Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Page 36
44
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
fþróttir
Alexi Lalas, knattspymumaðurinn með geithafursskeggið, byrjar vel á ftalíu:
.. .. a../. 4 '... ■- I ' . \_ .. ■ ' . ■'''- .' . '.
„Ég verð að hafa
tónlistina
Frá því Ruud Gullit lét sér vaxa hár-
ið hefur enginn knattspyrnumaður
vakið jafnmikla athygli fyrir útlit sitt
og bandaríski varnarmaðurinn Alexi
Lalas. Þegar bandaríska landsliöið
tók að vekja athygli í undirbúningi
sínúm fyrir heimsmeistarakeppnina
varð þessi hávaxni piltur með geit-
hafursskeggið persónugervingur
þess. Nú hefur hann náð lengst landa
sinna, Lalas er kominn í ítölsku 1.
deildina fyrstur bandarískra knatt-
spyrnumanna og leikur þar með nýl-
iðum Padova í vetur.
> Lalas er 24 ára gamall og forsagan
að flutningi hans til Ítalíu er einstök.
Þar til í síðasta mánuði hafði hann
aldrei leikið sem atvinnumaður með
félagsliði. Hann spilaði meö skólaliði
Rutgers háskóla í New Jersey í
Bandaríkjunum, þar sem hann nam
enskar bókmenntir, og valdi þar
knattspyrnuna í stað þess að gerast
atvinnumaður í íshokkí. Hann var
síðan einn af fjölmörgum leikmönn-
um sem gerðu samning við banda-
ríska knattspyrnusambandið og hóf
Jpngan og strangan undirbúning fyr-
ir heimsmeistarakeppnina 1994.
Leikmennirnir bjuggu saman ásamt
íjölskyldum sínum í Kaliforníu og
spiluðu ekki með neinu félagsliði,
aðeins með landsliðinu, og Lalas náði
50 landsleikjum á aðeins tveimur
árum.
Vakti athygli
gegn Englandi
Hann vakti fyrst athygli þegar hann
skoraði annað markið í 2-0 sigri á
Englendingum á móti í New York
árið 1993 og fagnaði með því að
stökkva upp á girðinguna umhverfls
völlinn. Þá sá heimsbyggðin fyrst
^bregða fyrir þessum skeggprúða
varnarmanni. í sumar festi hann sig
svo í sessi sem einn af öflugustu
varnarmönnum heims þegar banda-
ríska liöiö komst í 16-liða úrslit HM
og var útnefndur í sum þeirra úr-
valsliða sem valin voru að keppninni
lokinni.
Lalas reyndi að komast í ensku
knattspyrnuna síðasta vetur og var
til reynslu hjá Arsenal, en var hafn-
að. Eftir HM í sumar rigndi hins veg-
ar tilboðunum yfir hann og hann gat
valið á milli Englands, Þýskalands
og Ítalíu.
Nú er Alexi Lalas búinn að fá
smjörþefinn af atvinnumennskunni
í erfiðustu deildakeppni heims, og
hann nýtur hverrar mínútu þó liði
hans hafi gengið illa það sem af er
tímabilinu.
Strúturinn
og állinn
Lalas þykir ekki búa yfir sérstaklega
mikilli knatttækni og eftir leikinn við
Brasilíu á HM skrifaði einn blaða-
maðurinn að barátta hans við Rom-
ario hefði minnt á strút sem væri að
reyna að stiga á ál. Sjálfur viður-
kennir hann aö margir félagar sínir
í bandaríska landsliðinu séu með
meiri tækni í litlafingri en hann í
fótunum.
„Ég hef alltaf fengið að heyra að
ég geti ekki hitt og þetta. Mér var
sagt að ég kæmist ekki í ólympíulið-
ið, mér var sagt að ég kæmist aldrei
í landsliðið, mér var sagt að ég myndi
ekki ráöa við að spila í heimsmeist-
Padova af ítölskum blöðum og eitt
þeirra sagði: „Hvaða sóknarmaður
er ekki pínulítið hræddur við Lalas?“
Ógnvekjandi
í loftinu
Mauro Sandreani, þjálfari Padova,
segir að Lalas hafi þegar staðið undir
væntingum og þurfi aðeins að fín-
pússa leik sinn.
„Hann þarf að ná betra sambandi
við samherja sína inni á vellinum og
öðlast meiri mýkt, en í loftinu er
hann ógnvekjandi og það nýtum við
okkur eins og hægt er í sóknarleikn-
um,“ segir Sandreani, og Arrigo
Sacchi, landsliðsþjálfari ítala, hefur
einnig farið lofsamlegum orðum um
frammistöðu Bandaríkjamannsins.
Hrærigrautur af
þremur tungumálum
Félagi hans í liði Padova, David Ball-
eri, segir að þaö fari vel á með Lalas
og öðrum leikmönnum, þrátt fyrir
að tungumálið, sem notað sé í sam-
skiptunum, sé hrærigrautur af
ensku, ítölsku og spænsku. „ítalskan
mín fer skánandi og félagar mínir
eru búnir að kenna mér öll ljótu orð-
in!“ segir Lalas.
Fyrirmynd Lalas er Paolo Maldini,
varnarmaðurinn öflugi hjá AC
Milan, og hann stefnir að því að
verða jafn góður knattspyrnumaður
og hann.
„En þegar upp er staðiö skiptir
ekki máli hvort ég spila á gítar,
hvernig útlitið er eða hárgreiðslan -
ef frammistaðan á knattspyrnuvell-
inum er ekki nægilega góð hefur
enginn not fyrir mig,“ segir Alexi
Lalas.
„Strúturinn og állinn": Lalas reynir að hemja Romario hinn brasilíska i
16-liða úrslitunum.
arakeppninni. Samt er ég hér - á ítal-
íu,“ segir Lalas.
Égverð að
hafa tónlistina
Tónlistin er þýðingarmikill hluti af
lífi hans og Lalas spilar á gítar í tóm-
stundum sínum. Hann er gítarleikari
í hljómsveit sem heitir Gypsies og
hefur gefið út einn geisladisk og er
með annan í vinnslu. Lalas segir að
sveitin sé væntanleg til Ítalíu innan
skamms til að skemmta sér og spila
á veitingahúsum.
„Sumir segja að nú sé ég í 1. deild-
inni og verði að leggja tónlistina á
hilluna. Það er útilokað, ég verð að
hafa tónlistina til þess aö halda takt-
inum inni á knattspyrnuvellinum.“
Þegar hann er spurður hvort hann
ætli ekki að skera skegg sitt er svar-
ið einfaldlega: „Ertu að grínast?“
Góð byrjun í
ítölsku deildinni
Þó Padova hafi gengið illa í fyrstu
leikjum sínum og liðinu sé almennt
spáð falli, eru menn ánægðir með
frammistöðu Lalas til þessa. í fyrsta
leiknum, gegn Inter Milano, munaði
engu að hann skoraöi með glæsileg-
um skalla en Gianluca Pagliuca,
landsliðsmarkvörður ítala, varði á
ótrúlegan hátt. „Ég hélt að boltinn
væri inni. Hann varði glæsilega, en
ég sá það ekki. Andlit mitt var grafið
í leðjuna!“
Hann var valinn besti maður
Gítarleikarinn Alexi Lalas leggur ekki tónlistina á hilluna þó hann sé farinn
að ieika í ítölsku 1. deildinni.
Á sigurstundu: Alexi Lalas fagnar
sigri Bandarikjanna á Kólumbíu á
HM í sumar.