Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Fréttir Ákærur vegna hópslagsmála sem áttu sér stað á ísafirði á nýárskvöld: Ákært fyrir að beina afturenda að lögreglu - frömdu flölda innbrota, stálu bíl, börðu fólk og fleira Fyrir Héraðsdómi Vestfjarða hefur verið þingfest ákæra ríkissaksókn- ara á hendur sex ísfirðingum á aldr- inum 18 til 24 ára. Ákæran er í 6 lið- um en meginsakarefni eru árás fimm piltanna á tvo 18 ára sveitunga sína og að hindra lögregluna í starfi. Auk fyrrnefndrar ákæru hafa tvær aðrar ákærur verið gefnar út á hendur ein- um piltanna fyrir þjófnað á bíl og fleira. Það var 1. janúar síðastliðnum sem lögreglan á Isafirði varð vör við ólæti í næsta nágrenni lögreglustöðvar- innar. Nokkrir piltar veittust að tveimur sveitungum sínum, þar sem þeir voru fyrir utan bíl þeirra síðar- nefndu, með því að slá og sparka í þá. Tveir lögreglumenn skárust í leik- inn og ætluðu að færa annan pilt- anna sem ráðist var á á lögreglustöð vegna gruns um ölvunarakstur. Stefnuhreyting viröist hafa orðið hjá íimmenningunum þar sem þeir vildu nú veija þann sem þeir höfðu verið að beija og réðust þeir ítrekað gegn lögreglumönnunum. Þróuðust mál þannig að beita þurfti táragasi gegn einum piltanna en hinir reyndu ítr- ekað að leysa hann úr haldi lögreglu. Lögreglan þurfti að kalla til hðsauka og kom þriðji lögreglumaðurinn til aðstoðar. Með harðfylgi tókst lög- reglu að færa mestu óróaseggina á lögreglustöð en mætti harðri mót- spyrnu hinna á leiðinni. Þegar inn á lögreglustöð var komið spörkuðu og slógu tveir hinna ákærðu tvo lög- reglumenn í andlitið. Önnur sakarefni fimmmenning- anna eru frekari brot á almennum hegningarlögum, sem meðal annars felast í innbrotum - en DNA-rann- sókn fór fram til að upplýsa eitt inn- brotanna - brot á umferðarlögum og áfengislögum. Enn fremur er einn piltanna ákærður fyrir brot á lög- reglusamþykkt ísafjarðarkaupstað- ar en tveimur mánuðum fyrir átökin við lögreglustöðina beygði hann sig fram og beindi berum afturenda sín- um að lögreglumönnum sem leið áttu hjá í lögreglubifreið. Samtals átta aðilar gera skaðabóta- kröfu á hendur nokkrum hinna ákærðu og er fjárhæð þeirra 700 þús- und krónur. Málflutningur hefst 6. október. Eldblossarnir stóðu í allar áttir þegar verið var að svíða hausana hjá sláturhúsi KEA á Akureyri í gær. Hjá „svíð- ingameisturunum" var mikið að gera og þeir voru vígalegir með gasgrimurnar í reykjarkófinu. DV-mynd gk Fallþunginn svipaður og í fyrra Gaslampi kveikti í Jóhaim Jóhannsson, DV, Seyöisfixði: Ferðamannaþjónusta er rekin í Stakkahlíö í Loðmundarfirði af Stefani hlunnindabónda. Um síð- ustu helgi gjstu þar íslendingur og Spánverji og sváfu upp á lofti. Heimilisfólk svaf á neðri hæö. Þama er ljósavél sem stöðvuð er á nóttunni og fengu gestimir lánaöan gaslampa til að lesa viö. Sofnuðu þeir út frá Ijósinu en vöknuðu við að eldur var laus og hafði brennt gat á klæðningu og lagöi eld úr eldflmri einangmn úr reiöingstorfi. Gestunum tókst að slökkva eldinn og vöktu síðan til morguns til öryggis ef eldur ieyndist þar. Sex manns vom í húsinu og mildi að ekki fór verr. Vesturland: Ámótísölu orkufyrirtækja Garðar Guíjónæœi, DV, Akranesi: Tillögur um að leysa vanda Hitaveitu Akraness og Borgar- íjarðar meö því að selja Raflnagn- sveitum ríkisins raforkufyrir- tæki á veitusvæöinu mæta víða andstöðu. Forsvarsmenn raforkufyrir- tækjanna leggjast gegn hug- myndum um sölu þeirra. Ljóst er að ekki næst pólitísk samstaða um sölu fyrirtækjanna. Nefnd á vegum meirihluta bæj- arstjóma á Akranesi og í Borgar- byggð leggur eindregið til að Raf- veita Akraness, Rafveita Borgar- ness og hlutur sveítarfélaga í Andakilsárvirkjun verði seld Rafmagnsveitum ríkisins. „Við reiknum með að slátra um 35 þúsund dilkum, við höfum loforð fyr- ir því magni,“ segir Óh Valdimars- son, sláturhússtjóri Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri, en þar stendur slátmn nú seni hæst. Að sögn Óla virðist fallþungi ætla að verða svipaður og í fyrra en þá var hann óvenjugóður þrátt fyrir slæmt veðurfar allt sumarið. Meðal- fallþunginn fyrstu daga sláturtíðar- innar nú er um 16,5 kg. Ekki er komin mikil htreyfing á slátursölu til almennings en Óh á von á að hún glæðist á næstu dögum. Slátrið hefur lækkað í verði úr 520 krónum í fyrra í 489 krónur nú. Atta bændur í málaferli vegna Hvalfj arðarganga: Þingeyjarsýslur: lögjöfnunar- sjóðs koma í vegfyrir sameiningu Lög Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga urðu þess valdandi að sam- einingarviöræðum fjögurra sveitarfélaga 1 Þingeyjarsýslum hefur veriö hætt eða frestað þar til lögin hafa verið endurskoðuð. Sveitarfélögin, sem um ræðir, eru Húsavík, Tjörneshreppur, Keldu- neshreppur og Óxarflarðar- hreppur. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, segir aö í ljós hafi kom- ið að við sameiningu sveítarfélag- anna myndu þau verða af 16 milljóna króna tekjum Irá Jöfn- unarsjóðnum. „Þetta sýnir okkur hversu gallaðar reglur sjóðsins em. Þær vinna beinlínis gegn sameiningu sveitarfélaga en stuöla að því að viðhalda htlu sveitarfélögunum," segir Einar. Hann segir að í viðræðum sveit- arfélaganna ijögurra hafi aö öðm leyti ekkert komið fram sem mæli gegn sameiningu þeirra. Landmælingar: Skagamenn krefja ríkið svara Garðar Guöjónsson, DV, Akranesi: Bæjaryflrvöld á Akranesi þrýsta nú á stjómvöld um aö láta verða af flutningi Landmæhnga íslands til Akraness og hafa gert ráðherrum umhverfis- og fjár- mála tilboð um að kaupa stóran hlut í stjórnsýsluhúsinu undir starfsemina. Tahð er að stofnunin þurfi 1300 m2 undir starfsemina. Aö sögn Gisla Gíslasonar bæjarstjóra hef- ur verið rætt um að bærinn kaupi stóran hluta húsnæðisins á mód Málningarþjónustunni. Um 30 manns vinna hjá Landmælingum og bæjaryfirvöld leggja hart að rikinu að taka ákvörðun um flutning. Umhverfisráðherra hef- ur hins vegar verið tregur til. Ljóst er að ríkið er ekki reiðubúiö að festa kaup á húsnæði undir starfsemina og telur sig ekki geta greitt hærri leigu en nú er greidd. Leitaðlogandi Ijósi að Ijósi Varðskip, 2 björgimarbátar, 3 skip og 3 björgunarsveitir voru kallaðar út í vikunni eftir að Til- kynningaskyldunni bámst upp- lýsingar um að neyðarblys sæist á loftí yfir Keihsnesi. Eftir um tvo tíma kom á daginn að um var að ræða nýtt mastur á Kefiisnesi enda höfðu allir bátar * skilað sér öl hafnar. Tveir menn höfðu tilkynnt um ljósið en við | viss birtuskilyrði htur flós á I mastrinu út sem neyðarljós. Kæra úrskurð skipulagsstjóra gefumst ekki upp, segir Ólafur Sigurgeirsson á Þaravöllum Átta bændur undir sunnanverðu Akrafjalh hafa ákveðið að kæra úr- skurö skipulagsstjóra ríkisins til umhverfisráðuneytisins. Skipulags- stjóri lagði nýlega blessun sína yfir lagningu vegar frá munna Hvalfjarð- arganga til Akraness. Ólafur Sigur- geirsson, bóndi á Þaravöhum, er einn áttmenninganna. Hann staðfestí kænma í samtali við DV og sagði hana einungis fyrsta skref í baráttu íbúanna gegn göngunum, fleiri mála- ferli væru ekki útilokuð. „Við gef- umst ekki upp. Það er klárt mál,“ sagði Ólafur. Kærufrestur rennur út 30. sept- ember nk. og sagði Ólafur að kæran yrði lögð fram fyrir þann tíma. Bændurnir átta hafa fengið lögmann sér tíl aðstoðar. Ólafur sagði að lög- maðurinn myndi fylgja þessu máli eftir þvi þaö þýddi ekki fyrir þá að tala við einn eða neinn, hvorki stjómvöld eða forráðamenn Spalar hf. Hins vegar sagðist Ólafur finna fyrir miklum stuðningi frá almenn- ingi við málstað bændanna. „Við erum ennþá gahharðir á að koma í veg fyrir eyðileggingu á þess- ari sveit. Þetta varðar lífsafkomu okkar með beinum hætti. Við skhj- um ekki hvers vegna þarf tvo vegi. Undirlendi héma býöur ekki upp á það. Við köhum það eyðheggingu þegar búið er aö skipta öhum jörðum í þrennt með tveimur vegum. Ahs staðar í heiminum er verið að koma svona brautum frá byggð en ekki í gegnum hana,“ sagði Olafur. Ólafur sagði að vegarspottinn frá gangamunnanum th Akraness væri óþarfur, miklu heldur hefði átt að fara Kiðafehsleiðina svoköhuðu fyrst farið var út í gerö ganganna á annað borð. Sú leið lægi austan við Akra- fjall, beint að þjóðvegi 1 og væri a.m.k. 700 milljónum króna ódýrari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.