Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Fréttir Fjögurra herbergja ibúð á fyrstu hæð til hægri við Hvammabraut 4 í Hafnar- lirði verður fljótlega sett í sölu. DV-mynd GVA Enn einn vinargreiði Guðmundar Árna 1 Hafnarfirði: Leigði kunn- ingja sínum íbúð fram hjá kerf inu - mín afskipti voru engin, segir Guðmundur Ámi Fjögurra herbergja íbúö í eigu Hafnaríjaröarbæjar, að Hvamma- braut 4 í Hafnarfirði, veröur innan tíðar sett á sölu eöa um leið og núver- andi íbúi hefur rýmt íbúðina og af- hent bæjaryfirvöldum lykilinn. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum DV hefur íbúðin undanfarin tvö ár verið leigð kunningja eiginkonu Guð- mundar Árna Stefánssonar fram hjá félagslega kerfinu í Hafnarfirði fyrir 23 þúsund krónur á mánuði. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku íbúðina að Hvammabraut 4 upp í skuld við bæjarsjóð á síðasta kjör- tímabili. Alltaf stóð til að selja hana en ekkert varð af því. Eftir að íbúarn- ir skildu og eiginkonan fiutti út fékk Guðmundur Árni Stefánsson, þáver- andi bæjarstjóri, lágt settan starfs- mann á Félagsmálastofnun bæjarins til að ganga frá leigu til eiginmanns- ins fram hjá félagslega kerfmu og án vitundar yfirmanna Félagsmála- stofnunar. Ákveðið hefur verið að setja íbúð- ina við Hvammabraut í sölu og verð- ur það gert um leið og flutt hefur verið út úr henni. 300 þúsund króna skuld var á íbúðinni þegar málið uppgötvaðist og hefur hún verið gerð upp. „Eg get staðfest að þessi íbúð til- heyrir ekki félagslega kerfinu. Sam- kvæmt mínum upplýsingum segjast æðstu yfirmenn Félagsmálastofnun- ar ekkert hafa haft með málið að gera. Ég lét kalla manninn fyrir og hann hefur gert upp skuld sína. Um leið og maðurinn var farinn út sagði ég embættismanni hér að íbúðin skyldi sett á sölu. Það að ég skuli vera að hreinsa íbúðina út og láta hana á sölu segir hvað mér finnst um þetta,“ segir Magnús Jón Árna- son bæjarstjóri. „Þetta er fjarri öllu lagi. Ráðstöfun íbúðarinnar fór eftir venjubundnum reglum og mín afskipti af því voru engin bein. Ég veit ekki betur en Félagsmálastofnun hafi innheimt leigu fyrir íbúðina eins og aðrar fé- lagslegar íbúðir. Það er bókstaflega út í bláinn að ég hafi fengið undir- tyllu á Félagsmálastofnun til að ganga frá þessu. Þannig gengu hlutir ekki fyrir sig í minni tíð,“ segir Guð- mundur Árni Stefánsson. FraktQutningar: Flugleiðir hafa ekki staðið sig - segir framkvæmdastjóri Sævers „Flugleiðir hafa engan veginn stað- hefjast í október. ið sig í þessum flutningum - hafa „Þetta er fyrir neðan allar hellur aldrei getað fullnægt flutningsþörf- þar sem stjórnvöld hafa staðið með inni og það hefur margoft komið fyr- Flugleiðum og úthlutað þeim einok- ir að vara hafi þurft að bíða vegna unarleyfum," segir Kristján. þess að þeir hafa ekki haft pláss,“ segir Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sævers hf„ sem staðið hefur m.a. í útflutningi á ferskum fiski. Kristján segist vita til þess að Flug- leiðir hafi verið með hótanir við þá sem hafi veriö að flytja út með þeim og viljað fiytja út með öðrum. Hann segist fagna því að aðrir komi að þessum útflutningi. Flugfrakt Flug- leiða hefur skrifað viðskiptavinum sínum bréf þar sem mælst er til þess að þeir beini flutningsþörf sinni til félagsins ef til þess komi að þeir auki flutningsgetu í ljósi aukinnar eftir- spurnar, að öðrum kosti geti þeir misst þann forgang sem þeir hafa haft til flutnings með áætlunarflugi. Kristján segir að þarna sé um að ræða þvinganir vegna fyrirhugaðra áætlunarferða Cargolux sem eiga að Sérunnið timbur Heflað, sagað og fræst eftir ykkar óskum HÚSASMIÐJAN Verkstæöi, Súöarvogi 3-5 ® 687700, beinnS 34195 : : Ef þú ert gjörsamlega frábitinn því að fá sjónvarp, videó, húsbúnaðar- eða ferðavinning; eða kannski bíl og bensín á hann í heilt ár eða bara tii dæmis jeppa fyrir 300 kall, skaltu endilega ekki ná þér í BINGOLOTTO-seðil fyrir kl. 4 á laugardaginn. Því að Öll laugardagskvöld kl. 20:30 er bráðskemmtilegur, hættulega spennandi og ótrúlega fjár-magnaður fjölskylduþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 fyrir þá sem vilja vinna. Ekki missa af honum. þar sem vinningarnir fást á laugardagskvöldum í opinnl dagskrá P.S. Náðu þér strax í miða - síðast varð uppselt!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.