Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 Sérstæð sakamál „Réttarhöldin" í stofnnni íbúum smábæjarins Matlock í Derbyshire á Englandi var brugðið þegar líkiö af Peter Thompson, átj- án ára, fannst í runna við útsýnis- hæð skammt frá bænum. Þangað komu oft ungir elskendur og vitað var að Peter hafði átt vinkonu, Lorraine Underwood, fimmtán ára, en hún var horfin og hafði ekkert til hennar spurst. Leitin að Lorraine stóð í viku- tíma, en þá fannst lík hennar í gröf í tvö hundruð metra fjarlægð frá þeim stað þar sem líkið af Peter hafði fundist. Lögreglan gerði skömmu síðar þá kenningu heyrinkunna að lík- lega hefði einhver komið að þeim Peter og Lorraine í ástarleik og skotið þau, fyrst Peter en svo Lorraine, sem hefði reynt að ilýja staðinn. Hins vegar uröu rann- sóknarlögreglumenn að viður- kenna að þeir hefðu ekki fundið neinar vísbendingar á staðnum. Þá hafði enginn heyrt skothvelhna og enginn virtist hafa séð neitt sem varpað gæti ljósi á morðingjann. Fjölskylduráð- stefna Kenning lögreglunnar var nær sannleikanum en margan grunaði. Á því fékkst staðfesting hálfum öðrum mánuði eftir morðin þegar Arthur nokkur Hall kom til konu sinnar, Glenice, og sagði: „Eins og þú manst víst eftir var ég á kanínu- veiðum þennan dag. Ég datt næst- um því um þau og Peter sagði mér að hypja mig. Hann var afar ókurt- eis og ég missti stjórn á mér og skaut hann. Lorraine reyndi aö flýja en ég neyddist til að skjóta hana líka því hún bar kennsl á mig.“ Glenice Hall vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Þess vegna hringdi hún í mágkonu sína, frú Barböru Robin- son, og bað hana að koma. Hún hringdi sömuleiðis í mág sinn, Leslie, og komu þau bæði, ásamt manni Barböru, Frank. Var nú skotið á fjölskylduráðstefnu. í langan tíma sat Arthur Hall í v eigin stofu og hlustaði á viðstadda ræða hvort hann ætti aö gefa sig fram við lögregluna eða fremja sjálfsvíg. Loks komst „fjölskyldu- kviðdómurinn" að þeirri niður- stöðu við atkvæðagreiðslu, þar sem þrjú atkvæði gengu gegn einu, að Arthur skyldi gefa sig fram við yf- irvöldin. Einn viðstaddra taldi aft- ur að hann ætti að svipta sig lífi. Ljót saga Arthur Hail hafði hins vegar þeg- ar tekið sína ákvörðun. Hann greip glas með um hundrað aspiríntöfl- um og tók þær allar irm. En hann fannst og tókst að koma honum til meðvitundar. Var málið síðan feng- ið lögreglunni til meðferðar. Arthur reyndi aftur að fremja sjálfsvíg meðan hann sat í varð- haldi. Hann braut rúðu méð enninu og reyndi að skera sig á háls með glerbroti. Fangavörðum tókst að skerast í leikinn og aftur tókst að bjarga lífi hans. Málið kom fyrir landsréttinn í Nottinghamshire, og þá varð fjöl- skyldan fyrir enn einu áfaUi, ekki síst Glenice Hall. Þegar Arthur hafði játað að hafa skotiö ung- mennin tvö bar hann því við að sér Arthur Hall. hefði brugðið mikið þegar hann kom að þeim í ástarleik og væri það í raun skýringin á því sem hann hafði gert. Saksóknarinn hlýddi á orð Art- hurs en sagði svo: „Herra Hall. Peter Thompson var skotinn tveimur skotum. Réttarlæknar segja að það fyrra hafi ekki leitt til dauða, heldur þaö síðara. Megi því líta svo á að hann hafi verið tekinn af lífi, en hann var skotinn í síðara skiptið um hálftíma eftir að hann fékk fyrra skotið í sig. Þá var Lorraine IJnderwood ekki skotin á flótta. Henni var nauðgað, og hún síðan skotin til bana af stuttu færi.“ Hættulegur maður Það ríkti dauðaþögn í réttarsaln- um þegar Arthur Hall tók til máls. Hann talaði svo lágt að vart heyrö- ist til hans. „Já, þannig gekk það til. Ég kom að unga fólkinu í ástarleik. Peter Thompson bað mig að fara, en þá skaut ég á hann. Ég elti síðan Lorr- aine, náði henni og nauðgaði. Þegar ég hafði skotið hana gróf ég líkið og sneri síðan til baka. Þá heyrði ég Peter veina og biðja sér vægðar. Ég batt enda á þjáningar hans með því að skjóta hann í hnakkann." Dómarinn, Jones, kvað upp dóm- inn með þessum orðum: „Herra Arthur Hall. Þú varst í eðlilegu andlegu ástandi þegar þú eyðilagðir líf þessara tveggja ung- menna. Grimmdin og kaldhæðnin tekur öllu fram sem ég hef kynnst. Ég tel þig mjög hættulegan mann og dæmi þig í ævilangt fangelsi. Og ég bið þig að taka þessi orð al- varlega því dóminum fylgja þau ummæh að þig skuh ekki láta laus- an fyrr en ljóst sé að þú sért með öhu ófær um að vinna nokkrum öðrum tjón. Upphaf undar- legra atburða Þeim sem viðstaddir voru réttar- höldin var mjög brugðið þegar sak- sóknarinn lýsti með hverjum hætti Arthur Hall hafði orðið ungmenn- unum tveimur að bana. Glenice Hah, Frank og Barböru Robinson og Leslie HaU varð öUum hugsað th „réttarhaldanna" á heimUi HaUs-hjónanna, eftir aö Arthur hafði gert játninguna fyrir Glenice, og atkvæðagreiöslunnar í lok þeirra. Ekki fer neinum sögum af því hvort þau töldu að atkvæði heföu falhð á annan veg heföu þau þá vitað allan sannleikann. En hefðu þau gert það og niðurstaða atkvæðagreiöslunnar orðið sú aö Arthur ætti að fremja sjálfsvíg verður aö teljast vafasamt, ef ekki útilokað, að reynt hefði verið að bjarga lífi hans eftir að hann tók inn aspiríntöflumar. Og þá hefði morðmáhð aldrei upplýst og engin réttarhöld verið haldin. Enginn vafi er hins vegar á því að sú ákvörðun Arthurs HaU að segja konu sinni ekki aUan sann- leikann hafði áhrif sem hvorki hann né aðrir gátu séð fyrir. DómurGlenice Að svo var mátti meðal annars heyra á ummælum ýmissa sem við- staddir voru réttarhöldin, þar á meðan því sem Glenice Hall sagði: „Maðurinn minn mun ekki lifa lengi," sagöi hún. „Hann hefur dæmt sjálfan sig til dauða og ég er ekki í neinum vafa um að hann finnur leið til að svipta sig lífi í fangelsinu. Hann getur ekki lifað eftir það sem hann hefur gert. í Glenice Hall. Lorraine Underwood. Arthur Hall eldri. Frank Robinson. raun hefði átt að dæma hann til dauða og taka af lífi. Ég mun nú koma mér héðan frá Matlock og fara fram á að ég og bömin megi taka upp nýtt nafn. Viö getum hvorki búið hér né ann- ars staðar undir HaU-nafninu. Þá óska ég ekki eftir að sjá Arthur framar." Og Frank Robinson, sem hafði tekið þátt í að bjarga lífi Arthurs eftir að hann tók töflurnar, sagði: „Hann átti að fá að deyja.“ Ummæli systurinnar Barbara, systir Arthurs, gerðist talsmaður allrar fjölskyldunnar þegar hún sagði: „Ég lýsi yfir því fyrir hönd okkar allra, það er mín, bróður míns og foreldra okkar, að Arthur er að okkas mati dáinn. Hann dó daginn sem hann myrti þetta unga fólk. Við óskum þess innilega að hann .finni einhverja leið til þess að fremja sjálfsvíg og ég tek undir orð Glenice þegar hún sagði að taka hefði átt Arthur af lífi.“ Ýmsum þóttu ummæli hinna nánustu í harðara lagi og bæri að sætta sig við þann dóm sem kveð- inn var upp í réttinum. Ætti Arthur Hall verra skilið væri rétt að eftir- láta máttarvöldunum að refsa hon- um frekar. Um hríð gerðist ekkert sem í frá- sögur getur tahst færandi af því fólki sem næst hafði staðið Arthur Hall. Sjálfur fór hann í fangelsi, þar sem hann skyldi dveljast meðan hann „gæti sig hreyft“, eins og ein- hver komst aö orði. 111 örlög Nokkrum árum eftir að morð- máhö hafði verið til lykta leitt fóru að gerast óvenjulegir atburðir í lífi ættingja Arthurs Hall og annarra sem atburðunum höfðu tengst. Móðir Lorraine Underwood skildi við mann sinn og tók saman við Trevor nokkum Hously. Um hríð gekk allt vel hjá þeim, en svo fór hann að gera sér dælt viö konu nágrannans. Brátt vildi hann segja skihð við sambýliskonuna og til þess aö tryggja að hann gæti geng- ið að eiga konu nágrannans skaut hann hann til bana en var handtek- inn og dæmdur í ævilangt fangelsi. Foreldrar Arthurs Hall fóru held- ur ekki varhluta af vandræðum. Einn sona þeirra, Norman, framdi sjálfsvíg. Annar þeirra, Peter, fórst í bílslysi og sá þriðji, Alfred, hvarf sporlaust eftir að einkabarn hans drukknaði. Hann hefur aldrei fundist og er talinn látinn. Þegar faðir Arthurs Hah var orð- inn sjötíu og fjögurra ára lét hann ýmislegt eftir sér hafa um örlög þeirra hjóna og sagði þá meðal ann- ars: „Eftir allt sem kom fyrir kem- ur nú þessi hörmung yfir okkur. Hvernig stendur á því að við eigum að ljúka ævinni á þennan hátt? Hvað höfum við gert svo iht að við eigum það skhið? Sonur minn, Art- hur, framdi tvo alvarlega glæpi og fyrir þá átti að hengja hann!“ Þeirri spumingu var varpað fram í umræðu um þessi ummæli og „réttarhöldin í stofunni“ hvort vera mætti að dómharka foreldr- anna og ættingjanna hefði á ein- hvern óskýranlegan hátt snúist gegn sumu af því fólki sem máhnu tengdist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.