Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 15 Atvinnuleysið í ESB-löndum Oft heyrast raddir um það að at- vinnuleysi á íslandi muni réna við inngöngu í ESB. Þetta er á mis- skilningi byggt og reyndar aðeins áróðursbragð þeirra sem vilja ólm- ir fela Brussel forsjá okkar mála. Atvinnuleysið í ESB-löndum síð- ustu 12 mánuði heflr verið sem næst 11% starfandi fólks, meðan það hefir veriö mest 5% hjá okkur. Ýmsir forráðamenn á sviði stjórnmála og hagfræði í Mið- Evrópu hafa látiö í ljós þá skoðun að efnahagsbata sé að vænta í ná- inni framtíð en þeir telja þó að at- vinnuleysi muni halda áfram að vaxa í álfunni. Því veldur m.a. hin harða samkeppni sem ríkjandi er í heiminum. Erlendir námsmenn og íslenskir Islendingar, sem þess óska, geta flutt til hvaða ESB-lands sem er og leitað sér þar atvinnu. Þeir geta það nú þegar án inngöngu í bandalagið. íslenskir námsmenn geta líka sótt hvaða háskóla sem er í þessum löndum. Að vísu njóta erlendir námsmenn víða betri kjara en ís- lenskir. Ráðið við því er að endur- bæta LÍN, en ekki að afsala okkur fullveldinu og skila auðlindunum í hendur ESB. Lánasjóðnum hefir verið gert að láta íslenska námsmenn sæta verð- tryggingu lána. Þessu verður að breyta. Eftirtektarvert er að er- lendir námsmenn sækja íslenska háskóla tiltölulega miklum mun meira en við erlenda. Það segir sína sögu. Stofnanir okkar standa er- lendum fyllilega á sporði. Tvíhliða samningur -góðar vonir Nauðsynlegt er aö hafa í huga að ESB-aðild felur í sér rúmar heim- ildir útlendinga til að flytja hingað og setjast að. Það verða ekki Norð- KjaHaiinn Eggert Haukdal alþingismaður urlandamenn, sem búa best heima hjá sér, heldur fólk frá Spáni og Portúgal og Balkanríkjum, þegar þau fá aðild. Fólksinnflutningur- inn gæti orðið slíkur aö okkur inn- fæddum yrði stjakað frá til út- kjálka - líkt og gerðist með indíán- um í Ameríku á sínum tíma. Dæm- ið frá Kúbu sýnir okkur hvílíkt kapp fólk getur lagt á að komast úr landi þegar að þrengir. Það er alvarleg hugsanaskekkja að sækja eigi um aðild til þess að vita hvaða samningum viö næðum. Fyrst ber að sjálfsögðu að kanna hvaða kjörum má ná með tvíhliða samningum án aðildar, sem ekki fæli í sér afsal sjálfstæðis og fram- sal auðlinda. Ummæli ýmissa ráða- manna í ESB um hugsanlegan tví- hliða samning við ísland gefa góðar vonir. Eggert Haukdal „Það er alvarleg hugsanaskekkja að sækja eigi um aðild til þess að vita hvaða samningum við næðum. Fyrst ber að sjálfsögðu að kanna hvaða kjör- um má ná með tvíhliða samningum án aðildar.. „Eftirtektarvert er að erlendir námsmenn sækja íslenska háskóla tiltölulega miklum mun meira en við er- lenda,“ segir Eggert m.a. í grein sinni. Sjö ára fermingarfrelsi 1988 skrifaði ég kjallaragrein um áform mitt að halda fyrstu borgara- legu ferminguna á íslandi. Nú eru 6 ár liðin. Félagsskapurinn Sið- mennt var stofnaður eftir fyrstu borgaralegu ferminguna til að að- stoða fólk við framkvæmd borgara- legra athafna (nafngjöf og útför ásamt fermingu). - Alls hafa 105 unglingar fermst á þennan hátt síð- an 1989 og hafa hátt í 1400 manns verið viðstaddir þessa athöfn. Virk þátttaka Á námskeiði okkar leggjum við áherslu á mannleg samskipti, sið- fræði, og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. í haust verða haldnir kynningar- og fjölskyldu- fundir þar sem unglingar sem hafa áhuga á að fermast borgaralega og foreldrar þeirra fá tækifæri til að kynnast umræðum og hópstarfl. Námskeiðið sjálft, þ.e. vikulegir fyrirlestrar og umræður, hefjast síðan í janúar og verða í u.þ.b. 3 mánuði. Teknir verða fyrir mála- flokkamir: Mannleg samskipti, sið- fræði, efahyggja, friðarfræðsla, lífsskoðanir, forvarnir um vímu- efni, kynfræðsla, umhverfismál, mannréttindi, jafnrétti, réttur unglinga í þjóðfélaginu og missir og sorg. Tilgangur borgaralegrar ferm- ingar er að efla heilbrigð og farsæl KjaHaiinn Hope Knútsson stjórnarmaður í Siðmennt viðhorf unglinga til lífsins. Kenna þeim að bera virðingu fyrir mann- inum, menningu hans og um- hverfi. Undirbúa þá í að vera ábyrgir borgarar. Borgaraleg ferm- ing snýst ekki um trúarbrögð og ekkert er kennt á námskeiðinu sem er andstætt kirkjunni. Athöfnin að loknu námskeiðinu einkennist af virkri þátttöku ferm- ingarbarnanna sjálfra og foreldra þeirra. Unglingarnir flytja ljóð og ræða um þýðingu þessara tíma- móta í lífi sínu. Auk þess er flutt tónlist og ræður em haldnar. Að lokum er afhent skírteini sem stað- festir að unglingarnir hafa hlotið þessa fræðslu og séu fermdir. Valfrelsi Ástæður fyrir þátttöku fólks í borgaralegri fermingu eru marg- víslegar. Sumir unglingar sem hafa fermst borgaralega, eru trúaðir, en þeim finnst undirbúningur okkar áhugaverðari en kirkjunnar. Aðrir fella sig ekki við prestinn í sinni sókn. Enn aðrir eru ekki tilbúnir að taka afstöðu til trúmála, geta ekki sætt sig við sumar kennisetn- ingar eins og meyfæðinguna, eríða- syndina og þríeinan guö. Þá er líka hópur sem efast um tilvist guðs og vifl ekki gefa nein óheiðarleg heit. Nokkrir þeirra eru sannfærðir trú- leysingjar. Það krefst hugrekkis að hugsa sjálfstætt og fara sínar eigin leiðir, sérstaklega á fermingaraldri. Við hjá Siðmennt teljum að unglingar á þessum aldri velti yflrleitt ekki fyrir sér trúarlegum húgmyndum. Við viljum að fermingaraldurinn sé hækkaður en við getum ekki hækkað hann upp á okkar ein- dæmi. Hins vegar getum við boðið annan kost. Valfrelsi hvetur fólk til að hugsa meira um hvað það vill og hvað hæfir því best. í lýðræðis- samfélögum hefur fólk frelsi til að hafa mismunandi skoðanir á lífinu, trúmálum þar á meðal. Mikilvægt er að fólk viti að til er val. Hope Knútsson „Þaö krefst hugrekkis að hugsa sjálf- stætt og fara sínar eigin leiðir, sérstak- lega á fermingaraldri. Við hjá Sið- mennt teljum að unglingar á þessum aldri velti yfirleitt ekki fyrir sér trúar- legum hugmyndum.“ Meðog Kattahald i fjölbýlishúsum Dýrtengjast fjölskyldum sterkum böndum „í fjölbýlis- húsumogein- býhshúsum eru fjölskyld- ur sem eiga það sameigin- legt aö þykja mjög vænt um kisur. Þegar að- Sigríður Heiðberg, stæður breyt- lormaðurKatta- ast getur sú vinafélags islands. staða komið upp hjá fólki að það þurfi að flytja úr einbýli í tjöl- býli. Dýrið tengist fjölskyldu sinni mjög sterkum böndum, þess vegna getur komið til mikillar sorgar ef heimilisvinur verður tekin á brott til aflífunar beinlínis vegna þessarar lagasetningar. Það er þroskandi að eiga kisu og að hugsa vel um hana er þrosk- andi og mannbætandi. Ef svo illa vill að um sé að ræða ofnæmi hjá einhverjum er auðvitað sjálfsagt að taka tillít til þess. Það má hins vegar ekki gera of mikið úr slík- um málum. Okkur ber að sýna þessum vin- um okkar samúð og elsku og kalla þannig það góða fram í okk- ur sjálfum, ekki veitir af því, um það geta allir verið sammála. Þeir sem mest munu gjalda vegna þessa máls eru börnin og gamla fólkið. Það verður að setjast niður og leita leiða til þess að fólk geti sem fyrr lifað í sátt með sín dýr, hvort sem það býr í einbýli eða fjölbýli." Ofnæmisáhrif vegna katta „Þessi nýju lög um fjöl- býbshús taka á ýmsum májum, m.a. sem varða ketti. Með þessari laga- setningu er fólki gert Ingibjörg Pálma- skylt að fá dóttir alþingismað- leyfi frá sínu ur. húsfélagi til að halda kött í fjöl- býlishúsi. Ástæða þessa ákvæðis er sú aö oft er um að ræða heiftar- leg ofnæmistilfelli vegna katta, sérstaklega hjá ungumn bömum. Ofnæmisáhrif vegna katta geta verið skæð og berast oft langar leiðit Með þessum lögum er ekki ver- ið að banna ketti í tjölbýlishús- um, heldur er um það að ræða að ef köttur veldur ofnæmi þá verður hann að víkja, Eflaust munu einhverjir kettir hverfa og það mun valda eigendum þeirra sársauka. Á móti kemur að það mun bæta heilsu olhæmissjúkl- inga sem þá munu ekki lengur þurfa aö líða fyrir kattaliald. Égtel þetta vera sjálfsagt mál þar sem aö mannfólkið á að hafa meiri rétt en húsdýrin i sambýlis- húsum. Enda var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi. Mig undrar þaö hvað þetta mál hefur allt í einu valdið miklum látum svo augljóst rétt- lætismál sem þama er um að ræöa. Þetta er ekki vegna þess að alþingismenn séu eitthvaö á móti köttum yfir höfuð þar sem þeir eiga viö. Þetta snýst einfald- lega um það að kettir eiga ekki aö hafa forgang umfram fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.