Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Qupperneq 50
58 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 Afmæli Sveinn Einarsson Sveinn Einarsson, leikhússtjóri og rithöfundur, Tjarnargötu 26, Reykjavík, veröur sextugur á morg- un. Starfsferill Sveinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1954, phil. cand-prófi í al- mennri bókmenntasögu, leikhstar- sögu og heimspeki frá Stokkhólms- háskóla 1958, phil. hc.-prófi í leik- húsfræðum þaðan 1964, stundaði framhaldsnám í samanburðarbók- menntum og leiklist við Sorbonne- háskóla 1958-59 og 1961, nám í frönsku og sænsku við HÍ1959-60 og dvaldi við nám í Oxford 1971 og í Kaupmannahöfn 1972-73. Sveinn var blaöamaður við Al- þýðublaðið sumrin 1955-57, leikhst- argagnrýnandiþess 1959-60, fulltrúi á dagskrárdeild RÚV1959-61 og 1962, skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykja- víkur 1963-69, leikhússtjóri LR 1963-72, þjóðleikhússtjóri 1972-83, menningarráðunautur hjá mennta- málaráðuneytinu 1983-89 og dag- skrárstjóri innlendrar dagskrár rík- issjónvarpsins 1989—93. Sveinn hefur setið í ýmsum nor- rænum leiklistarnefndum, í RKK 1973-77, í aðalstjórn Alþjóðasam- bands leihúsmanna 1977-81 og vara- forseti 1979-81, í stjórn Sambands norrænna leikhússtjóra 1965-83, í skólanefnd Leikhstarskóla íslands, formaður skólanefndar frá 1983 og kennari þar af og til, í leikhstar- ráði, í stjórn Sænsk-íslenska félags- ins í Reykjavík í nokkur ár og for- maður 1984-87, formaður Leik- skáldafélags íslands 1985-89, í vara- stjórn Amnesty International um skeið, í úthlutunarnefnd bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 1985-90, í menningarmálanefnd Evrópuráðsins 1986-89 og frá 1993, formaður skáldskaparnefndar Evr- ópuráðsins 1987-90, stundakennari öðru hvoru frá 1970 í leikbókmennt- um og leiklistarsögu við HÍ, í stjórn Samtaka norrænna leiklistarfræð- inga frá 1989, í norrænni nefnd um óperuflutning 1985-91, í stjórn evr- ópsku menningarstofnunarinnar í Delfí frá 1990, í framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík 1968-74 og 1978-80 og í fulltrúaráðinu 1968-83, í fulltrúaráði Samtaka um byggingu tónhstarhúss og í stjórn 1987-90, í opinberum nefndum um Þjóðleik- hús, listdans og leikhstarlög, í út- hlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1986, formaður Félags leiklistar- fræðinga 1982—88, stjórnarformaður Listdansskóla íslands og íslenska dansflokksins frá 1992. Sveinn hefur flutt fyrirlestra um íslenska leiklist og leikritun við marga erlenda háskóla, flutt leik- húspistla og annast um ijögur hundruð útvarpsþætti um árabil. Hann hefur verið stjórnandi um sextíu verka á sviði hér á landi og erlendis og í sjónvarpi. Eftir Svein hafa komið út bækurn- ar Leikhúsið við Tjörnina, útg. 1972; Níu ár í neðra, 1984; Gabríella í Port- úgal (barnabók), 1985; íslensk leik- list I, útg. 1991; Bandamannasaga, leikverk, sýnt af leikflokkum víða um heim; Dordingull, (barnasaga) lesin í Ríkisútvarp 1994. Hann samdi leikritin Fjöreggið, 1984; Ég er gull og gersemi, 1985; Búkohu, 1991, og Viðkomustað, 1970, sem varfyrsta íslenska sjónvarpsmyndin. Sveinn hlaut barnabókavérðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1986; norrænu Clara Lachmann-verð- launin 1990; Finnsku hvítu rósina; fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Ríkisútvarpsins á lýðveldisafmæli og konunglegu norsku viðurkenn- ingarorðuna 1993. Fjölskylda Eiginkona Sveins er Þóra Krist- Sveinn Einarsson. jánsdóttir, f. 23.1.1939, listfræðing- ur. Hún er dóttir Kristjáns G. Gísla- sonar stórkaupmanns og Ingunnar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Sveins og Þóru er Ásta Kristjana, f. 5.10.1969, BA frá Brandeis-háskóla í stærðfræði og heimspeki frá 1992 en stundar nú doktorsnám við Harvard-háskóla. Foreldrar Sveins voru Einar Ólaf- ur Sveinsson, f. 12.12.1899, d. 18.4. 1984, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og k. h„ Kristjana Þorsteinsdóttir, f. l. 7.1903, d. 19.10.1981, píanókennari. 85 ára Agnar K. Hreinsson, Leifsgötu 28, Reykjavík. Björn Kristmundsson, Álftamýri 54, Reykjavík. Ólafur Ásmundsson, Langagerði 78, Reykjavík. 80ára Jónbjörg Katrin Jónsdóttir, Hverfisgötu62, llafnarfiröi. Eiginmaður Jónbjargar var Karl Sölvason semerlátinn. Jónbjörgtekur ámótigestumá afmæhsdaginn kl. 15-18 í Kiwanishúsinu, Hellu- hrauni 22, Hafharfirði. Óli Hermannsson, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Þórdís Sveinbjörg Jónsdóttir, Sólvahagötu 43, Reykjavík. Úthlíð, Seyluhreppi. Guðrún Erla Melsted, Álfsstétt 3, Eyrarbakka. Lilja O. Ólafsdóttir, Þórunnargötu 3, Borgarnesi. Guðrún Helga Ágústsdóttir, HvammabrautlO, Hafnarfirði. Guðmundur Sveinsson, Engil\jalla9, Kópavogi. Ingvar Christiansen, jloltsgötu 41, Reykjavík. Stefán Arngrímsson, Hhðartúni 17, Höfn í Hornafirði. Gígja Garðarsdóttir, Grenigrund 48, Akranesi. Eiginmaður Gígjuer Sig- urður Guðjóns- son húsa- smíðameistari frá Bæjarstæöi. Þau hjónin taka á móti vinum og vandamönn- ummeð grillveislu í sumarbú- staðnura Bjarkarlundi við Munaö- arnesl7.9.frákL18. Kristín Br. Kristmundsdóttir, írabakka 18, Reykjavík. Gyða Helgadóttír Gyða Helgadóttir, verkakona og húsmóðir, Sólvangi, Suðurbraut 4, Hafnarfirði, er áttræð í dag. Starfsferill Gyða fæddist í Melshúsum í Hafn- arfirði, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð þar til hún flutti á Sólvang nú fyrir skömmu. Hún missti mann sinn 1953 en hann fórst með Eddunni frá Hafnarfirði. Fljót- lega eftir það hóf hún störf hjá ís- húsi Hafnarfjarðar og vann þar í tuttugu og fimm ár. Þá var hún mörg sumur í síldarsöltun hjá Ólafi Óskarssyni, ýmist á Siglufirði, Rauf- arhöfn eða Seyðisfirði auk þess sem hún leysti af sem kokkur á síldar- bátum. Fjölskylda Eiginmaður Gyöu var Guðbjartur Guðmundsson, f. 29.6.1911, d. 16.11. 1953, sjómaður. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar, sjómanns frá Þingeyri við Dýraíjörð, og Helgu Jónu Jónsdóttur húsmóður. Börn Gyðu og Guðbjarts eru Bára, f. 8.6.1938, verslunarmaður í Hafn- arfirði, gift Gissuri Þóroddssyni bólstrara og eiga þau sex börn; Sig- ríður, f. 25.9.1941, verslunarmaður á Norðfirði, gift Magna Kristjáns- syni skipstjóra og eignuðust þau þrjú börn en tvö þeirra eru á lífi; Guðný, f. 3.8.1944, skrifstofumaður í Grindavík, gift Hinrik Bergssyni vélstjóra og eiga þau þrjú börn; Helga, f. 21.5.1946, starfsmaður við prentsmiðju, gift Hafsteini Jónssyni húsasmið og eiga þau fjögur börn; Guðmundur, f. 1.9.1952, húsasmiður í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Óskarsdóttur leikskólakennara og eiga þau fjögur börn. Systkini Gyðu voru Þórunn, bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði, nú látin, var gift Páli Sveinssyni yfirkennara sem er látinn; Sigríður, húsmóðir í Hafn- arfirði, var gift Bjarna Guðmunds- syni, verkamanni frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík en þau eru bæði látin; Gyða Helgadóttir. Guðmundur, síðast prestur á Norð- firði, kvæntur Huldu Sveinsdóttur en þau eru látin; Hahdóra, dó fimm ára. Foreldrar Gyðu voru Helgi Guð- mundsson, f. 1877, d. 1956, sjómaður í Melshúsum, og Guðrún Þórarins- dóttir, f. 1875, d. 1955, húsmóðir. Gyða tekur á móti gestum á veit- ingastaðnum Kænunni sem er í suð- urhöfninni í Hafnarfirði mihi kl. 16.00 og 19.00 ídag. 75 ára 40 ára . ■ ■" ■ ■ ............... ...... 11111 ^ iti i,........................ „ ■... ■ .. Margrét S. Blöndal, Sigurður ÁsgeirÓIafsson, Naustahleinl8,Garðabæ. - Flyðrugranda 14, Reykjavík. Bósa Pétursdóttir, Þórður Sævar Pálmason, Heiðarbrún 14, Hveragerði. Lækjarbraut 4, Hólhr. Guðrún Sigfúsdóttir, Guðríður Þorkelsdóttir, Dalalandi 9, Reykjavík. Heiöarbraut 9f, Keflavík. Vilborg Ósk Ársælsdóttir, Leifsgötu 12, Reykjavík. Ríkharður Pescia, Grandavegi 5, Reykjavík. Guðmundur Einarsson, Goðalandi 11, Rcykjavík. Jón Ágúst Benediktsson, Reykási 45, Reykjavík. Sigurður Jón Hjai-tarson, Urðarstekk 10, Reykjavík. Eva Wilfriede Horlebein, Eyþór Sigmundsson, ‘ Heiðarbraut32, Akranesi. Kársnesbraut 93, Kópavogi. Matthildur Laustsen, Inga Hauksdóttir, Svarthömrum 21, Reykjavík. Kambsstöðum,Hálshreppi. LiljaGuðmundsdóttir, --------------:------------------ Dalhúsum 81, Reykjavík. 50 ára Jóna Guðrún Gísladóttir, Ég sendi mínar bestu þakkir þeim íjölrriörgu sem glöddu mig á margan hátt á 80 ára afmæl- inu m/nu og gerðu mér daginn ógleymanleg- an. Megi góður guð blessa ykkur öll. Ásta Laufey Gunnarsdóttir Litlagerði 14, Hvolsvelli 70 ára Þórdis Inga Þorsteinsdóttir, Barmahlíð 9, Reykjavik. Þorlákur Arnórsson, Blönduhlíö 25, Reykjavík. 60 ára Bergljót Líndal Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, til heimihs að Skaftahlíð 8, Reykja- vík, verður sextug á morgun. Starfsferill Bergljót fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Bergstaðastrætið. Hún lauk stúdentsprófi frá MR1954 og námi frá Hjúkrunarskóla íslands 1957, stundaði framhaldsnám í heilsuvernd í Stokkhólmi 1972 og í stjórnun við Hjúkrunarskóla ís- lands 1986. Þá fór hún náms- og kynnisferð til Minneapolis í Banda- ríkjunum sumarið 1970. Berglj ót hóf störf við Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur 1958 og hefur unnið þar á ýmsum deildum. Hún er hjúkrunarforstjóri þar frá 1974. Bergljót hefur setið í stjómum og verið formaður í dehd hjúkrunarfor- stjóra innan HFÍ og hefur setið í út- gáfunefnd Hjúkrunarkvennatals og Hjúkrunarfræðingatals seinni útg. Fjölskylda Bergljót giftist 10.8.1957 Guð- mundi Jónassyni, f. 12.9.1929, d. 16.6.1962, kennara. Hann var sonur Jónasar Jónassonar, kennara og hreppstjóra í Flatey á Skjálfanda, og Guðríöar Kristjánsdóttur hús- freyju. Seinni maður Bergljótar er Einar Þ. Guðjohnsen, f. 14.4.1922, fram- kvæmdastjóri. Hann er sonur Svein- bjöms Guðjohnsens, sparisjóðs- stjóra á Húsavík, og Hahgerðar Ey- jólfsdóttur Guðjohnsen húsmóður. Börn Bergljótar og Guðmundar eru Jónas Guðmundsson, sýslu- maður í Bolungarvík, kvæntur Sól- rúnu Geirsdóttur kennara og er dóttir þeirra Halldóra, f. 12.6.1994, auk þess sem dóttir Jónasar frá því áður með Hildi Jónsdóttur, er Helga Theodóra, f. 14.5.1989; Guömundur Þór Guðmundsson, f. 13.3.1962, full- trúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, kvæntur Ehnu Davíðsdóttur tónlistarnema en böm þeirra eru Bergljót Gyða, f. 17.1.1985, Kolbrún María, f. 4.6.1990, og Kristján Páll, f. 24.12.1991. Stjúpsynir Bergljótar eru Björn Jóhann Guðjohnsen, f. 8.3.1961, vél- fræðingur, og Sigurður Kristinn Guðjohnsen, f. 27.8.1962, myndlist- armaður. Systkini Bergljótar: Páh Líndal, f. 9.12.1924, d. 25.7.1992, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu; Sig- urður Líndal, f. 2.7.1931, prófessor við lagadeild HÍ; Álfheiður Líndal, f. 15.8:1932, húsmóðir. Foreldrar Bergljótar vom Theo- dór B. Líndal, f. 5.12.1898, d. 2.2. 1975, prófessor við lagadeild HÍ, og k.h„ Þórhildur Líndal, f. Briem 7.12. 1896, d. 12.3.1991, húsmóðir. Ætt Theodór var sonur Bjöms Líndal, yfirdómslögmanns og útgerðar- manns, Jóhannessonar, og k.h„ Sig- Bergljót Líndal. ríðar Metúsalemsdóttur, b. á Arnar- vatni, Magnússonar, bróður Þórar- ins, föður Magnúsar, afa Magnúsar Torfasonar hæstaréttardómara. Þórarinn var einnig faðir Þorbergs, langafa Steingríms prófessors, föð- ur Héðins skákmanns. Þórhildur var dóttir Páls Briem amtmanns, bróður Eiríks presta- skólakennara, föður Eggerts í Við- ey, afa Eggerts stærðfræðiprófess- ors. Annar bróðir Páls var Ólafur, alþm. á Álfgeirsvöllum og formaður Framsóknarflokksins, faðir Þor- steins, prófasts og ráðherra, og Ingi- bjargar, móður Þóröar, fyrrv. ríkis- saksóknara. Systir Páls var Kristin, móðir Ingibjargar, konu Jóns Þor- lákssonar forsætisráðherra og Mar- íu Kristínar, móður Gunnars Thor- oddsens forsætisráðherra. PáU amt- maður var sonur Eggerts Briem, sýslumanns á Reynistað, Gunn- laugssonar Briem, amtmanns á Grund, ættfööur Briemættarinnar. Móðir Páls var Ingibjörg Eiríksdótt- ir, sýslumanns í Kohabæ, Sverris- sonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.