Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Stuttar fréttir Útlönd Réðustáskriðdreka Herþotur NATO gerðu loftárás- ir á einn skriödrekaBosníu-Serba við Sarajevo eftir árás á friðar- gæsluliöa. Passíðykkurbara! Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Ameríku, sagöi Bosn- íu-Serbum að búast við fleiri árásum ef þeír höguðu sér ekki vel. Jimmy Cart- er, fyrrum Bandaríkjafor- seti, sagði að Philippe Biamby, einn lierstjóranna á Haítí,hefðihót- að sjálfsmorði ef hann yrði neyddur til að fara úr landi. Vilja kosningar Herforingjastjómin á Haití ætl- ar að efna til umdeildra kosninga og vill að þingið samþykki sakar- uppgjöf. Rættviðlöggustjóra Bandarískir herforingjar ræddu viö lögreglustjórann í Port-au-Prince um hvernig skyldi halda lög og reglu. Skotiðáþyrlur Skotið var á þyrlur sem fluttu bandaríska sendiherrann i Kól- umbiu og fleiri embættismenn. Bnavikuenn Clinton Bandaríkjaforseti segir Japani hafa eina viku enn til að opna markaði sina. Skipta jafnt Menntamálaráðherra Suður- Afríku hefur kynnt áætiun um að deila fé til skólamála jafnt milii kynþátta. DeCuellariframboð Javier Perez de Cuellar, fyrrum fram- kvæmdastjóri SÞ, lýsti því yf- irígæraöhann ætlaði að bjóða sig fram í for- setakosn- ingunum í Perú á næsta ári. Sprengjurfinnast Lögregla á Bretlandi fann sprengjur í fángelsi sem IRA- limir reyndu að flýja úr fyrir stuttu. Páfifrestarför Páfi hefur frestað Bandaríkja- fór til næsta árs vegna heilsuleys- is. Verkalýðurámóti Norska Alþýöusambandið sam- þykkti í gær á fbrmannafundi að styðja ekki inngöngu í ESB. Nýstjórn 7.október Ingvar Carls- son, leiðtogi sænskra jafn- aðarmanna, reiknar ekki meö að mynd- un nýrrar rik- isstjórnar Jjúki fyrr en 7. okt- óber. Áður var talið að stjórn hans tæki við völdum fáum dög- um eftir kosningar. Endurskoðun á EES Brundtland, forsætisráðherra Noregs, segir aö semja veröi EES-samninginn aö nýju í des- ember verði Noregur utan ESB. GATT í gildi um áramót Norska stjórnin reiknar með aö staðfesta nýja GArr-samninginn umáramót. Reuter, TT og NTB Nær óleysanleg verkefni bíða nýju stjómarinnar í Færeyjum: Landstjórnin veik og fólkið að fara Jóhann Mortensen, DV, Fœreyjum: Fiskistofnarnir eru að hruni komnir vegna ofveiði, atvinnuleys- ið er 20% og fólkið flytur þúsund- um saman burt Erlendar skuldir eru langtum meiri en þjóðarfram- leiðslan og laun hafa lækkað um allt að 50%. Þetta eru nokkur af vandamálun- um sem ný landstjóm i Færeyjum þarf aö glíma við. Euginn þorir að segja fyrir um árangurinn. Menn eru sammála um það eitt að nýja fjögurra flokka stjórnin er sundur- leit og ekki líkleg til stórafreka. Það tók 9 vikur aö koma stjórn- inni saman. Sambandsflokkurinn, sigurvegari síðustu lögþingskosn- inga, réð ferðinni en náöi ekki að sýna þann styrk sem kjósendur væntu. Formaðurinn Edmund Jo- ensen er ekki sá leiðtogi sem Fær- eyingar þurfa. Sundurlyndi Nú hggur fyrir að hækka skatt- ana enn. Sambandsflokkurinn er á móti þvi. Það þarf að draga úr ríkis- útgjöldum. Jafhaðarmenn, hinn stóri stjórnarflokkurinn, er á móti því. Það þarf að lækka launakostn- að. Verkamannafylkingin er á móti því. Ekki er því útlit fyrir mikla samstöðu á stjórnarheimilinu. Þetta er fimmta landstjómin i Færeyjum á jafnmörgum árum. Sambandsflokkurinn ber minnsta ábyrgð á færeysku kreppunni enda utan stjórnar í nær samfellt 20 ár. Nú fá sambandsmenn tækifæri til að sanna sig og munu helst gera þaö með samningum við dönsku stjórnina um fjárhagsaöstoð og greiðslufrest á erlendum lánum. En þrátt fyrir góöan viija er ekki víst að unnt reynist að bjarga fær- eysku þjóðlífi. Fólksflóttinn er gíf- urlegur. Síðustu tólf mánuði hafa 1800 menn flutt burt. Áður voru þúsundir manna farnar. Þaö vekur enn meiri óhug að fólk í fullri vinnu flýr til Danmerkur upp á von og óvon. Ungar konur eru fjölmennar í hópi þeirra sem fara. Nú lítur út fyrir að árið 2002 verði aðeins ein af hverj um þremur færeyskum konum á barneigna- aldri enn á eyjunum. 25 þúsund eftir Fiskveíðar hafa á skömmum tíma dregist saman um helming. Annað hvert frystihús stendur ónotað og i liinum er aðeins takmarkaða vinnu að hafa. Sérfræðíngar hafa í fullri alvöru spáð því að hman fárra ára verði aðeins um 25 þús- und manns hér á eyjunum í stað 40 þúsunda nú. Allt bendir til að þessi spá rætist finni landstjórnin ekki leið út úr kreppunni. Þingmaðurinn Jacob Haugaard hafði laganna verði á báðar hendur þegar hann kom af fundi Margrétar Danadrottningar síðdegis í gær. Hann sagði að drottning hefði strax séð hvað hann er snjall maður. Jacob hafnaði öllu samstarfi við aðra flokka og sagðist óttast að þá þyrfti hann að vinna. Mesti frami Jacobs til þessa er verðlaun fyrir auglýsingagerð. Símamynd Reuter Jacob Haugaard gekk fyrir Danadrottningu í fötum úr gömlum strigapoka: Við náum botninum neðst í ölf löskunum - sagöi þingmaöurinn um efnahagsmál en fjármálamenn óttast umtal útlendinga „Viö náum botninum neðst í öl- flöskunum," sagði danski þingmað- urinn og furðufuglinn Jacob Haug- ard þegar hann kom af fundi Mar- grétar Danadrottningar síðdegis í gær. Annað hafði hann ekki að segja um efnahagsmál. Jacob var kallaður á fund drottn- ingar eins og aðrir stjómmálaleið- togar í gær til að veita góð ráð um myndun nýrrar stjómar. Blaðamenn vildu fá að vita hvað honum og drottningu hefði farið á milli. Jacob talaði vítt og breitt um fundinn og sagði að drottning hefði strax séð hvað hann væri snjall maður. Yfirlýsingar hans um efnahagsmálin hafa hins vegar orðið til þess að dansk- ir fjármálamenn óttast að þeir verði að athlægi í útlöndum þegar slíkir menn sem Jacob em kjörnir á þing. Jacob gekk fyrir drottningu í bar- áttuklæðum sínum; fötum úr göml- um strigapoka undan kaffibaunum og með skræpótt bindi. Hann sagðist eftir fundinn vera köflóttur í stjórn- málunum og neitaði að ganga til sam- starfs við nokkurn flokk af ótta viö að þurfa þá að vinna. Jacob hlaut 23.253 atkvæði í kjör- dæmi sínu í Árósum. Hann viður- kenndi í gær að atkvæðin hefðu getað orðið fleiri ef hann hefði ekki mót- mælt kynlífi á kennarastofum. Hann sagðist hafa misst nokkur þúsund atkvæði við þau mistök. Þá hefur Jacob viðurkennt að hann geti aðeins lofað hjólreiðamönnum meðvindi aðra leiðina. Hann hvikar hins vegar ekki frá kröfu sinni um að karlar hafi fullan rétt á að vera getulausir. Jacob Haugaard skyggði í gær á alla alvarlega umræðu um stjórnmál í Danmörku. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra er að mynda nýj'a stjóm og Uffe Ellemann-Jensen herð- ir róðurinn fyrir að komast í stól framkvæmdastjóra NATO. Þessir kappar vekja þó mun minni eftirtekt en furðufuglinn Jacob sem vart gat hreyft sig við höll drottning- ar í gær fyrir atgangi fréttamanna. Þar var hann óspar á innihaldslausar yfirlýsingar. Heima í Árósum næst hins vegar ekki samband við stjörnu dagsins. Ritari hans segist sitja við símsvarann og lesa Jóhannes V. Jensen meðan þingmaðurinn sofi einsogbam. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.