir emb-
ættismenn í þess orðs fyllstu merk-
ingu. Þeir telja embætti sín vera fyr-
ir utan og ofan allt sem heitir almenn
umræða,' að ekki sé nú minnst á al-
þýðumenntun eða skýringar á at-
burðum og fyrirbærum. Þeir gefa lík-
lega ekki mikið fyrir hinn íslenska
þjóðlega fróðleik sem mestmegnis
samanstendur af yfimáttúrulegum
fyrirbærum, þessa heims og annars.
Ég gleymi ekki orðaskiptum að-
stoöarlandlæknis við Eirík Sigur-
bjömsson í sjónvarpi nýlega þar sem
læknirinn sagðist hafa farið á sam-
komu hjá Einari í Fíladelfíu og hann
hefði verið ágætur, en þetta útlenda
„djunk"...! En hvernig er það þá
með svona menn eins og embættis-
manninn hjá Landlæknisembættinu,
trúir hann bara á innlend kraftaverk
en ekki erlend? - Er nú annars svona
málflutningur fólki bjóðandi?
Fóstureyðing freistandi fyrir konur?
„Að sjálfsögðu er fóstur sjálfstæður einstaklingur," segir m.a. í bréfinu.
Guðrún Jóhannsdóttir skrifar:
Ég las vitnisburði tveggja aðila í
vikublaðinu Eintaki sl. mánudag og
blöskraði afstaða konu einnar sem
þar skrifar reglulega á móti öðmm
sem er karlmaður. Konan segir þar
blákalt að fóstureyðing sé sjálfsögð
mannréttindi. Ég myndi nú bæta við
orðinu „neyð“, þ.e. sé líf konunnar í
hættu. Að öömm kosti ber konunni
að viðhalda lífinu í móðurkviði með
öllum tiltækum ráöum.
Konan sem skrifar í Eintak talar
um kúgandi minnihlutahópa sem
hindri að kona, sem hafi vegna
ótímabærs getnaðar, geti látið
drauma sína um mannsæmandi líf
rætast. Er þá ekkert mannsæmandi
líf fyrir konur nema þær geti verið
vissar um að þær megi láta eyða
fóstri eftir ótímabæran getnað, sem
þær kalla svo? - Og hvers vegna
mætti ekki alveg eins deyða nýfætt
barn? Er það ekki rökrétt afleiöing
þessara talsmanna dauðans? Svo ég
vitni nú í karlmanninn sem skrifar
á móti fóstureyðingum í sama blaði.
Að sjálfsögðu er fóstur sérstakur
einstaklingur þótt það sé enn í móð-
urkviði. Það er enginn sem getur
sagt til með fullum rétti að fóstri
megi eyða innan tólf vikna frá getn-
aði en ekki eftir þann tíma. Fóstrið
hefur fengið jafn mikla mannsmynd
fyrir þann tíma. Og hvaða „velferð"
er verið að tala um þegar konur
mæla stíft með fóstureyðingum? Er
það velferð konunnar eða hins
ófædda bams? Og svo er það spurn-
ingin um fóðurinn. Vilji kona fá
heimild til að láta framkvæma fóst-
ureyðingu hlýtur faðirinn að hafa
eitthvað um málið að segja. - Fer nú
ekki fóstureyðing að verða freistandi
fyrir konur þegar svona létt er tekið
á málinu eins og konan gerir í pisth
sínum í Eintaki hinn 22. þ.m.?
DV
í vondu máli
í Smugunni
Axel hringdi:
Við erum örugglega komnir í
vont mál þar sem Smugumálið
er nú statt. Og sjómennimir okk-
ar gera málið ekki einfaldara.
Með því að senda forsætisráð-
herranum íslenska áskorun um
að láta reyna á réttarstöðu ís-
lenskra skipa á miðunum við
Svalbarða eru þeir að biðja um
bráðabirgðaúrskurð sem allt eins
getur gengið í öfuga átt við viþa
sjómanna sjáifra. - Myndu þeir
svo hlíta þeim úrskurði frá gaml-
ingjunum við Haagdómstólinn?
Siogæsama
fólkiðístjwnir
Viihjálmur skrífar:
Ósköp er þetta eitthvaö „naivt“
að kjósa sí og æ sama fólkið í
stjórnir opinberra fyrirtækja og
stofnana. í „menningunni“ er
þetta nú bara fast, frá A til Ö, i
stjórn Þjóðminjasafns, Norræna
hússins, að ógleymdri Þjóðarbók-
hlööu. Þetta era Gylfi Þ„ Jóhann-
es Nordal, háskólarektor á hverj-
um tíma og fyrrv. rektorar þegar
þeir eru lagstir í kör og síöan
þingmenn hver af öðrum og varla
er sú nefnd starfhæf sem ekki er
með einn ráðneytisstjóra eða svo.
- Æ, hvað þetta er allt orðiö
þreytt lið.
Dómharkan
á Nesinu
Ragna og Helga skrifa:
Mörgum er fariö að blöskra
þetta „yfirstéttarsnobb'” í sumum
ibúum Seitjarnamess. Mikið er
nú gott að vera „fullkominn". Við
erum samt undrandi á því að
sóknarnefndin á Seltjarnarnesi
skuli ekki kannast viö setning-
una „Sá yðar sem syndlaus
er... “ Nema þeir séu allir synd-
lausir í sóknamefndinni! Fólki
er enn í fersku minni þegar heim-
ili einhverfra einstakhnga var
lagt í einelti í þessari sókn og
flæmt burtu. Og nú er það prest-
urinn. Við viljum hér með votta
séra Solveigu Láru samúð okkar
vegna alls þessa írafárs og óskum
henni alls hins besta í framtíö-
inni.
Móðirmín
iMadras...
Þorsteinn Guðmundsson skrifar:
Ég vil taka undir orð nýbakaðs
„stjómsýsluráðgjafa" Reykjavík-
urborgar, Stefáns Jóns Hafsteins,
í DV 9. ágúst sl. - Auðvitað er það
starf sem Þóra Einarsdóttir vinn-
ur í Madras á Indlandi ómetan-
legt. - Og afskaplega er hann nú
skýr og góður drengur hann Pét-
ur Jónsson, sonur hennar og
borgarfulltrúi. Ég er viss um að
þeir Stefán eiga eftir að gera allar
boðleiöir innan borgarkerfisins
skilvirkari. Best væri aö sleppa
kosningum til borgarstjórnar ár-
iö 1998 þvi þær era bæði kostnað-
arsamar og óskilvirkar, auk þess
sem við höfum nú loks fengið
boðlegt fólk til að stjóma borg-
inni.
Upprennandi
óþokkar?
Haraldur Sigurðsson skrífar:
Mér finnst frétt um að tveir sjö
ára drengir skyldu láta sig hafa
það að berja minkgrey til bana
með spýtum afar óhugnanleg. Ég
hélt að böm á þessum aldri hefðu
ekki geð í sér til að ráöast svona
á dýr. Ég vona að hér sé ekki um
að ræða upprennandi óþokka
heldur bara óvita sem gerðu sér
ekki grein fyrir verknaðinum.