Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Side 25
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 25 Bagall Páls biskups Þegar fram fara viðamiklar forn- leifarannsóknir hér á landi, s.s. þegar bæjarstæði eru grafm upp, koma iðu- lega upp úr jörðinni hundruð gripa frá fyrri öldum. Svo sem lög gera ráð fyrir eru þessir munir sendir Þjóð- minjasafninu eða byggðasafni til vörslu og frekari rannsóknar. Fæstir þessara gripa rata hins vegar fyrir augu almennings í sýningarsölum safnanna. Fyrir því er sú ástæða aö flestir eru þeir aðeins í brotum og því yfirleitt lítt áhugaverðir fyrir aðra en sérfræðinga. Það er hrein hending að upp úr jörðinni komi heill gripur frá fyrri öldum sem er einstakur eða fágætur. Það hefur þó blessunarlega nokkrum sinnum gerst, t.d. hafa fundist merki- legir hlutir í kumlum fornmanna enda var það siður í heiðni að leggja dýrmæta persónulega muni í graíir manna. Þá hafa nokkrum sinnum Land og minjar fundist afar sérstakir forngripir við tilviljunarkennt jarðrask. Dæmi um það eru t.d. Þórslikneskið, sem er einn frægasti forngripur okkar ís- lendinga, Úrnesnælan frá Trölla- skógi á Rangárvöllum og biskups- bagallinn sem fannst á Þingvöllum árið 1957. Bagall Páls biskups er fagur gripur. Ljósm. Þjms. ívar Brynjólfsson Fomleifarannsókn í Skálholti Á sumarmánuðum árin 1954 til 1958 fóru fram umfangsmiklar fom- leifarannsóknir í Skálholti. Tilefnið var bygging nýrrar kirkju á staðnum sem sjálfkrafa hafði í för með sér mikið jarðrask á þessum merka sögu- og minjastað. Við rannsóknina komu í ljós margvíslegar byggingar- leifar og munir frá fyrri tíð. Hafa því efni verið gerð góð skil í bókinni Skálholt, fomleifarannsóknir 1954- 1958, sem út kom árið 1988. Rannsóknin í Skálholti vakti gífur- lega athygli á sínum tíma enda urðu þau merku tíðindi að upp úr jörðinni kom steinþró Páls biskups Jónssonar sem lést árið 1211. Frá kistunni er sagt í Páls sögu biskups sem að lík- indum er rituö á árunum 1229 til 1235: „Hann lét ok steinþró höggva ágæta hagliga, þá er hann var í lagðr eptir andlát sitt.“ Þróin, sem nú er til sýnis i Skál- holti, er höggvin í móberg og mun vera af gerð sem algeng hefur verið á Englandi og víðar í norrænum löndum á 13. öld. í henni vorulíkam- sleifar Páls biskups. Við hægri öxl lá ennfremur húnn af bagli, gerður úr rostungstönn. Krókurinn er skorinn í líki dýrshöfuðs og umhverfis er grafin röð af dýramyndum. Til fóta lá járnbroddur bagalsins. Annað var ekki í þrónni en augljóst af verksum- merkjum að einhvern tímann áður hefur henni verið lokið upp. Hefur þá vafalaust eitthvað verið fiarlægt þótt beinin og bagallinn hafi fengið að vera í friði. Húnninn af baglinum er að sönnu ekki stór en hann er einstaklega fall- egur gripur og hefur verið enn fall- egri í upphafi þegar hann prýddu glerperlur í augum dýranna sem þar eru skorin út. Hefur gripur þessi enda skipað viðhafnarsess í sýningarsölum Þjóðminjasafnsins um árabil. Margét hin haga eða enskur listamaður? Það var Kristján Eldjárn, þáver- Biskupsmynd eða ábóta á súluhöfði i hinni fornu Úrneskirkju í Sogni i Noregi. Hliðstæðan við bagal Páls biskups er augljós. andi þjóðminjavörður, sem sfiórnaði rannsókninni í Skálholti. Hann hefur ritað greinar um bagalinn í bækur og tímarit. Kristján taldi sterkar lík- ur á því aö bagallinn væri íslensk smíð frá því um 1200. Hann giskaði á að listamaðurinn væri Margrét hin haga sem var í þjónustu Páls biskups og kunn er fyrir ágætan útskurð. í Páls sögu er hún sögð „oddhögust allra manna á íslandi". Kristján túlk- aði stóra dýrið á baglinum sem ljón og tengdi myndefnið við 1. Mósebók 49,9 um ljónið Júda. Nýverið hefur dr. Sveinbjörn Rafnsson prófessor sent frá sér afar skemmtilegt og áhugavert kver um Pál biskup (Páll biskup Jónsson, nokkrar athuganir á sögu hans og kirkjustjórn. Ritsafn Sagnfræöi- stofnunar 33, 1993). Þar tekur hann bagalinn til sérstakar athugunar og kemst að annarri niðurstöðu en Krisfián. Hann telur bagalinn ekki íslenskt verk heldur enska smíð. Hér er ekki tækifæri til að fialla ítarlega um rökstuðning Sveinbjörns en stikla má á stóru. Hann bendir á að bagall Páls biskups eigi sér hlið- stæður í þeirri norsku myndlist sem ber sterk merki ensk-normannskra áhrifa. í staíkirkjunni fornu í Úrnesi í Sogni í Noregi, sem er aö hluta til byggð upp úr viðum eldri kirkju, eru súlur með tréskurðarmyndum sem eru merkilegar hliðstæður viö bagal Páls biskups. Á einni þeirra er meira að segja munkur eða ábóti sem í vinstri hendi heldur á bagli af mjög líkri gerð og bagall Páls. Og þegar nánar er skoðað koma í ljós alveg ótrúleg smáatriði sem eru eins á biskupsbaglinum og útskurðinum í kirkjunni. Sveinbjörn telur hinar nánu hlið- stæður myndanna benda til þess að þær hafi orðið til á svipuðum tíma. Þó gæti bagallinn verið nokkru eldri. Hins vegar sé handbragðið að ýmsu leyti ólíkt og myndirnar því áreiðan- lega hvorar eftir sinn meistarann. Það er álit Sveinbjörns að smíði bagalsins beri með sér slíka fag- mennsku að tæplega geti verið um íslenskan smíðisgrip að ræða og varla norskan heldur. Kemur honum helst í hug borgarsamfélag með mik- illi handiðnahefð. Kveður hann lík- legt að uppruna bagalsins sé að leita suður á Bretlandseyjar þó að hráefn- ið, tönnin, sé norrænt. Bendir Svein- bjöm á að Páll biskup og forveri hans, Þorlákur Þórhallsson, hafi haft náin tengsl við England og dvalið þar og gæti bagallinn því auðveldlega verið kominn hingað til lands fyrir þeirra tilstilli eða verið þeim sendur. Rökstuðningur Sveinbjörns, sem er ítarlegri en hér er kostur á að endursegja, er sannfærandi. En hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki getum við vissulega hrósað happi yfir að eiga þennan einstaka dýrgrip frá tímum hinna kaþólsku miðalda á íslandi. Líttu inn í verslun okkar í Skaftahlíð 24 og kynntu þér fróbær tilboð á Star tölvuprenturum. Ekki bíða of lengi... -Il *T*r: J Star SJ-144 ill^litaprentari ♦ Hraðvirkur, allt að 306 stafir/sek. ♦ Upplausn: 360 x 360 (pát) ♦ Nú prentar þú sjálf(ur) á bolinn þinn! ♦ Prentar á sérstaka merkistrimla ♦ Allar glærurnar þínar í lit! ♦ Einnig til fyrir Macintosh tölvur kr. 36.901 Star LC-IOO litaprentari Star 24-200 C litaprentari Star LC-20 nálaprentari Star SJ 48 Bleksprauta Star Laser 4 III Geislaprentari ♦ 9 nála litaprentari ♦ 10 þumlunga vals ♦ 180 stafir/sek ♦ Litaprentari fyrir heimilið, skólann og í vinnuna kr. 18.900 mm ♦ 24 nála litaprentari ♦ 10 þumlunga vals ♦ 225 stafir/sek ♦ Hentugur í grafíska útprentun, töflur og ritvinnslu kr. 24.900 ♦ 9 nála prentari ♦ 10 þumlunga vals ♦ 180 stafir/sek ♦ Hentugur í grafíska útprentun, töflur og ritvinnslu kr. 14.901 ♦ Bleksprautuprentari - 64 spíssar ♦ 30 blaða arkamatari fylgir! ♦ Upplausn: 360x360 (pát) ♦ Gæðaprentari fyrir ritvinnslu, töflureikna o.fl. kr. 28.900 ♦ "Ekta" laserprentari A4 ♦ 1 MB minni, stækkanl. í 5 MB ♦ PCL-5, innbyggt stækkanlegt letur .♦ Upplausn: 600 x 300 (pát) m/ REP ♦ 4 blöð á mínútu -16 MHz RISC ♦ Hentugur sem hágæða ritvinnslu- prentari, fyrir töflureikna o.fl. kr. 66.900 OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10.00 - 16.00 • S-m/1,00 • Slalco Wrýiri | í því skyni aö gera enn betur við viöskiptavini okkar fer nú fram þjónustukönnun í verslun okkar, þar sem viðskiptavinir eru þeðnir um að meta þá þjónustu sem þeim var veitt. Líttu við og taktu þátt! NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.