Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
39
j 1
W
Hláturinn bætir heilsuna og lengir lífið.
Húmorleysi er
lífshættulegt
„Mér leiðist eiginlega allt,“ sagði
þessi gleðilausa kona. Nökkvi
læknir hafði haldið fyrirlestur um
lífsgleði á fundi glaösinna kvenfé-
lagskvenna. Fundarmenn hlógu
mikinn en þessari konu stökk aldr-
ei bros. Hún sat með krosslagðar
hendur og skeifu niður á miðjar
axlir meðan aðrir kættust dátt. Þau
sátu saman í fundarlok, drukku
kaffiogspjölluðu. „Sumumfinnst
lífið skemmtilegt," hélt hún áfram,
„en mér fmnst það hundleiðinlegt.
Aldrei get ég hlegið að gaman-
myndum eða bröndurum enda tel
ég allt slíkt bæði vitlaust og
heimskulegt. Sumum finnst þú
skemmtilegur, Nökkvi læknir, en
ég tel að þú beitir aulabröndurum
og sleggjudómum sem eru allsendis
ófyndnir. Eiginlega hef ég ekki
hlegið í nokkur ár og ekki sakna
ég þess.“ Að þessari ræðu lokinni
hóf konan að segja frá vandamál-
um sínum sem bæði voru mörg og
flókin. Aldrei gat hún komið auga
á eitthvað spaugilegt í tilverunni;
hún svamlaði ein í djúpum táradal
þar sem hvergi sást örla fyrir landi.
Nökkvi læknir hafði engin svör og
skyndilega stóð konan fætur, kast-
aði á hann kveðju og gekk á dyr
alvarleg á svip. Þegar hún var farin
varp hann öndinni léttar enda leið-
ist honum húmorlaust fólk. „Það
er mikil bæklun að sjá aldrei neitt
broslegt í tilverunni heldur ein-
blína á skuggahliðar mannlífsins,"
sagöi hann við Bergdísi konu sína
síðar þetta sama kvöld.
Bætir heilsuna
Fyrir mörgum árum lá banda-
ríski rithöfundurinn Norman
Cousins fyrir dauðanum. Hann
velti því þá fyrir sér hvort jákvætt
hugarfar, hlátur og skemmtan gæti
haft læknandi áhrif. „Af hverju
ekki,“ sagði Norman, „neikvæði og
fýla gera alla sjúkdóma verri.“
Hann tók á leigu ótal grínmyndir
og lá sárþjáður yfir þeim til að geta
hlegið hressOega. Hann komst ífjót-
lega að raun um að góður hlátur
virkaði betur en verkjalyf. Glað-
værð hafði læknandi áhrif. Smám
saman bötnuðu honum veikindin
og gerðist hann eftir það talsmaður
gleði og kímni í lækningaskyni.
„Hláturinn lengir líffð,“ sagði Nor-
man og tók undir með íslenskum
A læknavaktinni
& KÍ P v^' Óttar
Guðmundsson
\ / R læknir
málsháttaviðrinum. Læknisfræðin
hefur sannað þetta á siöustu árum.
Hlátur og jákvætt hugarfar lækka
blóðþrýsting, hafa góð áhrif á önd-
un og blóðrás og styrkja ónæmis-
kerfið. Hláturinn bætir svefn og
hreinsar alls kyns spennu, streitu
og óróleika úr sálinni. Húmorleysi
er því lífshættulegt ástand auk þess
að vera afspyrnu leiðinlegt. En
miklu skiptir að geta skilgreint eig-
inn húmor. Allar þjóðir eiga sér
einhverja tegund af kímni. Á seinni
árum hefur íslensk þjóð misst
ákveðin tengsl við eigin kimnigáfu.
Menn hafa fallið flatir fyrir amer-
ískum aulahúmor, rjómatertukasti
og tvíræðum bröndurum úr þar-
lendum bókum og blöðum. Ýmsir
íslenskir skemmtikraftar hafa þýtt
ógrynni slíkra brandara til að hafa
á hraðbergi á mannamótum gegn
vænni greiðslu. Þetta finnst
Nökkva lækni vafasamar aðgerðir;
nær væri að styðja við íslenska
fyndni í góðu þjóðræknisátaki. ís-
lenski húmorinn er um margt ákaf-
lega skemmtilegur og sérstakur.
Islensk fyndni
Franski rithöfundurinn Voltaire
sagði eitt sinn: „Ég hef aðeins beðið
einnar bænar um dagana til Guðs:
Láttu, góði Drottinn, óvini mína
gera sig að fíflum." Og oftar en
ekki var ég bænheyrður." íslensk-
ur húmor er í þessum anda. Ósjald-
an gengur hann út á aö gera grín
að óvinum og öfundarmönnum eða
öðrum sem gerðu sögumanninum
lífið leitt. Ótal sagnir eru til frá öll-
um öldum um nafngreinda menn
þar sem heimska þeirra og, dóm-
greindajrleysi er haft að gamanmál-
um. Margar slikar sögur eru bæði'
smekklausar og ófyndnar í augum
nútímamanna en skemmtu forver-
um okkar í þessu landi. Dæmigerð
saga úr íslenskri fyndni hljómar
svona: Bóndi í Mýrdal (nafngreind-
ur) kom í búð til Halldórs kaup-
manns í Vík og sagði: „Nú er dreng-
urinn minn dáinn. Ég þyrfti að
biðja þig um fjalir utan um hann.
Halldór, og dálítið af salti.“ Mörg-
um nútímamönnum finnst þetta
ákaflega ófyndið en hugsunin að
baki sögunnar er í raun bráð-
skemmtileg og sérstaklega fyrir þá
sem þekktu bónda þennan. Vin-
sældir Davíðs Oddssonar, Sverris
Hermannssonar og Sighvats Björg-
vinssonar sem stjórnmálamanna
byggjast að verulegu leyti á því að
þeir kunna að skemmta þjóðinni
með íslenskum húmor, hæfilega
illkvittnum og hnitmiðuðum. Fáir
stjórnmálamenn kunna þá list
enda eru þeir margir gleðileysið
holdi klætt. Þjóðareðlið breytist
ekki á nokkrum árum. Nökkvi
læknir telur að margs konar sjúk-
dóma og vesöld og volæði megi
rekja til þess að þjóðin hefur glatað
tengslum við eigin kímnigáfu.
„Hún ráfar villt um eyðimerkur
bandarískra brandarabóka og
gamanmynda og verður við það
húmorlaus," sagði Nökkvi læknir,
„og það er lífshættulegur and-
skoti!“
Til sölu Sport-Craft bátur með 146 ha Volvo Penta
inboard/outboard vél. Ýmis aukabúnaður, m.a. Power trim,
útvarp/segulband og talstöð. Vagn íylgir. Bátur og vél í topp-
standi: Litið notað. Verð kr. 990.000. Ath. Skipti á snjósleða
eða góðum bíl. Svarþjónusta DV, sími 91-632700. H-9429.
INNANHÚSS- ioo
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriftum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,. vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn ...........7................
Heimilisfang
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks 234
2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir og tæki sem verða til sýnis þriðjud^ginn
20. september 1994 kl. 13-16 I porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni
7 og víðar.
1 stk. Cadillac Fleetwood 1982
1. stk. Nissan Primera SLX 1991
1. stk. Mitsubishi Galant 1987
1. ?tk. BMW320 1989
2. stk. Saab 9001 1987-88
2. stk. Toyota Corolla 1990-91
1. stk. Mazda 323station 1987
3. stk. Nissan Micra 1988
1. stk. Subaru 1800station 1991
1. stk. Toyota Hi Lux Extra cab (skemmdur) 1994
1. stk., Toyota Hi Lux Extra cab 1990
4. stk. Toyota Hi Lux Doublecab 1986
1. stk. Nissan Patrol pickup m/húsi 1986
1stk. GMC Suburban 1982-88
1. stk. Lada Sport 1989
4. stk. Mitsubishi L-300 Mini bus 1987-91
2. stk. Toyota Hi Ace 1987-88
2. stk. Toyota Tercel 1986-87
1. stk. Volkswagen Pickup 1987
1. stk. Mercedes Benz 914 m/lyftu 1985
1. stk. Mercedes Benz 1628 1986
2.stk. Ford Econoline-sendiferðabifr. 1981-88
1. stk. Harley Davidson bifhjól 1980
1. stk. Bílkrani Gottvald 1971
Til sýnis hjá Bifreiðaverkstæði GT Haukamýri 1, 640 Húsavík.
1 • stk. Subaru station (með bilaðri vél) 1988
Til sýnis hjá iðntæknistofnun Islands, Keldnaholti.
1. stk. Case 580 G traktorsgrafa 4x4 1986
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð Grafarvogi, Reykjavík.
1 - stk. Veghefill Caterpillar 12G 1975
1. stk. snjótönn á veghefil, handskekkt
1 - stk. kastplógur á vörubíl Viking 285 PD 1974
l.stk. fjölplógur á vörubíl Síndri 1985
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Hvolsvelli
1. stk. Massey Ferguson 690 4x4 dráttarvél 1984
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins í Búðardal
1 stk. Massey Ferguson 699 4x4 dráttarvól 1985
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Patreksfirði
1. stk. Massey Ferguson 399 4x4 dráttarvél 1988
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Hvammstanga
1. stk. vatnstankur, 10.000 I með dælu
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum
bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun-
andi.
Wríkiskaup
Ú t b o b Í k í I a á r a n g r i I
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739