Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994
Afrnæli
Hundrað ára:
Kristín P. Sveinsdóttir
Kristín Petrea Sveinsdóttir, fyrrum
húsfreyja í Gufudal í Gufudalssveit,
nú til heimilis aö Hrafnistu í Reykja-
vík, er hundraö ára í dag.
Starfsferill
Kristín er fædd í Skáleyjum á
Breiðafirði og ólst þar upp hjá föður
sínum en móðir hennar dó þegar
hún var fjögurra ára.
Á yngri árum var Kristín vinnu-
kona í eyjunum uns hún flutti upp
á land í kringum 1920. Þá giftist hún
Bergsveini Finnssyni og bjó með
honum í Gufudal í þrjátíu og tvö ár.
Þegar Bergsveinn maður hennar
lést árið 1952 flutti hún dl Reykja-
víkur og bjó hjá Guðmundu dóttur
sinni og tengdasyni til ársins 1986
þegar hún flutti á Hrafnistu.
Eftir að Kristín flutti til Reykja-
víkur vann hún í hraðfrystihúsinu
á Kirkjusandi þar til um áttrætt.
Fjölskylda
Maður Kristínar var Bergsveinn
ElidonFinnsson, f. 30.9.1894, d. 1952,
bóndi í Gufudal til æviloka. Foreldr-
ar hans: Finnur Gíslason og Elín
Ehdonsdóttir, búendur á Illugastöð-
um í Múlasveit í Austur-Barða-
strandarsýslu.
Böm Kristínar og Bergsveins:
Finnur, 28.5.1920, rafvirkjameistari
í Reykjavík, kona hans var Anna
María Waltraut, látin, þau eignuð-
ust eitt barn; Ebba Aðalheiður, f.
7.4.1921, húsmóöir í Reykjavík,
maður hennar er Bjami Þorsteins-
son bílstjóri, þau eiga fjögur böm;
Guðmunda Elín, f. 12.5.1923, hús-
móöir í Reykjavík, maður hennar
var Tómas Guðmundur Guðjóns-
son, látinn, bifreiðasmiður, þau
eignuðust fjögur börn, Guðmunda
átti eitt barn fyrir hjónaband;
Sveinsína Pálína, 10.4.1925, látin,
húsmóðir í Reykjavík, maður henn-
ar var Þorkell Guðjónsson múrari,
þau eignuðust Sögur börn; Kristinn,
f. 29.6.1927, fyrrverandi bóndi í
Gufudal en nú garðyrkj ubóndi á
Reykhólum, kona hans var Krist-
jana Jónsdóttir, þau skildu, þau eiga
sex börn; Ólafur, f. 2.4.1929, bóndi
í Stafafelli í Lóni, kona hans er
Nanna Sigurðarsóttir, þau eiga þrjú
böm; Rebekka, f. 11.12.1934, hús-
móðir á Hólum í Helgafellssveit,
fyrri maður hennar var Magnús
Hansson, þau eiga tvö böm, seinni
maður hennar er Vésteinn Magnús-
son, bóndi á Hólum, þau eiga þrjú
börn, Rebekka átti áður eitt barn;
Reynir, f. 30.11.1938, fyrrverandi
bóndi í Fremri-Gufudal en starfar
nú við þangskurð og smíðar, kona
hans var Guðlaug Guðbergsdóttir,
þau skildu, þau eiga sjö börn. Fyrir
hjónaband eignaðist Kristín dóttur-
ina Ebbu Aðalheiði Eybolín með
Eyjólfi Magnússyni. Hún var fædd
3.5.1917 og lést fjögurra ára gömul.
Kristín á sextíu og tvö barnabarna-
böm og níu bamabamabarnaböm.
Systkini Kristínar, sem öll eru lát-
in: Kristján, f. 21.9.1869; Halldór, f.
22.9.1878; María, f. 11.10.1880; Guð-
mundur, f. 23.1.1884; Þorbjöm, f.
18.7.1888; Pétur, f. 30.9.1890; Sess-
elja, f. 25.9.1892.
Foreldrar Kristínar: Sveinn Pét-
ursson, f. 17.4.1848, d. 27.11.1939,
sjómaður í Skáleyjum, og Pálína
Tómasdóttir.
Ætt
Sveinn var sonur Péturs frá Hval-
Kristin P. Sveinsdóttir.
látrum á Breiðafirði, Guðmunds-
sonar og Sesselju Jónsdóttur frá
Djúpadal í Gufudalssveit. Systir
Sesselju var Sigríður, móðir Bjöms
Jónssonar, ritstjóra og ráðherra,
föður Sveins, forseta Islands.
Pálína var dóttir Tómasar Ás-
grímssonar og Rebekku Jónsdóttur,
búenda í Nesi í Grunnavík.
Kristín tekur á móti gestum
sunnudaginn 28. ágúst frá kl. 15-18
í AKOGES-salnum í Sigtúni 3.
Til hamingju með
afmælið 24. ágúst
100 ára
Guðrún Jónasdóttir,
Hornsstöðum, Laxárdalshreppi.
85 ára
Jóna Fr. Jónasdóttir,
Sjafnargötu 7, Reykjavík.
Anna Ólöf Helgadóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Ásta F. Ingvarsson,
Jökulgrunni 3, Reykjavík.
80 ára
Ilse Emilie Frieda Guðnason,
Bessastíg 12, Vestmannaeyjum.
ÞórðurSævar Jónsson, '
Lækjargötu 8, Hvammstanga.
Magnús Kristinn Guðmundsson,
Gríshóli, Helgafellssveit.
Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir,
Grundarbraut 32, Ólafsvik.
Óskar Eggertsson,
Sundstræti 26, ísafirði.
Kristbjörg Þórarinsdóttir,
Huldubraut 7, Kópavogi.
Louise Kristín Theodórsdóttir,
Aðalgötu 19,Sigluíirði.
örn Svavar Garðarsson,
Frumskógum 16, Hveragerði.
SOára
Herdís H. Oddsdóttir,
Barmahlíð 20, Reykjavík.
Margrét Jónsdóttir,
Garöi, Svalbarðshreppi,
MaritaHansen,
Valbraute, Garði.
Guðbrandur Gíslason,
Goðheimum 21, Reykjavík.
Guðmundur Konráðsson,
Skólagerði 61, Kópavogi.
JónGuðnason,
Gnoðarvogi 74, Reykjavík.
75 ára
Torfi Sveinsson,
Aöalgötu 12, Sauðárkróki.
70ára
Svanbjörg Jónsdóttir,
Bámgötu 6, Dalvík.
Ema Þorkelsdóttir,
Eiðsvallagötu 7b, Akureyri
60 ára
Steingrímur J. Guðraundsson,
Neshaga 5, Reykiavík.
Jenný Lára Jónasdóttir,
Hásteinsvegi 7, Stokkseyri.
Hanna D. J ónsdóttir,
Silfurgötu23, Stykkishólmi.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
stækka stöðvarhús aðveitustöðva við Flúðir í Hruna-
mannahreppi og Hellu á Rangárvöllum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns-
veitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli, og
Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með fimmtudegin-
um 25. ágúst 1994 gegn kr. 15.000 í skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 8. sept-
ember 1994 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra
bjóðenda sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu:
„RARIK-94012 Flúóir og Hella - Byggingarhluti“
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
Valgerður Guðmundsdóttir
Valgerður Guömundsdóttir, fyrr-
verandi ljósmóðir í Mosfellssveit og
skrifstofumaður, Hjarðarslóð 4e,
Dalvík, er sjötug í dag.
Fjölskylda
Valgerður er fædd í Reykjavík en
ólst upp að Seljabrekku í Mosfells-
sveit. Hún lauk ljósmæðraprófl
LMSÍ1946 og var ljósmóðir í Mos-
fellssveitar- og Þingvallasveitarum-
dæmi 1946-68 og starfsmaður
Verkalýðsfélagsins Einingar á Dal-
vík 1980-93. Valgerður var vara-
formaður LMFI1955-59, formaður
LMFÍ1959-65 og sat í hreppsnefnd
Dalvíkurhrepps 1970-74.
Valgerður giftist 24.8.1957 Ingva
Birni Antonssyni, f. 5.2.1928, d. 16.1.
1993, bónda á Hrísum, bústjóra á
ríkisbúinu á Bessastöðum 1956-68
og hafnarstarfsmanni á Dalvík. For-
eldrar hans: Wilhelm Anton Ant-
onsson sjómaður og Sólveig Soffía
Hallgrímsdóttir húsmóðir.
Börn Valgerðar og Ingva: Guð-
mundur, f. 13.3.1958, húsasmiður,
maki Hulda J. Hafsteinsdóttir, þau
eru búsett á Hauganesi og eiga eina
dóttur, Valgeröi Ingu; Petra, f. 15.12.
1959, sjómaður (kokkur), hún er
búsett á Dalvík og á tvær dætur,
Völu Dögg Birgisdóttur og Heiðu
Pálrúnu Leifsdóttur; Anton, f. 5.3.
1961, stýrimaður, búsettur á Dalvík;
Bjarnveig, f. 29.8.1962, hjúkrunar-
fræðingur, búsett á Dalvík. Fóstur-
dóttir: Magnea Þóra Einarsdóttir, f.
17.6.1971, háskólanemi, búsett í
Danmörku, maki Örnólfur Einar
Rögnvaldsson.
Systkini Valgerðar: Þorbjörg, f.
16.1.1920; Þorlákur, f. 9.12.1921;
Málfríður, f. 21.3.1923, látin; Guð-
rún, f. 18.9.1925; Ástríður, f. 25.8.
1930.
Foreldrar Valgerðar: Guðmundur
Þorláksson, f. 29.11.1894, d. 30.9.
Valgerður Guðmundsdóttir.
1985, bóndi, og Bjarnveig Sigríður
Steindóra Guðjónsdóttir, f. 5.11.
1896, d. 14.6.1979, húsmóðir, þau
bjuggu að Seljabrekku í Mosfells-
sveit.
Valgerður verður heima á afmæl-
isdaginn og tekur á móti gestum.
Sveinbjöm S. Ragnarsson
Sveinbjöm Sævar Ragnarsson for-
stjóri, Dvergholti 12, Mosfellsbæ, er
fimmtugurídag.
Fjölskylda
Sveinbjörn er fæddur í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann hóf prentnám
í Prentsmiðjunni Eddu 1960 og síðan
setjaranám hjá Morgunblaðinu og
starfaði þar í 9 ár. Sveinbjörn stofn-
aði Silkiprent 1972 og hefur rekið
þaö síðan. Hann spilaði handknatt-
leik með Þrótti og síðar Aftureld-
ingu. Sveinbjörn er meðlimur í
Hestamannafélaginu Herði og hefur
keppt og unnið að félagsstörfum fyr-
irþað.
Sveinbjöm kvæntist 15.8.1964
Gretu Sigurðardóttur, f. 8.11.1946,
bókara. Foreldrar hennar: Sigurður
E. Agústsson, fyrrverandi lögreglu-
þjónn og fulltrúi, og Pálína G. Guð-
jónsdóttir húsmóðir.
Börn Sveinbjörns og Gretu: Lilja,
f. 23.2.1964, hárskerameistari, gift
Sigurði Pálssyni, þau eiga tvo syni;
Sigríður, f. 7.8.1965, húsmóðir, gift
Frímanni Ægi Frímannssyni, þau
eiga þrjú börn; Ragna, f. 10.6.1971,
skrifstofumaður, hún á eina dóttir;
Sveinbjörn, f. 27.9.1978, nemi.
Bræður Sveinbjörns: Páll, búsett-
ur í Garðabæ; Guðmundur, búsett-
uríReykjavík.
Foreldrar Sveinbjöms: Ragnar
Breiðfjörð Sveinbjömsson, f. 1917 í
Stykkishólmi, d. 1972, bryti, og Lilja
Guðmundsdóttir, f. 21.8.1924 á
Stokkseyri, Sóknarkona.
Sveinbjörn tekur á móti gestum
Sveinbjörn S. Ragnarsson.
frá kl. 18-21 föstudagskvöldið26.
ágúst í Harðarbóli, félagsheimili
Harðarmanna við Varmárbakka.
Jón G. Friðjónsson
Jón G. Friðjónsson dósent, Lauga-
læk 56, Reykjavík, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Jón er fæddur í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann er stúdent af mála-
deild MR1964, lauk BA-prófi í ís-
lensku og sagnfræði 1969 og cand.
mag.-prófi í íslenskri og almennri
málfræði 1972.
Jón starfaði við Christian-
Albrechts háskólann í Kiel 1972-75,
var lektor við HÍ1975-82 og hefur
verið þar dósent frá þeim tíma.
Jón hefur verið formaður stjórnar
Orðabókar Háskólans frá 1982.
Hann hefur skrifað greinar og bæk-
ui um íslensk mál, síðast Mergur
málsins, 1993.
Fj'ölskylda
Kona Jóns er Herdís Svavarsdótt-
ir, f. 2.9.1951, hjúkrunarfræðingur.
Foreldrar hennar: Svavar Bjöms-
son og Valborg Jónasdóttir.
Synir Jóns og Herdísar: Friðjón
Eiríkur, f. 10.5.1972; Bergsteinn Þór,
f. 9.6.1974; Egill Bjarki, f. 10.6.1983.
Bræður Jóns: Ásgeir Bergur Frið-
jónsson, f. 22.5.1937, d. 29.9.1992,
héraðsdómari; Sigurður H. Frið-
jónsson, f. 4.5.1943, Ph. d.; Ingólfur
Friðjónsson, f. 11.5.1951, hdl.; Frið-
jón Ö. Friðjónsson, f. 19.5.1956, hrl.
Foreldrar Jóns: Friðjón Sigurðs-
son, f. 16.3.1914, skrifstofustjóri Al-
Jón G. Friöjónsson.
þingis, og Áslaug Siggeirsdóttir, f.
25.11.1917, húsfreyja.
Jóneraðheiman.