Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 íþróttir unglinga Lottó-Skagamótið er vinsælt hjá þeim yngstu. Hér er Haraldur Ingólfsson, landsliðsmað- ur og leikmaður með Akranesliðinu, að afhenda Arnóri Inga Brynjarssyni, fyrirliða B-liðs 7. flokks Fylkis, bikarinn. Nánar um mótið á öðrum stað á síðunni. DV-mynd BG Knattspyma yngstu flokka á Sauðárkróki: Króksmótið vinsælt Þórhatlur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Það er orðið áliðið dags, sólin hefur lækkað á vesturhimninum og hverf- ur senn bak við Tindastólinn. Ró er að færast yfir íþróttavöllinn á Sauö- árkróki. Manngrúinn sem verið hafði þar helgina 13.-14. ágúst er að tygja sig til heimferðar. Krakkarnir, sem þátt tóku i mót- inu, dveija þó um stund á knatt- spymuvellinum og rifja upp ævin- týri helgarinnar. Mikil fótboltahátíð Mesta hátíð fótboltastráka hér um slóðir er afstaðin. Þátttakendur frá hinum ýmsu stöðum norðan-, austan- og vestanlands hverfa nú heim á leið eftir vel heppnaöa för. Króksmótið er orðið álíka viðburður og Shellmót 6. flokks er í Eyjum. Sí- fellt fleiri þátttakendur koma á Króks- mótið ár hvert og nú er svo komið að það er hreinlega sprungið. Það er ekki hægt að öllu óbreyttu að taka við fleiri liðum, segja mótshaldarar. Veðrið var stórkostlegt báða móts- dagana og átti það drjúgan þátt í að gera það að glæsilegri hátíð. Rúmlega 500 keppendur Að þessu sinni mættu 52 lið til leiks og voru spilaðir samtals 176 leikir og er áætlað aö keppendur hafi verið rúmlega 500 talsins, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Tindastóls. Liðin komu frá eftirtöldum stöðum: Siglufirði, Ól- afsflrði, Dalvík, Húsavík, Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki, Langa- nesi, Eskiflrði, isafiröi og Bolungar- vík. Að lokinni keppni á laugardeginum var efnt til glæsilegrar grillveislu að vanda og ýmislegt til gamans gert. Þar komu fram meðal annarra skemmti- kraftarnir Hemmi Gunn og Ómar Ragnarsson og gerðu þeir mikla lukku. Sigurvegarar Tindastóls t 5. flokki, ásamt þjálfara sínum, Sigurjóni Inga Sigurðssyni, og liðsstjóranum Davíð Rúnarssyni. Heiðursgestur mótsins var afreks- maðurinn úr röðum fatlaðra, Geir Sverrisson, og afhenti hann verðlaun- in ásamt Olafi Adolfssyni, leikmanni Skagaliðsins, og Svan Einarssyni, full- trúa Skagfirðings, sem var aöal- styrktaraðili mótsins. Auk verðlauna fengu allir keppend- ur stækkaða litmynd af liði sínu og mæltist þessi nýjung mjög vel fyrir. Umsjón: Halldór Halldórsson Úrslit Úrslit í hinum ýmsu flokkum urðu þessi' 5. flokkur - A-lið: 1. sæti..................Tindastóll 2. sæti......................Dalvík 3. sæti......................Austri 5. flokkur - B- og C-lið: 1. sæti...............Tindastóll (B) 2. sæti................Tindastóll (C) 3. sæti....................Austri (B) 6. flokkur - A-lið: 1. sæti........................KS 2. sæti...................Leiftur 3. sæti.................Völsungur 6. flokkur - B- og C-lið: 1. sæti.................Völsungur (B) 2. sæti....................KS(B) 3. sæti....................Dalvík (B) 7. flokkur - A-lið: 1. sæti.................Völsungur 2. sæti....................Dalvík 3. sæti...................Leiftur 7. flokkur - B- og C-lið: 1. sæti.................Völsungur (B) 2. sæti....................Dalvík (B) 3. sæti...................Leiftur (B) Verðlaun voru og veitt fyrir prúð- ustu lið keppninnar. í 5. flokki var liö Kormáks vahð prúðast, í 6. flokki var það KS og í 7. flokki var BÍ valiö prúðasta liðið. KS sigraði í 6. flokki. Hér eru strákarnir með þjálfara sínum, Gunnlaugi Oddssyni. DV-myndir ÞÁ Völsungur sigraði í A-liði 7. flokks. Þjálfari strákanna er Aðalsteinn Aðal- steinsson. í 7. flokki B-liða sigraði Völsungur og eru strákarnir hér ásamt þjálfara sínum, Aðalsteini Aðalsteinssyni, og Arngrími Arnarssyni. Lottó-Skagamótið: Hiðfrábæra knattspyrnumót 7.flokks Fyrir skömmu fór fram hiö vinsæla Lottó- Skagamót í knattspyrnu 7. flokks. Síðastliðinn þriðjudag birtist mynd af Fylkis strákunum sem sigruðu utanhúss í A- og B-Iiði en Breiða- blik í C-liði. Úrslit urðu annars sem hér segir í hinum ýmsu greinum sem keppt var í á Lottó- mótinu. Knattspyrna utanhúss Leikið um sæti - A-lið: 1.-2. Akranes-Fylkir........0-2 3.-4. Fjölnir-Haukar........1-2 5.-6. Breiðablik-Stjarnan...0-1 7.-8. Þróttur, R.-HK........0-3 9.-10. ÍR-Reynir, S.........3-2 Fylkir lottómeistari 1994. Leikið um sæti - B-iið; I. -2. Fylkir-ÍR............3-1 3.-4. Stjarnan-Akranes......1-0 5.-6. Breiðablik-Fjölnir....4-0 7.-8. Hamar-Haukar..........0-6 9.-10. Grótta-Þróttur, R....3-2 II. -12. HK-Reynir,S........4-0 Fylkir lottómeistari 1994. Leikið um sæti - C-lið: 1.-2. Stjarnan(l)-Breiðablik ...0-2 3.-4. Fylkir-Akranes........5-4 5.-6. Akranes (4)-Stjaman (2)..0-2 7.-8. Akranes (2)-Akrar.es (3) ..2-1 9.-10. HK-ÍR................0-4 Breiðablik lottómeistari 1994. Bestu leikmenn úrslitaleikjanna: A-lið: Kjartan Ágúst Jóhannsson, Fylki. B-liö: Kristinn Guðmundsson, Fylki. C-lið: Hjörvar Hermannsson, Breiðabliki. Innanhússmótið Undanúrslit, A-lið: Akranes-Haukar.............1-0 Breiðablik-Fylkir..........0-1 Leikið um sæti - A-lið: 1.-2. AkranesFylkir........0-1 3.-4. Haukar-Fjölnir.......4-3 (eftir vítaspymukeppni). Fylkir meistari í keppni A-liða. Undanúrslit, B-lið: Fjölnir-Fylkir.............2-1 (eftir vitaspymukeppni). Akranes-Breiðablik.........2-1 (eftir vítaspymukeppni) Leikið um sæti - B-lið: 1.-2. Fjölnir-Akranes......1-0 3.-4. Fylkir-Breiðablik....2-1 Fjölnir meistari i keppni B-liða. Undanúrslit, C-lið: Stjaman (2)-Fylkir.........0-1 Breiðablík-Akranes (1).....1-0 Leikir um sæti - C-Hð: 1.-2. Fylkir-Breiðablik....0-2 3.-4. Akranes-Stjarnan.....1-0 (eftir vítaspyrnukeppni). Keppni í ýmsum grelnum Limbómeistarar: Bjarki Ey- steinsson og Guðjón Baldvinsson. Boðhlaupsmeistarai-: Stjarnan. Vítakóngur varð Atli Heimis- son, Fjölni. 2. Svanur Steinars- son. 3. Helgi Ó. Axelsson, Fjölni. Grillveisla Glæsileg grillveisla var haldin þátttakendum og fylgdarliði, auk foreldraskemmtunar. Knattspyrnufélag ÍA vill að fram komi þakkir til þátttakenda og annarra gesta fyrir góða skemmtun. Einnig vill félagið þakka dómurum ágætt samstarf og sérstaklega foreldrafélagi 7. flokks sem stóð sig frábærlega viö alla vinnu á mótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.