Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Fréttir DV Maður um tvítugt dæmdur í 15 mánaða fangelsi 1 Héraðsdómi Reykjavíkur: Nauðgaði og misþyrmdi konu á heimili sínu - hélt í hár konunnar og barði höfði hennar í gólfið með líflátshótunum Héraösdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann um tvítugt í 15 mán- aða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa neytt 21 árs konu til kynferð- islegra athafna með líkamlegu of- beldi á heimili hans í Reykjavík að- faranótt 1. desember 1993. Honum er jafnframt gert að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk samtals 115 þúsunda króna í máls- kostnað. Þegar vitni kom að konunni í stiga- gangi húss þar sem maðurinn bjó var hún grátandi og illa til reika. Farið var með hana á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir læknisskoðun. Konan bar merki um grófa líkams- árás - slegin margsinnis í andlitið, með „gífurlega bólgið vinstra auga sem hafi verið alveg sokkið í mari og ekki opnast. Þá hafi verið kúla á hnakkanum og mjög mikið rifið hár um öll fótin“. Læknirinn taldi að um grófa líkamsárás með nauðgun hefði verið að ræða. í fyrstu mundi maðurinn htið sem ekkert eftir atburðarás kvöldsins. Hann hafði hitt konuna á veitinga- húsi en hún hefði fallist á að fylgja honum heim vegna þess hve ölvaður hann var. Þegar þangað kom bar konan að maðurinn hefði reynt að fá hana til lags við sig, hann fækkað fotum og dregið hana upp í rúm til sín. Hún hefði streist á móti en kom- ist ómeidd út úr íbúðinni. Hún kom stuttu síðar til að reyna að finna annan skóinn sinn en þá baðst ákærði afsökunar á framferði sínu. Þegar konan bjóst til að fara á ný æstist hann og tók í hár konunnar og reyndi að þvinga hana til kynferð- islegra athafna. Konan sagði mann- inn hafa haldið í hár hennar og barið höfðinu nokkrum sinnum í gólfið og hótað henni dauða ef hún léti ekki að vilja hans. Við svo búið reif hann fot hennar. Konan sagðist hafa öskrað en þá hafi tök mannsins linast og hún gat komist út úr íbúðinni. Dómurinn taldi sannað að maður- inn hefði beitt konuna ofbeldi sem höfðu framangreind meiðsl í for með sér. Hvað varöar kynferðislegt of- beldi taldi dómurinn staðhæfingu standa gegn staðhæfingu. Engu að síður var, að virtum öllum fram- burðum og gögnum málsins, sem meðal annars fékk stoð í framburði mannsins, einnig talið sannað að hann hefði neytt konuna til kynferð- islegra athafna með ofbeldi. Við refsiákvörðun hafði héraðs- dómur til hliðsjónar ungan aldur mannsins sem ekki hefur hlotið refs- ingu áður - hins vegar hafi hann gengið fast fram í broti sínu og vald- ið konunni meiðslum. Refsingin tald- ist samkvæmt þessu hæfileg 15 mán- aða fangelsi auk miskabótanna. Krafa var lögð fram um greiðslu samtals 75 þúsunda króna vegna læknishjálpar og skemmdra klæða. Dómurinn vísaði henni frá á þeim forsendum að gögn skorti til rök- stuðnings kröfunni. Sverrir Einars- son héraðsdómari í Reykjavík kvað upp dóminn. Tryggvi Baldursson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, og Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, áttu fund saman i gær ásamt lögfræðingum samtaka sinna. DV-mynd GVA Kjaradeila flugmanna að magnast: Leitað til lögfræðinga ASI Félag íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, átti í gær fund með for- ystumönnum og lögfræðingum ASÍ vegna kjarasamninga við vinnuveit- endur og deilna félagsins við Frjálsa flugmannafélagið sem nokkrir At- lanta-flugmenn stofnuðu í óþökk FÍA. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, sagðist í samtali við DV ekki útiloka að félagið myndi óska eftir samvinnu og stuðningi hjá ASÍ í kjarasamningum þess. „Menn voru að velta upp sínum möguleikum til lausnar á deilunni. Okkur sýnast mál vera að þróast með afar óvenjulegum hætti, að búið sé til nýtt stéttarfélag sem yfirtaki gerö kjarasamnings sem vinna er í gangi við. Það er nýtt fyrir okkur og við höfum fyllstu ástæðu til að skoða það nánar. Eg vil ekki á þessu stigi leggja neitt mat á hvort stofnun Frjálsa flugmannafélagsins er ólögleg," sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, viö DV að loknum fundinum. Fijálsa flugmannafélagið, FFF, sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem það segir stofnun félagsins full- komlega lögmæta. Tilgangur FFF sé að gæta hagsmuna félagsmanna um kaup og kjör og hagsmunum þeirra sé betur borgið þar en innan FÍA. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, segist aldrei hafa fullyrt að stofnun FFF væri ólögleg. „Hins veg- ar hefur það aldrei gerst að nokkur aðili í kjaraviðræðum hafi losnað undan þeim með því að stofna stétt- arfélag. Við setjum spurningu við hvort það sé löglegt. Það er úrsögn mannanna úr FÍA sem við teljum ólöglega," sagði Tryggvi. Fundur um siöferöi 1 stjómmálum: Hvorki ráð> herrar né binq- o „Spumingin er ekki um það að Guðmundur Ámi Stefánsson fái annaðhvort syndaaflausn eða þurfi að hætta öllum pólitískum afskipt- um. Hann er þingmaður, varafor- maður Alþýðuflokksins og ráðherra og því eru mismunandi kröfur gerðar til hans. Mér finnst hugsanlegt að hann axli ábyrgö á ráðherrastörfum sínum án þess að það leiði sjálfkrafa til þess að hann segi af sér þing- mennsku og varaformennsku í Al- þýðuflokknum," segir Svanur Kristj- ánsson stjómmálafræðingur. Líflegar umræður urðu um sið- ferðileg álitamál í stjómmálum á ein- um fjölmennasta fundi sem Félag frjálslyndra jafnaðarmanna hefur haldið á Hótel Loftleiðum í gærkvöld. Harðar umræður urðu um embætt- isfærslu Guðmundar Áma Stefáns- sonar félagsmálaráðherra og hélt Svanur Kristjánsson því fram að stjómmálamenn ættu að axla ábyrgö án þess að þeim yrði útskúfað um aldur og ævi en Agnes Bragadóttir blaðamaður tók harðari afstöðu. Hún taldi að Guðmundur Ami ætti að segja af sér fyrir aö hafa „kastað al- mannafé út um gluggann" og taldi mættu fáránlegt af Svani að likja aðstæðum siðblinds stjórnmálamanns við upp- risu gjaldþrota einstaklings. Vilhjálmur Ámason, dósent við Háskóla íslands, ræddi þá hugmynd að stjómmálamenn settu sér siða- reglur um embættaveitingar, með- ferð almannafjár og hagsmunaá- rekstra vegna starfa sinna á öðrum sviðum. Vilhjálmur taldi brýnt að breyta óskráðum siðareglum í þjóð- félaginu og auká virðingu fyrir al- mennu siðferöi og lögum. Æskilegt væri að stjórnmálaflokkamir þjálf- uðu stjómmálamenn og gerðu til þeirra ákveðnar siðferðiskröfur. Svanur Kristjánsson vakti mikla athygli fundargesta þegar hann hélt því fram að Alþýðubandalagið væri eini flokkurinn sem ekki hefði gert sig sekan um spillingu varðandi embættaveitingar auk þess sem Kvennalistinn hefði enn ekki fengið tækifæri til að láta spilla sér. Ágúst Einarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, var fundarstjóri. Sérstaka athygh vakti að hvorki þingmenn né ráðherrar sóttu fund- inn. Dómur í máli fyrrum umboösmanns Jet Black Joe: Skilorðsbundið varðhald Fyrrum umboðsmaður hljómsveit- arinnar Jet Black Joe var dæmdur í 90 daga skilorðsbundið varðhald til tveggja ára fyrir Héraðsdómi Vest- fjarða i gær. Umboðsmanninum var gert að greiða tvítugum ísfirðingi rúmlega 180 þúsund.krónur í miska- bætur og 250 þúsund krónur í máls- kostnað og málsvamarlaun. Málsatvik eru þau að hljómsveitin hélt tónleika í Sjallanum á ísafirði í mars 1993. Að þeim loknum kom til óláta fyrir utan veitingastaðinn. Lögreglan fór á vettvang og reyndi að ræða við þrjá pilta sem staddir voru fyrir utan veitingastaðinn en án árangurs þar sem þeir voru ölvað- ir og æstir. Skömmu síðar köstuðu þeir grjóthnullungi í rúðu á 2. hæð Sjallans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. I sömu andrá var kall- að út um gluggann hvort lögreglan ætlað sér ekkert að gera í málinu en hún beið hðsauka og svaraði ekki kallinu. Stuttu síðar réðust hljómsveitar- menn út með stóla í höndunum sem þeir brutu á tröppunum fyrir utan húsið en lögðu þvi næst til atlögu við ísfirðingana með stólbrot að vopni. Vitni sögðu umboðsmanninn hafa barið einn ísfirðinganna í andhtið með stólbrotinu og hann fahið í göt- una. Lögreglan mat aðstæður það alvarlegar aö hún ákvað að beita táragasi og úðaði því á aha sem þátt tóku í slagsmálunum. Hljómsveitar- menn hörfuðu við það inn í húsið en ísfirðingamir, alhr nema sá sem féh í götuna, hlupu í burtu. Hinn slasaði var færður í sjúkra- hús og reyndist hann vera með brot- inn hægri augntóftarhring og mis- gengi í augnbotni, brest í hægra kinnbeini, skurð efst á enni upp á hvirfil, glóðarauga og bólgu í andhti hægra megin. í dóminum segir að það hafi verið með öhu ástæðulaust fyrir hljóm- sveitarmeðlimi að hlaupa út. Þeir hafi átt öruggt skjól á bak við læstar dyr og ölvun og/eða dómgreindar- skortur hafi ráðiö gerðum manna. Ákærða er metið th hagsbóta „aö ekki virtist vera um harðnaðan brotavhja að ræða og að árásarþoh" hefði jafnað sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.