Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 oo Veður fer kólnandi Ólafur Skulason biskup. Guðisé lofað Pressan erhætt „Guði sé lof!“ sagði Ólafur Skúlason, biskup Íslands, þegar honum var gefinn kostur á að segja nokkur lokaorð um Press- una en síðasta blaðið kom út í gær. Ummæli Mun rísa upp aftur eins og Guð almáttugur „Ég mun sakna Pressunnar og trúi að hún muni rísa upp aftur eins og Guð almáttugur," voru hins vegar lokaorð Regínu Thor- arensen, hins heimsfræga frétta- ritara. Afskaplega prúður og stillt- ur afbrotamaður „Drengurinn hefur komið hing- að og verið afskaplega prúður og stilltur og verið í vinnu,“ sagði Sigurður Gísli Gíslason, deildar- stjóri hjá Fangelsismálastofnun, í DV um einn piltanna sem tóku þátt í ráninu í verslun Nóatúns nýlega en pilturinn var enn ófundinn í gær. Pilturinn var dæmdur 22. desember sl. í 8 mán- aða fangelsi fyrir líkamsárás en þrátt fyrir að 9 mánuðir séu liðn- ir frá dómnum hefur hann ekki enn hafið afplánun. Hann var aft- ur dæmdur 2. maí sl. fyrir að stela bíl og hefur verið handtekinn vegna aðildar að innbroti og lík- amsárás. Hann er einnig grunað- ur um að hafa ráðist inn í sölu- tum við Seljabraut. Karlar eiga fullan rétt á að vera getulausir „Karlar eiga fullan rétt á að vera getulausir," sagði danski furðufuglinn Jacob Haugaard eft- ir að hann haíði náð kjöri á danska þingið sl. miðvikudag. Hann lofaði að vernda rétt karla til getuleysis, lofaði betra veðri, eilífum meðvindi fyrir hjólreiöa- menn og styttri biðröðum. Ekki eru allir þeirra duglegir. Gætum tungunnar Rétt væri: Ekki eru þeir allir dug- legir. I dag verður suðvestlæg átt á land- inu, kaldi eða stinningskaldi, fram eftir morgni. Skúrir veröa um landið sunnan- og vestanvert, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Síð- degis og í kvöld snýst vindur til norð- lægrar áttar og stinningskaldi verð- ur um tíma í nótt. Þá má reikna með skúrum eða rigningu á Norðvestur- og Norðurlandi, en syðra styttir upp aö mestu. Veður fer kólnandi. Veðrið í dag Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestan- og síðar vestankaldi í dag og dálitlar skúrir. Vindur verður norðvestlægur og að mestu þurrt í nótt. Hiti verður 5 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.26 Sólarupprás á morgun: 7.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.20 Árdegisflóð á morgun: 8.36 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 I morgun: Akureyri skýjað 8 Akumes alskýjað 9 Bergsstaðir hálfskýjað 5 Keíla víkurflugvöllur skýjað 5 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 6 Raufarhöfn hálfskýjað 5 Reykjavík skúrásíð. kls. 6 Stórhöfði skúr 7 Bergen rigning og súld 12 Helsinki hálfskýjað 7 Kaupmannahöfn þokumóða 8 Berlín lágþoku- blettir 11 Feneyjar þokumóða 17 Frankfurt skýjað 10 Glasgow rigning 12 Hamborg þoka 8 London þokumóða 13 Nice skúr 21 Róm heiðskirt 21 Vín léttskýjað 11 Washington súld 16 Winnipeg léttskýjað 7 Þrándheimur súldásíð. kls. 10 Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona: mann í New York „Ég er á leiðinni til New York að vinna með umboðsmanní sem hef- ur mikinn áhuga á að koma mér á framfæri um allan heim. Það er mjög spennandi dæmi. Þetta er virt umboðsskrifstofa. Svo er margt annað í deiglunni,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona en hún fer Maður dagsins með nokkuð stórt hlutverk í upp- færslu Þjóöleikhússins á óperunni Valdi örlaganna og þykir standa sig vel. Ingveldur er fædd og uppalin i Reykjavík en hún er dóttir Jóns Hjartarsonar leikara og Guðleifar Guðlaugsdóttur. Helga Braga Jóns- dóttir leikkona er hálfsystir Ing- veldar. Ingveldur byrjaði ung að árum í ballett í Þjóðleikhúsinu en Ingveldur Yr Jónsdóttir. fór svo að læra í Söngskólanum í Reykjavík h)á Guömundu Elías- dóttur. 18 ára gömul fór hún svo til Vínarborgar í Austurríki að læra söng bjá Svanhvíti Egilsdótt- ur og lauk hún einnig prófi frá Tónlistarskólanum í Vínarborg. Þaðan fór hún til New York í mast- ers-nám 1 Manhattan School of Music. Námið kláraði hún árið 1991 og fór þá aftur til Austurríkis. Ingveldur Ýr tók þátt í mörgum uppfærslum á skólaárum sinum og hefur sungið viða í Austurríki. Hún kom heim til íslands í nóvember í fyrra og söng hlutverk Olgu í Ev- gení Onegín eftir Tsjaikovskí í ís- lensku óperunni. Það var fyrsta óperuhlutverk hennar á sviöi á ís- landi. Eftir þetta hefur hún unnið mikið hér á landi og tók meðal annars þátt í Wagner-uppfærslu á .listahátíð í vor. Ingveldur Ýr verður með ljóða- og aríutónleika 5. október í ís- lensku óperunni á vegum Styrktar- félags óperunnar. UBKog ÍBKkeppa í körfu- bolta Einn Ieikur verður í Reykjanes- mótinu í körfubolta i kvöld. UBK og ÍBK keppa í íþróttahúsinu Digranesi kl. 20. fþróttir í Slóvakiu leikur íslenska landsliðið i knattspymu skipað leikmönnum átján ára og yngri gegn Póllandi. Skák Á skákmóti í Kólombíu á dögunum kom þessi staöa upp í skák Aristizabal, sem haföi svart og átti leik gegn Bayona. Lokin á skákinni eru óvenju glæsileg. 8 7 6 5 4 3 2 1 1. - Rdl +! 2. Khl Dxd5! 3. Hxdl Ef hins vegar 3. cxd5 er hrókurinn ekki lengur leppur og 3. - Hel+ er mát. 3. - Bxa4!! Hins vegar ekki 3. - Dc5 4. Dc3 og hvítur snýr vöm í sókn. 4. Dxa4 Dd2! og hvítur gafst upp því aö hann fær ekki varist máthótuninni í borðinu og gætt biskups- ins samtímis. Jón L. Árnason % ái 1 I Á Á A A A A AW 41 A A ABCDEFGH Bridge Hér er lunkin úrspilsþraut. Vestur opnar á einu hjarta, norður doblar til úttektar, austur segir 2 hjörtu, suöur gefur áskor- un með þremur spööum og norður lyftir í ijóra spaða. Vestur spilar út tígulkóngn- um og nú tekur þú viö: * ♦ * ÁD9 V 93 ♦ ÁG4 + Á10742 * ♦ + * KG10863 V K84 ♦ 9 + 853 Eftir sagnir reiknar suöur meö því að vestur eigi hjartaás og því dugar ekki aö trompa hjartatapslag í blindum því enn em 4 tapslagir í spilinu. Möguleikarnir virðast Uggja í þvi að laufið liggi 3-2 og hægt sé að nýta sér þann lit. Gallinn er sá aö austur má ekki komast inn til að spila í gegnum hjartað. Einn möguleikinn er sá að vestur eigi kónginn annan í laufi en illt er að treysta á það. Til er leið sem leiðir til vinnings gegn öllum 3-2 legum í laufmu. Hún gengur út á það að leyfa vestri aö eiga fyrsta slaginn á tígulkóng! Ef vestur skiptir yfir í lauf er drepið á ás, tígulás tekinn, laufi hent, tígulgosa spilað og aftur kastað laufi. Vestur lendir óhjákvæmilega inni og getur ekki skaðað sagnhafa. Síðan er hægt að snúa sér að þvi að fría lauflitinn og henda í lokin tveimur hjartatapslögum í frílauf því allt spilið leit svona út: ♦ ÁD9 V 93 ♦ ÁG4 + Á10742 ♦ 542 V G652 ♦ 7652 + KG ■ ♦ KG10863 V K84 ♦ 9 + 853 ísak Örn Sigurðsson V ÁD107 ♦ KD1083 TAQC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.