Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 13 Meiming Ví’springur út - á sýningu Guðrúnar Gunnarsdottur í Galleríi Úmbru Textílhönnun og vefnaöarlist hafa á undanfórnum árum þróast sífellt meir aö samruna viö aðrar hstgreinar jafnframt því sem tölvutækni hef- ur hlotið í textílhönnun hvaö mesta náö innan marka hinna fógru lista. Listrænn samruni hefur þó ekkert síður farið inn á sviö skúlptúrs og lágmyndagerðar líkt og sést á sýn- ingu þeirri sem Guðrún Gunnars- dóttir hefur nú opnaö í Galleríi Úmbru. Guðrún hefur nýverið dvalið á Norrænu listvinnustof- unni í Bergen í Noregi og unnið þar að verkum á þessa sýningu. Verkin hafa sannarlega norrænt svipmót sem kemur til af svarthvítu yfir- bragði sýningarinnar, en listakon- unni er þó fremur í mun að tengja þau við Austurlönd. Rótarhnyðjur og kjarnyrði Verk númer 1 til 7 nefnast „Jap- anskt ljóð“ og minna um margt á japanska kalhgrafíu. Þó er efnivið- urinn ekki pappír og blek heldur blómavír og gúmmí. Guðrún hekl- ar nánast með vímum og býr til þéttriðna mottu sem hún festir gúmmístrimla jafnóðum í. Gúmm- ístrimlarnir skaga niður hkt og þeir séu að reyna að skjóta rótum í salnum, biksvartir á skjanna- hvítu. Þetta eru sjö rótarhnyðjur, kjarnyrði á myndmáli, sem má mæta vel líkja við hækur eða aðra knappa og kjarnyrta ljóðagerð. Sterk og vel ígrunduð myndverk. Blómstrandi vöxtur Þijú verk bera heitið „Vöxtur" og er engu líkara en þar séu vírarnir búnir að skjóta rótum og farnir að spretta út úr veggnum. Hver „Vöxt- ur“ er myndaður úr ólíkri vírtegund, ýmist úr grænum eða svörtum blómavir eða gráum bindivír. Það er mikil tilfinning í þessum verkum, Myndlist Ólafur J. Engilbertsson vírinn verður nánast lifandi og líkist sífellt meir útsprunginni rós við hverja skoðun. „Ghdrur" og „Fley“ eru jafnframt verk unnin í blóma- og bindivír en hafa ekki sömu útgeislun og tvö hin fyrrnefndu. Þó eru þau í fullu samræmi og styðja vel við heildarsvipmót sýningarinnar og hafa til að bera skírskotun til fyrri tíma handverks - jafnt víravirkis sem hekl- unar. Hér er um áhugaverða og óvenjulega smásýningu að ræða frá hendi eins af fremstu textílhönnuðum landsins. Sýningu Guðrúnar Gunnars- dóttur í Galleríi Úmbru við Amtmannsstíg lýkur þann 5. október. _______________________________________Bridge Firmakeppni BSÍ Firmakeppni Bridgesambands íslands verður haldin í Sigtúni 9 helgina 1.-2. október. Spiluð verður sveitakeppni, u.þ.b. 100 spil. Keppnin er opin öhum fyrirtækjum af öhu landinu sem sannanlega hafa keppendur á launa- skrá. Þetta er létt og skemmtileg keppni og vonandi taka sem flest fyrirtæki þátt. Keppnisgjald er kr. 15.000 á sveit og spilað er um gullstig í hverjum leik. Verðlaunabikarar verða veittir fyrir 3 efstu sætin og auk þess fá sigur- vegararnir farandbikar til varðveislu næsta árið. Byrjaö verður að spha kl. 11 báða dagana. Skráning er þegar hafin á skrifstofu BSÍ í síma 619360. íslandsmót í einmenningi 1994 íslandsmótið í einmenningi verður haldið helgina 8.-10. október. Mótið verður spiíað eins og undanfarin ár. Húsfyllir hefur verið í þetta mót þannig að það er betra að skrá sig tímanlega. Sagnkerfið, sem notað verður í keppn- inni, verður sent til keppenda til þess að þeir hafi tíma til þess aö lesa það yfir. Keppnisgjald er kr. 2.500 á mann og skráning hjá BSÍ. Bridgefélag Suðurnesja Átján pör komu á fyrsta sphakvöld vetrarins mánudaginn 19. september og var spilaður Mitcheh-tvímenningur. Keppnin í NS var jöfn og vannst á aðeins 13 stig yfir meðalskor. Birkir Jónsson og Heiðar Agnarsson urðu efst- ir með 181, Hafsteinn Ögmundsson og Gísh ísleifsson í öðru sæti með 178 stig og Guðjón Jensen og Kjartan Sævarsson þriðju meö 176 stig. í AV áttirn- ar stóð keppnin á milli Gísla Torfasonar-Jóhannesar Sigurðssonar, sem hlutu 200 stig, og Karls Hermannssonar - Amórs Ragnarssonar sem hlutu 197 stig. Feðgarnir Kjartan Ólason og Óli Þór Kjartanson urðu þriðju með 188 stig. Næsta keppni félagsins verður þriggja kvölda hausttvímenningur. Hún hefst mánudagskvöldið 26. september í Hótel Kristínu og hefst spha- mennskan klukkan 19.45. Bridgefélag Sauðárkróks Mánudaginn 19. september hófst vetrarstarfsemi félagsins, en 14 pör mættu th leiks. Efstu pör urðu: 1. Kristján Blöndal - Jón Ö. Berndsen 158 2. Gunnar Þórðarson - Páh Hjálmarsson 140 3. Þórdís Þormóðsdóttir - Elísabet Kemp 137 Næsta mánudag verður sphaður eins kvölds tvímenningur og hefst spha- mennska kl. 19:45 en sphað er í Bifröst. Háskólabíó - Blaðið: Kapphlaup um frétt Klukkan er sjö að morgni, frétta- stjórinn Henry Hackett (Michael Keaton) er vakinn af ófrískri eigin- konu sinni, Marty (Marisa Tomei), sem bendir honum á að blaðið hans The Sun hafi misst af aðalfrétt kvöldsins sem er morð á tveimur kaupsýslumönnum. Samkeppnis- aðilinn er með fréttina og þá að sjálfsögðu ljósvakamiðlarnir. Það er því ekki þæghegur vinnudagur sem bíður Henrys þegar hann kem- ur í vinnuna. Ekki bara að hann hafi misst af fréttinni, heldur á hann í stöðugum deilum við annan tveggja yfirmanna sinna, aöstoðar- ritstjórann Alicia Clark, (Glenn Kvikmyndir Hiimar Karlsson Close) sem metur sig meira en eig- endur blaðsins gera. Það er ekki laust við að ritstjórinn, Bernie White (Robert Duvall), hafi einnig sinn skammt af vandmálum. Hann hefur hingað til þrátt fyrir allt stað- ið með fréttastjóra sínum í stríði hans viö Aliciu og gerir enn með semingi þó. Það hefur nefnilega frést á blaðinu að Henry hafi undir höndum freistandi thboð frá stærra blaði sem er í samkeppni við The Sun. Ekki bætir það stöðu hans þennan dag. Henry veit þess vegna að nú er að duga eða drep- ast, hann verður að slá öðrum blöð- um við á morgun og th aö svo geti orðið^r hann tilbúinn að nota öll þau óþverrabrögð sem hann kann... Blaðið (The Paper) gerist öh á einum sólarhring. Hún hefst eins og áður sagði sjö að morgni og end- ar á sama tíma og þá hefur mikiö vatn runnið th sjávar. Aðalkostur myndarinnar er hinn mikli hraði sem er í atburðarásinni sem leik- stjórinn Ron Howard leysir á fag- mannlegan máta þannig að nánast ekkert tapast fyrir áhorfandanum. Þessi mikli hraði er einnig nokkuð þreytandi, sérstaklega þegar mál- æðið í myndinni er orðið svo yfir- gengilegt að nánast allir tala hver ofan í annan. Sviðsetningin er góð. Ritstjórnin á The Sun er kannski ekki nema meðalstór á amerískan mæh- kvarða en mjög stór á íslenskan mælikvarða. Sum atriði í myndinni eru raunsæ en þau eru fleiri sem virka yfirborðskennd og yfirhlaðin og eiga lítið sameiginlegt með veru- leikanum. Leikur í myndinni er allur fyrsta flokks og er sérstaklega gaman að fylgjast með þeim Micha- el Keaton og Glenn Close í orrahríð Fréttastjórinn og biaðamaðurinn virða fyrir sér forsíðu næsta blaðs. Randy Quaid og Michael Keaton i hlutverkum sinum. þeirra. Robert Duvall á einnig góða Close, Robert Duvall, Marisa Tomei, spretti í hlutverki ritstjórans en Randy Quaid og Jason Robards. fiölskylduvandamál hans eru væmin og draga myndina niður þótt einnig séu þau hvíld frá öllum gauraganginum. Það hafa ekki verið gerðar margra kvikmyndir um lífið á rit- sfiórn dagblaðs og enn færri hafa heppnast vel. Upp í hugann koma þrjár úrvalsmyndir All the Presid- ent’s Men, The Front Page og Abs- ense of Malice. Blaðið er ekki í sama gæðaflokki og þessar myndir en þótt yfirborðskennd sé veitir hún skemmthega innsýn inn í þann harða heim sem fréttamennska á dagblaði getur verið. Blaðiö (The Paper) Leikstjóri: Ron Howard. Handrit: David Koepp og Stephen Koepp. Kvikmyndun: John Seale. Tónlist: Randy Newman. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Glenn , FOLKS- ILALAND HF. Bíldshöfða 18 - Sími 67 39 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.