Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994
íþróttir
Tryggvi Pétursson, GR, setti á
dögunum nýtt vallarmet á Kiðja-
bergsvelli er hann sigraöi á opna
Bykomótinu sem þar fór fram.
Tryggvi lék 18 holur á 69 högg-
um, einu höggi undir pari vallar-
ins. Annar í keppni án forgjafar
varö Óskar Friðþjófsson, NK, á
75 höggum og þriðji Haukur
Bjömsson, GR, á 76 höggum.
Tryggvi sigraði í keppni meö
forgjöf og lék á 64 höggutn. Annar
varð Ólafur Steinsson, GKB, á 64
höggum og þriðji Terry Douglas,
GÖ, einnlg á 64 höggum.
Knattspyrna:
Lineker aftur
til Englands?
Nokkrar líkur eru nú taldar á
því aö Gary Lineker hætti aö
leika knattspyrnu í Japan og snúi
aftur til enskrar knattspymu,
Samningur Linekers við jap-
anska liðið Nagoya Grampus
rennur út í desember. Þrjú lið í
ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt
Lineker mikinn áhuga. Það eru
Southampton, Newcastle og
Middlesboro. Mestar líkur eru
taldar á því að Lineker fari til
Southampton ef hann á annaö
borð ákveður aö snúa til Eng-
lands a ný.
Whelantil
Bristol City?
Ronnie Whelan, sem í mörg ár
var einn besti leikmaður Liver-
pool í enska boltanum, er á fórum
til Bristol City.
Wheian, sem lengi var fyrirliði
Liverpool og er 32 ára, var oröinn
úrkuia vonar um að komast að
hjá liði fyrir keppnistímabilið en
hann fékk frjálsa sölu frá Li-
verpool. Loks hringdi síminn og
í honum var Russel Osman, stjóri
hjá Bristol City. Whelan var í
HM-líði íra í Bandaríkjunum i
sumar og lék með Liverpool í 15
ár.
Ástralir fflest gull
Á samveldisleikunum, sem nú
standa yfir í Victoria i Kanada,
hafa Ástralir unnið til flestra
gullverðlauna, alls 31, 18 silfur
og 17 brons. Kanadamenn koma
næstir með 21 gull, 17 silfur og
15 brons. Englendingar koma í
þriðja sætinu með 10 gull, 14 silf-
ur og 15 brons.
Met í 100 m baksundi
Nýtt samveldismet leit dagsins
ljós í gær þegar Ástrahnn Steven
Derwick synti 100 metra baksund
á 55,89 sekúndum. Mark Tewks-
bury, Kanada, átti fyrra netið frá
1989 sem var 56,07 sekúndur.
Enski deildabikarínn
Bamsley - Darlington.....0-0
Bírmingham - Shrewsbury......2-0
Brentford - Colchester.......2-0
Cambridge -Portsmouth........2-3
Carlisle - Rotherham.........3-1
Chester Lmcoln.......................2-8
Chestertleld - Blackpool..,..4-2
Fulham - Luton...............l-l
Grimsby -Bradford............1-2
Hartlepool - Bury............5-1
Huddersfield - Scunthorpe....3-0
Orient-Barnet................1-1
Mansfield - Rochdale.........1-0
Peterbro-Oxford....................0-1
Plymouth - Walsall...........2-1
Port Vale - Bristol Rovers...1-1
Reading - Gillingham.........3-0
Scarborough - Huli...........2-0
Stockport - Preston..........4-1
Swansea -Exeter..............2-0
Torquay-Cardiff..............4-2
Watford - Southend...........1-0
Wigan - Crewe................3-0
Wrexham -Doncaster...........l-l
Wycombe - Brighton...........1-3
York -Burnley................2-2
Þetta var gríðarlegt áfall
Wendy Toms braut blað í sögu ensku knattspyrnunnar þegar keppnis-
tímabilið hófst á dögunum. Hún var línuvörður á leik Torquay og Carl-
isle og það hefur ekki gerst áður í ensku knattspyrnunni. Toms er 31 árs
og mjög metnaðarfull. „Ég stefni að því að verða alþjóðlegur dómari og
hver veit nema ég eigi eftir að dæma leik í úrslitakeppni heimsmeistara-
keppninnar," segir Wendy Toms.
Fyrsta konan í dómarabúninginn
Guömundur Hilmaisson, DV, Belfast:
„Við sofnuðum á verðinum í varn-
arleiknum og í stöðunni 1-1 hugsuðu
menn að þetta væri í höfn. Við töpuð-
um þessu strax í fyrri hálfleik en þá
lékum við mjög illa. Þeir voru miklu
grimmari og komu okkur á óvart
með að spila svona stífan sóknarleik
í fyrri hálfleik," sagði Hallsteinn
Arnarson við DV eftir leikinn.
„Auðvitað var það mikið áfall að
falla úr keppninni og það má segja
að við séum of litlir ennþá. Núna
verðum við bara að klára íslands-
mótið með sæmd og keppa í Evrópu-
keppninni að ári,“ sagði Hallsteinn.
„Það voru alltof margir í liðinu sem
voru að spila langt undir getu í fyrri
hálfleik og þá tapaðist leikurinn.
Menn voru mjög taugaóstyrkir og
þorðu ekki að halda boltanum eða
að fá hann,“ sagði Andri Marteins-
son, besti leikmaður FH í leiknum.
„Ég fékk það á tilfmninguna að
þegar við jöfnuðum leikinn myndi
þetta hafast. Því var þetta gríðarlegt
áfall því við fundum svo sannarlega
lyktina af að komast áfram. Vendi-
punkturinn í öllu þessu var samt að
vinna fyrri leikinn ekki með meiri
mun.“
„Ég var mjög ánægður meö leik
minna manna í fyrri hálfleik enda
lagði ég dæmið þannig upp að hafa
góða stöðu í hálfleik. Núna var liðið
mitt að spila fótbolta en gerði það
ekki í fyrri leiknum á íslandi. Þetta
voru sanngjörn úrslit. FH spilaði
ekki vel í fyrri hálfleik en lék ágæt-
lega í þeim síðari. Við hugsuðum
hins vegar um það eitt aö hleypa
þeim ekki inn í leikinn," sagði Trever
Anderson, framkvæmdastjóri Linfi-
eld, eftir leikinn.
Úrslit leikja í UEFA-keppni Úrslit leikja í forkeppni Evrópumóts félagsliða í knattspyrnu í gær- kvöldi. Um er aö ræða síðari leiki liðanna. Samanlögð úrslit eru í sviga aftast. Craiova (Rúmeníul - TiblisifGeoreiul 1-2 íl-fi
Rapid Búkarest (Rúmeníu) - Valetta (Möltu) 1-1(7-3)
Hapoel (Isreal) - Aris Salonika (Grikklandi) 1-2 (2-5)
FC Shumen (Búlgaríu) - Famagusta (Kýpur) 1-2 (1-4)
Zimbru (Moldavíu) - Kispest Honved (Ungverjalandi) Flora Tallinn (Eistlandi) - Odense BK (Danmörku) 0-1 (1-5) 0-3 (0-6)
Bekescsabi (Ungverjalandi) - Vardar Skopje (Makedóníu). .1-0 (2-1)
FC Jazz (Finnlandi) - FC Copenhagen (Danmörku) Mypa (Finnlandi) - Inter Bratislava (Slóvakíu) Touran (Azerbaijan) - Fenerbache (Tyrklandi) 0—4 (1—4) 0-1 (3-1) 0-2 (0-7)
Shakhtyor Donetsk (Úkraínu) - Lifleström (Noregi) 2-0 (3-4)
Ararat Erevan (Armenlu) - CSKA Sofia (Búlgaríu) Slovan Bratislava (Slóvakíu) - Portadown (N-írlandi) 0-8 (0-3) 3-0 (5-0)
GKS Katowice (Póllandi) - Inter Cardiff (Wales) 6-0 (8-6)
Shamrock Rovers (írlandi) - Gomik Zabrze) Levski Sofia (Búlgaríu) - SCT Olimpija (Slóveníu) Havnar Boltafélag (Færeyjum) - Motherwell (Skotlandi) Cork City (írlandi) - Slavía Prag (Tékklandi) Trelleborg (Svíþjóð) - Götu íþróttarfélag 0-f(0-8) 1-2(3-5) 1-4 (1-7) 0-4 (0-6) 3-2 (4-2)
AIK Solna (Svíþjóð) - FC Romar (Litháen) Rosenborg (Noregi) - Grevenmacher (Lúxemborg) 2-0 (4-0) 6-0 (8-1)
Hibernians (Möltul - Dinamo Minsk (H-Rússlandil 4-3 (5-6)
Aberdeen (Skotlandi) - Skonto Riga (Lettlandi) 1-1 (1-1) Skonto áfram. Linfield (N-írlandi) - FH (Hafnarfirði) 3-1 (3-2)
DV
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man Utd:
„Mínir menn stef na
á ný á hæsta tind“
Þrátt fyrir aö lið Manchester Un-
ited hafi síðustu ár verið besta liðið
í ensku knattspyrnunni er engin eft-
irgjöf á dagskrá á þeim bænum. Alex
Ferguson, framkvæmdastjóra liðs-
ins, er mikið í mun að því takist að
vinna enska meistaratitilinn þriðja
árið í röð. Hann leggur gríðarlega
áherslu á að leikmenn sínir sýni
mikinn baráttuvilja og „hungur“ í
titilinn. Gangi það eftir segist Fergu-
son vera bjartsýnn á gott gengi
Manchester United í vetur.
í viðtölum við breska fjölmiðla hef-
ur Ferguson lýst þeirri skoðun sinni
að þrátt fyrir háar launagreiðslur
sitji knattspyrnan og árangur liðsins
enn í fyrirrúmi á meðal leikmanna.
„Mínir leikmenn hugsa ekki mikið
um peninga. Það eru ekki launa-
greiðslurnar sem halda þeim við efn-
ið. Það er að sigra. Af öllum þeim
snjöllustu knattspyrnumönnum sem
ég hef samið við um dagana hafa
peningagreiðslur verið nánast auka-
atriði. Ég hef mikla trú á mínu liði
og við munum reyna að sigra í öllum
þeim keppnum sem við tökum þátt í
á þessu keppnistímabili," segir
Ferguson og bætir við: „Það er mín
trú að við höfum á að skipa besta lið-
inu í boltanum í dag og það eina sem
ég hef áhyggjur af er hvort leikmenn
mínir eru nægilega „hungraðir" í að
ná árangri eftir gott gengi undanfar-
in ár. Eftir að hafa rætt þessi mál við
mína leikmenn er ég þess fullviss að
þeir ætla sér á efsta tind á nýjan leik.
Þeir eru orönir vanir því að sigra og
beinlínis háðir því að vinna leiki og
titia," segir Ferguson.
Allir bestu leikmenn United hafa
gert nýja samninga við félagið. Síð-
astir til að gera slíkt voru þeir Paul
Ince og Mark Hughes. Ince samdi til
þriggja ára og Hughes framlengdi
sinn samning í tvö ár.
Chri
Leic
Slakur fyrri há
varð FH-ingum
- Linfield sló FH-inga út úr UEFA-keppni}
Guðmundur Hflmaisson, DV, Belfast:
Þeir gengu vonsviknir af leikvelli,
leikmenn og forráðamenn FH, eftir að
hafa tapað, 3-1, fyrir Linfield í síðari
leik liðanna í forkeppni UEFA-keppn-
innar í knattspymu í Belfast í gær-
kvöldi. Eftir þessi úrslit var ljóst að
þátttöku FH-inga í keppninni var lokið
en Linfield sigraði samanlagt, 3-2, eftir
að hafa tapaö fyrri leiknum í Hafnar-
firði, 1-0.
Eftir þann leik höfðu menn á orði
að uppskera FH í þeim leik hefði verið
rýr, það er að skora aðeins eitt mark
þrátt fyrir að hafa haft tögl og hagldir
í öllum leiknum. Það kom líka á daginn
að þetta eina mark var of lítið vega-
nesti fyrir FH þvi írska liðið lék allt
annan og betri leik í gær og vann mjög
svo sannfærandi sigur.
Öll mörkin skoruð
í fyrri hálfleik
Linfield náði forystunni á 15. mínútu
en þá skoraði Stephen Beattey með
þrumuskoti af um 20 metra færi eftir
að hafa fengið boltann frá varnar-
mönnum FH. Þrátt fyrir þetta kjafts-
högg náðu FH-ingar að jafna metin
fimm mínútum síðar. Brotið var á
Andra Marteinssyni rétt utan vítateigs
og úr aukaspyrnunni, sem dæmd var,
skoraði Drazen Podunavac með fallegu
skoti sem fór í stöng og inn. FH-ingar
íognuðu þessu marki vel og innilega
enda var staða þeirra orðin mjög góð
þar sem Linfield þurfti nú að skora tvö
mörk til viðbótar til að komast áfram.
Við jöfnunarmarkið slökuðu FH-
ingar mikið á en að sama skapi efldust
leikmenn Linfield við mótlætið. Á 31.
mínútu náðu þeir yfirhöndinni á ný.
Desmond Gorman skoraði þá með fall-
egri bakfallsspyrnu eftir fyrirgjöf frá
hægri kanti og aðeins 6 mínútum síðar
var staðan oröin 3-1 en þá skoraði
Gary Peebles eftir að varnarmenn FH
höfðu sofið illa á verðinum. Skyndilega
var staða Linfield orðin góð og liðið
með yfirhöndina í einvígi sínu við FH.
FH-ingar virtust vakna af værum
blundi þegar flautað var til síðari hálf-
leiks og strax á fjórðu mínútu var
skalla frá Petr Mrazek bjargað á
marklínu. Eftir það náðu FH-ingar
ekki að fmna glufur á vörn Linfield.
Liðið var meira með boltann en náði
Ólafur Þórðarson og Haraldur Ingólfsson standa i eldlinunni gegn Bangor í kvöld.