Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 59 Afmæli Armann Snævarr Ármann Snævarr, fyrrv. háskóla- rektor og hæstaréttardómari, Ara- götu 8, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Ármann fæddist á Nesi í Norðfirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA1938, embættisprófi í lögfræði við HÍ1944, stundaöi fram- haldsnám í lögfræði við háskólana í Uppsölum 1945-46, í Kaupmanna- höfn 1946-47, í Ósló 1947^48 og við Harvard Law School 1954-55. Ármann var prófessor í lögum við HÍ1948-72, rektor HÍ1960-69, gisti- prófessor við Uppsalaháskóla 1969-70, við Ohio Northern Univer- sity 1971 og 1972 og við McGeorge lagaskólann í Sacramento í Kali- forníu 1976. Hann var hæstaréttar- dómari 1972-84, stundakennari við lagadeild HÍ um árabil frá 1973, við guðfræðideild 1967-79 og 1992 og við Fósturskóla íslands. Hann hefur verið prófdómari við lagadeild HÍ. Ármann var formaður Náttúru- verndamefndar Reykjavíkur 1957-62, sat í stjórn Norræna húss- ins 1965-76 og formaður þar 1965-68, í stjórn norrænu lögfræðingaþing- anna, íslandsdeildar frá 1951 og formaður þar 1972, formaður stjórn- ar Lögfræðingafélags íslands 1958-65 og Bandalags háskóla- manna 1958-64, forseti Þjóðvinafé- lagsins 1962-66, í stjóm Vísindasjóðs 1957-74, fulltrúi HÍ í háskóla- og vís- indanefnd Evrópuráðsins 1961-69, í fyrstu stjórn Samtaka háskólarekt- ora frá Evrópulöndum í Göttingen 1964, í stjórn Handritastofnunar ís- lands 1962-66, fulltrúi Sáttmála- sjóðs í stjórn Ámastofnunar í Kaup- mannahöfn 1969-73, formaður stjórnar Dómarafélags íslands 1977-84, formaður Félags Samein- uðu þjóðanna á íslandi 1960-69, for- seti Rotaryklúbbs Reykjavíkur 1987-88, formaður hegningalaga- nefndar 1970-85 og sifjalaganefndar frá 1957, hefur átt sæti í dómnefnd- um varðandi prófessorsembætti, þ.á m. viðÁrósarháskólaogÓslóar- háskóla, hefur verið andmælandi við doktorsvörn við lagadeild HÍ 1968,1971 og við Cambridgeháskóla 1973. Hann hefur flutt fyrirlestra við háskóla á öllum Norðurlöndunum og í Kanada, Þýskalandi og í Rúss- landi. Þá hefur hann samið fjölmörg fmmvörp til laga, einn eða ásamt öðrum. Ármann hefur samið tjölda rita og ritgerða um lögfræðileg efni, sum hver margsinnis útgefin. Má þar nefna Almenna lögfræöi, Þætti úr refsirétti, siíjarétt, bamarétt og erfðarétt. Þá hefur hann setið í út- gáfustjómum, verið ritstjóri og gefið út fjölda laga- og dómasafna. Hann sat í útgáfustjóm Kulturhistorisk Leksikon 1961-80. Ármann var sæmdur doktors- nafnbót í lögfræði við Uppsalahá- skóla 1970, við Ohio Northen Uni- versity 1973, Helsingforsháskóla 1980 og Óslóar- og Kaupmannahafn- arháskóla 1986. Hann var sæmdur norrænu lögfræðivísindaverðlaun- unum 1993 sem veitt eru þriðja hvert ár. Hann hefur verið félagi í Vísindafélagi íslendinga frá 1955 og var forseti þess 1962-65, varð erlend- ur félagi í finnsku vísindaakadem- íunni 1971, Academy of Human Rights frá 1964 og alþjóðasamtökum háskólarektora 1964. Ármann er heiðursfélagi í finnska lögfræðingafélaginu, Juridiska För- eningen í Finnlandi, í Islándska sáU- skapet í Uppsölum, í Lögfræðingafé- lagi íslands, Dómarafélagi íslands, Orator, félagi laganema og í finnska sakfræðingafélaginu. Hann var sæmdur stórriddarakrossi fálka- orðunnar 1982 og hefur verið sæmd- ur fjölda annarra orða og heiðurs- merkja, íslenskra og erlendra. Fjölskylda Ármann kvæntist 11.11.1950 Val- borgu Sigurðardóttur, f. 1.2.1922, uppeldisfræðingi og skólastjóra Fósturskóla íslands. Hún er dóttir Sigurðar Þórólfssonar, skólastjóra Lýðháskólans á Hvítárbakka, og s. k. h., Ásdísar Margrétar Þorgríms- dóttur. Börn Ármanns og Valborgar eru Sigríður Ásdís, f. 23.6.1952, M.A. í alþjóöasamskiptum, sendiherra ís- lands í Stokkhólmi, gift Kjartani Gunnarssyni, lögfræðingi og fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins; Stefán Valdemar, f. 25.10.1953, mag- ister í heimspeki, ljóðskáld og há- skólakennari í Björgvin; Sigurður Ármann, f. 6.4.1955, M.Sc. í hag- fræði, forstöðumaður hjá Þjóöhags- Armann Snævarr. stofnun, kvæntur Beru Nordal, hst- fræðingi og forstöðumanni Lista- safns íslands; Valborg Þóra, f. 10.8. 1960, fóstra og hdl.; Árni Þorvaldur, f. 4.3.1962, BA í sagnfræði, frétta- maður hjá ríkissjónvarpinu en kona hans er Ásdís Björg Schram B.Ed. Systkini Ármanns: Árni, verk- fræðingur og ráðuneytisstjóri í Reykjavík, nú látinn; Laufey, hús- móðir í Reykjavík; Stefán, prófastur á Dalvík, nú látinn; Guðrún, hús- móðiríGarðabæ. Foreldrar Ármanns voru Valde- mar Valvesson Snævarr, skólastjóri á Húsavík og síðar í Neskaupstað, f. 22.8.1883, d. 18.7.1961, og k.h., StefaníaErlendsdóttir, f. 6.11.1883, d. 11.12.1970, húsmóðir. Ármann er að heiman á afmælis- daginn. 90 ára 50ára Daðína Þórarinsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Haiharfirði. Magdalena Zakaríasdóttir, Heiðargerði 18, Akranesi. Guðrún Jónsdóttir, Kieppsvegi64, Reykjavík. 80ára Sæmundur Jónsson, Friðarstöðum, Hveragerðí. 75ára Jóhann Þ. Eiríksson, Aðalbraut 63, Raufarhöfn. Benedikt Jónsson, Tjarnargötu 29, Keflavík. Jens Ásgeir Guðmundsson, Sólheimum 12, Breiðdalsvík. Ásbjörn Magnússon, Súlunesi 7, Garöabæ. Guðlaugur Gunnarsson, Svínafelli 2, Víðihlíð, Hofshreppi. Hrafn Haraldsson, starfsmaður ; i GeneralSyst- ems &Software áíslandihf., Vesturbergi26, Reykjavík. Eiginkona HrafnserÞór- unn Gumiars- dóttir. Þau hjónin taka á móti gest- um í sal Lögreglufélagsins, Braut- árholti 30,3. hæð, áafmælisdaginn milhkl.l6ogl9. Sigurður Ingólfsson, Fagrabergi46, Hafnarfirði. Stefán Valdimarsson, Ásgötu 15, Raufarhöfn. Halldóra Þ. Guðmundsdóttir, Lyngholti, Laugardalshreppi, Eiginmaður hennar er Böðvar Ingi Guðmundsson. Þau hjónin taka á móti gestum i samkomusal Barna- skólans á Laugarvatni eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Sigríður Karlsdóttir, Flyðrugranda6, Reykjavík. Sigríður Markúsdóttir, Vesturhólum 19, Reykjavík. 60 ára Ólafur Edvinsson, Selvogsbraut * 15, Þorláks- höfn. Konaólafser Monza Edvins- son húsmóðir. Þau hjónin verðaaðheim- an á afmælis- daginn. Jóhanna Guðrún Finn.sdóttir, Mávabraut 8c, Keflavík. Margrét Ingvarsdóttir, Aflagranda 14, Reykjavík. Jóhanna María Ingvadóttir, Túngötu 18, Grindavik. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Logafold 85, Reykjavík. Hlíf Bente Sigurjónsdóttir, Lynghaga 6, Reykjavík. IngibjörgNielsen, Fannafold 81, Reykjavík. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson rithöf- undur, Miðhúsum 9, Reykjavik, verður fertugur á morgun. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík 18.9. 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá MT1975, BA-prófi í bókmenntum og sagnfræði við HÍ1979 og stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur stundað ritstörf frá 1980. Ljóðabækur Einars: Er nokkur í kórónafótum hér inni?, 1980; Sendi- sveinninn er einmana, 1980; Róbin- son Krúsó snýr aftur, 1981; Klettur í hafi, með málverkum eftir Tolla, 1991. Skáldsögur Einars: Riddarar hringstigans, 1982; Vængjaslátturí þakrennum, 1983; EftirmáM regn- dropanna, 1986; Rauðir dagar, 1990; Englar alheimsins, 1993. Hann hefur samið smásagnasafnið Leitin að dýragarðinum, 1988, ogbarnasög- urnar Fólkið í steinunum, 1992, og Hundakexið, 1992. Þá samdi hann, ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni handritin að kvikmyndunum Böm náttúrunnar og Bíódagar. Einar hlaut fyrstu verðlaun í bók- menntasamkeppni Almenna bóka- félagsins fyrir skáldsöguna Riddar- ar hringstigans, 1982, bjartsýnis- verðlaun Brostes 1988 og Menning- arverðlaun DV í bókmenntum fyrir skáldsöguna Englar alheimsins. Fjölskylda Kona Einars er Þómnn Jónsdótt- ir, f. 6.11.1955, fóstra, dóttir Jóns Bjamasonar og Maríu Guðmunds- dóttur. Börn Einars og Þórunnar em Anna Björk, f. 13.1.1983; Hildur Úa, f. 13.5.1984; Hrafnkell Már, f. 17.3. 1987; Guðmundur Már, f. 11.4.1990. Stjúpdóttir Einars er Rakel María Axelsdóttir, f. 17.2.1977. Systkini Einars: Skúli Ragnar, f. 18.8.1942, verslunarmaður í Reykja- vík; Pálmi Örn, f. 22.4.1949, d. 27.5. 1992, listamaður í Reykjavík; Guð- mundur Hrafn, f. 2.4.1959, lífíræð- ingur í Svíþjóð; Auður Hrönn, f. 10.5.1962, arkitekt í Þýskalandi. Foreldrar Einars em Guðmundur Guðmundsson, f. 10.5.1922, bifreiða- stjóri í Reykjavík, og Anna Pálma- dóttir, f. 2.12.1928, skrifstofumaður. Ætt Guðmundur er sonur Guömund- ar, sjómanns í Reykjavík, Magnús- sonar, sjómanns í Ánanaustum, Guðmundssonar, b. í Kópavogi, Árnasonar. Móðir Guðmundar sjó- manns var Margrét, systir Gísla, langafa bankastjórarina Birgis ísleifs Gunnarssonar og Björgvins Vilmundarsonar. Margrét var dóttir Bjöms, b. á Bakka, Guðlaugssonar. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Gísladóttir, b. á Syðri-Brúnavöllum, Vigfússonar, b. á Reykjum, bróður Ingunnar, langömmu Grétars Fells rithöfundar og Þorgeirs, afa Péturs Gunnarssonar rithöfundar. Vigfús var sonur Eiríks, ættfóður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar, og Guð- rúnar Kolbeinsdóttur, skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Móðir Gísla var Ingibjörg Gísladóttir frá Ár- hrauni. Móðir Ingibjargar var Vil- borg Jónsdóttir, b. í Hellukoti, Jóns- sonar, b. á Ásgautsstöðum, Jónsson- ar, b. á Leiðólfsstöðum, bróður Beinteins, langafá EMsabetar, langömmu Guðmundar símritara, föður Jónasarrithöfundar. Bein- teinn var einnig langafi Helgu, langömmu Játvarðs Jökuls Júlíus- sonar rithöfundar og langafi Sigríð- Einar Már Guðmundsson. ar, langömmu Júlíu, móður Svein- björns Baldvinssonar rithöfundar. Jón var sonur Ingimundar, b. á Hólum, Bergssonar, ættföður Bergs-ættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Jóns í Hellukoti var Sigríður Jónsdóttir, ættföður Nesættarinnar, Snorrasonar. Móðir Vilborgar var Kristín Gottsveinsdóttir. Móðir Kristínar var Kristín Magnúsdóttir, b. í Steinsholti og ættföður Hörgs- holtsættarinnar. Bróðir Önnu er Haukur aðstoö- arrafmagnssljóri. Anna er dóttir Pálma, landnámsstjóra í Reykjavík, bróöur Ólafs læknis, afa Ólafs Jó- hannssonar fréttamanns. Pálmi er sonur Einars, b. á Svalbarða í Döl- um, Guðmundssonar, b. á Gilja- landi, Bjamasonar. Móðir Önnu var Soffia, systir Sig- fúsar ritstjóra, föður Öddu Báru veðurfræðings. Hálfsystur Sofííu eru Sigrún, móðir Kristjáns Eld- járns forseta, föður Þórarins, skálds og rithöfundar, og Arnfríður, móðir GíslaJónssonarmenntaskólakenn- ara. Soffía var dóttir Sigurhjartar, b. á Uröum, Jóhannssonar. Gunnar Eysteinn Sigurbjömsson Gunnar Eysteinn Sigurbjömsson múrarameistari, Lyngbrekku 14, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist að Þröm í Staðar- hreppi í Skagafirði en ólst upp í GrófargiM í Seyluhreppi. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum 1954, sveinsprófi í múrsmíði 1960 og öðl- aðist meistararéttindi 1964. Fjölskylda Gunnar kvæntist 30.3.1956 Sigríði Óladóttur, f. 12.4.1935, húsmóður og starfsmanni hjá Félagsmála- stofnun Kópavogs. Hún er dóttir Óla Péturs MöUer, skólastjóra á Þórs- höfn, sem lést 1973, og Helgu EMas- dótturkennara. Börn Gunnars og Sigríðar eru Sig- urbjörn Tryggvi, f. 20.11.1954, b. og múrari í Þjóðólfshaga í Holtahreppi, kvæntur Magneu Bjamadóttur og eiga þau tvö börn; ÓM Pétur, f. 25.6. 1956, b. í Litlu-Sandvík í Sandvíkur- hreppi í Flóa'kvæntur Aldísi Páls- dóttur og eiga þau tvo syni; And- vana sonur, f. 25.6.1956; Þorsteinn Marinó, f. 24.6.1959, trésmiður í Reykjavík, og á hann tvö böm; Erla Dögg, f. 19.8.1967, húsmóðir í Garði í Gerðahreppi, í sambúð með Grét- ari Einarssyni og á hún eina dóttur. Systkini Gunnars: Hulda, f. 4.9. 1922, húsmóðir á Sauðárkróki; Jór- unn, f. 3.7.1925, d. 30.5.1979, hús- móðir á Akureyri; Árni, f. 29.8.1927, verkamaður í Kópavogi; Ólafur, f. 20.9.1930, d. 22.6.1991, bílstjóri á Akranesi; Stefán, f. 2.10.1932, bif- vélavirki á Akureyri; Sæmundur, f. 21.7.1936, b. og vörubílstjóriá Syðstu-Grund í Skagafirði; Ásta, f. 11.11.1938, húsfreyja á Flugumýri í Skagafirði; Gígja, f. 11.6.1940, kenn- ari í Mývatnssveit; María, f. 20.9. 1942, starfsmaður hjá Félagsmála- stofnun á Akureyri; Tryggvi, f. 15.7. 1945, b. á Jaðri á Fljótsdalshéraði; Hugrún, f. 7.12.1949, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Gunnars vom Sigur- björn Tryggvason, f. 30.3.1896, d. 14.9.1984, bóndi í GrófargiM í Seylu- hreppi, og k.h., Jónanna Jónsdóttir, f. 23.1.1904, d. 14.8.1969, húsfreyja. Gunnar verður að heiman á af- mæMsdaginn. Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.