Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Page 56
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
Frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994.
Sophia hitti dóttur sína:
Erfiðasta
stund
lífs míns
Forstjóri Hagkaups í stríði við Mjólkursamsöluna:
Sótti 5 þúsund mjólkur-
lítra til Borgarness
Sendibíll frá Hagkaupi fór upp í
Borgarnes í gær eftir 5 þusund lítr-
um af nýmjólk og léttmjólk hjá
Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Ósk-
ar Magnússon, forstjóri Hagkaups,
sem fór ásamt böstjóra í ferðina,
sagði í samtali viö DV að ferðin
heíði verið farin til aö koma til
móts við óskir viðskiptavina Hag-
kaups en í Borgarnesi er mjólkin
pökkuð í hærri og mjórri eins litra
umbúðir en í Mjólkursamsölunni
við Bitruháls í Reykjavik og þykja
þær umbúðir meðfærilegri fyrir
neytendur. Sökum meiri gæða
umbúðanna er mjólkurlítrinn í
þessum umbúðum seldur á einni
krónu meira en í hinum umbúðun-
um. Mjólkurumbúðir af þessu tagi
hafa ekki fengist í verslunum í
Revkjavík mörg undanfarin ár.
Óskar sagði við DV að Hagkaup
hefði farið fram á það við Mjólkur-
samsöluna að hún útvegaði mjólk
í þessum umbúðum en beiðninni
var hafnað. Síðan var leitað til
Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi
fyrir tveimur vikum en þar fékk
Hagkaup ekki afgreiðslu þar sem
kassar voru ekki sagðir til utan um
mjólkina. Þaö kom ekki í Ijós fyrr
en sendibíll frá Hagkaupi var kom-
inn til Selfoss.
Mjólkursamsalan í Reykjavík
verður þarna af miklum viðskipt-
um og forráðamenn hennar eru
allt annað en ánægðir með þessi
viðskipti Hagkaupsmanna sam-
kvæmt heimildum DV. Hafa þeir
reynt með öllum mætti að koma í
veg fyrir áform Hagkaups. DV
gerði árangurslausar tilraunir til
að hafa uppi á Mjólkursamsölu-
mönnum síðdegis í gær. Forstjór-
inn var ekki við og framkvæmda-
stjóri sölusviös svaraði ekki skila-
boðum.
Mjólkurfernunum úr Borgamesi
var vel tekið af viðskiptavinum
Hagkaups i gær. DV-mynd BG
LOKI
Skál fyrir Hagkaupi-
í mjólk!
„Þetta var erfiðasta stund sem ég
hef upplifað. Við fundum Dagbjörtu
í hnipri úti á svölum ásamt eigin-
konu Hahms A1 þar sem hún hélt á
nýfæddu barni þeirra. Halim hafði
hins vegar tekið yngri dóttur okkar
með sér í vinnuna. Dagbjört brast
strax í grát en harkaði af sér því að
hún var hrædd við að sýna tilfinn-
ingar sínar í viðurvist eiginkonu
Hahms. Við töluðum saman inni og
náðum aö vera saman í 10 til 15 mín-
útur. Hins vegar stóð eiginkona Hal-
ims allan tímann yfir okkur. Dagrún
sagðist ekki þora með mér þar sem
henni yrði refsað og hún vissi ekki
hvort hún myndi lifa það af,“ sagði
Sophia Hansen í samtali við DV en í
gær hitti hún eldri dóttur sína í Ist-
anbúl.
Sophia segir að Dagbjört hafi verið
fátæklega klædd og með slæðu og í
pilsi að hætti múslíma og í mikilli
geðshræringu. Hún segist ekki hafa
viljað fylgja eftir umgengnisrétti sín-
um þar sem hún hafi fundið til með
dóttur sinni og skynjað hvað hún var
hrædd.
„Ég varð samt að fara og hitta
dætur mínar á þennan máta því líðan
mín var orðin óbærileg. Ég hef ekki
hitt þær í rúmlega hálft þriðja ár.
Halim kom þarna og blótaði mér og
talaði illa til mín, ýmist á íslensku
eða tyrknesku. Það endaði með því
að við fórum en ég sagði Dagbjörtu
að ég myndi ekki pína hana til að
koma en hún mætti vita það að ég
myndi halda áfram að berjast. Við
værum í raun og veru búin að vinna
málið. Það væri einungis tímaspurs-
mál hvenær við yrðum allar saman
á ný. Hún sagði fátt en tárin runnu
úr augum hennar og hún hélt fast í
hendur mínar,“ segir Sophia.
Veöriö á sunnudag og mánudag:
Hlýjast norðaustanlands
Á sunnudag verður suðaustlæg átt, rigning á Suður- og Vesturlandi en úrkomulítið noröaustanlands. Hiti verður 7-14 stig að deginum, hlýjast
norðaustanlands.
Á mánudag veröur austan- og norðaustanátt, rigning um norðan- og austanvert landið en þurrt á Suðvesturlandi. Hiti &-12 stig.
Veðrið 1 dag er á bls. 61.
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum;
„Þetta fór að aukast verulega þegar
atvinnuleysið jókst og erfiðara var
að fá vinnu,“ sagði Karl Hermanns-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í
Keflavík, í samtali við DV. Mörg inn-
brot hafa verið framin á Suðurnesj-
um undanfarið og hefur lögreglan
fengið margar tilkynningar um inn-
brot og þjófnaði úr húsum, bílum og
fyrirtækjum.
Mikið er um að þjófarnir séu farnir
aö vakta húsin og bíða eftir að hús-
ráðendur fari. Biður lögreglan fólk
að hafa þetta í huga þegar farið er í
lengri ferðir.
Fíkniefnifundust
viðhúsleit
Innbrotafaraldur
Blómabændur og -verslanir standa fyrir mikilli blómasýningu í Perlunni um helgina sem ber heitið Islensk blóm
'94. Þar gefur aö líta allt þaö besta sem blómaskreytingamenn hafa upp á að bjóða og fólk getur séð fjölbreyttar
blómaafurðir, jafnt islenskar sem innfluttar. Hér má sjá eina fagra blómarós virða fyrir sér aðrar rósir á sýningunni
í gær. Sýningunni lýkur kl. 18 á morgun. DV-mynd Brynjar Gauti
Fíkniefnadeild lögreglunnar fann
við húsleit í austurbænum 40 g af
hassi og lítið eitt af amfetamíni. Kona
sem var handtekin viðurkenndi að
eiga efnið og var henni sleppt að
loknum yfirheyrslum. Hún hefur
áður komið við sögu lögreglu.
KEÐJUTALIUR
SuAurlandsbraut 10. S. 686489.