Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 9 Útlönd David Bowie bregðursérí blaðamannsföt Popparinn David Bowie hefur brugðið sér í nýtt hlut- verk og er far- inn að skrifa um listir en hann mun þó ekkert á þeim buxunum að hætta við gamla góða sönginn. Bowie fór i blaðamannshlut- verkið til að taka viðtal við iranska listmálarann Balthus fyrir tímarit um samtímamálara. Að eigin sögn var popparinn ákaflega óstyrkur fyrir viðtalið en hinn 86 ára gamli málari reyndist afskaplega þægilegur i öllu viðmóti. Minnislausljós- myndari týndur áíslandi Eyþór Eðvaiðssan, DV, HoHandi: ísland kemur mikið við sögu hjá hollenskum sjónvarpsáhorf- endum þessa dagana því að ein af aðalpersónunum í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni í blíðu og stríöu er týnd á íslandi. Persónan sem heitir Simon Ðekker vinnur sem ljósmyndari hjá auglýsingastofunni AA&F. fVrir um tuttugu árumfékk hann mikið höfuðhögg og eftir það fór hann að gleyma hinu og þessu. Hann var sendur á vegum AA&F til íslands að taka ljós- myndir fyrir auglýsingabækling. Eins og gerist í góðum sápum hefur ekkert spurst til hans í rúmá tíu þætti, nema hvað ein dularfull fílma var send frá ís- landi. Miðill er kominn í spilið og kærasta Símonar ætlar að fara til íslands að leita að honum. Stuðningurinn við ESBíSví- þjóðeykst Stuðningsmönnum Evrópu- sambandsaðildar Sviþjóðar hefur vaxið fiskur um hrygg að undan- fórnu og eru þeir nú 48 prósent, samkvæmt skoðanakönnun sem Aftonbladet birö í vikunni. And- stæðingar eru 41 prósent. Evrópusinnum hefur fjölgað um sjö prósentustig frá könnun sem gerö var fyrir einum mánuði en andstæðingamir hafa misst eitt prósentustig. Óákveðnir nú eru tíu prósent en voru saufján prósent fyrir mánuði. Þjóðaratkvæðagreiðsia um ESB-aðild Svíþjóðar verður 13. nóvember. Stjáni bláier slæmfyrirmynd æskunnar Teikni- myndafígúran Stjáni blái á ekki upp á pall- borðið hjá dálkahöfundi einum í Kúveit sem segir Stjána slæma fyrirmynd æskunnar vegna ástartílburða hans við Ólaviu og slagsmálanna við keppinautinn Brútus. „Stjáni blái elur á hugmyndum um óeðlilega vináttu miili manna og kvenna þar sem karlmennim- ir tveir (Stjáni blái og Brútus) bcrjast allæi tímann um ástir konu,“ skrifáði Abdullah al-Ate- eqi í dálki sínum í vikublaði ísl- amstrúarmanna. Reuter Hollenskur verkfræðingur í Singapore: I gálgann Johannes van Damme, 59 ára gam- all hollenskur verkfræðingur, var hengdur í Singapore í dögun í morg- un fyrir eiturlyfjasmygl, fyrstur vestrænna manna, þrátt fyrir til- raunir lögfræðinga og stjómarerind- reka til að fá fangelsisyfirvöld til að hætta við aftökuna. „Ég bað með honum, ég las bibl- íuna og ég sá að hann var mjög sterk- ur. Hann bað mig um að fá að deyja með frið í hjartanu," sagði hollenski presturinn Joop Spoor sem heimsótti van Damme í vikunni og stóð fyrir utan fangelsið þar sem aftakan fór fram í morgun. Hann fékk þó ekki leyfi til að hitta verkfræðinginn. Engin opinber vitni vora að aftök- unni. Eliana, nígerísk eiginkona vans Dammes, hitti hann í fyrsta sinn í mörg ár þegar hún heinisóttí hann fyrr í vikunni en hún var ekki viðstödd þegar hann var leiddur í gálgann. Van Damme var handtekinn á flug- vellinum í Singapore í september 1991 eftir að 4,32 kíló af heróíni fund- ust í tösku sem var skráð á naín hans. Við réttarhöldin sagði hann að hann hefði verið að flytja töskuna fyrir einhvem annan og harin hefði ekki vitað hvað í henni var. Dauðarefsing liggur við því í Singa- pore að vera með meira en fimmtán grömm af heróíni í fóram sínum. Sjötíu og fimm manns, flestir útlend- ingar frá öðram Asíulöndum, hafa verið hengdir fyrir heróínsmygl frá árinu 1975. Fjölskylda vans Dammes í Hollandi sagði í yfirlýsingu að hún væri „mjög Johannes van Damme, hollenskur verkfræðingur, var hengdur fyrir eit- urlyfjasmygl í dögun. Símamynd Reuter harmi slegin“ yfir aftökunni sem hún kallaði „ómanneskjulega refsingu". Hollenska utanríkisráðuneytið lýstí yfir sárum vonbrigðum sínum þegar fréttir bárust af hengingunni. Lögfræðingar vans Dammes höfðu reynt að fá mál hans tekið upp að nýju með vísan til hollenskrar lög- regluskýrslu um að hann hefði verið uppljóstrari fyrir lögregluna og að nigerískt glæpafélag sem hann fletti ofan af hefði komið sökinni á hann. Reuter Michell Rupe verður ekki hengd- gæti slitnað af skjólstæðingi sinum ur þrátt fyrir að hann hafi verið í snöranni. dæmdur til hengingar fyrir tvö Dómarinn féllst á þessi rök og morð. Ástæðan er að hann er rétt sagði að það væri niðurlægjandi um 200 kfló að þyngd. fyrir svo þungan mann aö hengj- Hengja átti Rupe í Seattle í ast. Hinn dæmdi fékk því gálgafrest Bandaríkjunum nú í vikunni. vegna aukakflóanna. Dómari ákvað að fresta aftökunni Nú er verið að leita að nýrri að- á síðustu stundu þegar lögfræðing- ferð til að murka líftóruna úr morð- ur hins dæmda benti á að höfuðið ingjanum. OVERSEAS JOB OPPORTUNITIES PARC Technical Services requires personnel in the follow- ing categories for our operations in the former Yugoslavia. Candidates must have relevant certified qualifications, 5 years work experience, a valid driving licence and be ava- ilable for immediate mobilisation. Reievant military experi- ence would be an advantage. The assignment will be on a 12 month contract, renewable, offering attractive overse- as salaries, paid in US dollars, free accommodation, food and flights. Vacancies include; CIVIL, MECHANICAL, ELECTRICAL ENGINEERS, WITH MANAGEMENT EXPERIENCE. CONSTRUCTION FOREMEN, MATERIALS FOREMEN, CONSTRUCTION TRADES PEOPLE. GENERATOR MECHANICS, AIR CONDITIONING/REFRIGER- ATION TECHNICIANS. TRANSPORT MANAGERS, WORKS- HOP FOREMEN, FUEL TANKER DRIVERS, MECHANICS. SY- STEMS ADMINISTRATORS, ANALYSTS, USER SUPPORT MANAGERS, PROGRAMMERS. FREIGHT PLANNERS, CONTRACTS COMPLIANCE OFFICERS, BUDGET OFFICERS ADMINISTRATIVE OFFICERS -TRAVEL, ACCOMMODATION, CATERING, MATERIALS. Candidates who have already apptied need not re-apply. Detailed CVs, to include a daytime phone contact, should be sent immiediately to, PARC Technical Services; by FAX to; (353) 1 842 9259 or by POST to; St Johns Court swords Rd. Santry Dublin 9 ireland Nýjar f lugleið- ir milli íslands og Kanada Ferðamönnum opnast nú í haust nýir möguleikar á að ferðast milli íslands og Kanada með millilendingu á Grænlandi. Lítíð kanadískt flugfé- lag, First Air, hefur fengið heimild til að fljúga milli Syðri-Straumfjarð- ar og Montreal og Ottawa. Flug á þessari leið hefst þann 1. október. Á sama tíma stefnir Grænlandsflug að fjölgum ferða milli Keflavíkur, Narssarssuaq og Syðri-Straumfjarð- ar. Því verður hægt að fara milli ís- lands og Kanada í nokkrum áföng- um. Fargjöld lækka á Grænlandi Stjóm Grænlandsflugs ákvað nú í vikunni að lækka flugfargjöld innan- lands. Hér eftir má ekki kosta meira en um 30 þúsund íslenskar krónur að fara milli fjarlægustu staða. Nú er mjög dýrt að fijúga innan- lands á Grænlandi. Farmiðar kosta allt að 150 þúsund íslenskra króna. Þvi er mjög fátítt að almenningur nýti sér flugið og vonast Grænlands- flug eftir fleiri farþegum með lækk- uninni. Gænlenska landsþingið mun taka afstöðu til lækkunarinnar á haust- fundi sínum. Grænlandsflug er í eigu hins opinbera og halli af rekstrinum lendir á landssjóði. Búist er við að niðurstaða fáist í málinu fyrir jól. Fleiriferðamenn fáaðfaratilThule Bandarísk hemaðaryfirvöld hafa fallist á að heimila fleiri ferðamönn- um að koma til herstöðvarinnar í Thule á Norður-Grænlandi en verið hefur. Mikil eftirspum er eftir ferð- um þangað og segjast heimamenn tapa miklu á takmörkuðum aðgangi fólksaðsvæðinu. Ritzau 0PIONEER The Art of Entertainment Lítill og léttur GSM farsími fra Pioneer a frábæru verði! fliö Sendistyrkur 2 Wött öö Óbrjótanlegt loftnet ÖD 100 númera skammvalsminni ðiö Aukarafhlaða, borðhleðslutæki flö 220 g með ultra slim rafhlöðu flD Rafhlaða endist í 12 tíma ðiD Styrkmælir fliö Rafhlöðumælir ÖiD Flipi lokar talnaborði ðö og margt fleira Fjöldi fylgihluta fáanlegur VERSLUNIN MBÆR H F HVERfíSCOTU 103-SIMI625999 Þar sem gæðin skipta máii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.