Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
21
Skák
Stórmeistaramótið í Sviss:
Kasparov hristi
keppinautana af sér
Garrí Kasparov hafði tryggt sér
sigurinn á stórmeistaramótinu í
Horgen í Sviss er einni umferð var
ólokið. Hann hafði hlotið 8 vinninga
úr tíu skákum, Júsupov og Sírov
höfðu 6,5, Kortsnoj og Lautier 6, Gelf-
and 5, Leko 4,5, Nikolic og Benjamin
4, Miles og Lutz 3,5 og Gavrikov 2,5.
í tveimur síðustu umferðunum vann
Kasparov helstu keppinauta sína,
Sírov og Júsupov, og sýndi þar með
enn yfirburði sína.
Kasparov hélt rakleiðis til Sviss frá
atskákmótinu í London þar sem
hann varö að bíta í það súra epli að
láta tölvuforritið Chess Genius 2 slá
sig út af laginu. Frétt þessa efnis fór
um heimsbyggðina eins og eldur í
sinu og fylgdi gjarnan sögunni að nú
væru dagar skákmanna af holdi og
blóði taldir. Þess var sjaldnast getið
að ekki var um venjulega kappskák
aö ræða heldur atskák, með 25 mín-
útna umhugsunartíma.
Forritið tefldi svo sem vel í skákun-
um - yfirspilaði Kasparov í endatafli
í þeirri fyrri og tókst að þvælast svo
fyrir honum með tapaða stöðu í
þeirri seinni a$ hann kaus að bjóða
jafntefli þegar hann var að falla á
tíma.
Forritið bætti svo við 2-0 sigri gegn
Nikolic í næstu umferð en Indverjinn
Anand kom því síðan niður á jörð-
ina. Anand, sem er þekktur fyrir aö
hugsa hraðar en öflugasta tölva,
vann fyrri skákina auðveldlega og í
þeirri seinni þurfti hann ekki að nota
nema 5 mínútur af umhugsunartíma
sínum til þess að koma forritinu á
kné. Hann var meira aö segja svo
ósvífinn að hafna vélrænu jafnteflis-
boði tölvunnar.
„Ég held að Kasparov hafi látið til-
finningarnar hlaupa með sig í gönur
og talið sig sterkari en tölvuna,“
sagði Anand. „Á endanum tefldi
hann til vinnings í stöðu þar sem
hann hefði átt að stíga á bremsuna."
Anand vildi sjálfur sem minnst úr
sigri sínum gera. „Það var dálítiö
ógnvekjandi að sjá tölvuskjá fyrir
framan sig í stað andlits en tölvan
tók ósigrinum mjög vel,“ sagöi hann.
En hvað um það. Kasparov þurfti
nauðsynlega á sigri að halda í Sviss
til þess að sýna skákheiminum aö
hann væri ekki dauður úr öllum
æðum, þrátt fyrir áfallið í London.
Lengi vel var þó útlit fyrir að Sírov
ætlaði að hafa í fullu tré við meistar-
ann. í innbyrðis skák þeirra sýndi
Kasparov hins vegar hver hefur
völdin. Sírov tefldi þó býsna vel á
mótinu, eins og þessi bráðskemmti-
lega skák hans við bandaríska stór-
meistarann Benjamin ber með sér.
Sírov er trúr lettneska stílnum og
lætur sig ekki muna um að fórna
drottningunni í tvígang.
Hvítt: Alexei Sírov
Svart: Joel Benjamin
Umsjón
Jón L. Árnason
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 Dc7 7. Be3 Rf6
8. 0-0 Be7 9. f4 d6 10. Del 0-0 11. Dg3
Rxd4 12. Bxd4 b5 13. a3 Bb7 14. Khl
Bc6 15. Hael Db7 16. Bd3 b4 17. Rdl
Hér í eina tíð tefldust allmargar
skákir 17. axb4 Dxb4 18. Re2 Db7 19.
Rc3 Db4 20. Re2 með þráleik og jafn-
tefli sem var einkar vinsælt meðal
friðsamra skákmanna í Austur-
Evrópu. Hvítur getur teflt áfram með
19. e5 Rh5 20. Dh3 g6 21. Rg3 en 21. -
dxe5 22. Bxe5 Rxg3+ 23. hxg3 Bb5!
gaf Ivantsjúk jafnt tafl gegn Sírov í
Linares í fyrra.
Leikur Sírovs nú er langt frá því
að vera nýr í stöðunni - hvítur kær-
ir sig kollóttan þótt peðastaðan á
drottningarværig riðlist lítillega.
17. - g6
Strax 17. - bxa318. bxa3 Rh5 kemur
ekki síður til greina.
18. Rf2 bxa319. bxa3 Rh5 20. De3 Rxf4?!
Þessi dæmigerða „flétta" sem svo
oft leiðir til auðveldrar tafljöfnunar
í svipuðum stöðum gefur hvítum nú
óvænta möguleika.
21. Dxf4 e5
22. Rg4!
Drottninguna má nú ekki þiggja
vegna 23. Rh6 mát.
22. - f6? '
Þetta er ekki eins traust og ætla
mætti! Nauðsynlegt er 22. - exd4 því
að eftir 23. Rh6+ Kg7 24. Rxf7 g5!
gæti brugðið til beggja vona. En 23.
Bc4 er annar möguleiki.
23. Bc4 + Kh8 24. Rxe5! dxe5 25. Dxe5!
Aftur fórnar hvítur drottningunni!
Ef 25. - fxe5 26. Bxe5+ Hf6 27. Hxf6
Kg7 28. Hxc6+ Kh6 29. Hc7, biskup-
inn á e7 fellur og sókn hvíts heldur
áfram.
25. - Kg7 26. Df4
Hvítur hefur haft peð upp úr krafs-
inu og sterka stöðu. Áfram teflir
Sírov af krafti.
26. - Had8 27. e3 h6 28. Hbl Da8 29.
Hb6 Hxd4
Eða 29. - Bxe4 30. Hxf6! og nú 30. -
Hxd4 31. Hf7 + , eða 30. - Bxf6 31.
Bxf6+ Kh7 32. Dc7+ og vinnur.
30. cxd4 Bxe4 31. Hel f5 32. De5+ Bf6
33. Hxf6!
- Og Benjamin gafst upp því að 33.
- Hxf6 34. De7 + kostar hrókinn.
Skákþing
Hafnarfjarðar
Skákþing Hafnarfjarðar hefst
sunnudaginn 18. september kl. 20 og
er búist við góðri þátttöku. Teflt
verður á sunnudags- og þriðjudags-
kvöldum, alls 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Mótið verður með
nokkuð óvenjulegu sniði því að eftir
fjórar fyrstu umferðirnar verður
gert hlé til 13. nóvember og mótinu
þá fram haldið. Áhugasamir geta á
meðan teflt á haustmóti Skákfélags
Hafnarfjarðar sem hefst 2. október.
Teflt eH húsinu Dverg, við Lækjar-
götu 2, Hafnarfirði, og er öllum heim-
il þátttaka. Fyrstu verðlaun eru
20.000 krónur, auk þess sem stefnt
verður að því að sigurvegarinn öðlist
rétt til kegpni í áskorendaflokki á
Skákþingi íslands um páskana.
Borgarskákmótið
Eitt hundrað og fjögur fyrirtæki og
stofnanir tóku þátt í Borgarskákmót-
inu sem fram fór í níunda sinn 19.
ágúst sl. Teflt var í Ráðhúsi Reykja-
víkur og stóðu Taflfélag Reykjavíkur
og Hellir að mótinu.
Helgi Áss Grétarsson, sem tefldi
fyrir Sveinsbakarí, Hannes Hlífar
Stefánsson, sem var fulltrúi Ofna-
smiðju Kópavogs, Helgi Ólafsson,
sem tefldi fyrir Fjölni - tölvu- og
tækniþjónustu, og Sævar Bjarnason,
fyrir Garðakaup; fengu allir 6 v. af 7
mögulegum. Helgi Áss, sem nú
stendur í ströngu á HM-unglinga í
Brasilíu, var úrskurðaður sigurveg-
ari á stigum.
Næstir komu Guðmundur Hall-
dórsson, Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur, Jóhann Hjartarson, Plastos hf.,
og Gunnar Freyr Rúnarsson, fyrir
Innkaupastofnun ríkisins, með 5,5
v. Þar á eftir komu Tómas Björnsson
(Hoffell, umboðs- og heildverslun),
Ásgeir P. Ásbjörnsson (Hugskot hf.),
Arnar E. Gunnarsson (Landsbréf),
Áskell Örn Kárason (Betri borgarar),
Ólafur B. Þórsson (Eyjakleinur),
Kristján Eðvarðsson (Sæbjörg), Ró-
bert Harðarson (Eyðublaðatækni),
Dan Hansson (Iðnnemasambandið)
og Björn Þorfmnsson (VISA ísland),
allir meö 5 v.
Nýi ökuskólinn h/f
Klettagörðum 11, et húsið
Meirapróf
Innritun stendur yfir til og með 19. sept.
Allar upplýsingar í síma 884500.
NAFN
KENNITA LA
HEIMILISFANG
PÓSTNÚMER STAÐUR
Kostir þess að fá þér „ Gerðu það gotí' möppu
fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn:
* Þú hefur alla bæklinga Tilraunaeldhúss MS
á einum stað
* Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð
fyrir alla bæklingana
* í möppunni eru grunnupplýsingar um mál,
vog og ýmis góð ráð
* Hún kostar aðeins 490 kr
_____
Já takk!
□ Ég vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu
□ Ég óska eftir því að uppskriftarbMingar MS
númer------------------- fylgi möppunni.
Utanáskriftin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavík.
Vikutilboð á verkfærum
Hleðsluborvél B&D kr. 5.369, blikkklippur, 3 stk. sett, kr. 876, sandblásturssett kr. 5.410, borasett, tré-járn-steinn, kr. 1.891
Rafsuðu-
transari
145 AMP
kr. 8.590
Lyklasett
op/lok., 24 stk.
6-32 mm
kr. 2.365
Höggskrúf-
járn
sett
kr. 690
Loftbor-
vél
3/8"
kr. 5.990
Erum beint Verkfæralagerinn
a móti Hagkaupi Skeifunni 13, sími 88 60 90
Opið mánud.-föstud. kl. 9-19
laugard. 10-17
sunnud.12-16