Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 Dagur í lífi Arthúrs Björgvins Bollasonar: Með þýskum stórstjömum Arthúr Björgvin Bollason uppliföi eftirminnilegan dag sl. mánudag meö þýsku sjónvarpsfólki sem heimsótti m.a. Perluna. DV-mynd Brynjar Gauti Þessi dagur byrjaöi að vanda með sundspretti og vatnsnuddi í Vestur- bæjarlauginni. Síðan sótti ég sam- verkakonu mína, Körlu Ehrlich, á Hótel Loftleiðir en hún er fram- leiðslustjóri þýska kvikmyndafyrir- tækisins Studio Hamborg. Með henni fór ég suður á Keflavíkurflugvöll þar sem við mættum á fund með yfir- valdinu kl. níu. Þar var saman kom- inn fríður hópur; sýslumaður, full- trúar lögreglustjóra, tollgæslu og flugmálastjóra. Fundað var um öll smáatriði varðandi lendingu sjón- varpsflugvélar frá Þýskalandi sem átti að koma um hádegi. í þessari vél sem er, að því er ég best veit, fyrsta fljúgandi sjónvarpsmyndverið í sög- unni átti að vera á annað hundrað farþegar, tæknimenn og gestir í sjón- varpssal. Á leiðinni var verið að taka hluta af spumingaþætti um ísland. Ætlunin var að einhverjir farþegar færu beint á hestbak þegar komið væri úr vélinni og riði í áttina að flug- vallarhliðinu. Flugmálayfirvöld höfðu fallist á að loka tveimur flug- brautum vegna þess. Þá tækju rútur við fólkinu og flytti það í Bláa lónið. Ég þurfti síðan að ganga frá þúsund lausum endum fram aö hádegi. Þá rann stóra stundin upp. Ég fór með fulltrúa flugmálastjómar út á flugbrautina og sjónvarpstökufólk, sem var komið áður, fylgdi með. Þar biðum við í hressilegri golu eftir að Lufthansa-vélin lenti. Það var mikið tilstand þegar fyrstu farþegamir birtust loks og stjómandi þáttarins, Frank Elstner, gekk út með miklum glæsibrag og handasveiflum enda allar myndavélar í gangi. í fylgd með honum var sunddrottningin Franz- iska von Almsick sem er mikil stjama í Þýskalandi. Hún er á aug- lýsingasamningi við Opel og sérinn- fluttur glænýr Opelbíll stóð einmitt við flugbrautarendann. Myndataka í kringum það upphófst síðan þama. Á ísjaka í Bláa lóninu Síðan tók vösk víkingasveit við fólkinu á hestum og reiö með það í átt að hliðinu. Þá var öllu pakkað saman og haldið að Bláa lóninu. Þar byijaði mikil keppni milli tveggja keppenda sem eftir vom í spurninga- keppni sem fram hafði farið í flugvél- inni. Þau kepptu til úrslita með því að róa á gerviísjaka yfir Bláa lónið. Reyndar höfðum við áður gert til- raunir með að fá litla borgarísjaka úr Vatnajökli á lóniö en þær gengu ekki nógu vel. Eftir Bláa lónið var farið í Heið- mörkina og þar var haldin mikil úti- veisla með þátttöku vikinga og ann- arra „fornmanna" sem grilluðu lamb á teini og allir fengu mjöð úr hom- um. Þar var fengin þyrla til aö taka úr lofti og var mikið tilstand. Vegna þess að vélinni hafði seinkað var allt á eftir áætlun um rúman klukku- tíma. Það var afdrifaríkt allan daginn því margra vikna undirbúningur var um það bil að fara í vaskinn. Tauga- titringurinn byijaði þegar komið var í Heiðmörkina því þangaö var komið rétt fyrir sex og klukkan hálfsjö átti stjórnandinn að heimsækja Vigdísi forseta ásamt keppendunum tveim- ur. Hann haföi þó tíma til að taka viö mig viðtal í Heiðmörk um ísland. Meðan víkingaveislan var mynduð í Heiömörk heilsuðu þau síðan upp á Vigdísi og Frank tók viðtal viö hana um land og þjóð. Að vanda var hún okkur til mikils sóma. Rússneskur loft- fimleikamaður Síöan var farið í Perluna og þá var reyndar áætlun verulega komin úr skorðum og hiaðborðið hafði beðið í eina og hálfa klukkustund. Slökkvi- liðiö hafði útbúið sex gosbrunni eða gervihveri fyrir utan Perluna sem vöktu mikla athygli og allt var kvik- myndað. Nóttina áður hafði verið komið fyrir ljósabúnaði um alla Perlu og einnig búnaði fyrir rúss- neskan loftfimleikamann, Anton Beljakov, sem átti aö skemmta fólk- inu um kvöldið. Vegna ólánlegra að- stæöna var Perlan að hluta til upp- tekin þetta kvöld því þarna voru samankomnir 200 lögreglumenn víös vegar úr heinúnum sem höfðu verið í skóla hjá FBÍ. Ég hafði áður fundað með fulltrúum dómsmálaráðuneyt- isins og lögreglunnar og fengið sam- þykki fyrir að okkar atriði kæmu inn í kvöldverð þeirra sem óvæntar uppákomur. Sömuleiðis yrði þama verðlaunaafhending þar sem Linda Pétursdóttir afhenti sigurvegara verðlaun. Ég fékk reyndar það hlut- verk algjörlega óvænt að kynna þá uppákomu og stjórnanda þáttarins. Það hafði ekki verið undirbúið þann- ig að það var eiginlega versta stund dagsins fyrir mig þó það gengi hratt og slysalaust fyrir sig. Það var ekki nóg með að lögreglu- mennimir fengju óvænt að sjá stór- kostlegan fimleikamann sveifla sér yfir höfði þeirra heldur fengu þeir einnig að sjá fyrrum alheimsfegurð- ardrottninguna og í lokin þá mögn- uðustu flugeldasýningu sem hjálpar- sveit skáta hefur haldið. Þetta var því stórkostlegt ævintýri. Fljúgðu með RTL Þegar flugeldamir fóru í loftið var manni mjög létt þvi þetta hefur verið óskaplega mikill undirbúningur enda er þetta einhver dýrasti skemmtiþáttur sem gerður hefur verið í Þýskalandi. Reyndar var ákveðið að þessi þáttur yrði sá fyrsti í röðinnl af sex slíkum Sem nefnast Fljúgðu með RTL en það er mikill heiður þar sem vitað er að flestir horfa á fyrsta þátt og er áætlað að áhorfendur verði á bilinu 12-15 millj- ónir. Þátturinn verður sendur út annað kvöld. Hinir þættirnir verða teknir á Mallorca, í Lissabon, Lon- don, Feneyjum og París. Þegar þessu öllu var lokið gat ég sest niður í rólegheitum með stjórn- andanum og hann hafði sérstakt orð á því hversu allir sem komu nálægt þessu hefðu verið liprir, þægilegir og alúðlegir fyrir utan eina mann- eskju sem sýndi neikvætt hugarfar. Það var ofboðslega gaman að vinna að þessu en þegar deginum lauk þá harmaði ég það ekki að hann væri á enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.