Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Hvað lest þú fyrst í dagblöðunum? Sigrún Huld Hrafnsdóttir: Ég les bara bíóin. Ámi Pétursson: Yfirleitt les ég for- síðuna fyrst. Eva Dögg Sveinsdóttir: Ég les alltaf Sandkom fyrst. Alda Mjöll Sveinsdóttir: Ég les fyrst Íþróttasíðumar og síðan Sviðsljós. Halldór Kr. Sigurðsson: Ég les forsíð- una fyrst. Sigurður Óli Sigurðsson: Ég les íþróttasíðumar fyrst. Lesendur Jón Baldvin hef- urvinninginn Stefán Stefánsson skrifar: Það er mikið skrafað um Alþýðu- flokkinn og asnaspörk innan hans þessa dagana. - Ég er ekki Alþýðu- flokksmaður og hef ekki kosið þann flokk hingað til. Ég hef heldur ekki mjög lagt mig eftir að kryfja meint feilspor ráðamanna Aiþýðuflokksins á landsvísu og ekki heldur hvort þau feilspor eru ekki einnig stigin í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum. Er ekki flokkakerfiö sundursoðið af kunningjapólitík og fyrirgreiðslu á öllum sviðum? Gáum að þessu. Eitt hefur Alþýðuflokkurinn fram- yfir alla hina flokkana. Hann hefur formann, sem skýtur núlifandi ís- lenskum stjómmálamönnum langt aftur fyrir sig hvað snertir greind og framsýni. Nú er ég ekki endilega að tala um eitthvert sérstakt mál, svo sem áhuga hans á að við íslendingar gerumst aðilar að ESB-samsteyp- unni. Það mál er miklu stærra en svo að einn maöur muni hafa þar for- göngu á eigin spýtur. Vel má samt vera að þar lendum við að lokum og verði öllum fyrir bestu. Og vera má að aðrir möguleikar séu nærtækari, t.d. NAFTA. Hins vegar er formaöur Alþýðu- flokksins miklu framsýnni og örugg- ari í hvers kyns samskiptum viö er- lenda starfsbræður í stjómmálum. Það má t.d. þakka honum, einum ís- lenskra stjómmálamanna, að skrið- ur er að komast á viðræður milli ís- lendinga og Norðmanna um fisk- veiðimálin. Það má líka þakka for- manni Alþýðuflokksins að umræðan um ESB hefur náð eins langt hér og þó er raunin. Það að umræðan er í fullum gangi hvetur til ákvarðana- Jón Baldvin Hannibalsson, form. Alþýðuflokksins og utanrikisráðherra. - „Ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem hafa treyst sér til að taka af- stöðu með jafn augljósum hætti," segir bréfritari m.a. töku þjóðarinnar, af eða á, miklu fyrr en ella hefði orðið. Það eru ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem hafa treyst sér til að taka afstöðu með jafn augljós- um hætti og formaður Alþýðuflokks- ins og núverandi utanríkisráðherra gerir og vinna úr henni á alþjóðavett- vangi. - í þeim darraðardansi sem íslensk stjórnmál hafa stefnt í á síð- ustu misserum er ljóst sérhverjum sem fylgist náið með á þeim vett- vangi að Jón Baldvin Hannibalsson hefur þar vinninginn. Hafnarfjarðarbrandari eða hneyksli? Reiður skattborgari skrifar: Viö lestur fréttar í DV þann 6. sept. sl. voru margir sem ekki ætluðu að trúa sínum eigin augum. - Þetta tengdist kratanum og núverandi fé- lagsmálaráðherra. Krataráðherrann úr Hafnarfirði, sem þegar er frægur að endemum fyrir sukk og stöðuveitingar til venslamanna og klíkubræðra, slær nú öll fyrri met og stingur dúsu upp í fyrrverandi tryggingayfirlækni en sá hinn sanú bíður dóms fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína árum saman til þess að koma undan skatti tugmilljónum króna frá fyrrum vinnuveitanda sínum og öllum heið- arlegum skattgreiðendum. Nú verðlaunar hinn hafnfirski krati fyrrverandi tryggingayfirlækni þennan með því að fela honum svo- kölluð „sérverkefni" sem eiga að vera fólgin í því að kanna launamál lækna - og þar með væntanlega skattamál þeirra líka! Umræddur tryggingayfirlæknir fær síðan frítt spil til að senda reikn- inga til hins opinbera upp á mörg hundruð þúsund krónur fyrir að skila nokkurra blaðsíðna „skýrslu" um kollega sína. Ef þessu heldur áfram gæti félags- málaráðhérra sem hægast skaffað tryggingayfirlækni fleiri „sérverk- efni“ sem hann svo verðlegði að geð- þótta og hefði þannig upp í væntan- legar sektir og gott betur. - Var ein- hver að tala um að glæpir borguöu sig ekki? Raf magnið í samgöngutæknina Helgi Sigurðsson skrifar: Þeirri umræðu skýtur sí og æ upp að virkja þurfi enn meira. Á sama tíma er tap á mörgum öðrum virkj- unum, svo sem Blönduvirkjun upp á tæpa 2 milljarða kr. og umfram raf- magn er á lausu í stórum mæli. Það er líka talað um risavirkjanir framtíðarinnar og nefndir á vegum iðnaðarráöuneytis, Landsvirkjunar og Orkustofnunar leggja fram stór- brotnar hugmyndir um nýtingu vatnsafls, m.a. úr Jökulsánum áður- nefndum, sem að vísu yrðu saman- lagt aflmeiri en allar vatnsvirkjanir Hringið í síma millikl. 14 og 16 -eða skrifíð Nafn og símanr. vertur að fyjgja brcfum Hvað liggur beinna við en að koma rafmagnsjárnbraut i gagnið - t.d. á Keflavíkurleiðinni? í landinu nú. Menn líta einnig til þess að selja rafmagn úr landi um sæstreng til Evrópu en það verður varla á allra næstu árum og jafnvel ekki á næsta áratug, hvaö sem síðar verður. En hvað á að gera við umframorkuna sem nú er til í landinu? Þarf hún að flæða ónotuð til sjávar? Auðvitað ekki. Og það er mergur málsins. Það er ekkert sem hggur beinna við en að nota þessa umframorku í okkar þágu. í þágu samgöngutækninnar líkt og annars staðar þar sem það hefur heppnast sem best, t.d. í Sviss, Noregi og víðar. Gera þarf stórátak í vegafram- kvæmdum á næstunni. Það þarf aö breikka akvegi fyrir stóraukna um- ferð komi ekki annað til. Keflavíkur- vegur, t.d. vegurinn austur í sveitir, svo og til Borgarfjarðar og enn norð- ar, þetta eru vegir sem breikkunar þurfa við von bráðar. En þvi ekki að spara þessar fram- kvæmdir og nýta raforkuna til að knýja jámbraut eftir þessum helstu og fjölförnustu leiðum? Keflavíkur- leiðin er tilvalin sem forgangsverk- efni. Framkvæmdin myndi draga úr bifreiðaumferð, þaniúg að núverandi vegur dygði næstu tvo áratugina, jafnvel lengur. Þjóðir sem ættu um- framorku í rafmagni í slíkum mæh sem viö eigum myndu örugglega nýta hana til þessara hluta. - Er eftir einhveiju að bíða? Ágúst Guðmundsson skrifar: Á Bíldudal er sagt aö allt sé að niðurlotum komið. Atvinna lítil sem engin og íbúum hefur fækk- að um 40% á tveimur ánun, era um 280 í dag. Eini matvörakaup- maðurinn í plássinu mun hætta um áramót og allt er eftir þessu. Hvers vegna biða Bílddælingar eftir að ástandið versni? Þeir eiga að flytjast burt meðan enn er lag. Þetta er framtíð Vestfjarða, því miður. Sennilega stenst það á endum að jarðgöngin dýru verði tekin í notkun jafnhhða allsherj- ar fólksflótta frá svæðinu. Víndrykkja verður adlærast Anna Stefánsd. skrifar: Landbúnaðarráöherrar margra Evrópurikja hafa nú krafist þess að víndrykkja verði tekin inn í námsskrá skólanna. - Börnunum mætti Ld. kenna um næringar- gildi víns, ásamt þvi hvermg má forðast ofheyslu þess. Er nú ekki ástæða til að gera slíkt hið sama í skólum hér á landi? Er ekki vín- neysla eitthvað sem þarf að læra? Það er ekki eölilegt hversu illa íslendingar verða úti vegna vín- drykkjunnar. Guðrúnskipi öruggtsæti Sigurður Árnason hringdi: Þeir eru ekki margir þingmenn Reykvíkinga sem með sanni fylla þann flokk. Guðrún Helgadóttir er þó einn þeirra. Ég er ekki ai- þýðubandalagsmaður en tel að hún sé einn þeirra þingmanna sem hefur haft frumkvæði að mörgum ágætum málum og beitir heilbrigðri skynsemi sem aðrir þingmenn, alveg að þeim ólöstuð- um að öðra leyti, hafa ekki borið gæfu til. Ég vona að Guðrún skipi öruggt sæti á hsta síns flokks í næstu kosningum. Þjóðleikhúsið býðurtðlveislu Helga Guðmundsdóttir skrifar: Þjóðleikhúsiö er í umræðunni þessa dagana af ýmsu tílefhi. Ekki er fyrr búiö að framsýna Vald örlaganna eftir nýgerða kjarasamninga við listamenn hússins en stofnunin heiðrarrit- höfund einn með hátíðardagskrá á afmæli hans. Þetta var viðamik- ið prógramm, sem var haldið leyndu fyrir afmælisbarninu, að sögn, en í boðsbréfi bannaðar ræður og gjafir. - Undarlegt aö Þjóðleikhúsið sem ríkisstofnun skuh setja upp hátíðardagskrá og sýningu fyrir aðeins einn af skattborgurum landsins. Nema aht hafi verið unnið í sjálfboða- vinnu og kampavínið ekki á kostnað ríkisins. - Þaö er ekki ofsögum sagt af klandrinu í ríkis- bákninu. Alessandroleit- arpennavina Alessandro Amaolo skrifar: Ég er ítalskur, 19 ára gamall og leita eftir pennavinum frá ís- landi, frekar þó stúlku á aldrin- um 15 -16 ára. Ég bý í bæ sem heitir Macerata, um núðbik ítal- iu, rétt hjá Ancona. Ég er fus að veita væntanlegum pennavini móttöku og sýna henni það helsta hér um slóðir. Æskilegast væri þó ef hægt væri að koma á ein- hvers konar menningarskiptum mihi mín og stúlku á þessum aldri. Hún gæti búið á mínu heimili, sem er ágætlega búið nýlegt hús með góðum garöi. Vonast til að fá svar við þessari umleitan. -Heimihsfangið er: Via Mazéntá, 21 1-62100 Macerata, It- alia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.