Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Fréttir Togarinn Karlsefni sökk á fimmtán mínútum við strendur CMe: Rerum með höndum til að f ara ekki niður með soginu - segir Albert Haraldsson skipstjóri sem bjargaðist ásamt áhöfn sinni Friosur IV. sem sökk við strendur Chile. „Þegar pokinn skreið inn lagðist skipið á stjórnborðssíðuna. Við reyndum að hífa pokann yfir í hina síðuna en það gekk ekki. Það slitnaði allt undan átökunum enda voru um 70 tonn í halinu. Þetta gerðist allt á örskömmum tíma og það var ekkert hægt að gera. Ég reyndi að sigla í hringi til að rétta bátinn af en allt kom fyrir ekki,“ segir Albert Har- aldsson, skipstjóri á Friosur IV. sem sökk undan strönd Chile á þriðjudag. Togarinn Friosur IV. hét áður Karlsefni RE og er íslendingum aö góðu kunnur. Skipið fékk risahal eða um sjötiu tonn sem fór út i aðra síð- una. Við það flæddi sjór inn á milli- dekk skipsins og það sökk á 15 mínút- um. Áhöfninni, alls 24 mönnum, tókst að komast í björgunarbáta en áður haföi Albert skipstjóri náð að kalla í annað skip frá sama fyrir- tæki, Friosur VII., sem var að veiðum um 5 sjómúur frá hinu sökkvandi skipi. Það skip er einnig íslenskt og hét áður Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 og var gert út frá Suðureyri. Skip- stjóri þar er einnig íslenskur og heit- ir Þór Einarsson. Skipveijarnir kom- ust allir heilu og höldnu um borð í Friosur VII. Albert segir að skipið hafi sokkið á ótrúlega skömmum tíma. „Þegar við vorum komnir í bátana rerum við á fullu með höndunum til að sleppa við að fara niöur með sog- inu. Skipið fór strax niður að aftan og eins og hendi væri veifað stóð bara stefnið upp úr. Það var ágætis- veður þegar þetta gerðist og bara smáhreyfmg," segir Albert. Albert segir að væntanlega verði kqypt nýtt og öflugra skip. í þeim til- gangi verði líklega úrelt annað skip Albert Haraldsson skipstjóri. til að framfylgja þeim reglum sem gilda um úreldingar á móti nýjum skipum. Karlsefni, sem var 731 rúmlest að stærð, var einn af fyrstu íslensku skuttogurunum, gerður út á íslandi frá 1972 til 1987, allan tímann frá Reykjavík. Skipiö var selt til Chile 1989 og fékk þá nafnið Friosur IV. Þaö var gert út af fyrirtækinu Frios- ur frá Chacabugo. Fyrirtækið er að hluta til í eigu Granda hf. Stuttar fréttir Breyttiekkirétt Guðmundur Árni Stefánsson viöurkennir aö það hafi verið mistök að ráða Björn Önundar- son, fyrrverandi tryggingayfir- lækni, í sérverkefni fyrir heil- brigðisráöuneytið. Stöð 2 skýrði frá. Útgáfa tteimiluð Meirihluti bæjarráðs í Hafnar- firði heimilaði bæjarstjóra í gær að gefa út meginniðurstöður úr skýrslu endurskoðenda á fjár- hagsstööu bæjarins. RÚV greindi frá þessu. Áhyggjur í ráóuneytinu í fjármálaráðuneytinu hafa menn miklar áhyggjur yfir áformum Davíðs Oddssonar um 6 til 7 milljarða átak í vegafram- kvæmdum. Mbl. greindi frá þessu, Afbrotin áhyggjuetni Könnun leiöir í Ijós aö íslend- ingar telja afbrot meira vandamál nú en fyrir 5 árum, einkum hafa menn áhyggjur af ofbeldisafbrot- um. Mikíll meirihluti telur refs- ingar of vægar. Mbl. skýrði frá. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sést hér á stofnfundi Regnbogans, samtaka um Reykjavik- urlista, á Kornhlöðuloftinu í gærkvöld. DV-mynd BG Jóhanna ein stofnfélaga Framhaldsaðalfundur Regnbogans - samtaka um Reykjavíkurhsta - var haldinn á Kornhlöðuloftinu í gær. Fundurinn var vel sóttur og vakti sérstaka athygli að Jóhanna Sigurð- ardóttir, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, sóttu stofnfundinn. Á fundinum var kjörin 21 manns stjóm sem skiptir með sér verkum. AIls mun 31 fulltrúi skipa stiórnina og koma tíu fulltrúar úr hverfafélög- um Regnbogans. Aðalstjómin kýs sér sjö manna framkvæmdastjórn sem fer með daglegan rekstur. Á fundinum í gær var samþykkt tillaga að félagslögum og Sigrún Magnúsdóttir ræddi fyrstu stjórnar- mánuði Reykjavíkurhstans. í máli hennar kom meðal annars fram að borgin hefði tekið tvo milljarða að láni í framkvæmdir á þessu ári. Þá flutti Einar Karl Haraldsson skamm- arræðu yfir aöstæðum sex ára bama í Austurbæjarskóla. Stofnfundurinn var vel sóttur og var Kornhlöðuloftiö troðfullt fram eftir kvöldi. Greinilega vom skipu- 'lagsbreytingar á sljórnsýslu borgar- innar stofnfélögum ofarléga í huga. Regnboginn: Friðrik Sophusson fl ármálaráðherra um ástand efnahagsmálanna: Stöndum vel miðað við nágrannaþjóðir „Ef við bemm okkur saman viö aðrar þjóðir, sem getur verið nauð- synlegt annaö slagið, þá var ég að koma af fundi fjármálaráðherra Evr- ópuríkja, bæði EFTA- og ESB-ríkj- anna. Og ef bornar em saman hag- stærðir þessara ríkja og hér heima kemur í Ijós að sá samanburður er okkur mjög hagstæður. Verðbólga hér er minni en meðaltalið'í þessum ríkjum. Vextir em tiltölulega lágir. Atvinnuleysi hér er mun minna. Hahinn 1 ríkisfjármálunum er sömu- leiðis mun minni og það er afgangur á viðskiptum okkar viö útlönd. Það þýðir að við emm byrjaðir að greiða niður erlendar skuldir þjóöarinnar. Þótt hagvöxtur hér sé hægari en ann- ars staðar hefur okkur tekist að halda ýmsum vanda niðri sem hefur orðið mörgum ríkisstjórnum í ná- grannalöndunum ofraun," sagöi Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um þann efnahagsbata sem nú er sagður blasa við hér á landi. Hann sagði það staöreynd að viö væram á leiö upp úr þeim efnahags- lega öldudal sem við höfum verið í síðastliðin 6 til 7 ár. „Hagvöxturinn hér á landi verður mun meiri í ár en spáð var og jafnframt er spáð áfram- haldandi hag- vexti á næsta ári þótt hann sé heldur minni en í nágranna- og viöskipta- löndum okkar. Vissulega hafa veiðar okkar í norðurhöfum ákveðna þýðingu fyrir efnahagslífið en það er margt fleira sem kemur til. Þar má nefna að viðskiptakjörin em að batna vegna þess að efnahagsástand- ið fer batnandi í viðskiptalöndum okkar. Það blasir því við umtalsverö- ur efnahagsbati," sagði Friðrik. Hann var spurður hvort hann teldi vera grundvöll fyrir launahækkun eða auknum kaupmætti í komandi kjarasamningum. „Það er þá fyrst að nefna að tekjur samkvæmt skattframtölum á fyrri- hluta þessa árs sýna að tekjur hafa hækkað um 2 til 3 prósent miðað viö sama tímabil í fyrra. Þetta sýnir að átt hafa sér stað breytingar á tekjum sem getur verið vegna þess að fleira fólk sé að vinna eða að vinnutíminn hafi lengst. Við sjáum sem sagtstrax áhrif í tekjubreytingum í þjóðfélag- inu án þess að um nýja kjarasamn- inga hafi verið að ræða. Ég held að það sé ekki óeðlilegt að einhveijar launabreytingar verði í næstu kjara- samningum. Ég legg samt mikla áherslu á það að þær verði í takt við efnahagsbatann því annars kyndum við upp verðbólgubálið á nýjan leik,“ sagði Friðrik Sophusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.