Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
41
Sjálfvirk auglýsingaþjónusta DV opnuð á mánudag:
Stórbætt þjónusta við
auglýsendur og lesendur
„Megintilgangurinn með sjálf-
virku auglýsingaþjónustunni er að
bæta þjónustuna við auglýsendur
og lesendur blaðsins. Þessi nýja
þjónusta sparar bæði tíma og fyrir-
höfn fólks þar sem hún er opin all-
an sólarhringinn,“ segja þær Jó-
hanna Á.H. Jóhannsdóttir, deildar-
stjóri sjálfvirkrar símaþjónustu
DV, og Ingibjörg L. Halldórsdóttir,
deildarstjórismáauglýsingadeildar
blaðsins.
Sjálívirk auglýsingaþjónusta DV
mun taka til starfa á mánudaginn
kemur. Um er að ræða tölvustýrt
samskipta- og upplýsingakerfi sem
gefur bæði auglýsendum og þeim
sem svara auglýsingum kost á sam-
skiptum með sem minnstri fyrir-
höfn og tilkostnaði. Notendur þjón-
ustunnar þurfa aö hafa tónvals-
síma (takkasíma) og smáauglýs-
ingu í DV til að hringja eftir,
Eftir sem áður munu auglýsend-
ur þó geta auglýst á hefðbundinn
hátt með því að gefa upp símanúm-
er sitt. En vilji þeir spara tíma og
fyrirhöfn er sjálfvirk auglýsinga-
þjónusta DV einfold og ódýr leið.
Mínútusamtal við sjálfvirku aug-
lýsingaþjónustu DV mun aðeins
kosta 25 krónur.
Einfalt í notkun
Sjálfvirka auglýsingaþjónustan
er mjög einfóld í notkun. Frá því
að samband næst við síma 99 56 70
leiðir vinsamleg rödd viðskiptavin-
ina áfram og leiðbeinir um notkun
á kerfmu.
Smáauglýsing sem er þjónustuð
á þennan hátt er auðkennd með
tilvísunarnúmeri. Vilji auglýs-
andinn gefa frekari upplýsingar,
t.d. um bíl til sölu, getur hann
hringt í 99 56 70, slegið inn tilvísun-
arnúmerið og lesið inn viðbótar-
upplýsingar um bílinn; um fjölda
eigenda, gerð vélar, viðgerðir o.fl.
Eftir að hafa lesið inn þessar upp-
lýsingar er auglýsandanum gefmn
kostur á að hlýða á sjálfan sig og •
velja hvort hann vill hafa upplýs-
ingarnar óbreyttar eða eyða þeim
og endurtaka upptöku.
Hafi lesandi DV áhuga á að svara
viðkomandi auglýsingu hringir
hann í síma 99 56 70 og slær inn
tilvísunarnúmer auglýsingarinn-
ar. Hann getur hlustað á viðbótar-
upplýsingar seljanda og ef honum
Ingibjörg L. Halldórsdóttir, deildarstjóri smáauglýsingadeildar DV, og Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir, umsjónarmaður sjálfvirkrar símaþjónustu DV.
líst vel á bílinn lesið skilaboð inn
í talhólf, sem sérstaklega er fyrir
þessa auglýsingu, um að hann vilji
kaupa bíhnn.
Sá sem auglýsti bílinn til sölu get-
ur hvenær sem er athugað hve
margir hafa svarað auglýsingunni
og hvemig tilboðin hljóma með því
að hringja í 99 56 70, slá inn tilvísun-
amúmerið og sérstakt aðgangs-
númer. Aðgangsnúmerið fær aug-
lýsandinn þegar hann setur auglýs-
inguna í blaðið og það tryggir að
enginn annar fái aðgang að talhólfi
auglýsingarinnar en hann sjálfur.
Sérþjónusta fyrir
atyinnuauglýsingar
Þegar um atvinnuauglýsingar er
að ræða er fariö eins að nema hvað
einum þjónustulið er bætt við. Þeg-
ar auglýsandi hefur hlustað á þá
sem vilja fá vinnuna getur hann,
með því að fara eftir leiðbeiningum
tölvunnar, valið úr umsóknunum
og svarað hveijum og einum. Hann
getur með einu símtali fengið upp-
lýsingar um fjölda nýrra svarenda
og flokkað þá eins og hina.
Allir umsækjendur um atvinnu
fá leyninúmer. Getur hver þeirra
síðan hringt í síma 99 56 70, slegið
inn tilvísunarnúmer og leyninúm-
er og fengið svar við umsókninni
sinni eftir að auglýsandinn hefur
flokkað umsóknirnar. Þessi þjón-
usta við auglýsendur er nýjung á
íslenska auglýsingamarkaðnum,
nýjung sem ætlað er að svara þörf-
um auglýsenda og lesenda.
Fjölmargir kostir
DV hefur veitt sérstaka svarþjón-
ustu við smáauglýsingum um
nokkurt skeið. Hafa undirtektir
viðskiptavina verið mjög góðar, svo
góðar að ekki var lengur hægt að
anna eftirspurninni. Sjálfvirka
áuglýsingaþjónustan gerir hins
vegar kleift að anna miklum fjölda
svara við auglýsingum á skjótan
og öruggan hátt.
„Aðrir kostir þessarar sjálfvirku
auglýsingaþjónustu eru fjölmargir.
Þannig getur lesandi svarað aug-
lýsingu hvenær sem er sólar-
hringsins og auglýsandi getur hve-
nær sem er athugað hverjir hafa
svarað auglýsingunni. Bréfaskrift-
ir til að senda inn merkt tilboð
verða óþarfar. Þá er mikill munur
fyrir auglýsandann að þurfa ekki
að binda sig heima við á ákveðnum
tíma til að svara í símann. Auglýs-
ingaþjónustan tekur viö öllum
hringingum vegna auglýsingarinn-
ar og auglýsandinn athugar svör-
unina einfaldlega þegar honum
hentar. Helsta breytingin er sú að
auglýsandinn og sá sem svarar
auglýsingunni tala ekki beint sam-
an fyrr en auglýsandinn hefur val-
ið líklegan viðskiptavin," segja þær
Jóhanna og Ingibjörg.
Sjálfvirka auglýsingaþjónustan
verður kynnt frekar í blaðinu og
víðar á næstunni, þar á meðal í
heilsíðuauglýsingu í DV á mánu-
dag.
Jón vill leigja út þriggja her- Þegar blaðið kemur út rekst Guð-
bergja íbúð í Hlíðunum. Hann setur rún á auglýsinguna. í stað þess að
smáauglýsingu í DV þar sem fram skrifa bréf og senda þaö á auglýs-
kemur að íbúðin sé laus strax og ingadeild.DV hringir hún strax í
hann óski fyrirframgreiðslu. Jón síma995670ogslærinntilvísunar-
er mjög upptekinn og getur þvi númerið. Henni býðst að heyra við-
ekki setið vdð símann eða náð í til- bótarupplýsingar Jóns. Að því lo-
boð á smáauglýsingadeild DV. knu talar hún í talhólfxð hans, ger-
Hann velur því sjálfvirku auglýs- ir tilboð í íbúðina og gefur umbeðn-
ingaþj ónustuna. ar upplýsingar. Fleiri fara að dæmi
Auglýsingin er merkt tilvisunar- Guörúnar.
númexi og Jón fær sérstakt að- Þegar Jón kemur heim seint um
gangsnúmer. Til að gefa áhuga- kvöld hringir hann í 99 56 70, slær
sömum ítarlegri upplýsingar inn tilvísunarnúmer og aðgangs-
hringir hann í síma 99 56 70 og les númer og hlustar á þau tilboð sem
ínn á talhólflð: „íbúðin er á þriðju borist hafa. Tilboð Guðrúnar
hæð í blokk, meö parketi á gólfum hljómar best. Daginn eftir hafa
og ný innrétting er í baðherbergi. fleiri hringt og þegar Jón hringir í
Ég vil helst leigja reglusömu flöl- 99 56 70 um kvöldið er tilkynnt að
skyldufólki, fá upplýsingar um þrjú ný tilboð hafl borist. En hann
greiðslugetu og sjá meðmæli frá ákveður aö gera leigusamning við
fyrri leigusölum. Segið mér hvar Guðrúnu og gengur írá málinu
og hvenær ég get. náð í ykkur og strax daginn eftir.
ég svara e;ns fljótt og ég get.“
BLOMASYMIM GAR
Pottablóm - 30% afsláttur
Garðskálaplöntur - 60% afsláttur
Verið vtíkgmn á ‘Bíóttia-
sýnitigunaíŒerlumi
utnklginaogsjáúð
skreytitigamarfrá Qarðsfiomi
viö fossvogskidjugarð - sínti40500
OjPíð al/a da#a TO-Æ2