Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
Dagur í lífi Arthúrs Björgvins Bollasonar:
Með þýskum stórstjömum
Arthúr Björgvin Bollason uppliföi eftirminnilegan dag sl. mánudag meö þýsku sjónvarpsfólki sem heimsótti m.a.
Perluna. DV-mynd Brynjar Gauti
Þessi dagur byrjaöi að vanda með
sundspretti og vatnsnuddi í Vestur-
bæjarlauginni. Síðan sótti ég sam-
verkakonu mína, Körlu Ehrlich, á
Hótel Loftleiðir en hún er fram-
leiðslustjóri þýska kvikmyndafyrir-
tækisins Studio Hamborg. Með henni
fór ég suður á Keflavíkurflugvöll þar
sem við mættum á fund með yfir-
valdinu kl. níu. Þar var saman kom-
inn fríður hópur; sýslumaður, full-
trúar lögreglustjóra, tollgæslu og
flugmálastjóra. Fundað var um öll
smáatriði varðandi lendingu sjón-
varpsflugvélar frá Þýskalandi sem
átti að koma um hádegi. í þessari vél
sem er, að því er ég best veit, fyrsta
fljúgandi sjónvarpsmyndverið í sög-
unni átti að vera á annað hundrað
farþegar, tæknimenn og gestir í sjón-
varpssal. Á leiðinni var verið að taka
hluta af spumingaþætti um ísland.
Ætlunin var að einhverjir farþegar
færu beint á hestbak þegar komið
væri úr vélinni og riði í áttina að flug-
vallarhliðinu. Flugmálayfirvöld
höfðu fallist á að loka tveimur flug-
brautum vegna þess. Þá tækju rútur
við fólkinu og flytti það í Bláa lónið.
Ég þurfti síðan að ganga frá þúsund
lausum endum fram aö hádegi.
Þá rann stóra stundin upp. Ég fór
með fulltrúa flugmálastjómar út á
flugbrautina og sjónvarpstökufólk,
sem var komið áður, fylgdi með. Þar
biðum við í hressilegri golu eftir að
Lufthansa-vélin lenti. Það var mikið
tilstand þegar fyrstu farþegamir
birtust loks og stjómandi þáttarins,
Frank Elstner, gekk út með miklum
glæsibrag og handasveiflum enda
allar myndavélar í gangi. í fylgd með
honum var sunddrottningin Franz-
iska von Almsick sem er mikil
stjama í Þýskalandi. Hún er á aug-
lýsingasamningi við Opel og sérinn-
fluttur glænýr Opelbíll stóð einmitt
við flugbrautarendann. Myndataka í
kringum það upphófst síðan þama.
Á ísjaka í Bláa lóninu
Síðan tók vösk víkingasveit við
fólkinu á hestum og reiö með það í
átt að hliðinu. Þá var öllu pakkað
saman og haldið að Bláa lóninu. Þar
byijaði mikil keppni milli tveggja
keppenda sem eftir vom í spurninga-
keppni sem fram hafði farið í flugvél-
inni. Þau kepptu til úrslita með því
að róa á gerviísjaka yfir Bláa lónið.
Reyndar höfðum við áður gert til-
raunir með að fá litla borgarísjaka
úr Vatnajökli á lóniö en þær gengu
ekki nógu vel.
Eftir Bláa lónið var farið í Heið-
mörkina og þar var haldin mikil úti-
veisla með þátttöku vikinga og ann-
arra „fornmanna" sem grilluðu lamb
á teini og allir fengu mjöð úr hom-
um. Þar var fengin þyrla til aö taka
úr lofti og var mikið tilstand. Vegna
þess að vélinni hafði seinkað var allt
á eftir áætlun um rúman klukku-
tíma. Það var afdrifaríkt allan daginn
því margra vikna undirbúningur var
um það bil að fara í vaskinn. Tauga-
titringurinn byijaði þegar komið var
í Heiðmörkina því þangaö var komið
rétt fyrir sex og klukkan hálfsjö átti
stjórnandinn að heimsækja Vigdísi
forseta ásamt keppendunum tveim-
ur. Hann haföi þó tíma til að taka
viö mig viðtal í Heiðmörk um ísland.
Meðan víkingaveislan var mynduð í
Heiömörk heilsuðu þau síðan upp á
Vigdísi og Frank tók viðtal viö hana
um land og þjóð. Að vanda var hún
okkur til mikils sóma.
Rússneskur loft-
fimleikamaður
Síöan var farið í Perluna og þá var
reyndar áætlun verulega komin úr
skorðum og hiaðborðið hafði beðið í
eina og hálfa klukkustund. Slökkvi-
liðiö hafði útbúið sex gosbrunni eða
gervihveri fyrir utan Perluna sem
vöktu mikla athygli og allt var kvik-
myndað. Nóttina áður hafði verið
komið fyrir ljósabúnaði um alla
Perlu og einnig búnaði fyrir rúss-
neskan loftfimleikamann, Anton
Beljakov, sem átti aö skemmta fólk-
inu um kvöldið. Vegna ólánlegra að-
stæöna var Perlan að hluta til upp-
tekin þetta kvöld því þarna voru
samankomnir 200 lögreglumenn víös
vegar úr heinúnum sem höfðu verið
í skóla hjá FBÍ. Ég hafði áður fundað
með fulltrúum dómsmálaráðuneyt-
isins og lögreglunnar og fengið sam-
þykki fyrir að okkar atriði kæmu inn
í kvöldverð þeirra sem óvæntar
uppákomur. Sömuleiðis yrði þama
verðlaunaafhending þar sem Linda
Pétursdóttir afhenti sigurvegara
verðlaun. Ég fékk reyndar það hlut-
verk algjörlega óvænt að kynna þá
uppákomu og stjórnanda þáttarins.
Það hafði ekki verið undirbúið þann-
ig að það var eiginlega versta stund
dagsins fyrir mig þó það gengi hratt
og slysalaust fyrir sig.
Það var ekki nóg með að lögreglu-
mennimir fengju óvænt að sjá stór-
kostlegan fimleikamann sveifla sér
yfir höfði þeirra heldur fengu þeir
einnig að sjá fyrrum alheimsfegurð-
ardrottninguna og í lokin þá mögn-
uðustu flugeldasýningu sem hjálpar-
sveit skáta hefur haldið. Þetta var
því stórkostlegt ævintýri.
Fljúgðu með RTL
Þegar flugeldamir fóru í loftið var
manni mjög létt þvi þetta hefur verið
óskaplega mikill undirbúningur
enda er þetta einhver dýrasti
skemmtiþáttur sem gerður hefur
verið í Þýskalandi. Reyndar var
ákveðið að þessi þáttur yrði sá fyrsti
í röðinnl af sex slíkum Sem nefnast
Fljúgðu með RTL en það er mikill
heiður þar sem vitað er að flestir
horfa á fyrsta þátt og er áætlað að
áhorfendur verði á bilinu 12-15 millj-
ónir. Þátturinn verður sendur út
annað kvöld. Hinir þættirnir verða
teknir á Mallorca, í Lissabon, Lon-
don, Feneyjum og París.
Þegar þessu öllu var lokið gat ég
sest niður í rólegheitum með stjórn-
andanum og hann hafði sérstakt orð
á því hversu allir sem komu nálægt
þessu hefðu verið liprir, þægilegir
og alúðlegir fyrir utan eina mann-
eskju sem sýndi neikvætt hugarfar.
Það var ofboðslega gaman að vinna
að þessu en þegar deginum lauk þá
harmaði ég það ekki að hann væri á
enda.